Byggjum og hlustum Gunnar Sær Ragnarsson skrifar 13. maí 2022 12:00 Á næstu árum mun mikilvæg uppbygging hefjast. Ungt fólk og fyrstu kaupendur berjast í bökkum við að safna fyrir eigið húsnæði. Húsnæðisvandinn er ákallandi innan höfuðborgarsvæðisins þar sem uppbygging hefur að miklu leyti setið á hakanum. Þar má sérstaklega nefna Reykjavíkurborg, en meirihluti borgarstjórnar hefur virt húsnæðismálin að vettugi á þessu kjörtímabili. Það er sérstaklega sárt að vita af því að borgarstjórn hafi sett uppbyggingu í Reykjavík á ís árið 2019. Í öðrum sveitarfélögum á höfuðborgarsvæðinu, þá sérstaklega þeim þar sem Framsókn er í meirihluta, hefur uppbyggingin verið mikið betri. Vandinn er þó enn til staðar og sístækkandi. Öll sveitarfélögin þurfa að leggja hönd á plóg og bera ábyrgð. Þar er Kópavogur engin undantekning. Byggja, byggja, byggja Besta lausnin á vandanum er að byggja, byggja og byggja. Við í Framsókn í Kópavogi fögnum uppbyggingu íbúða (enda er þörfin gífurleg) og leggjum áherslu á að koma í veg fyrir einsleit hverfi. Við þurfum að mæta eftirspurn á fasteignamarkaði. Það leikur enginn vafi á því. Síðustu fjögur árin hefur grunnurinn verið lagður að stórri uppbyggingu hér í Kópavogi. Þar hefur Framsókn leikið lykilhlutverk bæði í bæjarstjórn og skipulagsráði. Hins vegar hafa áformin ekki verið laus við gagnrýni, eins og oft kemur fyrir í grunnvinnu svona stórrar uppbyggingar. Að hlusta Þegar okkur berst gagnrýni þá skiptir það öllu máli að hlusta á hana af auðmýkt og læra af henni. Við viljum horfa áfram veginn og finna lausnir en ekki horfa endalaust aftur á bak og einblína á það sem betur mátti fara. Horfum til framtíðar og lögum hlutina í náinni samvinnu við íbúa bæjarins. Við þurfum nefnilega að hlusta á athugasemdir og áherslur þeirra sem nú þegar búa á þeim svæðum sem koma til álita. Þeim eigum við að mæta með gaumgæfilegri upplýsingagjöf og samráði. Þau eru alltaf þarna og vita best af öllum hvernig svæðið virkar. Þeirra hugmyndir eru ekki að vettugi virðandi. Þeirra rödd þarf að heyrast og við eigum að viðra þeirra áherslur í allri skipulagsvinnu. Þetta þarf að gera fyrr í vinnunni, ekki áður en það er of seint. Við viljum heyra Framsókn í Kópavogi vill efla íbúalýðræði og auka þátttöku íbúa í ákvarðanatöku sveitarfélagsins. Þetta gerum við með aukinni samvinnu, en fyrst og fremst þarf að bæta upplýsingagjöf og samskipti til íbúa. Þetta hafa margir íbúar Kópavogs ítrekað bent á, en það er eins og þau fái ekki svör. Vatnsendi Þegar undirritaður kynnti sér áform um uppbyggingu hér í Kópavogi þá var sérstaklega áhugavert að sitja íbúafund í Hörðuvallaskóla um skipulag fyrir Vatnsendahæð - Vatnsendahvarf. Þar minntust íbúar svæðisins og nærliggjandi svæða á hina ýmsu vankanta skipulagsins. Áhugaverðast var að hlusta á það að þegar þeir lýstu yfir sínum áhyggjum þá mættu þeim dauf eyru. Bærinn sýndist ekki vilja heyra þeirra áherslur og staðfestu varla móttöku á póstum. Punktar um aukna umferð um Kambaveg, áhrif uppbyggingarinnar á útsýni íbúa Klettakórs og skort á mati áhrifa deiluskipulagsins á svæðið. Það liggur fyrir að við þurfum að horfa á skipulagið gagnrýnum augum. Hægt væri að spara töluvert með því að hafa gatnakerfið styttra og markvissara. Einnig þarf sérstaklega að horfa til staðsetningu fasteignanna. Á Vatnsenda mun mikilvæg uppbygging fara fram, og það er vel. Hins vegar verður slík vinna vera unnin í samvinnu. Það á við um samvinnu innan bæjarstjórnar, nefnda og ráða sem og með íbúum. Þannig viljum við í Framsókn ganga til framkvæmda. Höfundur situr í 4. sæti á lista Framsóknar í Kópavogi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2022 Framsóknarflokkurinn Kópavogur Sveitarstjórnarkosningar 2022 Mest lesið 76 dagar Erlingur Sigvaldason Skoðun Á hvaða ári er Inga Sæland stödd? Snorri Másson Skoðun Draugagangur í Alaska Hannes Pétursson Skoðun Húsnæðisbæturnar sem hurfu Ragnar Sigurður Kristjánsson Skoðun Sporin þín Valtýr Soffía Sigurðardóttir Skoðun Háskólaþorpið Bifröst og fólkið sem gleymdist Margrét Jónsdóttir Njarðvík Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun Hunsuðu menntamálin – en ætla nú að bjarga þeim Sigurður Kári Harðarson Skoðun Skoðun Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði Finnbjörn A. Hermannsson,Guðrún Margrét Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvað er eiginlega málið með þessa þéttingu?? Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Eitt próf á ári – er það snemmtæk íhlutun? Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Þegar öllu er á botninn hvolft Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Kynbundin áhrif barneigna á atvinnuþátttöku og tekjur Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Viltu finna milljarð? - Frá gráu svæði í gagnsæi Gunnar Pétur Haraldsson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum – tækifæri eða hliðarskref? Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Á hvaða ári er Inga Sæland stödd? Snorri Másson skrifar Skoðun Eru börn innviðir? Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Háskólaþorpið Bifröst og fólkið sem gleymdist Margrét Jónsdóttir Njarðvík skrifar Skoðun Körfubolti á tímum þjóðarmorðs Bjarni Þór Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Draugagangur í Alaska Hannes Pétursson skrifar Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson skrifar Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson skrifar Skoðun 76 dagar Erlingur Sigvaldason skrifar Skoðun Í minningu körfuboltahetja Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er kominn tími til að láta endurmeta brunabótamatið á þínu húsnæði? Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Húsnæðisbæturnar sem hurfu Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir skrifar Skoðun Hjartans mál í kennslu Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hunsuðu menntamálin – en ætla nú að bjarga þeim Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Sporin þín Valtýr Soffía Sigurðardóttir skrifar Skoðun Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptaráðs Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sjallar og lyklaborðið Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei skrifar Skoðun „Stóra fallega frumvarpið“ hans Trump Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Verndun vatns og stjórn vatnamála Ólafur Arnar Jónsson,Sigurður Guðjónsson skrifar Skoðun Gegn hernaði hvers konar Gunnar Björgvinsson skrifar Sjá meira
Á næstu árum mun mikilvæg uppbygging hefjast. Ungt fólk og fyrstu kaupendur berjast í bökkum við að safna fyrir eigið húsnæði. Húsnæðisvandinn er ákallandi innan höfuðborgarsvæðisins þar sem uppbygging hefur að miklu leyti setið á hakanum. Þar má sérstaklega nefna Reykjavíkurborg, en meirihluti borgarstjórnar hefur virt húsnæðismálin að vettugi á þessu kjörtímabili. Það er sérstaklega sárt að vita af því að borgarstjórn hafi sett uppbyggingu í Reykjavík á ís árið 2019. Í öðrum sveitarfélögum á höfuðborgarsvæðinu, þá sérstaklega þeim þar sem Framsókn er í meirihluta, hefur uppbyggingin verið mikið betri. Vandinn er þó enn til staðar og sístækkandi. Öll sveitarfélögin þurfa að leggja hönd á plóg og bera ábyrgð. Þar er Kópavogur engin undantekning. Byggja, byggja, byggja Besta lausnin á vandanum er að byggja, byggja og byggja. Við í Framsókn í Kópavogi fögnum uppbyggingu íbúða (enda er þörfin gífurleg) og leggjum áherslu á að koma í veg fyrir einsleit hverfi. Við þurfum að mæta eftirspurn á fasteignamarkaði. Það leikur enginn vafi á því. Síðustu fjögur árin hefur grunnurinn verið lagður að stórri uppbyggingu hér í Kópavogi. Þar hefur Framsókn leikið lykilhlutverk bæði í bæjarstjórn og skipulagsráði. Hins vegar hafa áformin ekki verið laus við gagnrýni, eins og oft kemur fyrir í grunnvinnu svona stórrar uppbyggingar. Að hlusta Þegar okkur berst gagnrýni þá skiptir það öllu máli að hlusta á hana af auðmýkt og læra af henni. Við viljum horfa áfram veginn og finna lausnir en ekki horfa endalaust aftur á bak og einblína á það sem betur mátti fara. Horfum til framtíðar og lögum hlutina í náinni samvinnu við íbúa bæjarins. Við þurfum nefnilega að hlusta á athugasemdir og áherslur þeirra sem nú þegar búa á þeim svæðum sem koma til álita. Þeim eigum við að mæta með gaumgæfilegri upplýsingagjöf og samráði. Þau eru alltaf þarna og vita best af öllum hvernig svæðið virkar. Þeirra hugmyndir eru ekki að vettugi virðandi. Þeirra rödd þarf að heyrast og við eigum að viðra þeirra áherslur í allri skipulagsvinnu. Þetta þarf að gera fyrr í vinnunni, ekki áður en það er of seint. Við viljum heyra Framsókn í Kópavogi vill efla íbúalýðræði og auka þátttöku íbúa í ákvarðanatöku sveitarfélagsins. Þetta gerum við með aukinni samvinnu, en fyrst og fremst þarf að bæta upplýsingagjöf og samskipti til íbúa. Þetta hafa margir íbúar Kópavogs ítrekað bent á, en það er eins og þau fái ekki svör. Vatnsendi Þegar undirritaður kynnti sér áform um uppbyggingu hér í Kópavogi þá var sérstaklega áhugavert að sitja íbúafund í Hörðuvallaskóla um skipulag fyrir Vatnsendahæð - Vatnsendahvarf. Þar minntust íbúar svæðisins og nærliggjandi svæða á hina ýmsu vankanta skipulagsins. Áhugaverðast var að hlusta á það að þegar þeir lýstu yfir sínum áhyggjum þá mættu þeim dauf eyru. Bærinn sýndist ekki vilja heyra þeirra áherslur og staðfestu varla móttöku á póstum. Punktar um aukna umferð um Kambaveg, áhrif uppbyggingarinnar á útsýni íbúa Klettakórs og skort á mati áhrifa deiluskipulagsins á svæðið. Það liggur fyrir að við þurfum að horfa á skipulagið gagnrýnum augum. Hægt væri að spara töluvert með því að hafa gatnakerfið styttra og markvissara. Einnig þarf sérstaklega að horfa til staðsetningu fasteignanna. Á Vatnsenda mun mikilvæg uppbygging fara fram, og það er vel. Hins vegar verður slík vinna vera unnin í samvinnu. Það á við um samvinnu innan bæjarstjórnar, nefnda og ráða sem og með íbúum. Þannig viljum við í Framsókn ganga til framkvæmda. Höfundur situr í 4. sæti á lista Framsóknar í Kópavogi.
Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson Skoðun
Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson Skoðun
Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun
Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður harpa Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Kynbundin áhrif barneigna á atvinnuþátttöku og tekjur Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson skrifar
Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson skrifar
Skoðun Er kominn tími til að láta endurmeta brunabótamatið á þínu húsnæði? Heiðrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir skrifar
Skoðun Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptaráðs Birgir Orri Ásgrímsson skrifar
Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei skrifar
Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson Skoðun
Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson Skoðun
Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun