Ekki enn viljað þiggja starf eftir viðskilnaðinn við Ísland Sindri Sverrisson skrifar 13. maí 2022 08:30 Erik Hamrén og Gunnar Gylfason, þáverandi starfsmaður KSÍ, fagna innilega í sigri gegn Tyrklandi á Laugardalsvelli. GETTY Sænski knattspyrnuþjálfarinn Erik Hamrén, sem orðinn er 64 ára gamall, hefur fengið nóg af tilboðum en ekki þjálfað neitt lið eftir að hann hætti með íslenska karlalandsliðið árið 2020. Hamrén tók við íslenska landsliðinu eftir HM 2018 og var óhemju nálægt því að stýra því á þriðja stórmótið í röð, EM 2020. Liðið náði í 19 stig í undankeppninni en endaði fyrir neðan Frakkland og Tyrkland, og tapaði svo í úrslitum umspils á síðustu stundu gegn Ungverjalandi. Samkvæmt frétt Göteborgs-Posten reyndi sænska félagið Örgryte að fá Hamrén til starfa en hann hafnaði því tilboði. Örgryte skrapar botninn eftir sex umferðir í sænsku 1. deildinni og óvissa ríkir um stöðu þjálfarans Dane Ivarsson. Í síðustu viku var íþróttastjórinn Igor Krulj rekinn. Hamrén þekkir vel til hjá Örgryte en hann stýrði liðinu á árunum 1998-2003 og fagnaði bikarmeistaratitli með liðinu árið 2000. Í kjölfarið tók hann svo við AaB í Danmörku og Rosenborg í Noregi og fagnaði meistaratitlum á báðum stöðum, áður en hann stýrði sænska landsliðinu á árunum 2009-2016, og tók svo við Íslandi haustið 2018. Hann hætti með íslenska landsliðið að eigin ósk í lok árs 2020. Í fyrrasumar greindi Hamrén frá því að hann hefði fengið tilboð frá einu landsliði og þremur félagsliðum, og að þar af hefði eitt verið mjög gott hvað peningahliðina snerti en ekki hvað fótboltann og fleira snerti. Hann staðfesti einnig að eitt af tilboðunum hefði komið frá Sádi Arabíu. Sænski boltinn Fótbolti Mest lesið Tveir sterkir póstar úr leik hjá Frökkum fyrir leikinn gegn Íslandi Fótbolti Bætti heimsmetið aftur Sport Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Körfubolti Crouch tapaði í Fantasy og tók út refsingu í utandeildinni Fótbolti Kobe Bryant á ennþá langvinælustu skóna í NBA deildinni Körfubolti Glugginn opinn til Tyrklands fyrir Onana Fótbolti Tapið gegn Íslandi kornið sem fyllti mælinn Fótbolti Dagskráin í dag: Formúlan og fleira Sport Fjölnir fallinn og rafmögnuð lokaumferð í kortunum Fótbolti „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Fótbolti Fleiri fréttir Crouch tapaði í Fantasy og tók út refsingu í utandeildinni Glugginn opinn til Tyrklands fyrir Onana Tveir sterkir póstar úr leik hjá Frökkum fyrir leikinn gegn Íslandi „Gríðarlega mikilvægur sigur“ „Ekki boðlegt fyrir lið eins og Þór/KA“ Fjölnir fallinn og rafmögnuð lokaumferð í kortunum Torsóttur sigur enskra gegn Andorra Uppgjörið: Stjarnan - Þór/KA 4-1 | Stjarnan upp í efri hlutann Tapið gegn Íslandi kornið sem fyllti mælinn Emilía sneri aftur eftir meiðsli Eiga von á breytingum og þyngri miðju gegn Frökkum Stærsti heimasigur Íslands í keppnisleik Albert ekki með gegn Frakklandi Luis Enrique þarf að fara í aðgerð eftir hjólaslys „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Suárez dæmdur í sex leikja bann fyrir hrákann Stærsti sigur Íslands ekki gegn smáþjóð Myndasyrpa: Frábært kvöld í Laugardalnum Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik „Fyrri hálfleikurinn lagði grunninn“ „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ „Héldum áfram og drápum leikinn“ Svíar sóttu jafntefli og Ítalir möluðu Eista Ísak Bergmann: Stoltur af þjóðinni í kvöld Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Tuchel hefur ekkert rætt við Greenwood 54 ára markvörður rífur hanskana af hillunni Byrjunarlið Íslands gegn Aserbaísjan: Elías ver markið, Skagamenn stýra miðjunni og Logi á bekkinn Sjá meira
Hamrén tók við íslenska landsliðinu eftir HM 2018 og var óhemju nálægt því að stýra því á þriðja stórmótið í röð, EM 2020. Liðið náði í 19 stig í undankeppninni en endaði fyrir neðan Frakkland og Tyrkland, og tapaði svo í úrslitum umspils á síðustu stundu gegn Ungverjalandi. Samkvæmt frétt Göteborgs-Posten reyndi sænska félagið Örgryte að fá Hamrén til starfa en hann hafnaði því tilboði. Örgryte skrapar botninn eftir sex umferðir í sænsku 1. deildinni og óvissa ríkir um stöðu þjálfarans Dane Ivarsson. Í síðustu viku var íþróttastjórinn Igor Krulj rekinn. Hamrén þekkir vel til hjá Örgryte en hann stýrði liðinu á árunum 1998-2003 og fagnaði bikarmeistaratitli með liðinu árið 2000. Í kjölfarið tók hann svo við AaB í Danmörku og Rosenborg í Noregi og fagnaði meistaratitlum á báðum stöðum, áður en hann stýrði sænska landsliðinu á árunum 2009-2016, og tók svo við Íslandi haustið 2018. Hann hætti með íslenska landsliðið að eigin ósk í lok árs 2020. Í fyrrasumar greindi Hamrén frá því að hann hefði fengið tilboð frá einu landsliði og þremur félagsliðum, og að þar af hefði eitt verið mjög gott hvað peningahliðina snerti en ekki hvað fótboltann og fleira snerti. Hann staðfesti einnig að eitt af tilboðunum hefði komið frá Sádi Arabíu.
Sænski boltinn Fótbolti Mest lesið Tveir sterkir póstar úr leik hjá Frökkum fyrir leikinn gegn Íslandi Fótbolti Bætti heimsmetið aftur Sport Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Körfubolti Crouch tapaði í Fantasy og tók út refsingu í utandeildinni Fótbolti Kobe Bryant á ennþá langvinælustu skóna í NBA deildinni Körfubolti Glugginn opinn til Tyrklands fyrir Onana Fótbolti Tapið gegn Íslandi kornið sem fyllti mælinn Fótbolti Dagskráin í dag: Formúlan og fleira Sport Fjölnir fallinn og rafmögnuð lokaumferð í kortunum Fótbolti „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Fótbolti Fleiri fréttir Crouch tapaði í Fantasy og tók út refsingu í utandeildinni Glugginn opinn til Tyrklands fyrir Onana Tveir sterkir póstar úr leik hjá Frökkum fyrir leikinn gegn Íslandi „Gríðarlega mikilvægur sigur“ „Ekki boðlegt fyrir lið eins og Þór/KA“ Fjölnir fallinn og rafmögnuð lokaumferð í kortunum Torsóttur sigur enskra gegn Andorra Uppgjörið: Stjarnan - Þór/KA 4-1 | Stjarnan upp í efri hlutann Tapið gegn Íslandi kornið sem fyllti mælinn Emilía sneri aftur eftir meiðsli Eiga von á breytingum og þyngri miðju gegn Frökkum Stærsti heimasigur Íslands í keppnisleik Albert ekki með gegn Frakklandi Luis Enrique þarf að fara í aðgerð eftir hjólaslys „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Suárez dæmdur í sex leikja bann fyrir hrákann Stærsti sigur Íslands ekki gegn smáþjóð Myndasyrpa: Frábært kvöld í Laugardalnum Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik „Fyrri hálfleikurinn lagði grunninn“ „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ „Héldum áfram og drápum leikinn“ Svíar sóttu jafntefli og Ítalir möluðu Eista Ísak Bergmann: Stoltur af þjóðinni í kvöld Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Tuchel hefur ekkert rætt við Greenwood 54 ára markvörður rífur hanskana af hillunni Byrjunarlið Íslands gegn Aserbaísjan: Elías ver markið, Skagamenn stýra miðjunni og Logi á bekkinn Sjá meira
Byrjunarlið Íslands gegn Aserbaísjan: Elías ver markið, Skagamenn stýra miðjunni og Logi á bekkinn