Eina mark leiksins skoraði Dimitrios Emmanouilidis fyrir Vejle strax á 14. mínútu og tryggði liði sínu þar með þrjú mikilvæg stig í fallbaráttunni.
Lítið sem ekkert hefur gengið seinustu vikur hjá Íslendingaliði AGF. Liðið er nú með 29 stig þegar tvær umferðir eru eftir af tímabilinu, aðeins þremur stigum fyrir ofan fallsvæðið þar sem Vejle er með 26 stig.
Á sama tíma gerðu OB og Viborg 1-1 jafntefli, en Aron Elís Þrándarson var ekki með OB vegna meiðsla.