Vinnum saman að bjartri framtíð Ölfuss Hrönn Guðmundsdóttir, Vilhjálmur Baldur Guðmundsson, Gunnsteinn R. Ómarsson og Hrafnhildur Hlín Hjartardóttir skrifa 13. maí 2022 07:15 Framfarasinnar í Ölfusi bjóða fram lista með öflugu fólki á breiðum aldri fyrir sveitarstjórnarkosningarnar n.k. laugardag, 14. maí. Á listanum er víðsýnt og áhugasamt fólk með reynslu, þekkingu og færni til að leiða áframhaldandi uppbyggingu sveitarfélagsins og reka stofnanir þess með ábyrgum hætti. Markmið hópsins hefur frá upphafi verið að vinna saman að umbótum og framförum í sveitarfélaginu okkar. Við höfum rætt við íbúa, forsvarsmenn fyrirtækja og starfsfólk sveitarfélagsins, hlustað og teljum okkur hafa skýra sýn á það sem gera þarf á næstunni til að bæta þjónustu og byggja upp öflugra samfélag. Við munum halda áfram að hlusta og við munum vinna í þágu samfélagsins. Rekstur sveitarfélags er verkefni sem aldrei tekur enda. Við ætlum hins vegar á fyrstu dögum okkar að leggja áherslu á eftirfarandi: Auglýsa starf bæjarstjóra, endurskoða stjórnkerfi sveitarfélagsins og hlúa að starfsfólki til að tryggja árangur og vellíðan í starfi. Auglýsa 100% starf forstöðumanneskju á 9-unni og í framhaldinu koma á fót velferðarteymi í samstarfi við starfsfólk 9-unnar og færustu ráðgjafa sem sinna mun þjónustu við aldraða. Skipuleggja með faglegum hætti og ná sátt um leikskólastarf í sveitarfélaginu og hraða undirbúningi byggingar nýs leikskóla í Þorlákshöfn. Leggja drög að áhugaverðum sumarstörfum fyrir ungt fólk á framhaldsskólaaldri í samstarfi við fyrirtækin í sveitarfélaginu. Hefja undirbúningsvinnu að kynningarátaki í samstarfi við fyrirtækin í sveitarfélaginu með það að markmiði að styrkja þau fyrirtæki sem nú þegar eru í sveitarfélaginu og laða að ný fyrirtæki. Fara í viðræður við Gagnaveituna og Mílu um ljósleiðaratengingar á öll heimili í sveitarfélaginu sem ekki hafa kost á slíkri tengingu í dag. Koma á tengslateymi til að efla samvinnu, upplýsingaflæði og tengingu milli dreifbýlis og þéttbýlis. Þarna ætlum við ekki að láta staðar numið heldur ætlum við að vinna eftir málefnaskrá okkar á kjörtímabilinu ásamt því að hlusta á raddir samfélagsins og vinna ötullega að þeirri flottu uppbyggingu sem hingað til hefur verið unnið að. Við ætlum að vinna með ykkur íbúum að betri þjónustu við aldraða, blómlegra atvinnulífi, faglegri þjónandi stjórnsýslu, öflugri fræðslu- og velferðarmálum, betri skipulags-, umhverfis- og samgöngumálum og öflugri íþrótta-, æskulýðs og menningarmálum. Málefnaskrána í heild sinni, upplýsingar um frambjóðendur og greinar má sjá á heimasíðu okkar framfarasinnar.is. Við bjóðum fram krafta okkar til að vinna fyrir ykkur og óskum því eftir stuðningi ykkar í sveitarstjórnarkosningunum núna á laugardaginn. Setjum X við B og vinnum saman að bjartri framtíð Ölfuss. Fyrir hönd frambjóðenda X-B Framfarasinna. Hrönn Guðmundsdóttir, 1. sæti á lista XB Framfarasinna í ÖlfusiVilhjálmur Baldur Guðmundsson, 2. sæti á lista XB Framfarasinna í ÖlfusiGunnsteinn R. Ómarsson, 3. sæti á lista XB Framfarasinna í ÖlfusiHrafnhildur Hlín Hjartardóttir, 4. sæti á lista XB Framfarasinna í Ölfusi Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2022 Ölfus Mest lesið Réttindagæsla fatlaðs fólks á valdi þekkingarleysis Jón Þorsteinn Sigurðsson Skoðun Gerviverkalýðsfélagið Efling Aðalgeir Ásvaldsson Skoðun Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite Skoðun Þú mátt nauðga ef einhver karl á internetinu leyfir þér það Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Þar lágu Danir í því: Stórveldi eiga hagsmuni, ekki vini? Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Áhugamönnum um hagræðingu fjölgar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Gagnlegar símarettur Davíð Már Sigurðsson Skoðun Geðveiki krónuhagkerfisins: Tók 35 milljón króna lán, búinn að greiða til baka 91 milljón, skuldar samt enn 64 milljónir! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Pólitíkin þá og nú Ingibjörg Kristín Ingólfsdóttir Skoðun Vegna greinar Snorra Mássonar Guðmundur Andri Thorsson Skoðun Skoðun Skoðun Þú mátt nauðga ef einhver karl á internetinu leyfir þér það Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Pólitíkin þá og nú Ingibjörg Kristín Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Þar lágu Danir í því: Stórveldi eiga hagsmuni, ekki vini? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Gagnlegar símarettur Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Réttindagæsla fatlaðs fólks á valdi þekkingarleysis Jón Þorsteinn Sigurðsson skrifar Skoðun Gerviverkalýðsfélagið Efling Aðalgeir Ásvaldsson skrifar Skoðun Áhugamönnum um hagræðingu fjölgar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite skrifar Skoðun Sorg barna - fyrstu viðbrögð barna við missi Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Með styrka hönd á stýri í eigin lífi Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Hjólað inní framtíðinna Búi Bjarmar Aðalsteinsson skrifar Skoðun Framsækin ríkisstjórn í umhverfis- og auðlindamálum: Nýi stjórnarsáttmálinn. Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Hugvíkkandi meðferðir eru fortíð okkar, nútíð og framtíð Sara María Júlíudóttir skrifar Skoðun Komdu út að „Vetrar-leika“ í Austurheiðum Reykjavíkur Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Upprætum óttann við óttann Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Hér er kona, um konu… Vilborg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Vegna greinar Snorra Mássonar Guðmundur Andri Thorsson skrifar Skoðun Ertu á krossgötum? Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Vísvita villandi fréttaflutningur Morgunblaðsins? Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Máttur kaffibollans Ásta Kristín Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Kennarar segja: „Nóg komið!“ – Verkfall fyrir virðingu og verðskulduð réttindi Jónas Sen skrifar Skoðun Hefjum aðildarviðræður við Bandaríkin Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Eru tengsl milli Úkraínustríðsins og breyttrar stöðu Grænlands? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Árið 1975 er að banka Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar Skoðun Val Vigdísar Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Friður á jörðu Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Af hverju eru kennarar að fara í verkfall? Anton Már Gylfason skrifar Skoðun Opið bréf til Íslandspósts ohf. Gróa Jóhannsdóttir skrifar Sjá meira
Framfarasinnar í Ölfusi bjóða fram lista með öflugu fólki á breiðum aldri fyrir sveitarstjórnarkosningarnar n.k. laugardag, 14. maí. Á listanum er víðsýnt og áhugasamt fólk með reynslu, þekkingu og færni til að leiða áframhaldandi uppbyggingu sveitarfélagsins og reka stofnanir þess með ábyrgum hætti. Markmið hópsins hefur frá upphafi verið að vinna saman að umbótum og framförum í sveitarfélaginu okkar. Við höfum rætt við íbúa, forsvarsmenn fyrirtækja og starfsfólk sveitarfélagsins, hlustað og teljum okkur hafa skýra sýn á það sem gera þarf á næstunni til að bæta þjónustu og byggja upp öflugra samfélag. Við munum halda áfram að hlusta og við munum vinna í þágu samfélagsins. Rekstur sveitarfélags er verkefni sem aldrei tekur enda. Við ætlum hins vegar á fyrstu dögum okkar að leggja áherslu á eftirfarandi: Auglýsa starf bæjarstjóra, endurskoða stjórnkerfi sveitarfélagsins og hlúa að starfsfólki til að tryggja árangur og vellíðan í starfi. Auglýsa 100% starf forstöðumanneskju á 9-unni og í framhaldinu koma á fót velferðarteymi í samstarfi við starfsfólk 9-unnar og færustu ráðgjafa sem sinna mun þjónustu við aldraða. Skipuleggja með faglegum hætti og ná sátt um leikskólastarf í sveitarfélaginu og hraða undirbúningi byggingar nýs leikskóla í Þorlákshöfn. Leggja drög að áhugaverðum sumarstörfum fyrir ungt fólk á framhaldsskólaaldri í samstarfi við fyrirtækin í sveitarfélaginu. Hefja undirbúningsvinnu að kynningarátaki í samstarfi við fyrirtækin í sveitarfélaginu með það að markmiði að styrkja þau fyrirtæki sem nú þegar eru í sveitarfélaginu og laða að ný fyrirtæki. Fara í viðræður við Gagnaveituna og Mílu um ljósleiðaratengingar á öll heimili í sveitarfélaginu sem ekki hafa kost á slíkri tengingu í dag. Koma á tengslateymi til að efla samvinnu, upplýsingaflæði og tengingu milli dreifbýlis og þéttbýlis. Þarna ætlum við ekki að láta staðar numið heldur ætlum við að vinna eftir málefnaskrá okkar á kjörtímabilinu ásamt því að hlusta á raddir samfélagsins og vinna ötullega að þeirri flottu uppbyggingu sem hingað til hefur verið unnið að. Við ætlum að vinna með ykkur íbúum að betri þjónustu við aldraða, blómlegra atvinnulífi, faglegri þjónandi stjórnsýslu, öflugri fræðslu- og velferðarmálum, betri skipulags-, umhverfis- og samgöngumálum og öflugri íþrótta-, æskulýðs og menningarmálum. Málefnaskrána í heild sinni, upplýsingar um frambjóðendur og greinar má sjá á heimasíðu okkar framfarasinnar.is. Við bjóðum fram krafta okkar til að vinna fyrir ykkur og óskum því eftir stuðningi ykkar í sveitarstjórnarkosningunum núna á laugardaginn. Setjum X við B og vinnum saman að bjartri framtíð Ölfuss. Fyrir hönd frambjóðenda X-B Framfarasinna. Hrönn Guðmundsdóttir, 1. sæti á lista XB Framfarasinna í ÖlfusiVilhjálmur Baldur Guðmundsson, 2. sæti á lista XB Framfarasinna í ÖlfusiGunnsteinn R. Ómarsson, 3. sæti á lista XB Framfarasinna í ÖlfusiHrafnhildur Hlín Hjartardóttir, 4. sæti á lista XB Framfarasinna í Ölfusi
Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite Skoðun
Geðveiki krónuhagkerfisins: Tók 35 milljón króna lán, búinn að greiða til baka 91 milljón, skuldar samt enn 64 milljónir! Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Skoðun Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite skrifar
Skoðun Framsækin ríkisstjórn í umhverfis- og auðlindamálum: Nýi stjórnarsáttmálinn. Stefán Jón Hafstein skrifar
Skoðun Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson skrifar
Skoðun Kennarar segja: „Nóg komið!“ – Verkfall fyrir virðingu og verðskulduð réttindi Jónas Sen skrifar
Skoðun Eru tengsl milli Úkraínustríðsins og breyttrar stöðu Grænlands? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar
Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar
Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite Skoðun
Geðveiki krónuhagkerfisins: Tók 35 milljón króna lán, búinn að greiða til baka 91 milljón, skuldar samt enn 64 milljónir! Ole Anton Bieltvedt Skoðun