Vinnum saman að bjartri framtíð Ölfuss Hrönn Guðmundsdóttir, Vilhjálmur Baldur Guðmundsson, Gunnsteinn R. Ómarsson og Hrafnhildur Hlín Hjartardóttir skrifa 13. maí 2022 07:15 Framfarasinnar í Ölfusi bjóða fram lista með öflugu fólki á breiðum aldri fyrir sveitarstjórnarkosningarnar n.k. laugardag, 14. maí. Á listanum er víðsýnt og áhugasamt fólk með reynslu, þekkingu og færni til að leiða áframhaldandi uppbyggingu sveitarfélagsins og reka stofnanir þess með ábyrgum hætti. Markmið hópsins hefur frá upphafi verið að vinna saman að umbótum og framförum í sveitarfélaginu okkar. Við höfum rætt við íbúa, forsvarsmenn fyrirtækja og starfsfólk sveitarfélagsins, hlustað og teljum okkur hafa skýra sýn á það sem gera þarf á næstunni til að bæta þjónustu og byggja upp öflugra samfélag. Við munum halda áfram að hlusta og við munum vinna í þágu samfélagsins. Rekstur sveitarfélags er verkefni sem aldrei tekur enda. Við ætlum hins vegar á fyrstu dögum okkar að leggja áherslu á eftirfarandi: Auglýsa starf bæjarstjóra, endurskoða stjórnkerfi sveitarfélagsins og hlúa að starfsfólki til að tryggja árangur og vellíðan í starfi. Auglýsa 100% starf forstöðumanneskju á 9-unni og í framhaldinu koma á fót velferðarteymi í samstarfi við starfsfólk 9-unnar og færustu ráðgjafa sem sinna mun þjónustu við aldraða. Skipuleggja með faglegum hætti og ná sátt um leikskólastarf í sveitarfélaginu og hraða undirbúningi byggingar nýs leikskóla í Þorlákshöfn. Leggja drög að áhugaverðum sumarstörfum fyrir ungt fólk á framhaldsskólaaldri í samstarfi við fyrirtækin í sveitarfélaginu. Hefja undirbúningsvinnu að kynningarátaki í samstarfi við fyrirtækin í sveitarfélaginu með það að markmiði að styrkja þau fyrirtæki sem nú þegar eru í sveitarfélaginu og laða að ný fyrirtæki. Fara í viðræður við Gagnaveituna og Mílu um ljósleiðaratengingar á öll heimili í sveitarfélaginu sem ekki hafa kost á slíkri tengingu í dag. Koma á tengslateymi til að efla samvinnu, upplýsingaflæði og tengingu milli dreifbýlis og þéttbýlis. Þarna ætlum við ekki að láta staðar numið heldur ætlum við að vinna eftir málefnaskrá okkar á kjörtímabilinu ásamt því að hlusta á raddir samfélagsins og vinna ötullega að þeirri flottu uppbyggingu sem hingað til hefur verið unnið að. Við ætlum að vinna með ykkur íbúum að betri þjónustu við aldraða, blómlegra atvinnulífi, faglegri þjónandi stjórnsýslu, öflugri fræðslu- og velferðarmálum, betri skipulags-, umhverfis- og samgöngumálum og öflugri íþrótta-, æskulýðs og menningarmálum. Málefnaskrána í heild sinni, upplýsingar um frambjóðendur og greinar má sjá á heimasíðu okkar framfarasinnar.is. Við bjóðum fram krafta okkar til að vinna fyrir ykkur og óskum því eftir stuðningi ykkar í sveitarstjórnarkosningunum núna á laugardaginn. Setjum X við B og vinnum saman að bjartri framtíð Ölfuss. Fyrir hönd frambjóðenda X-B Framfarasinna. Hrönn Guðmundsdóttir, 1. sæti á lista XB Framfarasinna í ÖlfusiVilhjálmur Baldur Guðmundsson, 2. sæti á lista XB Framfarasinna í ÖlfusiGunnsteinn R. Ómarsson, 3. sæti á lista XB Framfarasinna í ÖlfusiHrafnhildur Hlín Hjartardóttir, 4. sæti á lista XB Framfarasinna í Ölfusi Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2022 Ölfus Mest lesið Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson Skoðun Kirkjuklukkur hringja Bjarni Karlsson Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Fjölbreytni í endurhæfingu skiptir máli Hólmfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon skrifar Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir skrifar Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Kirkjuklukkur hringja Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenska stóðhryssan og Evrópa Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – Skyldur ráðherra og réttur samfélagsins Eggert Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Höfum alla burði til þess Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Umsókn krefst ákvörðunar – ekki ákalls Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Kristín Magnúsdóttir skrifar Skoðun Líkindi með guðstrú og djöflatrú Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar skrifar Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson skrifar Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó skrifar Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Ólafsdóttir skrifar Sjá meira
Framfarasinnar í Ölfusi bjóða fram lista með öflugu fólki á breiðum aldri fyrir sveitarstjórnarkosningarnar n.k. laugardag, 14. maí. Á listanum er víðsýnt og áhugasamt fólk með reynslu, þekkingu og færni til að leiða áframhaldandi uppbyggingu sveitarfélagsins og reka stofnanir þess með ábyrgum hætti. Markmið hópsins hefur frá upphafi verið að vinna saman að umbótum og framförum í sveitarfélaginu okkar. Við höfum rætt við íbúa, forsvarsmenn fyrirtækja og starfsfólk sveitarfélagsins, hlustað og teljum okkur hafa skýra sýn á það sem gera þarf á næstunni til að bæta þjónustu og byggja upp öflugra samfélag. Við munum halda áfram að hlusta og við munum vinna í þágu samfélagsins. Rekstur sveitarfélags er verkefni sem aldrei tekur enda. Við ætlum hins vegar á fyrstu dögum okkar að leggja áherslu á eftirfarandi: Auglýsa starf bæjarstjóra, endurskoða stjórnkerfi sveitarfélagsins og hlúa að starfsfólki til að tryggja árangur og vellíðan í starfi. Auglýsa 100% starf forstöðumanneskju á 9-unni og í framhaldinu koma á fót velferðarteymi í samstarfi við starfsfólk 9-unnar og færustu ráðgjafa sem sinna mun þjónustu við aldraða. Skipuleggja með faglegum hætti og ná sátt um leikskólastarf í sveitarfélaginu og hraða undirbúningi byggingar nýs leikskóla í Þorlákshöfn. Leggja drög að áhugaverðum sumarstörfum fyrir ungt fólk á framhaldsskólaaldri í samstarfi við fyrirtækin í sveitarfélaginu. Hefja undirbúningsvinnu að kynningarátaki í samstarfi við fyrirtækin í sveitarfélaginu með það að markmiði að styrkja þau fyrirtæki sem nú þegar eru í sveitarfélaginu og laða að ný fyrirtæki. Fara í viðræður við Gagnaveituna og Mílu um ljósleiðaratengingar á öll heimili í sveitarfélaginu sem ekki hafa kost á slíkri tengingu í dag. Koma á tengslateymi til að efla samvinnu, upplýsingaflæði og tengingu milli dreifbýlis og þéttbýlis. Þarna ætlum við ekki að láta staðar numið heldur ætlum við að vinna eftir málefnaskrá okkar á kjörtímabilinu ásamt því að hlusta á raddir samfélagsins og vinna ötullega að þeirri flottu uppbyggingu sem hingað til hefur verið unnið að. Við ætlum að vinna með ykkur íbúum að betri þjónustu við aldraða, blómlegra atvinnulífi, faglegri þjónandi stjórnsýslu, öflugri fræðslu- og velferðarmálum, betri skipulags-, umhverfis- og samgöngumálum og öflugri íþrótta-, æskulýðs og menningarmálum. Málefnaskrána í heild sinni, upplýsingar um frambjóðendur og greinar má sjá á heimasíðu okkar framfarasinnar.is. Við bjóðum fram krafta okkar til að vinna fyrir ykkur og óskum því eftir stuðningi ykkar í sveitarstjórnarkosningunum núna á laugardaginn. Setjum X við B og vinnum saman að bjartri framtíð Ölfuss. Fyrir hönd frambjóðenda X-B Framfarasinna. Hrönn Guðmundsdóttir, 1. sæti á lista XB Framfarasinna í ÖlfusiVilhjálmur Baldur Guðmundsson, 2. sæti á lista XB Framfarasinna í ÖlfusiGunnsteinn R. Ómarsson, 3. sæti á lista XB Framfarasinna í ÖlfusiHrafnhildur Hlín Hjartardóttir, 4. sæti á lista XB Framfarasinna í Ölfusi
Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar
Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar