Eru 4.300 íbúar Kópavogs hunsaðir? Eva Sjöfn Helgadóttir skrifar 12. maí 2022 16:00 Fjölmenningarráð hafa verið sett á fót í mörgum stórum og smáum bæjarfélögum. Þar má nefna Reykjavík, Hafnarfjörð, Akureyri og Hornafjörð. Fjölmenningarráð hafa það mikilvæga hlutverk að standa vörð um og vinna að málefnum innflytjenda. Þá er verið að tengja saman fjölmenningarleg samfélög og koma málefnum innflytjenda á framfæri. Reykjavíkurborg er til að mynda hluti af verkefni sem að heitir „Intercultural Cities“. Fjölmenningu á að nálgast á þann hátt að einblínt er á ávinningin af fjölbreytileikanum og auðlindina á bak við samfélagið, hagkerfið og menninguna sem innflytjendur færa okkur. Hvar er fjölmenningin í Kópavogi? Kópavogsbær heldur ekki úti fjölmenningarráði þrátt fyrir að um 11% íbúa bæjarins séu erlendir ríkisborgarar. Það eru um 4.300 einstaklingar. Nú er Kópavogsbær næststærsta sveitarfélag Íslands og ætti því að vera leiðandi í því að tryggja góða stefnu í fjölmenningu og gefa málefnum innflytjenda mun meiri gaum. Það er skammarlegt að ekki sé fjölmenningarráð í Kópavogi og þessu þarf að breyta strax. Standa þarf vörð um málefni innflytjenda í bænum til þess að Kópavogur horfi til framtíðar en sé ekki staðnaður bær sem þróast ekki í takt við tímann. Við viljum búa í bæ sem fagnar og leggur mikið upp úr fjölmenningu en eins og staðan er núna er ekki að sjá að Kópavogur vilji vera leiðandi í málefnum innflytjenda. Það þarf fjölmenningarráð í Kópavogi Píratar fagna fjölbreytileika og trúa því að innflytjendur eigi að vera þátttakendur í samfélaginu með greiðan aðgang að sínum réttindum og öllu því sem Kópavogsbær hefur upp á að bjóða. Það er okkur öllum til bóta að gera betur í málefnum innflytjenda. Göngum í takt við tímann og saman inn í framtíðina. Fjölmenningarráð þarf að setja á fót í Kópavogi strax í gær. Höfundur er frambjóðandi Pírata í Kópavogi og varaþingmaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Eva Sjöfn Helgadóttir Skoðun: Kosningar 2022 Kópavogur Innflytjendamál Píratar Sveitarstjórnarkosningar 2022 Mest lesið Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Viltu koma að kenna? Hulda María Magnúsdóttir Skoðun Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir Skoðun Ég get horft í augun á ykkur og sagt Kristófer Már Maronsson Skoðun Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson Skoðun Svar til lögmanns SFS Magnús Guðmundsson Skoðun Hvað gerðist þegar konan talaði? Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson Skoðun Íþróttahreyfingin glímir við skattyfirvöld Kristinn Jónasson Skoðun Samfélagstilraunin sem lítið er fjallað um Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Viltu koma að kenna? Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir skrifar Skoðun Hugmynd af barnum árið 2005 Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Yfir 3000 íbúðir á næstu árum Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar og sveitarfélaga: Tími til að fjárfesta í framtíð barna okkar Kristján Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Er nóg fyrir ríkið að það vilji vita – á þinn kostnað? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Svar til lögmanns SFS Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Ég get horft í augun á ykkur og sagt Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Bókhaldsbrellur blekkja dómstóla Björn Thorsteinsson skrifar Skoðun Íþróttahreyfingin glímir við skattyfirvöld Kristinn Jónasson skrifar Skoðun Alþjóðlegur dagur menntunar – Framhaldsfræðslan, fimmta stoð menntunar Guðjónína Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Sagan um gardínurnar Birna Guðný Björnsdóttir skrifar Skoðun Samfélagstilraunin sem lítið er fjallað um Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar Skoðun 24. janúar og risastórt vistspor Íslands Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun E. coli eitrun meðal barna og aðrir skaðvaldar í mat Lárus S. Guðmundsson skrifar Skoðun Sorg barna - leit að merkingu Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Öðruvísi, fordæmd, útskúfuð en einnig ósigrandi Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Sparnaður án aðgreiningar Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Til varnar leiðindum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Strætó fær sérakrein á Kringlumýrarbraut Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Vinnum saman, stígum fram og göngum í takt Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Heimatilbúið „tjón“ Landsvirkjunar Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson skrifar Skoðun Holur í malbiki og tannlækningar Sigþór Sigurðsson skrifar Skoðun Fjölbreytileiki í íslensku skólakerfi: Erum við á réttri leið? Inga Sigrún Atladóttir skrifar Skoðun Geðheilsuskatturinn Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Hvað gerðist þegar konan talaði? Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Sjá meira
Fjölmenningarráð hafa verið sett á fót í mörgum stórum og smáum bæjarfélögum. Þar má nefna Reykjavík, Hafnarfjörð, Akureyri og Hornafjörð. Fjölmenningarráð hafa það mikilvæga hlutverk að standa vörð um og vinna að málefnum innflytjenda. Þá er verið að tengja saman fjölmenningarleg samfélög og koma málefnum innflytjenda á framfæri. Reykjavíkurborg er til að mynda hluti af verkefni sem að heitir „Intercultural Cities“. Fjölmenningu á að nálgast á þann hátt að einblínt er á ávinningin af fjölbreytileikanum og auðlindina á bak við samfélagið, hagkerfið og menninguna sem innflytjendur færa okkur. Hvar er fjölmenningin í Kópavogi? Kópavogsbær heldur ekki úti fjölmenningarráði þrátt fyrir að um 11% íbúa bæjarins séu erlendir ríkisborgarar. Það eru um 4.300 einstaklingar. Nú er Kópavogsbær næststærsta sveitarfélag Íslands og ætti því að vera leiðandi í því að tryggja góða stefnu í fjölmenningu og gefa málefnum innflytjenda mun meiri gaum. Það er skammarlegt að ekki sé fjölmenningarráð í Kópavogi og þessu þarf að breyta strax. Standa þarf vörð um málefni innflytjenda í bænum til þess að Kópavogur horfi til framtíðar en sé ekki staðnaður bær sem þróast ekki í takt við tímann. Við viljum búa í bæ sem fagnar og leggur mikið upp úr fjölmenningu en eins og staðan er núna er ekki að sjá að Kópavogur vilji vera leiðandi í málefnum innflytjenda. Það þarf fjölmenningarráð í Kópavogi Píratar fagna fjölbreytileika og trúa því að innflytjendur eigi að vera þátttakendur í samfélaginu með greiðan aðgang að sínum réttindum og öllu því sem Kópavogsbær hefur upp á að bjóða. Það er okkur öllum til bóta að gera betur í málefnum innflytjenda. Göngum í takt við tímann og saman inn í framtíðina. Fjölmenningarráð þarf að setja á fót í Kópavogi strax í gær. Höfundur er frambjóðandi Pírata í Kópavogi og varaþingmaður.
Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar og sveitarfélaga: Tími til að fjárfesta í framtíð barna okkar Kristján Gísli Stefánsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur dagur menntunar – Framhaldsfræðslan, fimmta stoð menntunar Guðjónína Sæmundsdóttir skrifar
Skoðun Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar
Skoðun Fjölbreytileiki í íslensku skólakerfi: Erum við á réttri leið? Inga Sigrún Atladóttir skrifar