Glódís byrjaði fyrir löngu að undirbúa lífið eftir ferilinn: „Getur alltaf eitthvað komið upp á“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 14. maí 2022 09:00 Glódís Perla Viggósdóttir settist með blaðamanni Vísis á hótelinu sem íslenska kvennalandsliðið dvaldi á í Prag fyrir leikinn mikilvæga gegn Tékklandi í undankeppni HM í síðasta mánuði. vísir/bjarni Þrátt fyrir að vera enn á besta aldri sem fótboltakona er langt síðan Glódís Perla Viggósdóttir byrjaði að búa sig undir lífið eftir að skórnir fara á hilluna. Þann 11. júní 2018 skoraði Glódís bæði mörk Íslands í 2-0 sigri á Slóveníu í undankeppni HM. Daginn eftir útskrifaðist hún svo með BA-gráðu í sálfræði frá Háskólanum á Akureyri. View this post on Instagram A post shared by Glo di s Perla Viggo sdo ttir (@glodisperla) Glódís segir að það hafi alltaf verið á stefnuskránni að mennta sig meðfram fótboltanum. „Það var það. Ég ætlaði alltaf að fara í nám og mamma og pabbi sögðu að ég ætti að mennta mig samhliða. Ég hlustaði á þau, fór strax í skóla þegar ég fór út. Ég kláraði BA-námið á þremur árum,“ sagði Glódís sem gekk í raðir Eskilstuna United frá Stjörnunni fyrir tímabilið 2015. Hún lét sálfræðigráðuna ekki duga. „Ég fór í einkaþjálfaranám þegar ég var búin að því, eiginlega bara því mér leiddist. Ég var búin að vera í skóla síðan ég fór út. Þetta var hálft ár sem ég gerði ekkert samhliða og mér leiddist. En ég er útskrifaður einkaþjálfari.“ Náum ekki að safna nógu miklu Glódís vildi vera með vaðið fyrir neðan sig og byrjaði strax að huga að framtíðinni. „Mér fannst alltaf mjög mikilvægt að vera með eitthvað klárt því maður veit ekkert hvað gerist. Það getur alltaf eitthvað komið upp á, meiðsli eða hvað sem er, og mig langaði að vera tilbúin, að þegar ég hætti í fótbolta þyrfti ég ekki þá að fara í skóla og undirbúa næsta skref,“ sagði Glódís. Klippa: Glódís um menntun og framtíðina „Svo er það því miður ekki þannig að við náum að safna okkur nógu miklum pening meðan við erum að spila til að það dugi þegar maður hættir. En það er aðeins meira núna en þegar ég flutti út fyrir átta árum. Það hefur orðið töluverð þróun í því og það lítur betur út núna. En þá var þetta klárlega ekki eitthvað sem maður var að fara lifa á lengi.“ Glódís er ekki hætt og stefnir á að ná sér í meistaragráðu. Í hverju liggur þó ekki enn fyrir. „Ég er alltaf að skoða og reyna að finna mér eitthvað en hef ekki fundið draumanámið ennþá,“ sagði Glódís að lokum. Landslið kvenna í fótbolta Tengdar fréttir „Slæ metið hennar Söru og hætti svo“ Þrátt fyrir að vera aðeins 26 ára hefur Glódís Perla Viggósdóttir spilað 101 A-landsleik fyrir Íslands hönd. Hún er ekki viss hvort hún nái tvö hundruð landsleikjum en vill allavega bæta leikjamet landsliðsins. 10. maí 2022 09:01 Mest lesið „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Körfubolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport „Spiluðum mjög vel í dag“ Enski boltinn Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Körfubolti Dómara refsað vegna samskipta við Messi Fótbolti Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Körfubolti Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Fótbolti Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus Fótbolti Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar Handbolti Dagskráin í dag: Lengjubikar kvenna, úrvalsdeildin í keilu og NBA Sport Fleiri fréttir „Spiluðum mjög vel í dag“ Dómara refsað vegna samskipta við Messi Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus „Við þurfum annan titil“ Öruggur sigur Akureyrarkvenna í Lengjubikarnum Magnaðir Bæjarar áfram í toppmálum Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Jöfnuðu erkifjendurna að stigum á toppnum Tap gegn botnliðinu eftir sigurinn á Víkingum Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Mikael með Mo Salah frammistöðu í sigri Ísak tryggði jafntefli á síðustu stundu Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Áfall fyrir Napoli í titilbaráttunni Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Enn á lyfjum eftir súr töp á ferlinum Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Mark Martinez lyfti Inter á toppinn „Eigum skilið að finna til“ Stefnir í alvöru titilbaráttu á Spáni Asensio hetjan í endurkomu Villa Þrenna Óla Vals í stórsigri Blika Sjá meira
Þann 11. júní 2018 skoraði Glódís bæði mörk Íslands í 2-0 sigri á Slóveníu í undankeppni HM. Daginn eftir útskrifaðist hún svo með BA-gráðu í sálfræði frá Háskólanum á Akureyri. View this post on Instagram A post shared by Glo di s Perla Viggo sdo ttir (@glodisperla) Glódís segir að það hafi alltaf verið á stefnuskránni að mennta sig meðfram fótboltanum. „Það var það. Ég ætlaði alltaf að fara í nám og mamma og pabbi sögðu að ég ætti að mennta mig samhliða. Ég hlustaði á þau, fór strax í skóla þegar ég fór út. Ég kláraði BA-námið á þremur árum,“ sagði Glódís sem gekk í raðir Eskilstuna United frá Stjörnunni fyrir tímabilið 2015. Hún lét sálfræðigráðuna ekki duga. „Ég fór í einkaþjálfaranám þegar ég var búin að því, eiginlega bara því mér leiddist. Ég var búin að vera í skóla síðan ég fór út. Þetta var hálft ár sem ég gerði ekkert samhliða og mér leiddist. En ég er útskrifaður einkaþjálfari.“ Náum ekki að safna nógu miklu Glódís vildi vera með vaðið fyrir neðan sig og byrjaði strax að huga að framtíðinni. „Mér fannst alltaf mjög mikilvægt að vera með eitthvað klárt því maður veit ekkert hvað gerist. Það getur alltaf eitthvað komið upp á, meiðsli eða hvað sem er, og mig langaði að vera tilbúin, að þegar ég hætti í fótbolta þyrfti ég ekki þá að fara í skóla og undirbúa næsta skref,“ sagði Glódís. Klippa: Glódís um menntun og framtíðina „Svo er það því miður ekki þannig að við náum að safna okkur nógu miklum pening meðan við erum að spila til að það dugi þegar maður hættir. En það er aðeins meira núna en þegar ég flutti út fyrir átta árum. Það hefur orðið töluverð þróun í því og það lítur betur út núna. En þá var þetta klárlega ekki eitthvað sem maður var að fara lifa á lengi.“ Glódís er ekki hætt og stefnir á að ná sér í meistaragráðu. Í hverju liggur þó ekki enn fyrir. „Ég er alltaf að skoða og reyna að finna mér eitthvað en hef ekki fundið draumanámið ennþá,“ sagði Glódís að lokum.
Landslið kvenna í fótbolta Tengdar fréttir „Slæ metið hennar Söru og hætti svo“ Þrátt fyrir að vera aðeins 26 ára hefur Glódís Perla Viggósdóttir spilað 101 A-landsleik fyrir Íslands hönd. Hún er ekki viss hvort hún nái tvö hundruð landsleikjum en vill allavega bæta leikjamet landsliðsins. 10. maí 2022 09:01 Mest lesið „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Körfubolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport „Spiluðum mjög vel í dag“ Enski boltinn Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Körfubolti Dómara refsað vegna samskipta við Messi Fótbolti Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Körfubolti Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Fótbolti Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus Fótbolti Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar Handbolti Dagskráin í dag: Lengjubikar kvenna, úrvalsdeildin í keilu og NBA Sport Fleiri fréttir „Spiluðum mjög vel í dag“ Dómara refsað vegna samskipta við Messi Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus „Við þurfum annan titil“ Öruggur sigur Akureyrarkvenna í Lengjubikarnum Magnaðir Bæjarar áfram í toppmálum Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Jöfnuðu erkifjendurna að stigum á toppnum Tap gegn botnliðinu eftir sigurinn á Víkingum Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Mikael með Mo Salah frammistöðu í sigri Ísak tryggði jafntefli á síðustu stundu Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Áfall fyrir Napoli í titilbaráttunni Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Enn á lyfjum eftir súr töp á ferlinum Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Mark Martinez lyfti Inter á toppinn „Eigum skilið að finna til“ Stefnir í alvöru titilbaráttu á Spáni Asensio hetjan í endurkomu Villa Þrenna Óla Vals í stórsigri Blika Sjá meira
„Slæ metið hennar Söru og hætti svo“ Þrátt fyrir að vera aðeins 26 ára hefur Glódís Perla Viggósdóttir spilað 101 A-landsleik fyrir Íslands hönd. Hún er ekki viss hvort hún nái tvö hundruð landsleikjum en vill allavega bæta leikjamet landsliðsins. 10. maí 2022 09:01