„Þá þýðir ekkert að fara í fýlu“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 12. maí 2022 12:00 Arnór Smárason fagnar Guðmundi Andra Tryggvasyni eftir að hafa lagt upp fyrir hann mark í gær. Vísir/Hulda Margrét Arnór Smárason komst ekki í byrjunarlið Heimis Guðjónssonar í upphafi Bestu deildarinnar en hafði tvisvar komið inn á sem varamaður og skorað. Í gær fékk hann tækifæri í byrjunarliðinu í fyrsta skiptið og hjálpaði Valsmönnum að vinna 4-0 sigur á Skaganum Arnór skoraði reyndar ekki en átti tvær stoðsendingar þar af gaf hann mjög óeigngjarnt á Tryggva Hrafn Haraldsson í þeirri fyrri en Arnór var sjálfur þá í dauðafæri til að skora. „Við vorum að tala um að Valsmenn eigi menn inni og það eru menn að koma inn eins og til dæmis þessi hérna Tryggvi Hrafn Haraldsson. Hann er að koma sterkur inn í þetta og Arnór Smárason fær traustið og byrjar í dag. Hann virðist líka vera með mikið sjálfstraust og leggur frábærlega upp mörkin. Þetta er vítamínssprauta sem Valsmenn þurftu á lokadegi félagsskiptagluggans,“ sagði Henry Birgir Gunnarsson, umsjónarmaður Stúkunnar í gær. Lárus Orri Sigurðsson, sérfræðingur í Stúkunni, hrósaði Arnóri fyrir hugarfar sitt þegar þátturinn gerði upp leikinn á Hlíðarenda í gærkvöldi. „Varðandi hann Arnór þá verð ég að segja það að svona á maður að höndla það þegar maður er ekki í liðinu í byrjun móts. Það hefur ekkert verið neitt vesen á honum. Hann hefur komið inn á völlinn, hann hefur verið að skora og skila flottum leik í þeim tækifærum sem hann hefur fengið,“ sagði Lárus Orri Sigurðsson. „Ef menn gera það þá endar það bara með því að menn komast í liðið. Þegar þú kemst í liðið þá er bara að sýna hvað þú getur,“ sagði Lárus Orri. „Þeir sem eru í Val þeir hljóta að gera sér grein fyrir því að þetta er stærsti og hugsanlega öflugasti hópur landsins. Menn verða bara að gera sér grein fyrir því að þetta er hörku barátta og þá þýðir ekkert að fara í fýlu þegar þú ert ekki í liðinu í eitt, tvö skipti,“ sagði Lárus Orri. „Það er eiginlega bara Amen á eftir efninu þarna. Þetta tekur þetta vel saman. Aron Jóhannsson er meiddur í kvöld og Arnór fær tækifærið í holunni fyrir framan Birki (Heimisson) og Ágúst (Eðvald Hlynsson). Hann spilaði eins og algjör engill, leggur upp tvö mörk og skilar frábæru dagsverki,“ sagði Atli Viðar Björnsson, sérfræðingur í Stúkunni. Það má sjá umræðuna um Arnór Smárason hér fyrir neðan. Klippa: Stúkan: Arnór Smárason sýndi hvað menn eiga að gera í hans stöðu Besta deild karla Stúkan Valur ÍA Mest lesið Sveindís hrósaði stjörnu Sviss: „Trylltist allt þegar hún kom inn á“ Fótbolti Í beinni: Sviss - Ísland | Stelpurnar með bakið upp við vegg Fótbolti „Mamma kann að tækla þó hún sé á TikTok“ Fótbolti Segir Glódísi algjöra hetju: „Sá bara hversu illa henni leið“ Fótbolti Uppselt á leik Íslands á EM í kvöld Fótbolti Leik lokið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti Íslenski boltinn Stórgóð stemning hjá stuðningsmönnum Íslands í Sviss Fótbolti Ísland úr leik með tapi í kvöld Fótbolti Hroðaleg meiðsli Musiala setja dökkan blett á HM Fótbolti „Hann elskar íslenska stuðningsmenn“ Fótbolti Fleiri fréttir „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Leik lokið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum ÍR á toppinn en fjögur rauð spjöld og allt vitlaust í lokin Allison með fyrsta markið á nýjum Hásteinsvelli Mæta Víkingum á nýlögðu gervigrasi í Eyjum Ásgeir og Hrannar heiðruðu Jota Sjáðu glæsimark Óla Vals og öll hin í Mosfellsbæ Halldór: „Þetta er kannski lægsta orku-level sem ég hef séð hjá liðinu í sumar“ Njarðvíkingar flugu á toppinn með stórsigri í Grindavík Uppgjörið: Afturelding-Breiðablik 2-2 | Meisturum Blika fataðist flugið Þróttarar breyttu tapi í sigur með tveimur mörkum í lokin Fær tveggja leikja bann fyrir hártogið Varð fullorðinn úti „Reisn“ yfir ákvörðun Jóns Daða sem gaf stórliðunum langt nef „Eitt það versta sem ég hef séð síðustu ár“ „Tilhugsunin um að spila fyrir annað félag sat bara ekki rétt í mér“ Jón Daði skrifar undir hjá Selfossi Ætla skrefinu lengra: „Menn muna þá tilfinningu vel“ Skellihlegið í Stúkunni: Svipuð nærvera og þegar Bjössi hitti Karabatic í Lindex Stúkan: Átti annað mark ÍA að standa og hver skoraði? Sjáðu tvennur Eiðs og Nikolaj, aukaspyrnu Kjartans og öll hin mörkin Uppgjörið: Víkingur - Afturelding 2-1 | Víkingar sluppu með skrekkinn Uppgjörið: KR - FH 3-2 | Eiður Gauti hetja KR-inga Uppgjörið: Vestri - ÍA 0-2 | Sigur í fyrsta leik Lárusar Orra Uppgjörið: Fram - ÍBV 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Sjá meira
Arnór skoraði reyndar ekki en átti tvær stoðsendingar þar af gaf hann mjög óeigngjarnt á Tryggva Hrafn Haraldsson í þeirri fyrri en Arnór var sjálfur þá í dauðafæri til að skora. „Við vorum að tala um að Valsmenn eigi menn inni og það eru menn að koma inn eins og til dæmis þessi hérna Tryggvi Hrafn Haraldsson. Hann er að koma sterkur inn í þetta og Arnór Smárason fær traustið og byrjar í dag. Hann virðist líka vera með mikið sjálfstraust og leggur frábærlega upp mörkin. Þetta er vítamínssprauta sem Valsmenn þurftu á lokadegi félagsskiptagluggans,“ sagði Henry Birgir Gunnarsson, umsjónarmaður Stúkunnar í gær. Lárus Orri Sigurðsson, sérfræðingur í Stúkunni, hrósaði Arnóri fyrir hugarfar sitt þegar þátturinn gerði upp leikinn á Hlíðarenda í gærkvöldi. „Varðandi hann Arnór þá verð ég að segja það að svona á maður að höndla það þegar maður er ekki í liðinu í byrjun móts. Það hefur ekkert verið neitt vesen á honum. Hann hefur komið inn á völlinn, hann hefur verið að skora og skila flottum leik í þeim tækifærum sem hann hefur fengið,“ sagði Lárus Orri Sigurðsson. „Ef menn gera það þá endar það bara með því að menn komast í liðið. Þegar þú kemst í liðið þá er bara að sýna hvað þú getur,“ sagði Lárus Orri. „Þeir sem eru í Val þeir hljóta að gera sér grein fyrir því að þetta er stærsti og hugsanlega öflugasti hópur landsins. Menn verða bara að gera sér grein fyrir því að þetta er hörku barátta og þá þýðir ekkert að fara í fýlu þegar þú ert ekki í liðinu í eitt, tvö skipti,“ sagði Lárus Orri. „Það er eiginlega bara Amen á eftir efninu þarna. Þetta tekur þetta vel saman. Aron Jóhannsson er meiddur í kvöld og Arnór fær tækifærið í holunni fyrir framan Birki (Heimisson) og Ágúst (Eðvald Hlynsson). Hann spilaði eins og algjör engill, leggur upp tvö mörk og skilar frábæru dagsverki,“ sagði Atli Viðar Björnsson, sérfræðingur í Stúkunni. Það má sjá umræðuna um Arnór Smárason hér fyrir neðan. Klippa: Stúkan: Arnór Smárason sýndi hvað menn eiga að gera í hans stöðu
Besta deild karla Stúkan Valur ÍA Mest lesið Sveindís hrósaði stjörnu Sviss: „Trylltist allt þegar hún kom inn á“ Fótbolti Í beinni: Sviss - Ísland | Stelpurnar með bakið upp við vegg Fótbolti „Mamma kann að tækla þó hún sé á TikTok“ Fótbolti Segir Glódísi algjöra hetju: „Sá bara hversu illa henni leið“ Fótbolti Uppselt á leik Íslands á EM í kvöld Fótbolti Leik lokið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti Íslenski boltinn Stórgóð stemning hjá stuðningsmönnum Íslands í Sviss Fótbolti Ísland úr leik með tapi í kvöld Fótbolti Hroðaleg meiðsli Musiala setja dökkan blett á HM Fótbolti „Hann elskar íslenska stuðningsmenn“ Fótbolti Fleiri fréttir „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Leik lokið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum ÍR á toppinn en fjögur rauð spjöld og allt vitlaust í lokin Allison með fyrsta markið á nýjum Hásteinsvelli Mæta Víkingum á nýlögðu gervigrasi í Eyjum Ásgeir og Hrannar heiðruðu Jota Sjáðu glæsimark Óla Vals og öll hin í Mosfellsbæ Halldór: „Þetta er kannski lægsta orku-level sem ég hef séð hjá liðinu í sumar“ Njarðvíkingar flugu á toppinn með stórsigri í Grindavík Uppgjörið: Afturelding-Breiðablik 2-2 | Meisturum Blika fataðist flugið Þróttarar breyttu tapi í sigur með tveimur mörkum í lokin Fær tveggja leikja bann fyrir hártogið Varð fullorðinn úti „Reisn“ yfir ákvörðun Jóns Daða sem gaf stórliðunum langt nef „Eitt það versta sem ég hef séð síðustu ár“ „Tilhugsunin um að spila fyrir annað félag sat bara ekki rétt í mér“ Jón Daði skrifar undir hjá Selfossi Ætla skrefinu lengra: „Menn muna þá tilfinningu vel“ Skellihlegið í Stúkunni: Svipuð nærvera og þegar Bjössi hitti Karabatic í Lindex Stúkan: Átti annað mark ÍA að standa og hver skoraði? Sjáðu tvennur Eiðs og Nikolaj, aukaspyrnu Kjartans og öll hin mörkin Uppgjörið: Víkingur - Afturelding 2-1 | Víkingar sluppu með skrekkinn Uppgjörið: KR - FH 3-2 | Eiður Gauti hetja KR-inga Uppgjörið: Vestri - ÍA 0-2 | Sigur í fyrsta leik Lárusar Orra Uppgjörið: Fram - ÍBV 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Sjá meira