Paradís hjólreiðafólks eða slysagildra? Árni Björn Kristjánsson, Benedikt D Valdez Stefánsson og Eyþór Eðvarðsson skrifa 12. maí 2022 10:31 Álftanes er ein af náttúruperlum höfuðborgarsvæðisins. Svo vinsæl er hún að það er algeng sjón að sjá tugi vegfarenda, jafnvel hundruði, fara um Álftanesveginn og samhliða honum; gangandi, hlaupandi, eða hjólandi. Uppbygging innviða fyrir hjólandi vegfarendur á höfuðborgarsvæðinu er einn af hornsteinum Samgöngusáttmálans sem Garðabær er aðili að ásamt hinu opinbera og nágrannasveitarfélögunum; Reykjavík, Kópavogi, Hafnarfirði, Seltjarnarnesi og Mosfellsbæ. Framtíðarsýn Samgöngusáttmálans er skýr og ávinningur sem af honum hlýst ótvíræður, svo sem jákvæð loftslagsáhrif með minni mengun og færri bílum, öflugri almenningssamgöngur og betri heilsa. Fyrir okkur í Garðabæ og sérstaklega á Álftanesi er vert að nefna mjög aðkallandi mál er varða hjólreiðar sem einfaldlega verða að fá forgang bæjaryfirvalda og Vegagerðarinnar, því þetta varðar líf og dauða þeirra sem fara um Álftanesveginn. Það vita allir sem fara þennan veg; gangandi, hjólandi eða akandi. Í óbreyttri stöðu eru allir vegfarendur í lífshættu. Tryggjum öryggi allra vegfarenda á Álftanesvegi og Garðaholti Staðan á Álftanesveginum er þannig að það er ekki spurning hvort stórslys verði á Álftanesveginum heldur hvenær og hversu alvarleg þau kunna að vera. Ef ekkert er að gert bætist enn ein breytan við; hve mörg verða þau? Og hvert verður lífstjónið? Ástæðan er lífshættulegar aðstæður fyrir vegfarendur með fjölbreyttri umferð um veginn og samliggjandi göngustíg. Á sumrin bætist svo við hjólreiðafólk sem á engan annan kost en að vera á sjálfum Álftanesveginum þar sem lögbundinn hámarkshraði er 70 km/klst. Verði slys á þeim hraða getur það orðið grafalvarlegt en staðreyndin er sú að hraðinn á þessum vegi er almennt yfir þessum hámörkum. Göngustígurinn sem liggur meðfram veginum er svo ætlaður gangandi vegfarendum þar sem hjólandi umferð er á talsvert meiri hraða. Ef hjólað er á göngustígnum skapar það hættu fyrir gangandi vegfarendur en á sama tíma hættu fyrir hjólandi og akandi ef hjólað er á veginum. Þeir sem aka þennan veg vita hve mikilvægt það er að finna lausn á þessu öryggismáli sem fyrst. Það eru tvær leiðir færar að mati Viðreisnar í Garðabæ. Sú fyrri er að stígurinn sem liggur meðfram Álftanesveginum verði aðlagaður þannig að hann nýtist þeim sem fara hratt um stíginn, t.a.m. vegfarendum á rafhlaupahjólum. Hjólafólk er oft á mikilli ferð og því verður að taka tillit til þess þegar blandað er saman gangandi, hlaupandi og hjólandi vegfarendum. Nauðsynlegt er að aðgreina á stígnum svæði fyrir hjólandi og gangandi. Hin leiðin er að stækka axlirnar meðfram Álftanesveginum til að þær geti borið hjólaumferðina án þess að það skapi hættu. Þá er göngu-, hjóla- og hlaupaleiðin milli Álftaness og Hafnarfjarðar um Garðaholtið einnig vinsæl sökum fegurðar. Til að auka öryggi vegfarenda á stígnum meðfram Álftanesveginum var sett upp samfellt vegrið meðfram veginum. Þrátt fyrir að gert hafi verið lítið gat á einum stað dugar það ekki til og undirlagið er ófullnægjandi. Afleiðingin er sú að hjólandi vegfarendur sem vilja fara upp á Garðaholtið og hjóla afleggjarann út að Hliðsnesi þurfa að halda á hjólunum yfir veghandriðið og yfir Álftanesveginn með tilheyrandi hættu. Nýverið var fjölskylda á mesta umferðartímanum að ferja þrjú börn á hjólum yfir vegriðið og þvert yfir Álftanesveginn. Við sem förum þennan veg vitum að þetta er alls ekkert einsdæmi enda er enginn annar kostur að þvera þennan veg á þessum stað. Þetta er engum boðlegt, öllum ljóst og hreint út sagt lífshættulegar aðstæður. Hringurinn hjólaður Það þykir vinsælt að hjóla hringinn um Álftanesið þegar þangað er komið. Það er heldur ekkert skítið þar sem fegurðin er slík að hún dregur að. Samgöngurnar eru hins vegar síst skárri því þar er mikið ógert fyrir hjólandi vegfarendur. Þar er t.a.m. enginn hjólastígur frá hringtorginu við Bessastaði og allan Norðurnesveginn. Samt er sá vegur hluti af hringnum á Álftanesi og aldrei hefur verið hugað að því að gera samfellu þar fyrir hjólandi vegfarendur. Reiðhjóladekk eru ekki hönnuð fyrir það grófa undirlag eða troðninga sem þar eru og því er hjólað á veginum með tilheyrandi slysahættu fyrir alla vegfarendur. Þetta þarf að laga. Gerum betur - Tryggjum öruggari og umhverfisvænni samgöngur Eftir því sem samgönguinnviðir hafa orðið betri á höfuðborgarsvæðinu hefur orðið mikil aukning í fjölda þeirra sem hjóla til og frá vinnu flesta daga ársins. Það er mikið fagnaðarefni. Brúin sem fljótlega verður byggð frá Kársnesi og yfir að Öskjuhlíðinni mun enn frekar ýta undir þá þróun. Það er því kominn tími til að huga að betri þjónustu við þennan hóp vegfarenda. Við í Viðreisn leggjum áherslur á öruggar, fjölbreyttar og umhverfisvænar samgöngur. Það eru hagsmunir okkar allra að hugað sé vel að skipulagi og framkvæmd þegar kemur að samgöngum og að hagsmunir umhverfisins séu hafðir að leiðaljósi. Við erum sex á lista Viðreisnar sem búum á Álftanesi og við finnum daglega fyrir því sem hefur farið úrskeiðis og hvað þarf að laga. Þetta er svo ofureinfalt. Vöndum til verka og gerum betur.#C þig á kjördag. Árni Björn Kristjánsson, aðstoðarmaður fasteignasala, skipar 4. sæti á lista Viðreisnar í Garðabæ og íbúi á Álftanesi. Benedikt D Valdez Stefánsson, hugbúnaðarsérfræðingur, skipar 8.sæti á lista Viðreisnar í Garðabæ og íbúi á Álftanesi Eyþór Eðvarðsson, stjórnendaráðgjafi, skipar 18.sæti á lista Viðreisnar í Garðabæ og íbúi á Álftanesi Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Árni Björn Kristjánsson Viðreisn Skoðun: Kosningar 2022 Sveitarstjórnarkosningar 2022 Garðabær Mest lesið Villtur lax eða villt græðgi – sveitin í skotlínu Jóhann Helgi Stefánsson Skoðun Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris Skoðun Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson Skoðun Hanna Katrín og Co, koma til bjargar Björn Ólafsson Skoðun Sigrar og raunir íslenska hestsins Elín Íris Fanndal Skoðun Fyrst flúðu þau Reykjavíkurborg… Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Góðir grannar Landsvirkjunar og við hin Kjartan Ágústsson Skoðun Þegar innflutningurinn ræður ríkjum Anton Guðmundsson Skoðun Vladímír Pútín: Hvað er að marka hann? Steinar Björgvinsson Skoðun Konur og menntun Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Bókin er minn óvinur, en mig langar samt í verknám! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ilmurinn af jarðolíu er svo lokkandi Sævar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Hvað er að frétta af humrinum? Jónas Páll Jónasson skrifar Skoðun Þeir greiða sem njóta, eða hvað? Jóhannes Þór Skúlason,Pálmi Viðar Snorrason skrifar Skoðun Samskiptasáttmáli; skúffuskjal eða stórgott verkfæri Helena Katrín Hjaltadóttir,Íris Helga G. Baldursdóttir skrifar Skoðun Sigrar og raunir íslenska hestsins Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Góðir grannar Landsvirkjunar og við hin Kjartan Ágústsson skrifar Skoðun Hittumst á rauðum sokkum 1. maí Finnbjörn A. Hermannsson,Kolbrún Halldórsdóttir,Magnús Þór Jónsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi orkuspáa Ingvar Júlíus Baldursson skrifar Skoðun Þegar innflutningurinn ræður ríkjum Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Vladímír Pútín: Hvað er að marka hann? Steinar Björgvinsson skrifar Skoðun Örlög Úkraínu varða frið og öryggi á Íslandi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Vegamál á tímum skattahækkana og vantrausts Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Konur og menntun Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris skrifar Skoðun Hanna Katrín og Co, koma til bjargar Björn Ólafsson skrifar Skoðun Villtur lax eða villt græðgi – sveitin í skotlínu Jóhann Helgi Stefánsson skrifar Skoðun Fyrst flúðu þau Reykjavíkurborg… Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Fyrst flúðu þau Reykjavíkurborg… Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Er útlegð á innleið? Reyn Alpha Magnúsdóttir skrifar Skoðun Leiðsögundurinn Gaur gerir mig að betri manneskju Þorkell J. Steindal skrifar Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Skólarnir lokaðir - myglan vinnur Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Skoðun Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar Sjá meira
Álftanes er ein af náttúruperlum höfuðborgarsvæðisins. Svo vinsæl er hún að það er algeng sjón að sjá tugi vegfarenda, jafnvel hundruði, fara um Álftanesveginn og samhliða honum; gangandi, hlaupandi, eða hjólandi. Uppbygging innviða fyrir hjólandi vegfarendur á höfuðborgarsvæðinu er einn af hornsteinum Samgöngusáttmálans sem Garðabær er aðili að ásamt hinu opinbera og nágrannasveitarfélögunum; Reykjavík, Kópavogi, Hafnarfirði, Seltjarnarnesi og Mosfellsbæ. Framtíðarsýn Samgöngusáttmálans er skýr og ávinningur sem af honum hlýst ótvíræður, svo sem jákvæð loftslagsáhrif með minni mengun og færri bílum, öflugri almenningssamgöngur og betri heilsa. Fyrir okkur í Garðabæ og sérstaklega á Álftanesi er vert að nefna mjög aðkallandi mál er varða hjólreiðar sem einfaldlega verða að fá forgang bæjaryfirvalda og Vegagerðarinnar, því þetta varðar líf og dauða þeirra sem fara um Álftanesveginn. Það vita allir sem fara þennan veg; gangandi, hjólandi eða akandi. Í óbreyttri stöðu eru allir vegfarendur í lífshættu. Tryggjum öryggi allra vegfarenda á Álftanesvegi og Garðaholti Staðan á Álftanesveginum er þannig að það er ekki spurning hvort stórslys verði á Álftanesveginum heldur hvenær og hversu alvarleg þau kunna að vera. Ef ekkert er að gert bætist enn ein breytan við; hve mörg verða þau? Og hvert verður lífstjónið? Ástæðan er lífshættulegar aðstæður fyrir vegfarendur með fjölbreyttri umferð um veginn og samliggjandi göngustíg. Á sumrin bætist svo við hjólreiðafólk sem á engan annan kost en að vera á sjálfum Álftanesveginum þar sem lögbundinn hámarkshraði er 70 km/klst. Verði slys á þeim hraða getur það orðið grafalvarlegt en staðreyndin er sú að hraðinn á þessum vegi er almennt yfir þessum hámörkum. Göngustígurinn sem liggur meðfram veginum er svo ætlaður gangandi vegfarendum þar sem hjólandi umferð er á talsvert meiri hraða. Ef hjólað er á göngustígnum skapar það hættu fyrir gangandi vegfarendur en á sama tíma hættu fyrir hjólandi og akandi ef hjólað er á veginum. Þeir sem aka þennan veg vita hve mikilvægt það er að finna lausn á þessu öryggismáli sem fyrst. Það eru tvær leiðir færar að mati Viðreisnar í Garðabæ. Sú fyrri er að stígurinn sem liggur meðfram Álftanesveginum verði aðlagaður þannig að hann nýtist þeim sem fara hratt um stíginn, t.a.m. vegfarendum á rafhlaupahjólum. Hjólafólk er oft á mikilli ferð og því verður að taka tillit til þess þegar blandað er saman gangandi, hlaupandi og hjólandi vegfarendum. Nauðsynlegt er að aðgreina á stígnum svæði fyrir hjólandi og gangandi. Hin leiðin er að stækka axlirnar meðfram Álftanesveginum til að þær geti borið hjólaumferðina án þess að það skapi hættu. Þá er göngu-, hjóla- og hlaupaleiðin milli Álftaness og Hafnarfjarðar um Garðaholtið einnig vinsæl sökum fegurðar. Til að auka öryggi vegfarenda á stígnum meðfram Álftanesveginum var sett upp samfellt vegrið meðfram veginum. Þrátt fyrir að gert hafi verið lítið gat á einum stað dugar það ekki til og undirlagið er ófullnægjandi. Afleiðingin er sú að hjólandi vegfarendur sem vilja fara upp á Garðaholtið og hjóla afleggjarann út að Hliðsnesi þurfa að halda á hjólunum yfir veghandriðið og yfir Álftanesveginn með tilheyrandi hættu. Nýverið var fjölskylda á mesta umferðartímanum að ferja þrjú börn á hjólum yfir vegriðið og þvert yfir Álftanesveginn. Við sem förum þennan veg vitum að þetta er alls ekkert einsdæmi enda er enginn annar kostur að þvera þennan veg á þessum stað. Þetta er engum boðlegt, öllum ljóst og hreint út sagt lífshættulegar aðstæður. Hringurinn hjólaður Það þykir vinsælt að hjóla hringinn um Álftanesið þegar þangað er komið. Það er heldur ekkert skítið þar sem fegurðin er slík að hún dregur að. Samgöngurnar eru hins vegar síst skárri því þar er mikið ógert fyrir hjólandi vegfarendur. Þar er t.a.m. enginn hjólastígur frá hringtorginu við Bessastaði og allan Norðurnesveginn. Samt er sá vegur hluti af hringnum á Álftanesi og aldrei hefur verið hugað að því að gera samfellu þar fyrir hjólandi vegfarendur. Reiðhjóladekk eru ekki hönnuð fyrir það grófa undirlag eða troðninga sem þar eru og því er hjólað á veginum með tilheyrandi slysahættu fyrir alla vegfarendur. Þetta þarf að laga. Gerum betur - Tryggjum öruggari og umhverfisvænni samgöngur Eftir því sem samgönguinnviðir hafa orðið betri á höfuðborgarsvæðinu hefur orðið mikil aukning í fjölda þeirra sem hjóla til og frá vinnu flesta daga ársins. Það er mikið fagnaðarefni. Brúin sem fljótlega verður byggð frá Kársnesi og yfir að Öskjuhlíðinni mun enn frekar ýta undir þá þróun. Það er því kominn tími til að huga að betri þjónustu við þennan hóp vegfarenda. Við í Viðreisn leggjum áherslur á öruggar, fjölbreyttar og umhverfisvænar samgöngur. Það eru hagsmunir okkar allra að hugað sé vel að skipulagi og framkvæmd þegar kemur að samgöngum og að hagsmunir umhverfisins séu hafðir að leiðaljósi. Við erum sex á lista Viðreisnar sem búum á Álftanesi og við finnum daglega fyrir því sem hefur farið úrskeiðis og hvað þarf að laga. Þetta er svo ofureinfalt. Vöndum til verka og gerum betur.#C þig á kjördag. Árni Björn Kristjánsson, aðstoðarmaður fasteignasala, skipar 4. sæti á lista Viðreisnar í Garðabæ og íbúi á Álftanesi. Benedikt D Valdez Stefánsson, hugbúnaðarsérfræðingur, skipar 8.sæti á lista Viðreisnar í Garðabæ og íbúi á Álftanesi Eyþór Eðvarðsson, stjórnendaráðgjafi, skipar 18.sæti á lista Viðreisnar í Garðabæ og íbúi á Álftanesi
Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris Skoðun
Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson Skoðun
Skoðun Samskiptasáttmáli; skúffuskjal eða stórgott verkfæri Helena Katrín Hjaltadóttir,Íris Helga G. Baldursdóttir skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Hittumst á rauðum sokkum 1. maí Finnbjörn A. Hermannsson,Kolbrún Halldórsdóttir,Magnús Þór Jónsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris skrifar
Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar
Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris Skoðun
Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson Skoðun