Meirihlutinn í Kópavogi fallinn Pétur Hrafn Sigurðsson skrifar 11. maí 2022 15:30 Kópavogur á afmæli í dag 11. maí. Á afmælisdögum er oft ástæða til að líta yfir farinn veg. Það var einmitt gert á bæjarstjórnarfundi í Kópavogi í gær þar sem farið var yfir málefnasamning Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks á þessu kjörtímabili sem nú er að ljúka. Þar taldi ég upp öll þau verkefni sem ekki var lokið en lofað var í málefnasamningi Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks. Sorgleg lesning Það var sorgleg lesning því að í málefnasamningi Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks eru 73 verkefni tiltekin en samkvæmt talningu eru verkefnin sem ólokin eru alls 35 talsins eða rétt tæplega helmingur verkefnanna. Það þýðir falleinkunn fyrir meirihluta Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks í pólitík, því þó að einkuninn fimm dugi til að skríða í gegn um skólakerfið þá er það alger falleinkunn þegar rætt er um að uppfylla málefnasamning og loforð Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks til kjósenda í Kópavogi. Framtaksleysi Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks á kjörtímabilinu hefur verið algert, enda kannski ekki nema von að flokkarnir séu þreyttir eftir nánast 30 ára setu að völdum. Ekki klikka Kosningarnar eru á laugardaginn. Í síðustu kosningum duttu 25% atkvæða dauð og tryggðu meirihluta Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks þrátt fyrir að flokkarnir fengju minnihluta atkvæða. Ekki láta það gerast aftur. Í forystu fyrir Samfylkinguna er öflugt fólk, Bergljót, Hákon, Erlendur og Donata, sem mun standa við gefin loforð um fjölbreytni í húsnæðismálum í stað einsleitni, samþættingu í þjónustu fyrir aldraða, hækkun íþróttastyrks og síðast en ekki síst aukið samráð við íbúa í skipulagsmálum. Merkjum við X-S á laugardaginn – að sjálfsögðu. Höfundur er bæjarfulltrúi Samfylkingarinnar í Kópavogi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2022 Kópavogur Samfylkingin Sveitarstjórnarkosningar 2022 Mest lesið Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland Skoðun Að vera eða ekki vera aumingi Helgi Guðnason Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson Skoðun Móttökudeildir: Brú til þátttöku – ekki aðskilnaður Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun Góð samviska er gulli betri Árni Sigurðsson Skoðun Réttindi allra að tala íslensku Hrafn Splidt Skoðun Rangfærslur sveitarfélaga um réttindi fatlaðs fólks Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Erum ekki mætt í biðsal elliáranna Ragnheiður K. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Að vera eða ekki vera aumingi Helgi Guðnason skrifar Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson skrifar Skoðun Setjum velferð barna og ungmenna í forgang og sameinumst um bætta lýðheilsu María Heimisdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur sveitarfélaga um réttindi fatlaðs fólks Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Áskoranir í iðnnámi Íslendinga! Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Opin eða lokuð landamæri? Pétur Björgvin Sveinsson skrifar Skoðun Góð samviska er gulli betri Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Móttökudeildir: Brú til þátttöku – ekki aðskilnaður Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar Skoðun Réttindi allra að tala íslensku Hrafn Splidt skrifar Skoðun Tryggjum öryggi eldri borgara Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Bætt stjórnsýsla fyrir framhaldsskólana Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland skrifar Skoðun Mótum framtíðina með sterku skólakerfi Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar Skoðun Fögnum degi sjúkraliða og störfum þeirra alla daga Alma D. Möller skrifar Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Óstaðsettir í hús Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins hefur bætt hag aldraðra og öryrkja Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Láttu ekki svindla á þér við jólainnkaupin Inga María Backman skrifar Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Túlkun gagna er ábyrgð Joanna Marcinkowska skrifar Skoðun Lífsstílshljómkviðan: öndun í köldum potti Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Brunavarir, vatnsúðakerfi – Upphaf, innleiðing og mistökin Snæbjörn R Rafnsson skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Er munur á trú og trúarbrögðum? Árni Gunnarsson skrifar Skoðun Hvaða einkennir góðan stjórnmálamann? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Sjá meira
Kópavogur á afmæli í dag 11. maí. Á afmælisdögum er oft ástæða til að líta yfir farinn veg. Það var einmitt gert á bæjarstjórnarfundi í Kópavogi í gær þar sem farið var yfir málefnasamning Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks á þessu kjörtímabili sem nú er að ljúka. Þar taldi ég upp öll þau verkefni sem ekki var lokið en lofað var í málefnasamningi Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks. Sorgleg lesning Það var sorgleg lesning því að í málefnasamningi Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks eru 73 verkefni tiltekin en samkvæmt talningu eru verkefnin sem ólokin eru alls 35 talsins eða rétt tæplega helmingur verkefnanna. Það þýðir falleinkunn fyrir meirihluta Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks í pólitík, því þó að einkuninn fimm dugi til að skríða í gegn um skólakerfið þá er það alger falleinkunn þegar rætt er um að uppfylla málefnasamning og loforð Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks til kjósenda í Kópavogi. Framtaksleysi Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks á kjörtímabilinu hefur verið algert, enda kannski ekki nema von að flokkarnir séu þreyttir eftir nánast 30 ára setu að völdum. Ekki klikka Kosningarnar eru á laugardaginn. Í síðustu kosningum duttu 25% atkvæða dauð og tryggðu meirihluta Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks þrátt fyrir að flokkarnir fengju minnihluta atkvæða. Ekki láta það gerast aftur. Í forystu fyrir Samfylkinguna er öflugt fólk, Bergljót, Hákon, Erlendur og Donata, sem mun standa við gefin loforð um fjölbreytni í húsnæðismálum í stað einsleitni, samþættingu í þjónustu fyrir aldraða, hækkun íþróttastyrks og síðast en ekki síst aukið samráð við íbúa í skipulagsmálum. Merkjum við X-S á laugardaginn – að sjálfsögðu. Höfundur er bæjarfulltrúi Samfylkingarinnar í Kópavogi.
Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson skrifar
Skoðun Setjum velferð barna og ungmenna í forgang og sameinumst um bætta lýðheilsu María Heimisdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar
Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar
Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar