Er gaman að búa í Kópavogi? Þórunn Björnsdóttir skrifar 12. maí 2022 07:00 Það var ævintýraheimur að flytjast í Kópavoginn 1960. Allt í kring voru nýbyggingar að rísa innan um litlu fallegu bústaðina sem hýstu fólk sem hafði hrakist úr Reykjavík þegar þar var hvergi húsaskjól að finna. Þetta var alvöru sjálfsbjargarfólk sem ræktaði sinn eigin garð og hjálpaðist að. Þetta var líka hugsjónafólk sem tókst með útsjónarsemi og ómældri sjálfboðavinnu að tryggja Kópavogi flest það sem prýða má einn bæ. Þau byggðu skóla, félagsheimili, kirkju, stofnuðu tónlistarskóla, skólalúðrasveit, gæsluvelli, bókasafn o.fl. Þegar bærinn fékk árið 1955 kaupstaðaréttindi var ákveðið að 1% af útsvarstekjum bæjarins skyldi renna til lista- og menningarráðs. Enda blómstraði menningin og metnaðaðurinn svo eftir var tekið. Kópavogsbúar voru t.d. stórtækari við kaup á glæsilegum listaverkum en öll nágrannasveitafélögin til samans. Alltaf var vandað til hátíðarhalda, hvort sem það var afmælisdagur bæjarins, þjóðhátíðardagurinn 17. Júní, vorhátíðir sem voru fastur liður um allan bæ eða sumardagurinn fyrsti. Nú í ár, í fyrsta skipti í 67 ár ákvað bæjarstjórn að fella niður hátíðarhöld í Kópavogi á sumardaginn fyrsta og heyrst hefur að bærinn ætli líka að snuða okkur um 17. júní og bjóða bara upp á litlar hverfishátíðir. Erum við virkilega svona lítil og tíkarleg? Þessir dagar eru nauðsynlegir til að tengja okkur Kópavogsbúa saman, Vatnsendann við Kársnesið, Smárann við Snælandið o.sfrv. Mig langar að eiga tækifæri að hitta alla gömlu vinina, samkennara og gamla nemendur í Kópavogi – ekki í nágrannasveitarfélögunum. Er þetta kannski of kostnaðarsamt fyrir bæinn? Naumt skammtað til lista og menningarstarfs Mér skilst að lista og menningarráð fái tæpar 30 milljónir til að styðja listalíf í bænum en það er aðeins tæpar 800 kr á mann. Er þetta ekki frekar aumkunarvert af sveitarfélagi sem telur sig til fyrirmyndar í rekstri? Getum við virkilega ekki gert betur? Sú var tíð eftir að Salurinn, tónlistarhús Kópavogs var tekinn í notkun, að öll grunnskólabörn fóru á tónleika a.m.k. tvisvar á ári. Allir áttu að finna að Salurinn var þeirra og þangað áttu þau erindi. Það var ekið reglulega með nemendur út um hvippinn og hvappinn í allskonar vettvangsferðir, heimsóknir á söfn og leikhús en allt þetta heyrir nú sögunni til. Bærinn telur sig ekki hafa efni á að splæsa í rútur. Menning er dýr fjárfesting en hún er ómetanleg og hún er gríðarlega stórt réttlætismál sem bæjaryfirvöldum ber að standa vörð um. Skólarnir eiga að fá tækifæri og fjármuni til að stuðla að jöfnuði barna og tryggja þeim öllum aðgengi að fjölbreyttum menningarviðburðum. Þá verður enn skemmtilegra að fara í skólann og örugglega skemmtilegra að búa í Kópavogi. Mikið vona ég að áherslurnar breytist með næstu bæjarstjórn. Vandið því valið á laugardaginn. Verum öll Vinir Kópavogs. Höfundur er fyrrverandi tónmenntakennari og kórstjóri í Kópavogi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kópavogur Skoðun: Kosningar 2022 Sveitarstjórnarkosningar 2022 Mest lesið Veit Inga hvað hún syngur? Íris Róbertsdóttir Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Samúel Karl Ólason Skoðun What is Snorri Másson talking about? Colin Fisher Skoðun Og ári síðar er málið enn „í ferli“ Eva Hauksdóttir Skoðun Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir Skoðun Í gamla daga voru allir læsir Eydís Hörn Hermannsdóttir Skoðun Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen Skoðun Erum við að reyna að láta rangan hóp leysa húsnæðisvandann? Stefnir Húni Kristjánsson Skoðun Halldór 17.01.2026 Halldór Skoðun Skoðun Erum við að reyna að láta rangan hóp leysa húsnæðisvandann? Stefnir Húni Kristjánsson skrifar Skoðun Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Samúel Karl Ólason skrifar Skoðun What is Snorri Másson talking about? Colin Fisher skrifar Skoðun Sjálfskaparvíti meirihlutans í Reykjavík Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Öxlum ábyrgð og segjum satt Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna er endurtekið ófremdarástand á bráðamóttökunni? Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Einföldum lífið í úthverfunum Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sigfús í sexuna! Mörður Árnason skrifar Skoðun Drengirnir okkar, Ísland vs Finnland Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Án tónlistar væri lífið mistök Unnur Malín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Veit Inga hvað hún syngur? Íris Róbertsdóttir skrifar Skoðun Með einkarétt á internetinu? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar Skoðun Viðkvæmni fyrir gríni? Halldór Auðar Svansson skrifar Skoðun Tímabær endurskoðun jafnlaunavottunar Hákon Skúlason skrifar Skoðun Ertu að kjósa gegn þínum hagsmunum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Úr neðsta helvíti Dantes Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir skrifar Skoðun Íbúar í Reykjavík skipta máli ‒ endurreisum íbúaráðin Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Breytt heimsmynd kallar á endurmat á öryggi raforkuinnviða Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Í gamla daga voru allir læsir Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Kvartanir eru ekki vandamál – viðbrögðin eru það Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Vatnsmýrin rís Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Ung til athafna Hildur Rós Guðbjargardóttir,Eyrún Fríða Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað með Thorvaldsen börnin á árunum 1967 til 1974? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi: Hvers vegna skiptir það máli? Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Loftslagsmál: að lifa vel innan marka jarðar Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Við getum ekki breytt sólinni - en við getum breytt klukkunni! Erla Björnsdóttir skrifar Skoðun Steinunni í 2. sæti Bjarki Bragason skrifar Sjá meira
Það var ævintýraheimur að flytjast í Kópavoginn 1960. Allt í kring voru nýbyggingar að rísa innan um litlu fallegu bústaðina sem hýstu fólk sem hafði hrakist úr Reykjavík þegar þar var hvergi húsaskjól að finna. Þetta var alvöru sjálfsbjargarfólk sem ræktaði sinn eigin garð og hjálpaðist að. Þetta var líka hugsjónafólk sem tókst með útsjónarsemi og ómældri sjálfboðavinnu að tryggja Kópavogi flest það sem prýða má einn bæ. Þau byggðu skóla, félagsheimili, kirkju, stofnuðu tónlistarskóla, skólalúðrasveit, gæsluvelli, bókasafn o.fl. Þegar bærinn fékk árið 1955 kaupstaðaréttindi var ákveðið að 1% af útsvarstekjum bæjarins skyldi renna til lista- og menningarráðs. Enda blómstraði menningin og metnaðaðurinn svo eftir var tekið. Kópavogsbúar voru t.d. stórtækari við kaup á glæsilegum listaverkum en öll nágrannasveitafélögin til samans. Alltaf var vandað til hátíðarhalda, hvort sem það var afmælisdagur bæjarins, þjóðhátíðardagurinn 17. Júní, vorhátíðir sem voru fastur liður um allan bæ eða sumardagurinn fyrsti. Nú í ár, í fyrsta skipti í 67 ár ákvað bæjarstjórn að fella niður hátíðarhöld í Kópavogi á sumardaginn fyrsta og heyrst hefur að bærinn ætli líka að snuða okkur um 17. júní og bjóða bara upp á litlar hverfishátíðir. Erum við virkilega svona lítil og tíkarleg? Þessir dagar eru nauðsynlegir til að tengja okkur Kópavogsbúa saman, Vatnsendann við Kársnesið, Smárann við Snælandið o.sfrv. Mig langar að eiga tækifæri að hitta alla gömlu vinina, samkennara og gamla nemendur í Kópavogi – ekki í nágrannasveitarfélögunum. Er þetta kannski of kostnaðarsamt fyrir bæinn? Naumt skammtað til lista og menningarstarfs Mér skilst að lista og menningarráð fái tæpar 30 milljónir til að styðja listalíf í bænum en það er aðeins tæpar 800 kr á mann. Er þetta ekki frekar aumkunarvert af sveitarfélagi sem telur sig til fyrirmyndar í rekstri? Getum við virkilega ekki gert betur? Sú var tíð eftir að Salurinn, tónlistarhús Kópavogs var tekinn í notkun, að öll grunnskólabörn fóru á tónleika a.m.k. tvisvar á ári. Allir áttu að finna að Salurinn var þeirra og þangað áttu þau erindi. Það var ekið reglulega með nemendur út um hvippinn og hvappinn í allskonar vettvangsferðir, heimsóknir á söfn og leikhús en allt þetta heyrir nú sögunni til. Bærinn telur sig ekki hafa efni á að splæsa í rútur. Menning er dýr fjárfesting en hún er ómetanleg og hún er gríðarlega stórt réttlætismál sem bæjaryfirvöldum ber að standa vörð um. Skólarnir eiga að fá tækifæri og fjármuni til að stuðla að jöfnuði barna og tryggja þeim öllum aðgengi að fjölbreyttum menningarviðburðum. Þá verður enn skemmtilegra að fara í skólann og örugglega skemmtilegra að búa í Kópavogi. Mikið vona ég að áherslurnar breytist með næstu bæjarstjórn. Vandið því valið á laugardaginn. Verum öll Vinir Kópavogs. Höfundur er fyrrverandi tónmenntakennari og kórstjóri í Kópavogi.
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun
Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Samúel Karl Ólason Skoðun
Skoðun Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Samúel Karl Ólason skrifar
Skoðun Hvers vegna er endurtekið ófremdarástand á bráðamóttökunni? Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar
Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar
Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun
Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Samúel Karl Ólason Skoðun