Ungt fólk til áhrifa í Múlaþingi Hópur frambjóðenda Sjálfstæðisflokks í Múlaþingi skrifar 11. maí 2022 13:01 Í Já eða nei í Kastljósi síðastliðinn mánudag kom afdráttarlaust fram hjá öllum framboðum að ekki er gert nóg fyrir unga fólkið í Múlaþingi. Sjálfstæðisflokkurinn ætlar að gera betur fyrir unga fólkið. Sjálfstæðisflokkurinn ætlar að koma til móts við ungt fólk í Múlaþingi meðal annars með því að beita sér fyrir því að háskólasetur verði stofnað á Austurlandi, ljúka við innleiðingu barnvæns sveitarfélags, tryggja börnum dagvistun frá 12 mánaða aldri og bjóða upp á hvata til húsnæðisbygginga. Þessi upptalning er einungis brot af því hvernig Sjálfstæðisflokkurinn ætlar koma til móts við ungt fólk í Múlaþingi. Til viðbótar er til dæmis hægt að nefna þróun frístundastyrkjar og fleira og fleira. Við vitum öll að það er nauðsynlegt að hafa reynslu í bland við nýtt fólk á lista sem er fullt af eldmóði. Með fullri virðingu fyrir reynslumeira fólki en hvernig veit það hvað við unga fólkið viljum og okkar þarfir? Það er ekkert stórmál að lista upp stefnumál sem höfða til ungs fólks og lítur vel út á blaði. Það er hins vegar á ábyrgð frambjóðendanna sjálfra að sjá til þess að byggja upp stefnuskrá og sjá til þess að henni sé framfylgt. Hverjir eru betri að framfylgja málefnum ungs fólks en það sjálft? Fulltrúar unga fólksins í Sjálfstæðisflokknum í Múlaþingi eru með sterka rödd og hafa fundið að á það er hlustað. Það kemur því ekki á óvart að í samantekt sem Ungt Austurland gerði á dögunum að Sjálfstæðisflokkurinn í Múlaþingi stendur sig langbest þegar horft er til ungs fólks í framboði. Af 22 frambjóðendum eru tólf 40 ára eða yngri. Ungt Austurland eru félagasamtök einstaklinga á aldrinum 18-40 ára. Tilgangur félagsins er að gera Austurland að vænlegum búsetukosti fyrir ungt fólk, auðga umræðu um byggðarþróun á Austurlandi og vera öflugur málsvari ungs fólks á Austurlandi. Frambjóðendurnir tólf, sex karlar og sex konur, koma frá öllum byggðakjörnum og eru með fjölbreyttan bakgrunn. Stefnumál Sjálfstæðisflokksins eru því ekki bara í orði heldur líka á borði og erum við fulltrúar unga fólksins stoltir frambjóðendur Sjálfstæðisflokksins í Múlaþingi. Við erum tilbúin að láta rödd okkar heyrast og tryggja að stefnumálum okkar sé framfylgt fyrir okkur öll. Það verður best tryggt með því að setja X við D á kjördag og tryggja formanni ungmennaráðs Múlaþings, Einari Frey Guðmundssyni, sæti í sveitarstjórn. Höfundar eru: Guðný Lára Guðrúnardóttir, 3. sæti. Einar Freyr Guðmundsson, 5. sæti. Sunna Dögg Markvad Guðjónsdóttir, 6. sæti. Sylvía Ösp Jónsdóttir, 8. sæti. Claudia Trinidad Gomez Vides, 9. sæti Björgvin Stefán Pétursson, 10. sæti. Bjarki Sólon Daníelsson, 11. sæti. Davíð Þór Sigurðarson, 12. sæti. Kristófer Dan Stefánsson, 13. sæti. Herdís Magna Gunnarsdóttir, 14. sæti. Oddný Björk Daníelsdóttir, 16. sæti. Vignir Freyr Magnússon, 21. sæti. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2022 Múlaþing Sjálfstæðisflokkurinn Sveitarstjórnarkosningar 2022 Mest lesið Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir Skoðun Verkafólk kaupir aðgang að íslenskum auðlindum af Norðmönnum Arndís Kristjánsdóttir Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason Skoðun Köstum ekki verðmætum á glæ Ingvar Jónsson Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar Skoðun Skoðun Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Fjölbreytni í endurhæfingu skiptir máli Hólmfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon skrifar Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir skrifar Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Kirkjuklukkur hringja Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenska stóðhryssan og Evrópa Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – Skyldur ráðherra og réttur samfélagsins Eggert Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Höfum alla burði til þess Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Umsókn krefst ákvörðunar – ekki ákalls Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Kristín Magnúsdóttir skrifar Skoðun Líkindi með guðstrú og djöflatrú Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar skrifar Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson skrifar Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó skrifar Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Ólafsdóttir skrifar Sjá meira
Í Já eða nei í Kastljósi síðastliðinn mánudag kom afdráttarlaust fram hjá öllum framboðum að ekki er gert nóg fyrir unga fólkið í Múlaþingi. Sjálfstæðisflokkurinn ætlar að gera betur fyrir unga fólkið. Sjálfstæðisflokkurinn ætlar að koma til móts við ungt fólk í Múlaþingi meðal annars með því að beita sér fyrir því að háskólasetur verði stofnað á Austurlandi, ljúka við innleiðingu barnvæns sveitarfélags, tryggja börnum dagvistun frá 12 mánaða aldri og bjóða upp á hvata til húsnæðisbygginga. Þessi upptalning er einungis brot af því hvernig Sjálfstæðisflokkurinn ætlar koma til móts við ungt fólk í Múlaþingi. Til viðbótar er til dæmis hægt að nefna þróun frístundastyrkjar og fleira og fleira. Við vitum öll að það er nauðsynlegt að hafa reynslu í bland við nýtt fólk á lista sem er fullt af eldmóði. Með fullri virðingu fyrir reynslumeira fólki en hvernig veit það hvað við unga fólkið viljum og okkar þarfir? Það er ekkert stórmál að lista upp stefnumál sem höfða til ungs fólks og lítur vel út á blaði. Það er hins vegar á ábyrgð frambjóðendanna sjálfra að sjá til þess að byggja upp stefnuskrá og sjá til þess að henni sé framfylgt. Hverjir eru betri að framfylgja málefnum ungs fólks en það sjálft? Fulltrúar unga fólksins í Sjálfstæðisflokknum í Múlaþingi eru með sterka rödd og hafa fundið að á það er hlustað. Það kemur því ekki á óvart að í samantekt sem Ungt Austurland gerði á dögunum að Sjálfstæðisflokkurinn í Múlaþingi stendur sig langbest þegar horft er til ungs fólks í framboði. Af 22 frambjóðendum eru tólf 40 ára eða yngri. Ungt Austurland eru félagasamtök einstaklinga á aldrinum 18-40 ára. Tilgangur félagsins er að gera Austurland að vænlegum búsetukosti fyrir ungt fólk, auðga umræðu um byggðarþróun á Austurlandi og vera öflugur málsvari ungs fólks á Austurlandi. Frambjóðendurnir tólf, sex karlar og sex konur, koma frá öllum byggðakjörnum og eru með fjölbreyttan bakgrunn. Stefnumál Sjálfstæðisflokksins eru því ekki bara í orði heldur líka á borði og erum við fulltrúar unga fólksins stoltir frambjóðendur Sjálfstæðisflokksins í Múlaþingi. Við erum tilbúin að láta rödd okkar heyrast og tryggja að stefnumálum okkar sé framfylgt fyrir okkur öll. Það verður best tryggt með því að setja X við D á kjördag og tryggja formanni ungmennaráðs Múlaþings, Einari Frey Guðmundssyni, sæti í sveitarstjórn. Höfundar eru: Guðný Lára Guðrúnardóttir, 3. sæti. Einar Freyr Guðmundsson, 5. sæti. Sunna Dögg Markvad Guðjónsdóttir, 6. sæti. Sylvía Ösp Jónsdóttir, 8. sæti. Claudia Trinidad Gomez Vides, 9. sæti Björgvin Stefán Pétursson, 10. sæti. Bjarki Sólon Daníelsson, 11. sæti. Davíð Þór Sigurðarson, 12. sæti. Kristófer Dan Stefánsson, 13. sæti. Herdís Magna Gunnarsdóttir, 14. sæti. Oddný Björk Daníelsdóttir, 16. sæti. Vignir Freyr Magnússon, 21. sæti.
Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar
Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar