Blómstrar tíu kílóum léttari: „Hafa ýtt helvíti hart á mig“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 11. maí 2022 09:00 Ísak Snær Þorvaldsson fagnar einu sex marka sinna í Bestu deildinni í sumar. Hann hefur skorað fleiri mörk en fjögur lið hafa gert í heildina. vísir/Hulda Margrét Á engan er hallað þegar sagt er að Blikinn Ísak Snær Þorvaldsson hafi verið besti leikmaður Bestu deildarinnar hingað til. Hann þakkar góða frammistöðu miklu betra líkamlegu formi. Ísak hefur skorað sex mörk í fyrstu fjórum leikjum tímabilsins. Fara þarf 26 ár aftur í tímann til að finna dæmi um leikmann sem byrjaði tímabil í efstu deild betur. Það var Guðmundur Benediktsson sem skoraði sjö mörk í fyrstu fjórum leikjum KR 1996. Ísak skoraði tvö mörk gegn Keflavík, FH og nú síðast ÍA, gamla liðinu sínu. Eini leikurinn sem hann skoraði ekki í, gegn KR, vannst samt. Blikar eru með fullt hús stiga á toppi Bestu deildarinnar. „Ég átti bjóst ekki við að skora þessi mörk sjálfur en það er alltaf jákvætt. Og svo lengi sem við vinnum leiki og spilum vel saman er maður sáttur,“ sagði Ísak í samtali við Vísi í gær. Færður framar í enda vetrar Ísak lék með ÍA seinni hluta tímabilsins 2020 og allt tímabilið 2021, þá sem miðjumaður sem er hans staða. Hjá Breiðabliki hefur hann aftur á móti spilað á vinstri kantinum. „Fyrst þegar ég samdi átti ég að vera á miðjunni en í lok undirbúningstímabilsins var ég settur framar í stöðuna sem ég er í núna, til að fá hlaup í gegn. Það gekk vel og ég var áfram í þeirri stöðu,“ sagði Ísak. En eru mikil viðbrigði að spila á kantinum? „Ég er vanur þessu. Ég spilaði þessa stöðu erlendis og finnst hún skemmtileg,“ svaraði Ísak. Hann skoraði aðeins fjögur mörk í 32 deildar- og bikarleikjum með ÍA en er þó ekki óvanur því að skora. Ísak er uppalinn hjá Aftureldingu en fór ungur til Norwich City á Englandi.vísir/vilhelm „Fyrsta árið mitt í Norwich var ég markahæstur. Þetta er alltaf skemmtilegt. Ég hef ekki skorað mörg mörk síðan þá og þetta er mögulega mín besta byrjun,“ sagði Ísak. Helvíti mikið farið Eftir fyrsta leik Breiðabliks á tímabilinu, 4-1 sigur á Keflavík, birti Ísak mynd af sér úr leiknum ásamt mynd af sér úr fyrsta leik ÍA á síðasta tímabili. Munurinn á líkamlegu atgervi fer ekkert á milli mála og Ísak segir að það sé fyrst og síðast ástæðan fyrir betri spilamennsku í sumar. Hann segir að þjálfarateymi Breiðabliks, Óskar Hrafn Þorvaldsson, Halldór Árnason og Aron Már Björnsson, eigi stóran þátt í þeirri breytingu sem hefur orðið til batnaðar á forminu. „Dóri, Óskar og Aron styrktarþjálfari hafa ýtt helvíti hart á mig. Síðan eru samherjar í liðinu sem hjálpa til sem og kærastan heima. Þau hafa verið hörð við mig sem er jákvætt,“ sagði Ísak. „Ég held ég sé farinn niður um tíu kg og einhver prósent í fitu. Það er helvíti mikið sem er farið.“ Ísak lék sem lánsmaður með ÍA 2020 og 2021.vísir/bára Þegar þrjár umferðir voru eftir af síðasta tímabili benti ekkert til annars en Ísak og félagar í ÍA myndu falla. En þeir unnu síðustu þrjá leikina, héldu sér uppi og fóru einnig í úrslit Mjólkurbikarsins þar sem þeir lutu í lægra haldi fyrir Víkingi. „Við áttum mjög erfiðan tíma í byrjun móts, liðið og fólkið uppi á Skaga. En það kviknaði á liðinu og stuðningsmönnum og það gaf því trú fyrir þetta tímabil,“ sagði Ísak. Blikar besti kosturinn Hann segir að aðdragandinn að félagaskiptunum til Breiðabliks hafi verið nokkuð langur. „Fyrst ætlaði ég ekki að vera á Íslandi en síðan í lokin var besti kosturinn að fara í Breiðablik. Þeir eru með skemmtilegt lið og spila skemmtilegan fótbolta. Mig langaði að vera í liði sem væri meira með boltann til að bæta mig sem leikmann,“ sagði Ísak. Hann samdi við Norwich 2017 og var samningsbundinn félaginu fram í janúar 2022. Á þeim tíma var hann lánaður til ÍA, Fleetwood Town og St. Mirren. Ísak segir að takmarkið sé að komast aftur út í atvinnumennsku. Ísak hefur skorað þrjú mörk með hægri fæti, eitt með vinstri og tvö með skalla.vísir/Hulda Margrét „Á endanum er það auðvitað markmiðið. En núna er markmiðið að standa sig eins vel og ég get með Breiðabliki,“ sagði Ísak. Blikar taka á móti Stjörnumönnum á Kópavogsvelli í kvöld og geta þar unnið sinn fimmta leik í röð. „Ég á von að við gerum okkar besta og gírum okkur upp í þennan leik. Við förum í leikinn til að taka stigin þrjú og gefa okkur alla í þetta,“ sagði Ísak að endingu. Leikur Breiðabliks og Stjörnunnar hefst klukkan 19:15 og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport. Besta deild karla Breiðablik Mest lesið Beckham: Hvernig voga þeir sér að segja þetta um Viktoríu mína Fótbolti Skar sig mjög illa á andliti og hálsi í slysi á æfingu Sport Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Handbolti Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Handbolti Hrædd vegna ástandsins og þorði ekki í landsleikina Fótbolti Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Handbolti Uppgjörið: Valur-Grindavík 75-86 | Grindvíkingar í lykilstöðu Körfubolti Uppgjör: Stjarnan - ÍR 87-89 | Háspenna þegar ÍR klóraði í bakkann Körfubolti Lýsti ástandinu á Ingebrigtsen-heimilinu Sport Olga tekur slaginn við Willum um stól forseta ÍSÍ Sport Fleiri fréttir Njarðvík og ÍR fögnuðu bæði tveimur sigrum í kvöld Uppgjörið: Breiðablik - Valur 0-1 | Valskonur meistarar meistaranna Blikum spáð öðrum titli en stutt stopp hjá nýliðunum Fjögur prósent eru bara í fótbolta og langflestar vilja VAR og gervigras Svona var fundurinn fyrir Bestu deild kvenna Besta-spáin 2025: Sama húsnæði, sama starfsemi Besta-spáin 2025: Sóknarhugur á Samsung Leikmenn sem gætu blómstrað á nýjum stað Bjarki gerði allt brjálað á Skaganum með því að kyssa KR-merkið Sorg og óvissa en ljós við enda ganganna Elín Metta má spila með Val Fyndnar hárgreiðslur lykillinn að betri mætingu Besta-spáin 2025: Loftið verður að haldast í blöðrunni Besta spáin 2025: Krókur á móti bragði „Þið eruð ekki nógu duglegar að tuða í dómurunum“ Besta-spáin 2025: Þurfa aftur fimm réttar og jóker Besta-spáin 2025: Stoppa stutt við eftir langa eyðimerkurgöngu Aron Elís með slitið krossband Aron í tveggja leikja bann Stúkan segir ekki rautt og framkvæmdastjórinn æfur: „Má leggja hana niður“ Stórir draumar í Laugardalnum: „Allir vilja að Þróttur fari sem hæst“ „Vælum og öskrum þó við meiðum okkur ekki neitt“ Sjáðu markið umdeilda í Garðabæ: „Ekki var hann hræddur við Örvar?“ „Bæði svekktur en líka stoltur“ „Verðum bara að vona það besta en undirbúa okkur fyrir það versta“ „Ég tek þetta bara á mig“ Uppgjörið: Stjarnan - FH 2-1 | Stjarnan slapp með sigur úr grannaslagnum Glórulaus tækling Gylfa Þórs Uppgjörið: Víkingur - ÍBV 2-0 | Gylfi Þór sá rautt í sannfærandi sigri LUÍH: Var gerð að fyrirliða Þróttar átján ára Sjá meira
Ísak hefur skorað sex mörk í fyrstu fjórum leikjum tímabilsins. Fara þarf 26 ár aftur í tímann til að finna dæmi um leikmann sem byrjaði tímabil í efstu deild betur. Það var Guðmundur Benediktsson sem skoraði sjö mörk í fyrstu fjórum leikjum KR 1996. Ísak skoraði tvö mörk gegn Keflavík, FH og nú síðast ÍA, gamla liðinu sínu. Eini leikurinn sem hann skoraði ekki í, gegn KR, vannst samt. Blikar eru með fullt hús stiga á toppi Bestu deildarinnar. „Ég átti bjóst ekki við að skora þessi mörk sjálfur en það er alltaf jákvætt. Og svo lengi sem við vinnum leiki og spilum vel saman er maður sáttur,“ sagði Ísak í samtali við Vísi í gær. Færður framar í enda vetrar Ísak lék með ÍA seinni hluta tímabilsins 2020 og allt tímabilið 2021, þá sem miðjumaður sem er hans staða. Hjá Breiðabliki hefur hann aftur á móti spilað á vinstri kantinum. „Fyrst þegar ég samdi átti ég að vera á miðjunni en í lok undirbúningstímabilsins var ég settur framar í stöðuna sem ég er í núna, til að fá hlaup í gegn. Það gekk vel og ég var áfram í þeirri stöðu,“ sagði Ísak. En eru mikil viðbrigði að spila á kantinum? „Ég er vanur þessu. Ég spilaði þessa stöðu erlendis og finnst hún skemmtileg,“ svaraði Ísak. Hann skoraði aðeins fjögur mörk í 32 deildar- og bikarleikjum með ÍA en er þó ekki óvanur því að skora. Ísak er uppalinn hjá Aftureldingu en fór ungur til Norwich City á Englandi.vísir/vilhelm „Fyrsta árið mitt í Norwich var ég markahæstur. Þetta er alltaf skemmtilegt. Ég hef ekki skorað mörg mörk síðan þá og þetta er mögulega mín besta byrjun,“ sagði Ísak. Helvíti mikið farið Eftir fyrsta leik Breiðabliks á tímabilinu, 4-1 sigur á Keflavík, birti Ísak mynd af sér úr leiknum ásamt mynd af sér úr fyrsta leik ÍA á síðasta tímabili. Munurinn á líkamlegu atgervi fer ekkert á milli mála og Ísak segir að það sé fyrst og síðast ástæðan fyrir betri spilamennsku í sumar. Hann segir að þjálfarateymi Breiðabliks, Óskar Hrafn Þorvaldsson, Halldór Árnason og Aron Már Björnsson, eigi stóran þátt í þeirri breytingu sem hefur orðið til batnaðar á forminu. „Dóri, Óskar og Aron styrktarþjálfari hafa ýtt helvíti hart á mig. Síðan eru samherjar í liðinu sem hjálpa til sem og kærastan heima. Þau hafa verið hörð við mig sem er jákvætt,“ sagði Ísak. „Ég held ég sé farinn niður um tíu kg og einhver prósent í fitu. Það er helvíti mikið sem er farið.“ Ísak lék sem lánsmaður með ÍA 2020 og 2021.vísir/bára Þegar þrjár umferðir voru eftir af síðasta tímabili benti ekkert til annars en Ísak og félagar í ÍA myndu falla. En þeir unnu síðustu þrjá leikina, héldu sér uppi og fóru einnig í úrslit Mjólkurbikarsins þar sem þeir lutu í lægra haldi fyrir Víkingi. „Við áttum mjög erfiðan tíma í byrjun móts, liðið og fólkið uppi á Skaga. En það kviknaði á liðinu og stuðningsmönnum og það gaf því trú fyrir þetta tímabil,“ sagði Ísak. Blikar besti kosturinn Hann segir að aðdragandinn að félagaskiptunum til Breiðabliks hafi verið nokkuð langur. „Fyrst ætlaði ég ekki að vera á Íslandi en síðan í lokin var besti kosturinn að fara í Breiðablik. Þeir eru með skemmtilegt lið og spila skemmtilegan fótbolta. Mig langaði að vera í liði sem væri meira með boltann til að bæta mig sem leikmann,“ sagði Ísak. Hann samdi við Norwich 2017 og var samningsbundinn félaginu fram í janúar 2022. Á þeim tíma var hann lánaður til ÍA, Fleetwood Town og St. Mirren. Ísak segir að takmarkið sé að komast aftur út í atvinnumennsku. Ísak hefur skorað þrjú mörk með hægri fæti, eitt með vinstri og tvö með skalla.vísir/Hulda Margrét „Á endanum er það auðvitað markmiðið. En núna er markmiðið að standa sig eins vel og ég get með Breiðabliki,“ sagði Ísak. Blikar taka á móti Stjörnumönnum á Kópavogsvelli í kvöld og geta þar unnið sinn fimmta leik í röð. „Ég á von að við gerum okkar besta og gírum okkur upp í þennan leik. Við förum í leikinn til að taka stigin þrjú og gefa okkur alla í þetta,“ sagði Ísak að endingu. Leikur Breiðabliks og Stjörnunnar hefst klukkan 19:15 og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport.
Besta deild karla Breiðablik Mest lesið Beckham: Hvernig voga þeir sér að segja þetta um Viktoríu mína Fótbolti Skar sig mjög illa á andliti og hálsi í slysi á æfingu Sport Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Handbolti Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Handbolti Hrædd vegna ástandsins og þorði ekki í landsleikina Fótbolti Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Handbolti Uppgjörið: Valur-Grindavík 75-86 | Grindvíkingar í lykilstöðu Körfubolti Uppgjör: Stjarnan - ÍR 87-89 | Háspenna þegar ÍR klóraði í bakkann Körfubolti Lýsti ástandinu á Ingebrigtsen-heimilinu Sport Olga tekur slaginn við Willum um stól forseta ÍSÍ Sport Fleiri fréttir Njarðvík og ÍR fögnuðu bæði tveimur sigrum í kvöld Uppgjörið: Breiðablik - Valur 0-1 | Valskonur meistarar meistaranna Blikum spáð öðrum titli en stutt stopp hjá nýliðunum Fjögur prósent eru bara í fótbolta og langflestar vilja VAR og gervigras Svona var fundurinn fyrir Bestu deild kvenna Besta-spáin 2025: Sama húsnæði, sama starfsemi Besta-spáin 2025: Sóknarhugur á Samsung Leikmenn sem gætu blómstrað á nýjum stað Bjarki gerði allt brjálað á Skaganum með því að kyssa KR-merkið Sorg og óvissa en ljós við enda ganganna Elín Metta má spila með Val Fyndnar hárgreiðslur lykillinn að betri mætingu Besta-spáin 2025: Loftið verður að haldast í blöðrunni Besta spáin 2025: Krókur á móti bragði „Þið eruð ekki nógu duglegar að tuða í dómurunum“ Besta-spáin 2025: Þurfa aftur fimm réttar og jóker Besta-spáin 2025: Stoppa stutt við eftir langa eyðimerkurgöngu Aron Elís með slitið krossband Aron í tveggja leikja bann Stúkan segir ekki rautt og framkvæmdastjórinn æfur: „Má leggja hana niður“ Stórir draumar í Laugardalnum: „Allir vilja að Þróttur fari sem hæst“ „Vælum og öskrum þó við meiðum okkur ekki neitt“ Sjáðu markið umdeilda í Garðabæ: „Ekki var hann hræddur við Örvar?“ „Bæði svekktur en líka stoltur“ „Verðum bara að vona það besta en undirbúa okkur fyrir það versta“ „Ég tek þetta bara á mig“ Uppgjörið: Stjarnan - FH 2-1 | Stjarnan slapp með sigur úr grannaslagnum Glórulaus tækling Gylfa Þórs Uppgjörið: Víkingur - ÍBV 2-0 | Gylfi Þór sá rautt í sannfærandi sigri LUÍH: Var gerð að fyrirliða Þróttar átján ára Sjá meira
Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Handbolti
Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Handbolti