Reynt að koma á sáttum í Flensborg Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 10. maí 2022 12:49 Erla Sigríður Ragnarsdóttir, skólameistari Flensborgarskóla, segir að nú þegar hafi skref verið tekin til að koma á sáttum innan skólans. Hún vill ávinna sér traust nemenda á ný eftir að nokkrir þeirra kvörtuðu yfir henni til menntamálaráðuneytisins. Skólameistari í Flensborg segir að verið sé að stíga fyrstu skrefin í að ná sáttum eftir að ofbeldismál skók nemendahópinn í marsmánuði. Hún segir að það kunni að vera að það hafi ekki komist nægilega vel til skila til nemenda að sannarlega væri verið að vinna í málinu. Hún biðlar til menntamálaráðuneytisins að gefa út samræmda verkferla um ofbeldismál fyrir alla framhaldsskóla landsins. Þrír nemendur Flesborgarskólans stigu fram í fréttum RÚV um helgina og sögðu skólayfirvöld ekki hafa brugðist við alvarlegu ofbeldismáli sem kom upp eftir árshátíð í mars. Í yfirlýsingu frá skólanum kom þó fram að gerendurnir hefðu allir verið reknir út skólanum, ýmist til skemmri eða lengri tíma og að öllum hefðu verið boðinn stuðningur. Ákveðið rof virðist veraá milli upplifunar nemenda og skólayfirvalda. Erla Sigríður Ragnarsdóttir, skólameistari, var spurð hvort skólayfirvöld hafi látið hjá líða að upplýsa nemendur þá vinnu sem væri í gangi. „Við hörmum auðvitað gríðarlega þessa upplifun nemenda og orð fá því auðvitað ekki lýst því þetta eru nemendur okkar. Þetta er unga fólkiðsem við erum að tala við og vinna með á hverjum einasta degi. Þetta er bara eitt af því sem við erum að skoða núna í framhaldinu. Það má vel vera að það hafi ekki komist nægilega vel til skila þau fjölmörgu samtöl sem tekin voru og þær aðgerðir sem við höfum jú gripið til.“ Erla er staðráðin í að ávinna sér traust nemenda eftir að nokkrir þeirra kvörtuðu yfir henni til ráðherra. „Það er náttúrulega aldrei hugmyndin að þagga eitt eða neitt niður. Við líðum aldrei ofbeldi eða ofbeldismenningu nokkurs konar. Aldrei. Við erum að taka fyrstu skrefin í átt að samtali og sátt og þetta er eitthvað sem við þurfum að vinna núna á næstu dögum.“ Erla kveðst hafa nýtt verkferla skólans og í raun farið út yfir ystu mörk þess ramma sem skólinn hefur til að leysa svona mál. „En við erum auðvitað líka búin að kalla eftir samræmdum verkferlum frá ráðuneytinu varðandi ofbeldis mál; kynferðisbrotamál, stafrænt ofbeldi sem er orðið ansi áberandi og fleiri þætti ofbeldis sem við höfum kallað eftir og munum sannarlega gera það núna í framhaldinu.“ Skóla - og menntamál Framhaldsskólar Hafnarfjörður Tengdar fréttir Harmar fréttaflutning af málefnum nemenda Í yfirlýsingu frá skólastjórn Flensborgarskólans í Hafnarfirði segir að skólinn líði ekki ofbeldi að neinu tagi. Skólinn harmar fréttaflutning af málefnum nemenda. 8. maí 2022 13:31 Ekki á borðinu að gera breytingar á skipun skólameistara Menntamálaráðherra segir ekki á dagskrá að gera breytingar á skipan Erlu Sigríðar Ragnarsdóttur skólameistara Flensborgarskólans. Mikilvægt sé að styðja við skólann á meðan greitt er úr miklum deilum sem sprottið hafa upp í kringum skipun Erlu. 8. maí 2022 12:03 Foreldrar munu áfram funda um upplausnarástand í Flensborg Upplausnarástand ríkir í fjölbrautaskólanum í Flensborg í Hafnarfirði en mikil gremja meðal nemenda og starfsliðs braust út í vikunni þegar fyrir lá að Ásmundur Einar Daðason mennta- og barnamálaráðherra hafði skipað Erlu Sigríði Ragnarsdóttur skólameistara. 7. maí 2022 14:40 Fár í Flensborg vegna nýskipaðs skólameistara Gríðarleg ólga er nú innan veggja Flensborgarskólans í Hafnarfirði en spjótin beinast að nýskipuðum skólameistara, Erlu Sigríði Ragnarsdóttur. Nemendur finna henni flest til foráttu og segja samstarf við hana afar erfitt. 6. maí 2022 15:58 Mest lesið Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Innlent Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Erlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Innlent Grunaðir um að hafa komið til landsins til þess eins að stela Innlent Pras úr Fugees dæmdur í fjórtán ára fangelsi Erlent Selenskí heldur ró sinni og hyggst ræða við Trump Erlent Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Innlent Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Erlent Fleiri fréttir Ráðin bæjarritari í Hveragerði Vilja tryggja stöðu ungs fólks í prófkjöri Samfylkingarinnar Kanna hug Grindvíkinga til framtíðar í Grindavík Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Grunaðir um að hafa komið til landsins til þess eins að stela Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Skildi vegabréfið eftir „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Ísland útsöluvara í norrænum samanburði Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Miðflokkur skákar Sjálfstæðisflokknum: „Stórmerkileg niðurstaða“ „Stórmerkileg niðurstaða“ í nýrri könnun Hilda Jana fer ekki aftur fram fyrir Samfylkingu á Akureyri Kjaradeilu flugumferðarstjóra og Isavia vísað til gerðardóms Sex ára dómur yfir Jóni Inga höfuðpaur stendur Funduðu um Bergið en samningurinn liggur ekki fyrir Mæðgurnar svöruðu engu Útlendingar 69 prósent nýrra íbúa frá 2017 Skúli sækist eftir 2. sæti Bein útsending: Kynnir skýrslu um þróun útgáfu dvalarleyfa Stofnaði Örninn fyrir tíu ára ömmustelpu í sorg Vill svara ESB með tollahækkun Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Ungu fólki í endurhæfingu vegna offitu fjölgar Framsókn vill svara ESB í sömu mynt en fjármálaráðherra tekur dræmt í slíkar hugmyndir Magnús Guðmundsson er látinn Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Sjá meira
Hún biðlar til menntamálaráðuneytisins að gefa út samræmda verkferla um ofbeldismál fyrir alla framhaldsskóla landsins. Þrír nemendur Flesborgarskólans stigu fram í fréttum RÚV um helgina og sögðu skólayfirvöld ekki hafa brugðist við alvarlegu ofbeldismáli sem kom upp eftir árshátíð í mars. Í yfirlýsingu frá skólanum kom þó fram að gerendurnir hefðu allir verið reknir út skólanum, ýmist til skemmri eða lengri tíma og að öllum hefðu verið boðinn stuðningur. Ákveðið rof virðist veraá milli upplifunar nemenda og skólayfirvalda. Erla Sigríður Ragnarsdóttir, skólameistari, var spurð hvort skólayfirvöld hafi látið hjá líða að upplýsa nemendur þá vinnu sem væri í gangi. „Við hörmum auðvitað gríðarlega þessa upplifun nemenda og orð fá því auðvitað ekki lýst því þetta eru nemendur okkar. Þetta er unga fólkiðsem við erum að tala við og vinna með á hverjum einasta degi. Þetta er bara eitt af því sem við erum að skoða núna í framhaldinu. Það má vel vera að það hafi ekki komist nægilega vel til skila þau fjölmörgu samtöl sem tekin voru og þær aðgerðir sem við höfum jú gripið til.“ Erla er staðráðin í að ávinna sér traust nemenda eftir að nokkrir þeirra kvörtuðu yfir henni til ráðherra. „Það er náttúrulega aldrei hugmyndin að þagga eitt eða neitt niður. Við líðum aldrei ofbeldi eða ofbeldismenningu nokkurs konar. Aldrei. Við erum að taka fyrstu skrefin í átt að samtali og sátt og þetta er eitthvað sem við þurfum að vinna núna á næstu dögum.“ Erla kveðst hafa nýtt verkferla skólans og í raun farið út yfir ystu mörk þess ramma sem skólinn hefur til að leysa svona mál. „En við erum auðvitað líka búin að kalla eftir samræmdum verkferlum frá ráðuneytinu varðandi ofbeldis mál; kynferðisbrotamál, stafrænt ofbeldi sem er orðið ansi áberandi og fleiri þætti ofbeldis sem við höfum kallað eftir og munum sannarlega gera það núna í framhaldinu.“
Skóla - og menntamál Framhaldsskólar Hafnarfjörður Tengdar fréttir Harmar fréttaflutning af málefnum nemenda Í yfirlýsingu frá skólastjórn Flensborgarskólans í Hafnarfirði segir að skólinn líði ekki ofbeldi að neinu tagi. Skólinn harmar fréttaflutning af málefnum nemenda. 8. maí 2022 13:31 Ekki á borðinu að gera breytingar á skipun skólameistara Menntamálaráðherra segir ekki á dagskrá að gera breytingar á skipan Erlu Sigríðar Ragnarsdóttur skólameistara Flensborgarskólans. Mikilvægt sé að styðja við skólann á meðan greitt er úr miklum deilum sem sprottið hafa upp í kringum skipun Erlu. 8. maí 2022 12:03 Foreldrar munu áfram funda um upplausnarástand í Flensborg Upplausnarástand ríkir í fjölbrautaskólanum í Flensborg í Hafnarfirði en mikil gremja meðal nemenda og starfsliðs braust út í vikunni þegar fyrir lá að Ásmundur Einar Daðason mennta- og barnamálaráðherra hafði skipað Erlu Sigríði Ragnarsdóttur skólameistara. 7. maí 2022 14:40 Fár í Flensborg vegna nýskipaðs skólameistara Gríðarleg ólga er nú innan veggja Flensborgarskólans í Hafnarfirði en spjótin beinast að nýskipuðum skólameistara, Erlu Sigríði Ragnarsdóttur. Nemendur finna henni flest til foráttu og segja samstarf við hana afar erfitt. 6. maí 2022 15:58 Mest lesið Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Innlent Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Erlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Innlent Grunaðir um að hafa komið til landsins til þess eins að stela Innlent Pras úr Fugees dæmdur í fjórtán ára fangelsi Erlent Selenskí heldur ró sinni og hyggst ræða við Trump Erlent Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Innlent Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Erlent Fleiri fréttir Ráðin bæjarritari í Hveragerði Vilja tryggja stöðu ungs fólks í prófkjöri Samfylkingarinnar Kanna hug Grindvíkinga til framtíðar í Grindavík Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Grunaðir um að hafa komið til landsins til þess eins að stela Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Skildi vegabréfið eftir „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Ísland útsöluvara í norrænum samanburði Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Miðflokkur skákar Sjálfstæðisflokknum: „Stórmerkileg niðurstaða“ „Stórmerkileg niðurstaða“ í nýrri könnun Hilda Jana fer ekki aftur fram fyrir Samfylkingu á Akureyri Kjaradeilu flugumferðarstjóra og Isavia vísað til gerðardóms Sex ára dómur yfir Jóni Inga höfuðpaur stendur Funduðu um Bergið en samningurinn liggur ekki fyrir Mæðgurnar svöruðu engu Útlendingar 69 prósent nýrra íbúa frá 2017 Skúli sækist eftir 2. sæti Bein útsending: Kynnir skýrslu um þróun útgáfu dvalarleyfa Stofnaði Örninn fyrir tíu ára ömmustelpu í sorg Vill svara ESB með tollahækkun Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Ungu fólki í endurhæfingu vegna offitu fjölgar Framsókn vill svara ESB í sömu mynt en fjármálaráðherra tekur dræmt í slíkar hugmyndir Magnús Guðmundsson er látinn Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Sjá meira
Harmar fréttaflutning af málefnum nemenda Í yfirlýsingu frá skólastjórn Flensborgarskólans í Hafnarfirði segir að skólinn líði ekki ofbeldi að neinu tagi. Skólinn harmar fréttaflutning af málefnum nemenda. 8. maí 2022 13:31
Ekki á borðinu að gera breytingar á skipun skólameistara Menntamálaráðherra segir ekki á dagskrá að gera breytingar á skipan Erlu Sigríðar Ragnarsdóttur skólameistara Flensborgarskólans. Mikilvægt sé að styðja við skólann á meðan greitt er úr miklum deilum sem sprottið hafa upp í kringum skipun Erlu. 8. maí 2022 12:03
Foreldrar munu áfram funda um upplausnarástand í Flensborg Upplausnarástand ríkir í fjölbrautaskólanum í Flensborg í Hafnarfirði en mikil gremja meðal nemenda og starfsliðs braust út í vikunni þegar fyrir lá að Ásmundur Einar Daðason mennta- og barnamálaráðherra hafði skipað Erlu Sigríði Ragnarsdóttur skólameistara. 7. maí 2022 14:40
Fár í Flensborg vegna nýskipaðs skólameistara Gríðarleg ólga er nú innan veggja Flensborgarskólans í Hafnarfirði en spjótin beinast að nýskipuðum skólameistara, Erlu Sigríði Ragnarsdóttur. Nemendur finna henni flest til foráttu og segja samstarf við hana afar erfitt. 6. maí 2022 15:58
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent