Framsókn setur börn ekki í fyrsta sæti Lúðvík Júlíusson skrifar 10. maí 2022 12:16 Á síðustu árum höfum við heyrt að Framsóknarflokkurinn hafi sett börn í fyrsta sæti, sett lög sem „tryggja að börn séu í hjarta kerfisins og að aðilar sem koma að þjónustu við börn vinni saman með hagsmuni barnsins að leiðarljósi“(1). Einnig höfum við heyrt að barnið sé þungamiðja farsældarlaganna.(2) Er þetta rétt? Eiga öll börn rétt á viðeigandi stuðningi? Stutta svarið er nei. Langa svarið er: „Lög um samþættingu þjónustu í þágu farsældar barna fela ekki í sér breytingar á rétti til aðgangs að einstökum þjónustuþáttum og fela því ekki í sér aðgengi allra foreldra að allri þjónustu fyrir barnið.“ Eiga allir foreldrar jafnan rétt á stuðningi vegna barns? Stutta svarið er nei. Langa svarið er: „Aðkoma þeirra[foreldra] er mismunandi eftir því hver staða þeirra er á grundvelli annarra laga og reglna.“ Eru foreldrar mikilvægir til að efla þroska og ná árangri? Stutta svarið er já. Langa svarið er: „Sýnt hefur verið fram á með fjölmörgum rannsóknum að árangur af snemmtækri íhlutun er að verulegu leyti háður þátttöku foreldra í íhlutun fyrir börn með þroskafrávik og þeim stuðningi sem foreldrum er veittur beint og óbeint við umönnun og uppeldi barna sinna.“(3) Fá börn mismunandi þjónustu og stuðning eftir fjölskyldurgerðum? Stutta svarið er já. Langa svarið er: „Hingað til hafa meiri réttindi verið veitt foreldri á lögheimili en foreldri á heimili þar sem barn nýtur umgengni þótt forsjá sé sameiginleg“(4) Eru börn með alvarleg þroskafrávik að fara á heimili þar sem foreldri fær ekki aðild, þátttöku eða stuðning í máli þess? Stutta svarið er já. Langa svarið er já, litið er á umgengisforeldrið sem geymslu, stað þar sem barn er geymt til að hvíla lögheimilisforeldrið. Ekki er reiknað með að barn fá umönnun, örvun eða að barnið þroskist á meðan það er í umgengni. Vill Framsóknarflokkurinn jafna stöðu barna? Stutta svarið er nei. Langa svarið er að lögð var fram breytingartillaga við „farsældarfrumvarpið“ og lagt til að börn sem fara reglulega í umgengni nytu sömu réttinda hjá báðum foreldrum sínum. Framsóknarflokkurinn, Sjálfstæðisflokkurinn og Vinstri græn greiddu öll atkvæði gegn þessari tillögu. Hefur Framsóknarflokkurinn lagt til að staða barna verði jöfnuð? Stutta svarið er nei. Langa svarið nei. Bera bara lögheimilisforeldrar ábyrgð á þroska barna? Stutta svarið er nei. Langa svarið er: Ef forsjá er sameiginleg þá bera þeir jafn mikla ábyrgð.(5) Hafa eftirlitsstofnanir bent stjórnvöldum á réttindaleysi barna? Stutta svarið er já. Langa svarið er: „Vegna þess þáttar málsins sem snýr að samráði við foreldra sem barn býr ekki hjá telur GEF þó rétt að benda á að skv. 28. gr. a barnalaga er gert ráð fyrir því að foreldrar sem fari sameiginlega með forsjá barns skuli taka sameiginlega allar meiriháttar ákvarðanir sem varða barnið. Þrátt fyrir að tekið sé fram að það foreldri sem barn hefur lögheimili hjá hafi heimild til þess að taka afgerandi ákvarðanir um daglegt líf barns. Ekki er víst að sértæk þjónusta vegna fötlunar barns falli undir þau atiriði sem talin eru upp í greininni og því ætti jafnan að leitast við að hafa báða foreldra með í ráðum við veitingu þjónustu vegna fötlunar barns. Í þessu samhengi er einnig rétt að benda á að í 18. gr. barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna er lögð sú skylda á aðildarríki að gera það sem í þeirra valdi stendur til að tryggja að sú meginregla sé virt að foreldrar beri sameiginlega ábyrgð á því að ala upp barn og koma því til þroska.“ Hafa stjórnvöld hlustað á eftirlitsstofnanir og virt rétt barna og ábyrgð foreldra? Stutta svarið er nei. Langa svarið er að nýlega var frumvarp lagt fyrir á Alþingi sem áréttar að þjónusta eigi aðeins að fara á lögheimili barns búi foreldrar ekki saman. Það er því verið að taka barnið úr fyrsta sætinu, hafi það einhvern tímann verið það, og setja það í farþegasætið.(6) Hvaða börn eiga ekki rétt á fullum stuðningi? Þetta eru börn foreldra sem búa ekki saman, t.d. börn einstæðra foreldra.(4) Þetta er sá hópur barna sem flest eru í viðkvæmri stöðu. Rannsóknir sýna að lífskjör þessara barna eru verst og að umönnunarbyrði foreldra þeirra er einnig mikil og mjög hamlandi.(7) Rannsóknir sýna einnig að mæður verða fyrr öryrkjar vegna mikillar umönnunarbyrði.(8) Samt gera stjórnvöld ekkert til að jafna umönnunarbyrði, jafna álagi og hvetja til samvinnu foreldra. Barnasáttmáli SÞ er mölbrotinn Barnasáttmáli SÞ hefur verið lögfestur en hann veitir hópi barna og foreldra þeirra enga vörn vegna þess að stjórnvöld fara ekki eftir honum. Umboðsmaður Alþingis styðst t.d. ekki við hann. Stjórnvöldum finnst ekkert mál þó að í sama bekk séu tvö börn með nákvæmlega sömu fötlun en að þau fái ólíka þjónustu á grundvelli fjölskyldugerðar. Að það barn sem sé í viðkvæmri stöðu fái minni stuðning og þjónustu en barn með nákvæmlega sömu fötlun. Hvers konar gildismat er það? Foreldrar eiga að vinna saman Oft heyri ég að „foreldrar eigi að vinna saman“. Þetta er ekki svona auðvelt vegna þess að foreldrar hafa oft ekki reynslu, þekkingu, menntun eða burði til að vita betur en sérfræðingar sveitarfélaganna sem hafa áratuga reynslu. Það er líka mjög skrítin krafa að segja að foreldrar eigi að læra á nokkrum dögum það sem tekur sérfræðinga mörg ár að læra í háskólum, hvort sem það er uppeldisfræði, félagsráðgjöf, lögfræði eða annað sem nauðsynlegt er að þekkja. Einnig eru það ekki foreldrar sem taka ákvörðun um hvernig þjónustan er veitt heldur eru það sveitarfélögin. Að segja að „samvinna foreldra leysi málið“ stenst því ekki skoðun. Um þetta hafa stjórnvöld einnig úrskurðað. Framsóknarflokkurinn hefur ekki sett börn í fyrsta sæti Af ofangreindu að dæma þá standast ekki yfirlýsingar um að Framsóknarflokkurinn hafi sett börn í fyrsta sæti, setji börn í þungamiðju eða tryggt að þau fái þjónustu. Hvers konar þjóð erum við sem getur ekki veitt börnum sömu réttindi, sömu þjónustu, sama stuðning og sömu tækifæri til þroska? Hvaða ósýnilegi veggur er það sem Framsóknarflokkurinn sér sem réttlætir það að þessi börn séu skilin eftir? Ef þetta er rangt hjá mér þá þætti mér vænt um að heyra í fulltrúum Framsóknarflokksins, Sjálfstæðisflokksins eða Vinstri grænna. Ég leiðrétti þá allar rangfærslur sem eru í þessari grein. En þangað til þá langar mig að biðja ykkur kæru kjósendur að kjósa ekki flokka sem virða ekki grunnréttindi hvers barns til þroska. Höfundur er viðskiptafræðingur, faðir og áhugamaður um réttindi barna. (1) https://www.visir.is/g/20222258682d/hvad-hefur-framsokn-gert-fyrir-reykjavik- (2) https://www.frettabladid.is/frettir/barnid-er-thungamidja-frumvarpsins/ (3) https://www.greining.is/static/files/banner/Snemmtaek%20ihlutun.pdf (4) https://www.stjornarradid.is/library/04-Raduneytin/Felagsmalaraduneytid/Sk%c3%bdrsla%20starfsh%c3%b3ps%20um%20heildarendursko%c3%b0un%2038-2018.pdf (5) https://www.althingi.is/lagas/nuna/2003076.html (6) https://www.althingi.is/thingstorf/thingmalalistar-eftir-thingum/ferill/?ltg=152&mnr=530 (7) https://www.stjornarradid.is/library/03-Verkefni/Felags--og-fjolskyldumal/Velferdarvaktir/Lifskjor_fataekt_barna_2004-16_28022019.pdf (8) https://www.obi.is/is/moya/news/norraena-velferdarkerfid-hefur-ekki-nad-til-islands Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Lúðvík Júlíusson Mest lesið Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson Skoðun Aðild að Evrópusambandinu kallar á breytt vinnubrögð Guðmundur Ragnarsson Skoðun Hugleiðing við starfslok kennara í Reykjavík Elín Guðfinna Thorarensen Skoðun Stækkun Þjóðleikhússins er löngu tímabær Lilja Björk Haraldsdóttir Skoðun Bílahús í Reykjavíkurborg – aðgengi, lög og ójöfnuður Alma Ýr Ingólfsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson,Bergur Þorri Benjamínsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson Skoðun Er félagsfælnifaraldur í uppsiglingu? Sóley Dröfn Davíðsdóttir Skoðun Evrópusambandið eykur varnir gegn netógnum með öflugu regluverki Þórdís Rafnsdóttir Skoðun Á hvaða ári er Inga Sæland stödd? Snorri Másson Skoðun Draugagangur í Alaska Hannes Pétursson Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði Finnbjörn A. Hermannsson,Guðrún Margrét Guðmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Skóli án aðgreiningar: Að gefast upp er ekki valkostur Jóna Guðbjörg Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Er félagsfælnifaraldur í uppsiglingu? Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Hugleiðing við starfslok kennara í Reykjavík Elín Guðfinna Thorarensen skrifar Skoðun Bílahús í Reykjavíkurborg – aðgengi, lög og ójöfnuður Alma Ýr Ingólfsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson,Bergur Þorri Benjamínsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Aðild að Evrópusambandinu kallar á breytt vinnubrögð Guðmundur Ragnarsson skrifar Skoðun Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Stækkun Þjóðleikhússins er löngu tímabær Lilja Björk Haraldsdóttir skrifar Skoðun Evrópusambandið eykur varnir gegn netógnum með öflugu regluverki Þórdís Rafnsdóttir skrifar Skoðun Von í Vonarskarði Þuríður Helga Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði Finnbjörn A. Hermannsson,Guðrún Margrét Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvað er eiginlega málið með þessa þéttingu?? Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Eitt próf á ári – er það snemmtæk íhlutun? Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Þegar öllu er á botninn hvolft Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Kynbundin áhrif barneigna á atvinnuþátttöku og tekjur Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Viltu finna milljarð? - Frá gráu svæði í gagnsæi Gunnar Pétur Haraldsson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum – tækifæri eða hliðarskref? Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Á hvaða ári er Inga Sæland stödd? Snorri Másson skrifar Skoðun Eru börn innviðir? Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Háskólaþorpið Bifröst og fólkið sem gleymdist Margrét Jónsdóttir Njarðvík skrifar Skoðun Körfubolti á tímum þjóðarmorðs Bjarni Þór Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Draugagangur í Alaska Hannes Pétursson skrifar Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson skrifar Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson skrifar Skoðun 76 dagar Erlingur Sigvaldason skrifar Skoðun Í minningu körfuboltahetja Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er kominn tími til að láta endurmeta brunabótamatið á þínu húsnæði? Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Húsnæðisbæturnar sem hurfu Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir skrifar Skoðun Hjartans mál í kennslu Sigurður Árni Reynisson skrifar Sjá meira
Á síðustu árum höfum við heyrt að Framsóknarflokkurinn hafi sett börn í fyrsta sæti, sett lög sem „tryggja að börn séu í hjarta kerfisins og að aðilar sem koma að þjónustu við börn vinni saman með hagsmuni barnsins að leiðarljósi“(1). Einnig höfum við heyrt að barnið sé þungamiðja farsældarlaganna.(2) Er þetta rétt? Eiga öll börn rétt á viðeigandi stuðningi? Stutta svarið er nei. Langa svarið er: „Lög um samþættingu þjónustu í þágu farsældar barna fela ekki í sér breytingar á rétti til aðgangs að einstökum þjónustuþáttum og fela því ekki í sér aðgengi allra foreldra að allri þjónustu fyrir barnið.“ Eiga allir foreldrar jafnan rétt á stuðningi vegna barns? Stutta svarið er nei. Langa svarið er: „Aðkoma þeirra[foreldra] er mismunandi eftir því hver staða þeirra er á grundvelli annarra laga og reglna.“ Eru foreldrar mikilvægir til að efla þroska og ná árangri? Stutta svarið er já. Langa svarið er: „Sýnt hefur verið fram á með fjölmörgum rannsóknum að árangur af snemmtækri íhlutun er að verulegu leyti háður þátttöku foreldra í íhlutun fyrir börn með þroskafrávik og þeim stuðningi sem foreldrum er veittur beint og óbeint við umönnun og uppeldi barna sinna.“(3) Fá börn mismunandi þjónustu og stuðning eftir fjölskyldurgerðum? Stutta svarið er já. Langa svarið er: „Hingað til hafa meiri réttindi verið veitt foreldri á lögheimili en foreldri á heimili þar sem barn nýtur umgengni þótt forsjá sé sameiginleg“(4) Eru börn með alvarleg þroskafrávik að fara á heimili þar sem foreldri fær ekki aðild, þátttöku eða stuðning í máli þess? Stutta svarið er já. Langa svarið er já, litið er á umgengisforeldrið sem geymslu, stað þar sem barn er geymt til að hvíla lögheimilisforeldrið. Ekki er reiknað með að barn fá umönnun, örvun eða að barnið þroskist á meðan það er í umgengni. Vill Framsóknarflokkurinn jafna stöðu barna? Stutta svarið er nei. Langa svarið er að lögð var fram breytingartillaga við „farsældarfrumvarpið“ og lagt til að börn sem fara reglulega í umgengni nytu sömu réttinda hjá báðum foreldrum sínum. Framsóknarflokkurinn, Sjálfstæðisflokkurinn og Vinstri græn greiddu öll atkvæði gegn þessari tillögu. Hefur Framsóknarflokkurinn lagt til að staða barna verði jöfnuð? Stutta svarið er nei. Langa svarið nei. Bera bara lögheimilisforeldrar ábyrgð á þroska barna? Stutta svarið er nei. Langa svarið er: Ef forsjá er sameiginleg þá bera þeir jafn mikla ábyrgð.(5) Hafa eftirlitsstofnanir bent stjórnvöldum á réttindaleysi barna? Stutta svarið er já. Langa svarið er: „Vegna þess þáttar málsins sem snýr að samráði við foreldra sem barn býr ekki hjá telur GEF þó rétt að benda á að skv. 28. gr. a barnalaga er gert ráð fyrir því að foreldrar sem fari sameiginlega með forsjá barns skuli taka sameiginlega allar meiriháttar ákvarðanir sem varða barnið. Þrátt fyrir að tekið sé fram að það foreldri sem barn hefur lögheimili hjá hafi heimild til þess að taka afgerandi ákvarðanir um daglegt líf barns. Ekki er víst að sértæk þjónusta vegna fötlunar barns falli undir þau atiriði sem talin eru upp í greininni og því ætti jafnan að leitast við að hafa báða foreldra með í ráðum við veitingu þjónustu vegna fötlunar barns. Í þessu samhengi er einnig rétt að benda á að í 18. gr. barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna er lögð sú skylda á aðildarríki að gera það sem í þeirra valdi stendur til að tryggja að sú meginregla sé virt að foreldrar beri sameiginlega ábyrgð á því að ala upp barn og koma því til þroska.“ Hafa stjórnvöld hlustað á eftirlitsstofnanir og virt rétt barna og ábyrgð foreldra? Stutta svarið er nei. Langa svarið er að nýlega var frumvarp lagt fyrir á Alþingi sem áréttar að þjónusta eigi aðeins að fara á lögheimili barns búi foreldrar ekki saman. Það er því verið að taka barnið úr fyrsta sætinu, hafi það einhvern tímann verið það, og setja það í farþegasætið.(6) Hvaða börn eiga ekki rétt á fullum stuðningi? Þetta eru börn foreldra sem búa ekki saman, t.d. börn einstæðra foreldra.(4) Þetta er sá hópur barna sem flest eru í viðkvæmri stöðu. Rannsóknir sýna að lífskjör þessara barna eru verst og að umönnunarbyrði foreldra þeirra er einnig mikil og mjög hamlandi.(7) Rannsóknir sýna einnig að mæður verða fyrr öryrkjar vegna mikillar umönnunarbyrði.(8) Samt gera stjórnvöld ekkert til að jafna umönnunarbyrði, jafna álagi og hvetja til samvinnu foreldra. Barnasáttmáli SÞ er mölbrotinn Barnasáttmáli SÞ hefur verið lögfestur en hann veitir hópi barna og foreldra þeirra enga vörn vegna þess að stjórnvöld fara ekki eftir honum. Umboðsmaður Alþingis styðst t.d. ekki við hann. Stjórnvöldum finnst ekkert mál þó að í sama bekk séu tvö börn með nákvæmlega sömu fötlun en að þau fái ólíka þjónustu á grundvelli fjölskyldugerðar. Að það barn sem sé í viðkvæmri stöðu fái minni stuðning og þjónustu en barn með nákvæmlega sömu fötlun. Hvers konar gildismat er það? Foreldrar eiga að vinna saman Oft heyri ég að „foreldrar eigi að vinna saman“. Þetta er ekki svona auðvelt vegna þess að foreldrar hafa oft ekki reynslu, þekkingu, menntun eða burði til að vita betur en sérfræðingar sveitarfélaganna sem hafa áratuga reynslu. Það er líka mjög skrítin krafa að segja að foreldrar eigi að læra á nokkrum dögum það sem tekur sérfræðinga mörg ár að læra í háskólum, hvort sem það er uppeldisfræði, félagsráðgjöf, lögfræði eða annað sem nauðsynlegt er að þekkja. Einnig eru það ekki foreldrar sem taka ákvörðun um hvernig þjónustan er veitt heldur eru það sveitarfélögin. Að segja að „samvinna foreldra leysi málið“ stenst því ekki skoðun. Um þetta hafa stjórnvöld einnig úrskurðað. Framsóknarflokkurinn hefur ekki sett börn í fyrsta sæti Af ofangreindu að dæma þá standast ekki yfirlýsingar um að Framsóknarflokkurinn hafi sett börn í fyrsta sæti, setji börn í þungamiðju eða tryggt að þau fái þjónustu. Hvers konar þjóð erum við sem getur ekki veitt börnum sömu réttindi, sömu þjónustu, sama stuðning og sömu tækifæri til þroska? Hvaða ósýnilegi veggur er það sem Framsóknarflokkurinn sér sem réttlætir það að þessi börn séu skilin eftir? Ef þetta er rangt hjá mér þá þætti mér vænt um að heyra í fulltrúum Framsóknarflokksins, Sjálfstæðisflokksins eða Vinstri grænna. Ég leiðrétti þá allar rangfærslur sem eru í þessari grein. En þangað til þá langar mig að biðja ykkur kæru kjósendur að kjósa ekki flokka sem virða ekki grunnréttindi hvers barns til þroska. Höfundur er viðskiptafræðingur, faðir og áhugamaður um réttindi barna. (1) https://www.visir.is/g/20222258682d/hvad-hefur-framsokn-gert-fyrir-reykjavik- (2) https://www.frettabladid.is/frettir/barnid-er-thungamidja-frumvarpsins/ (3) https://www.greining.is/static/files/banner/Snemmtaek%20ihlutun.pdf (4) https://www.stjornarradid.is/library/04-Raduneytin/Felagsmalaraduneytid/Sk%c3%bdrsla%20starfsh%c3%b3ps%20um%20heildarendursko%c3%b0un%2038-2018.pdf (5) https://www.althingi.is/lagas/nuna/2003076.html (6) https://www.althingi.is/thingstorf/thingmalalistar-eftir-thingum/ferill/?ltg=152&mnr=530 (7) https://www.stjornarradid.is/library/03-Verkefni/Felags--og-fjolskyldumal/Velferdarvaktir/Lifskjor_fataekt_barna_2004-16_28022019.pdf (8) https://www.obi.is/is/moya/news/norraena-velferdarkerfid-hefur-ekki-nad-til-islands
Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson Skoðun
Bílahús í Reykjavíkurborg – aðgengi, lög og ójöfnuður Alma Ýr Ingólfsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson,Bergur Þorri Benjamínsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson Skoðun
Skoðun Bílahús í Reykjavíkurborg – aðgengi, lög og ójöfnuður Alma Ýr Ingólfsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson,Bergur Þorri Benjamínsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar
Skoðun Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson skrifar
Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður harpa Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Kynbundin áhrif barneigna á atvinnuþátttöku og tekjur Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson skrifar
Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson skrifar
Skoðun Er kominn tími til að láta endurmeta brunabótamatið á þínu húsnæði? Heiðrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir skrifar
Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson Skoðun
Bílahús í Reykjavíkurborg – aðgengi, lög og ójöfnuður Alma Ýr Ingólfsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson,Bergur Þorri Benjamínsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson Skoðun