Töluverð fjölgun á göngu- og hjólaleiðum í Hafnarfirði Hilmar Ingimundarson skrifar 10. maí 2022 10:45 Göngu- og hjólaleiðum, sem hluti af samgöngukerfi Hafnarfjarðar, hefur fjölgað töluvert á umliðnum árum og er ánægjulegt að sjá að þeim fjölgar stöðugt sem kjósa að nýta sér þennan virka samgöngumáta reglulega. Við undirritun Samgöngusáttmálans árið 2019 einsettum við Hafnfirðingar okkur, sem hluta af því samkomulagi, að auka enn frekar vægi gangandi og hjólandi umferðar. Markmiðið er að 30% allra ferða verði með þeim hætti fyrir árið 2040. Það er metnaðarfullt og eftirsóknarvert markmið. Hjóla- og göngustígar sem tengja höfuðborgarsvæðið Með því að skapa aðstæður sem hvetja fólk til að nýta fleiri samgöngumáta fjölgum við þeim sem vilja ferðast gangandi eða á hjóli og stuðlum þar með að heilsueflingu og minni kolefnislosun. Næsta verkefni er að ráðast í gerð nýrrar aðgerðaáætlunar um hjóla- og göngustíga innan bæjarmarkanna með það að markmiði að tengjast betur nágrannasveitarfélögunum og auðvelda fólki þannig að komast leiðar sinnar um höfuðborgarsvæðið. Samkvæmt núgildandi Samgöngusáttmála munu um 8,2 milljarðar króna renna úr ríkissjóði til þessa verkefnis á öllu höfuðborgarsvæðinu á næstu tuttugu árum. Uppland Hafnarfjarðar upplagt fyrir hjólreiðar Verðugt verkefni er jafnframt að koma helstu hjólaleiðum inn í GoogleMaps til þess að auðvelda val um öruggustu og fljótlegustu leiðirnar. Einnig þarf að koma upp hjólabrautum (e. pumptrack) til að auka við þjálfunar- og afþreyingarmöguleika þeirra sem vilja efla hjólafærni sína. Jafnframt þarf að tryggja að upplandið okkar verði áhugaverður áfangastaður fyrir sívaxandi fjölda þeirra sem stunda malar- og fjallahjólreiðar. Markmiðin þurfa síðan að vera mælanleg og tímasett til að bæjarbúar geti fylgst með framvindu mála. Það er heilsusamlegt að hjóla Hjólreiðar hafa nú öðlast viðurkenndan sess sem fýsilegur ferðamáti. Ánægjulegt er að sjá hvað þeim hefur fjölgað mjög sem vilja nýta sér stofnstíga bæjarins til að komast til vinnu, fara á milli staða eða til heilsueflingar. Við viljum vissulega gera mun betur og því er mikilvægt að uppfæra núverandi hjólreiðaáætlun til að auka enn frekar vægi þessara virku ferðamáta og gera fleirum kleift að velja þá. Hjólreiðar eru hagkvæmur, heilsusamlegur og skemmtilegur ferðamáti og styðja vel við heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun sem er leiðarljós í framtíðarsýn og heildarstefnu Hafnarfjarðar. Hjólum inn í sumarið - örugg og vel áttuð! Höfundur skipar 9. sæti á lista Sjálfstæðismanna í Hafnarfirði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hafnarfjörður Sjálfstæðisflokkurinn Skoðun: Kosningar 2022 Sveitarstjórnarkosningar 2022 Mest lesið Manneklan er víða Brynhildur Bolladóttir Skoðun Hækka launin þín þegar fasteignamatið á íbúðinni þinni hækkar? Daði Freyr Ólafsson Skoðun Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson Skoðun Hvað mun Pútín gera næst með því að ögra samstöðu NATO?: Rússnesk innrás í lofthelgi NATO og hlutverk Íslands í öryggi bandalagsins Jun Þór Morikawa Skoðun Þegar sannleikurinn verður fórnarlamb Davíð Bergmann Skoðun Réttnefni: Viðbragð við upplýsingaóreiðu Jón Þór Sigurðsson Skoðun Launamunur kynjanna eykst – Hvar liggur ábyrgðin? Kolbrún Halldórsdóttir Skoðun Sótt að hagsmunum atvinnulausra Steinar Harðarson Skoðun Velkomin til Helvítis Guðný Gústafsdóttir Skoðun Gefum íslensku séns – að tala íslensku við alla Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Suður-Íslendinga sögurnar Hans Birgisson skrifar Skoðun Íhlutun Bandaríkjanna í Venesúela: Auðlindaránið í heimsvaldastefnunni og hræsnin í „stríðinu gegn fíkniefnum“ Sæþór Benjamín Randalsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um tónlistarmenntun barna og ungmenna – opið bréf til borgarstjóra Sigrún Grendal skrifar Skoðun Hafrannsóknastofnun leggur til 95 prósent samdrátt í sjókvíaeldi á laxi Jón Kaldal skrifar Skoðun Velkomin til Helvítis Guðný Gústafsdóttir skrifar Skoðun Olíuleit við Ísland? Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Hækka launin þín þegar fasteignamatið á íbúðinni þinni hækkar? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Hvað mun Pútín gera næst með því að ögra samstöðu NATO?: Rússnesk innrás í lofthelgi NATO og hlutverk Íslands í öryggi bandalagsins Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Manneklan er víða Brynhildur Bolladóttir skrifar Skoðun Sótt að hagsmunum atvinnulausra Steinar Harðarson skrifar Skoðun Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Launamunur kynjanna eykst – Hvar liggur ábyrgðin? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þegar sannleikurinn verður fórnarlamb Davíð Bergmann skrifar Skoðun Gefum íslensku séns – að tala íslensku við alla Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Réttnefni: Viðbragð við upplýsingaóreiðu Jón Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Farsæl framfaraskref á Sólheimum Sigurjón Örn Þórsson skrifar Skoðun Austurland – þrælanýlenda Íslands Björn Ármann Ólafsson skrifar Skoðun Gervigreindin stöðluð - öryggisins vegna Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Frelsi, framtíð og vistvænar samgöngur: Hvers vegna Ísland þarf að hugsa stærra Sigurborg Ósk Haraldsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna er alvöru mál Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun 1984 og Hunger Games á sama sviðinu Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Mikilvægi aukinnar verndunar hafsvæða og leiðrétting Hrönn Egilsdóttir skrifar Skoðun Betri leið til einföldunar regluverks Pétur Halldórsson skrifar Skoðun Af Millet-úlpum og öldrunarmálum Þröstur V. Söring skrifar Skoðun Charlie og sjúkleikaverksmiðjan Guðjón Eggert Agnarsson skrifar Skoðun Nú þarf bæði sleggju og vélsög Trausti Hjálmarsson,Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Nútímaviðskipti og lögin sem gleymdist að uppfæra Fróði Steingrímsson skrifar Skoðun Sjálfsvíg eru ekki óumflýjanleg Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun „Words are wind“ Ingólfur Hermannsson skrifar Skoðun Ert þú meðalmaðurinn? Jóhann Óskar Jóhannsson skrifar Sjá meira
Göngu- og hjólaleiðum, sem hluti af samgöngukerfi Hafnarfjarðar, hefur fjölgað töluvert á umliðnum árum og er ánægjulegt að sjá að þeim fjölgar stöðugt sem kjósa að nýta sér þennan virka samgöngumáta reglulega. Við undirritun Samgöngusáttmálans árið 2019 einsettum við Hafnfirðingar okkur, sem hluta af því samkomulagi, að auka enn frekar vægi gangandi og hjólandi umferðar. Markmiðið er að 30% allra ferða verði með þeim hætti fyrir árið 2040. Það er metnaðarfullt og eftirsóknarvert markmið. Hjóla- og göngustígar sem tengja höfuðborgarsvæðið Með því að skapa aðstæður sem hvetja fólk til að nýta fleiri samgöngumáta fjölgum við þeim sem vilja ferðast gangandi eða á hjóli og stuðlum þar með að heilsueflingu og minni kolefnislosun. Næsta verkefni er að ráðast í gerð nýrrar aðgerðaáætlunar um hjóla- og göngustíga innan bæjarmarkanna með það að markmiði að tengjast betur nágrannasveitarfélögunum og auðvelda fólki þannig að komast leiðar sinnar um höfuðborgarsvæðið. Samkvæmt núgildandi Samgöngusáttmála munu um 8,2 milljarðar króna renna úr ríkissjóði til þessa verkefnis á öllu höfuðborgarsvæðinu á næstu tuttugu árum. Uppland Hafnarfjarðar upplagt fyrir hjólreiðar Verðugt verkefni er jafnframt að koma helstu hjólaleiðum inn í GoogleMaps til þess að auðvelda val um öruggustu og fljótlegustu leiðirnar. Einnig þarf að koma upp hjólabrautum (e. pumptrack) til að auka við þjálfunar- og afþreyingarmöguleika þeirra sem vilja efla hjólafærni sína. Jafnframt þarf að tryggja að upplandið okkar verði áhugaverður áfangastaður fyrir sívaxandi fjölda þeirra sem stunda malar- og fjallahjólreiðar. Markmiðin þurfa síðan að vera mælanleg og tímasett til að bæjarbúar geti fylgst með framvindu mála. Það er heilsusamlegt að hjóla Hjólreiðar hafa nú öðlast viðurkenndan sess sem fýsilegur ferðamáti. Ánægjulegt er að sjá hvað þeim hefur fjölgað mjög sem vilja nýta sér stofnstíga bæjarins til að komast til vinnu, fara á milli staða eða til heilsueflingar. Við viljum vissulega gera mun betur og því er mikilvægt að uppfæra núverandi hjólreiðaáætlun til að auka enn frekar vægi þessara virku ferðamáta og gera fleirum kleift að velja þá. Hjólreiðar eru hagkvæmur, heilsusamlegur og skemmtilegur ferðamáti og styðja vel við heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun sem er leiðarljós í framtíðarsýn og heildarstefnu Hafnarfjarðar. Hjólum inn í sumarið - örugg og vel áttuð! Höfundur skipar 9. sæti á lista Sjálfstæðismanna í Hafnarfirði.
Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson Skoðun
Hvað mun Pútín gera næst með því að ögra samstöðu NATO?: Rússnesk innrás í lofthelgi NATO og hlutverk Íslands í öryggi bandalagsins Jun Þór Morikawa Skoðun
Skoðun Íhlutun Bandaríkjanna í Venesúela: Auðlindaránið í heimsvaldastefnunni og hræsnin í „stríðinu gegn fíkniefnum“ Sæþór Benjamín Randalsson skrifar
Skoðun Stöndum vörð um tónlistarmenntun barna og ungmenna – opið bréf til borgarstjóra Sigrún Grendal skrifar
Skoðun Hafrannsóknastofnun leggur til 95 prósent samdrátt í sjókvíaeldi á laxi Jón Kaldal skrifar
Skoðun Hvað mun Pútín gera næst með því að ögra samstöðu NATO?: Rússnesk innrás í lofthelgi NATO og hlutverk Íslands í öryggi bandalagsins Jun Þór Morikawa skrifar
Skoðun Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson skrifar
Skoðun Gervigreindin stöðluð - öryggisins vegna Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar
Skoðun Frelsi, framtíð og vistvænar samgöngur: Hvers vegna Ísland þarf að hugsa stærra Sigurborg Ósk Haraldsdóttir skrifar
Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson Skoðun
Hvað mun Pútín gera næst með því að ögra samstöðu NATO?: Rússnesk innrás í lofthelgi NATO og hlutverk Íslands í öryggi bandalagsins Jun Þór Morikawa Skoðun