Stöndum vörð um velferð allra Elsa María Guðmundsdóttir skrifar 10. maí 2022 09:45 Eitt stærsta verkefni á borði sveitarfélaga eru velferðarmál. Velferð, vellíðan og mannréttindi allra einstaklinga eru forgangsmál sem Samfylkingin mun halda áfram að beita sér sérstaklega fyrir. Málaflokkur fólks með fjölþættar stuðningsþarfir heyrir nú undir sameinað velferðarsvið Akureyrarbæjar, var áður tvískipt í búsetu- og fjölskyldusvið. Sameiningin var gerð með það fyrir augum að bæta þjónustu sviðsins. Mikil þróun og vinna hefur farið fram allt frá því að málaflokkurinn var færður alfarið yfir til sveitarfélaganna árið 2011 og ljóst er að margt hefur áunnist. Stærsta áskorunin er þó sú að málefni fatlaðs fólks hafa verið vanfjármögnuð af hendi ríkisins frá upphafi og samkvæmt Sigurði Snævarr, hagfræðingi Sambands íslenskra sveitarfélaga í grein í Fréttablaðinu frá 7.5.2022, þá er það stærsta úrlausnarefni í fjármálum sveitarfélaga. Samfylkingin hefur veitt forstöðu í velferðarráði þar sem mörg þörf og brýn mál hafa fengið farsæla niðurstöðu en ýmislegt er þó ógert. Gerð var úttekt á fjölmörgum þáttum þjónustunnar og nú er unnið að úrbótum á meirihluta þeirra atriða sem þar komu fram. Eitt stærsta úrlausnarefni á komandi árum eru húsnæðismál, en í því samhengi var unnin skýrsla til að meta framtíðarþörf og afar brýnt er og algjört forgangsmál að hraða þeim framkvæmdum til að stytta tíma á biðlistum og koma þaki yfir þau sem nú þegar bíða. Til þess að það geti orðið að veruleika þarf skýra forgangsröðun, raunhæfa fjárhagsáætlun og samstillt átak þeirra flokka sem munu koma að málum eftir kosningar. Samfylkingin mun beita sér sérstaklega í fyrrgreindum þáttum til farsælla lausna. Þörfin fyrir fjölbreytni í dagþjónustu fyrir fólk með fjölþættar stuðningsþarfir er einnig mikil. Á Akureyri er unnið afar faglegt og fjölbreytt starf í Skógarlundi, miðstöð virkni og hæfingar, en húsnæðið er of lítið og kanna þarf möguleika á stækkun til að koma enn frekar til móts við þennan hóp. Á Plastiðjuna Bjarg sækir einnig þjónustu stór hópur fólks með skerta vinnugetu og mikilvægt er að standa vörð um þá starfsemi. Einnig þarf að skoða sérstaklega þau tilboð sem Akureyrarbær stendur að yfir sumartímann , t.d. sumarvinna með stuðningi fyrir ungmenni og kanna þarf möguleika á sumardvöl fyrir þennan hóp. Ein stærsta áskorun næsta kjörtímabils verður því að viðhalda góðri þjónustu við fólk með fjölþættar stuðningsþarfir, bæta í þar sem nauðsynlegt er og leita allra leiða til að sækja aukið fjármagn til ríkisins. Leiðarljós Samfylkingarinnar í bæjarstjórn verður ávallt að standa sem best vörð um lögbundið hlutverk sitt með mannréttindi og velferð allra í huga. Höfundur er kennari og skipar 3. sæti á lista Samfylkingarinnar á Akureyri fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Akureyri Skoðun: Kosningar 2022 Samfylkingin Sveitarstjórnarkosningar 2022 Mest lesið Berum virðingu fyrir börnunum okkar Þorvaldur Davíð Kristjánsson Skoðun Ísland fyrst Kjartan Magnússon Skoðun Í Hafnarfirði finnur unga fólkið rými, rödd og raunveruleg tækifæri Valdimar Víðisson Skoðun Varði Ísland ólíkt sumum öðrum Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Gagnaver í leit að orku Tinna Traustadóttir Skoðun Ég er ekki hættuleg – ég er veik Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Krónupíning foreldra er engin lausn Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Skoðun Köld kveðja á kvennaári Stefanía Sigurðardóttir Skoðun Það er pólitískt val að uppræta fátækt Anna Margrét Bjarnadóttir Skoðun Tryggja þarf öfluga endurhæfingu fyrir einstaklinga með krabbamein Ragna Kristín Guðbrandsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Endurkaup í Grindavík: Fólk á rétt á raunverulegri mynd af húsnæði sínu Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Ný og góð veröld í Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Krónupíning foreldra er engin lausn Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Köld kveðja á kvennaári Stefanía Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ísland fyrst Kjartan Magnússon skrifar Skoðun Gagnaver í leit að orku Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Varði Ísland ólíkt sumum öðrum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Berum virðingu fyrir börnunum okkar Þorvaldur Davíð Kristjánsson skrifar Skoðun Í Hafnarfirði finnur unga fólkið rými, rödd og raunveruleg tækifæri Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Það er pólitískt val að uppræta fátækt Anna Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Bankarnir og þjáningin Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Tryggja þarf öfluga endurhæfingu fyrir einstaklinga með krabbamein Ragna Kristín Guðbrandsdóttir skrifar Skoðun Stöndum með Ljósinu! Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Við þurfum að tala um Heiðmörk Guðmundur Hörður Guðmundsson skrifar Skoðun Aðild Íslands að ESB: Vegvísir til velsældar? Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Misnotkun á velferðarkerfinu: Áhyggjur vegna nýbúa og kerfisglufa Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Ávinningur fyrri ára í hættu Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Gefum í – því unglingarnir okkar eiga það skilið skrifar Skoðun Það er munur á veðmálum og veðmálum Auður Inga Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Er hægt að bíða lengur? Björg Baldursdóttir skrifar Skoðun Tími til að fagna, minna á og hvetja áfram – 50 ár frá Kvennaverkfallinu Ólöf Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Jafnréttisbærinn Hafnarfjörður – nema þegar þú ert þolandi Ingibjörg Gróa Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Um meint hlutleysi Kína í Úkraínustríðinu Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Ljósið – samtök úti í bæ Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Af lokuðum búsetuúrræðum og sérlausnum í flugi Þorgerður M Þorbjarnardóttir,Halldór Reynisson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er heilbrigðisráðherra? Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun VR-félagar, ykkar er valið! Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Laufey og brúin milli kynslóðanna Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Árangur skólanna, hvað veist þú um hann? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Ég er ekki hættuleg – ég er veik Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Sjá meira
Eitt stærsta verkefni á borði sveitarfélaga eru velferðarmál. Velferð, vellíðan og mannréttindi allra einstaklinga eru forgangsmál sem Samfylkingin mun halda áfram að beita sér sérstaklega fyrir. Málaflokkur fólks með fjölþættar stuðningsþarfir heyrir nú undir sameinað velferðarsvið Akureyrarbæjar, var áður tvískipt í búsetu- og fjölskyldusvið. Sameiningin var gerð með það fyrir augum að bæta þjónustu sviðsins. Mikil þróun og vinna hefur farið fram allt frá því að málaflokkurinn var færður alfarið yfir til sveitarfélaganna árið 2011 og ljóst er að margt hefur áunnist. Stærsta áskorunin er þó sú að málefni fatlaðs fólks hafa verið vanfjármögnuð af hendi ríkisins frá upphafi og samkvæmt Sigurði Snævarr, hagfræðingi Sambands íslenskra sveitarfélaga í grein í Fréttablaðinu frá 7.5.2022, þá er það stærsta úrlausnarefni í fjármálum sveitarfélaga. Samfylkingin hefur veitt forstöðu í velferðarráði þar sem mörg þörf og brýn mál hafa fengið farsæla niðurstöðu en ýmislegt er þó ógert. Gerð var úttekt á fjölmörgum þáttum þjónustunnar og nú er unnið að úrbótum á meirihluta þeirra atriða sem þar komu fram. Eitt stærsta úrlausnarefni á komandi árum eru húsnæðismál, en í því samhengi var unnin skýrsla til að meta framtíðarþörf og afar brýnt er og algjört forgangsmál að hraða þeim framkvæmdum til að stytta tíma á biðlistum og koma þaki yfir þau sem nú þegar bíða. Til þess að það geti orðið að veruleika þarf skýra forgangsröðun, raunhæfa fjárhagsáætlun og samstillt átak þeirra flokka sem munu koma að málum eftir kosningar. Samfylkingin mun beita sér sérstaklega í fyrrgreindum þáttum til farsælla lausna. Þörfin fyrir fjölbreytni í dagþjónustu fyrir fólk með fjölþættar stuðningsþarfir er einnig mikil. Á Akureyri er unnið afar faglegt og fjölbreytt starf í Skógarlundi, miðstöð virkni og hæfingar, en húsnæðið er of lítið og kanna þarf möguleika á stækkun til að koma enn frekar til móts við þennan hóp. Á Plastiðjuna Bjarg sækir einnig þjónustu stór hópur fólks með skerta vinnugetu og mikilvægt er að standa vörð um þá starfsemi. Einnig þarf að skoða sérstaklega þau tilboð sem Akureyrarbær stendur að yfir sumartímann , t.d. sumarvinna með stuðningi fyrir ungmenni og kanna þarf möguleika á sumardvöl fyrir þennan hóp. Ein stærsta áskorun næsta kjörtímabils verður því að viðhalda góðri þjónustu við fólk með fjölþættar stuðningsþarfir, bæta í þar sem nauðsynlegt er og leita allra leiða til að sækja aukið fjármagn til ríkisins. Leiðarljós Samfylkingarinnar í bæjarstjórn verður ávallt að standa sem best vörð um lögbundið hlutverk sitt með mannréttindi og velferð allra í huga. Höfundur er kennari og skipar 3. sæti á lista Samfylkingarinnar á Akureyri fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar.
Tryggja þarf öfluga endurhæfingu fyrir einstaklinga með krabbamein Ragna Kristín Guðbrandsdóttir Skoðun
Skoðun Endurkaup í Grindavík: Fólk á rétt á raunverulegri mynd af húsnæði sínu Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar
Skoðun Í Hafnarfirði finnur unga fólkið rými, rödd og raunveruleg tækifæri Valdimar Víðisson skrifar
Skoðun Tryggja þarf öfluga endurhæfingu fyrir einstaklinga með krabbamein Ragna Kristín Guðbrandsdóttir skrifar
Skoðun Misnotkun á velferðarkerfinu: Áhyggjur vegna nýbúa og kerfisglufa Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Tími til að fagna, minna á og hvetja áfram – 50 ár frá Kvennaverkfallinu Ólöf Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Jafnréttisbærinn Hafnarfjörður – nema þegar þú ert þolandi Ingibjörg Gróa Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Af lokuðum búsetuúrræðum og sérlausnum í flugi Þorgerður M Þorbjarnardóttir,Halldór Reynisson skrifar
Tryggja þarf öfluga endurhæfingu fyrir einstaklinga með krabbamein Ragna Kristín Guðbrandsdóttir Skoðun