Fyrir unga foreldra og börnin þeirra Heimir Örn Árnason skrifar 10. maí 2022 08:45 Mikilvægi leikskólans sem menntastofnun er ótvírætt og ábyrgð leikskólakennara er mikil í öllum þeim fjölbreytta þroska sem fram fer á fyrstu árum barna sem læra í gegnum leik innan veggja leikskólanna.. Börnin okkar eru það verðmætasta sem við eigum og skiptir umönnun og velferð þeirra foreldra og forráðamenn öllu máli. Fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar leggur Sjálfstæðisflokkurinn á Akureyri áherslu á gjaldfrjáls leikskólapláss fyrir öll börn frá 12 mánaða aldri. Leikskólagjöld eru talsverður útgjaldaliður fyrir foreldra leikskólabarna en þó aðeins lítill hluti af heildarkostnaði sveitarfélagsins við rekstur leikskóla á ári hverju eða um 13%. Þá er rétt að benda á að leikskólagjöldin eru rétt um 1,3% af heildartekjum bæjarsjóðs. Sjálfstæðisflokkurinn telur það vera mikilvægt hagsmunamál fyrir foreldra leikskólabarna að leikskólapláss séu gjaldfrjáls en þannig má hækka ráðstöfunartekjur fólks með börn í leikskóla og auka lífsgæði þeirra verulega. Það er rétt að hafa það í huga að unga fólkið okkar með börnin, ber mestu byrðarnar vegna lána og leigu. Í vaxandi verðbólgu er því afar mikilvægt að koma vel til móts við þennan hóp. Leikskóli er fyrsta skrefið í skólagöngu barna og með niðurfellingu dvalargjalda er Sjálfstæðisflokkurinn að viðurkenna leikskólann sem fyrsta skólastig barna og hampa því faglega og góða starfi sem fer fram í leikskólum sveitarfélagsins. Sjálfstæðisflokkurinn mun jafnframt vinna áfram markvisst að því að finna lausn til frambúðar svo að tryggja megi öllum 12 mánaða börnum leikskólapláss í sveitarfélaginu. Sjálfstæðisflokkurinn ætlar samhliða þessari aðgerð að ráðast í markaðsátak til þess að fjölga íbúum og atvinnutækifærum í sveitarfélaginu þar sem sú kjarabót sem hlýst af þessari aðgerð kemur til með að vega þungt. Markaðsátak þar sem þessi aðgerð verður í forgrunni mun laða að nýja íbúa í sveitarfélagið. Í þessu sambandi verður að hafa í huga að tekjur bæjarsjóðs eru vaxandi, þrátt fyrir að Akureyrarbær beri um 600 milljón króna kostnað á þessu ári af málaflokki fatlaðra sem ríkið á að standa undir. Það er því svigrúm til að stíga þetta skref á ábyrgan hátt. Það snýst í raun um hvað við setjum í forgang. Við viljum setja unga fólkið og börnin þeirra í forgang núna, það er kominn tími til. Höfundur skipar 1. sæti á lista Sjálfstæðisflokksins á Akureyri. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2022 Sveitarstjórnarkosningar 2022 Akureyri Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Á hvaða ári er Inga Sæland stödd? Snorri Másson Skoðun Skýr stefna um málfrelsi Róbert H. Haraldsson Skoðun Draugagangur í Alaska Hannes Pétursson Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun 76 dagar Erlingur Sigvaldason Skoðun Háskólaþorpið Bifröst og fólkið sem gleymdist Margrét Jónsdóttir Njarðvík Skoðun Ný sókn í menntamálum – tækifæri eða hliðarskref? Ingibjörg Isaksen Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson Skoðun Sporin þín Valtýr Soffía Sigurðardóttir Skoðun Í minningu körfuboltahetja Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Von í Vonarskarði Þuríður Helga Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði Finnbjörn A. Hermannsson,Guðrún Margrét Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvað er eiginlega málið með þessa þéttingu?? Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Eitt próf á ári – er það snemmtæk íhlutun? Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Þegar öllu er á botninn hvolft Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Kynbundin áhrif barneigna á atvinnuþátttöku og tekjur Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Viltu finna milljarð? - Frá gráu svæði í gagnsæi Gunnar Pétur Haraldsson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum – tækifæri eða hliðarskref? Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Á hvaða ári er Inga Sæland stödd? Snorri Másson skrifar Skoðun Eru börn innviðir? Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Háskólaþorpið Bifröst og fólkið sem gleymdist Margrét Jónsdóttir Njarðvík skrifar Skoðun Körfubolti á tímum þjóðarmorðs Bjarni Þór Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Draugagangur í Alaska Hannes Pétursson skrifar Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson skrifar Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson skrifar Skoðun 76 dagar Erlingur Sigvaldason skrifar Skoðun Í minningu körfuboltahetja Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er kominn tími til að láta endurmeta brunabótamatið á þínu húsnæði? Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Húsnæðisbæturnar sem hurfu Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir skrifar Skoðun Hjartans mál í kennslu Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hunsuðu menntamálin – en ætla nú að bjarga þeim Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Sporin þín Valtýr Soffía Sigurðardóttir skrifar Skoðun Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptaráðs Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sjallar og lyklaborðið Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei skrifar Skoðun „Stóra fallega frumvarpið“ hans Trump Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Verndun vatns og stjórn vatnamála Ólafur Arnar Jónsson,Sigurður Guðjónsson skrifar Sjá meira
Mikilvægi leikskólans sem menntastofnun er ótvírætt og ábyrgð leikskólakennara er mikil í öllum þeim fjölbreytta þroska sem fram fer á fyrstu árum barna sem læra í gegnum leik innan veggja leikskólanna.. Börnin okkar eru það verðmætasta sem við eigum og skiptir umönnun og velferð þeirra foreldra og forráðamenn öllu máli. Fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar leggur Sjálfstæðisflokkurinn á Akureyri áherslu á gjaldfrjáls leikskólapláss fyrir öll börn frá 12 mánaða aldri. Leikskólagjöld eru talsverður útgjaldaliður fyrir foreldra leikskólabarna en þó aðeins lítill hluti af heildarkostnaði sveitarfélagsins við rekstur leikskóla á ári hverju eða um 13%. Þá er rétt að benda á að leikskólagjöldin eru rétt um 1,3% af heildartekjum bæjarsjóðs. Sjálfstæðisflokkurinn telur það vera mikilvægt hagsmunamál fyrir foreldra leikskólabarna að leikskólapláss séu gjaldfrjáls en þannig má hækka ráðstöfunartekjur fólks með börn í leikskóla og auka lífsgæði þeirra verulega. Það er rétt að hafa það í huga að unga fólkið okkar með börnin, ber mestu byrðarnar vegna lána og leigu. Í vaxandi verðbólgu er því afar mikilvægt að koma vel til móts við þennan hóp. Leikskóli er fyrsta skrefið í skólagöngu barna og með niðurfellingu dvalargjalda er Sjálfstæðisflokkurinn að viðurkenna leikskólann sem fyrsta skólastig barna og hampa því faglega og góða starfi sem fer fram í leikskólum sveitarfélagsins. Sjálfstæðisflokkurinn mun jafnframt vinna áfram markvisst að því að finna lausn til frambúðar svo að tryggja megi öllum 12 mánaða börnum leikskólapláss í sveitarfélaginu. Sjálfstæðisflokkurinn ætlar samhliða þessari aðgerð að ráðast í markaðsátak til þess að fjölga íbúum og atvinnutækifærum í sveitarfélaginu þar sem sú kjarabót sem hlýst af þessari aðgerð kemur til með að vega þungt. Markaðsátak þar sem þessi aðgerð verður í forgrunni mun laða að nýja íbúa í sveitarfélagið. Í þessu sambandi verður að hafa í huga að tekjur bæjarsjóðs eru vaxandi, þrátt fyrir að Akureyrarbær beri um 600 milljón króna kostnað á þessu ári af málaflokki fatlaðra sem ríkið á að standa undir. Það er því svigrúm til að stíga þetta skref á ábyrgan hátt. Það snýst í raun um hvað við setjum í forgang. Við viljum setja unga fólkið og börnin þeirra í forgang núna, það er kominn tími til. Höfundur skipar 1. sæti á lista Sjálfstæðisflokksins á Akureyri.
Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun
Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson Skoðun
Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður harpa Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Kynbundin áhrif barneigna á atvinnuþátttöku og tekjur Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson skrifar
Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson skrifar
Skoðun Er kominn tími til að láta endurmeta brunabótamatið á þínu húsnæði? Heiðrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir skrifar
Skoðun Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptaráðs Birgir Orri Ásgrímsson skrifar
Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei skrifar
Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun
Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson Skoðun