Allir starfsmenn Eflingar ráðnir tímabundið til hálfs árs Atli Ísleifsson skrifar 10. maí 2022 08:10 Sólveig Anna Jónsdóttir vann sigur í formannskosningum í Eflingu í febrúar síðastliðnum. Öllum starfsmönnum á skrifstofu Eflingar var svo sagt upp störfum í apríl. Vísir/Vilhelm Allir þeir sem verða ráðnir til starfa á skrifstofu Eflingar verða ráðnir tímabundið til hálfs árs á meðan látið er reyna á nýtt skipulag á skrifstofunni. Öllum starfsmönnum skrifstofunnar var sagt upp störfum í síðasta mánuði, í kjölfar sigurs Sólveigar Önnu Jónsdóttur í formannskosningum í febrúar. Á heimasíðu Eflingar kemur fram að framkvæmdastjóri, eða staðgengill hans, muni upplýsa stjórn félagsins í samráði við formanninn Sólveigu Önnu um gang starfa og verkefna undir nýju skipulagi. Segir að vænta megi að það muni koma til frekari aðlagana, líkt og það er orðað. Ennfremur segir að í stefnuskrá lista Sólveigar Önnu hafi verið rætt um nauðsyn þess að endurskoða starfslýsingar og meta mönnunarþörf skrifstofunnar auk annarra endurbóta í skipulagi starfsmannamála. Þá hafi listinn viljað taka upp nýtt, gagnsætt launakerfi. „Safnast hefur upp ósamræmi, ógagnsæi og úreltar venjur í ráðningarkjörum starfsfólks. Þetta hefur hamlað starfsemi félagsins og er að mati stjórnar tímabært að taka á því,“ segir á heimasíðunni. Félagið auglýsti um páskana eftir nýjum framkvæmdastjóra félagsins, fjármálastjóra og í fjölda annarra starfa á skrifstofu félagsins. Alls var 42 á skrifstofunni sagt upp í hópuppsögn í síðasta mánuði. Ólga innan Eflingar Stéttarfélög Vinnumarkaður Tengdar fréttir „Aldrei hægt að réttlæta skipulagsbreytingar sem ástæðu hópuppsagna“ Stjórn Húss Fagfélaganna segir aldrei hægt að réttlæta hópuppsagnir með skipulagsbreytingum eða jafnlaunavottum. Hún segir jafnframt ekki hægt að verja gjörðir meirihlutar stjórnar Eflingar um hópuppsögn á skrifstofu félagsins. 3. maí 2022 22:02 Mest lesið „Ísland þarf að vakna“ Innlent Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Innlent „Það er enginn að banna konum að vera heima“ Innlent Breytingar á kvöldfréttum Sýnar Innlent Flensan orðin að faraldri Innlent Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Innlent Nýju sánurnar opnaðar á sögulegum degi í Vesturbænum Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Snjókoma í vændum og kuldinn bítur í kinnar Innlent Segist ætla að stöðva allan aðflutning fólks frá „þriðja heims ríkjum“ Erlent Fleiri fréttir Tjáðu sig bréfleiðis við fullorðna dóttur sem krafðist þagnar „Verður svona þjóðhátíðarstemmning nema bara margföld“ Flensan orðin að faraldri Nú má heita Jörvaldi, Aþanasíus, Fjörður, Ai, Kalix og Ríma Flensufaraldur skollinn á og styttist í sólmyrkvann mikla Bein útsending: Aðferðir til að líða sem best í skammdeginu Nýju sánurnar opnaðar á sögulegum degi í Vesturbænum Skipa stýri- og aðgerðahóp vegna almyrkvans en eiga ekki fyrir verkefnastjóra Snjókoma í vændum og kuldinn bítur í kinnar Breytingar á kvöldfréttum Sýnar „Það er enginn að banna konum að vera heima“ Einhleypir líklegri til að leggja sig á daginn Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Handtóku konu sem ekið var um á húddi bifreiðar „Ísland þarf að vakna“ Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Útgjöld Íslands til varnarmála duga til – í bili Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Gefur út lag með látnum vini sínum og heimsókn Rutte Farbannið framlengt Skoða framtíðarnýtingu Vífilsstaða Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Sjá meira
Á heimasíðu Eflingar kemur fram að framkvæmdastjóri, eða staðgengill hans, muni upplýsa stjórn félagsins í samráði við formanninn Sólveigu Önnu um gang starfa og verkefna undir nýju skipulagi. Segir að vænta megi að það muni koma til frekari aðlagana, líkt og það er orðað. Ennfremur segir að í stefnuskrá lista Sólveigar Önnu hafi verið rætt um nauðsyn þess að endurskoða starfslýsingar og meta mönnunarþörf skrifstofunnar auk annarra endurbóta í skipulagi starfsmannamála. Þá hafi listinn viljað taka upp nýtt, gagnsætt launakerfi. „Safnast hefur upp ósamræmi, ógagnsæi og úreltar venjur í ráðningarkjörum starfsfólks. Þetta hefur hamlað starfsemi félagsins og er að mati stjórnar tímabært að taka á því,“ segir á heimasíðunni. Félagið auglýsti um páskana eftir nýjum framkvæmdastjóra félagsins, fjármálastjóra og í fjölda annarra starfa á skrifstofu félagsins. Alls var 42 á skrifstofunni sagt upp í hópuppsögn í síðasta mánuði.
Ólga innan Eflingar Stéttarfélög Vinnumarkaður Tengdar fréttir „Aldrei hægt að réttlæta skipulagsbreytingar sem ástæðu hópuppsagna“ Stjórn Húss Fagfélaganna segir aldrei hægt að réttlæta hópuppsagnir með skipulagsbreytingum eða jafnlaunavottum. Hún segir jafnframt ekki hægt að verja gjörðir meirihlutar stjórnar Eflingar um hópuppsögn á skrifstofu félagsins. 3. maí 2022 22:02 Mest lesið „Ísland þarf að vakna“ Innlent Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Innlent „Það er enginn að banna konum að vera heima“ Innlent Breytingar á kvöldfréttum Sýnar Innlent Flensan orðin að faraldri Innlent Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Innlent Nýju sánurnar opnaðar á sögulegum degi í Vesturbænum Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Snjókoma í vændum og kuldinn bítur í kinnar Innlent Segist ætla að stöðva allan aðflutning fólks frá „þriðja heims ríkjum“ Erlent Fleiri fréttir Tjáðu sig bréfleiðis við fullorðna dóttur sem krafðist þagnar „Verður svona þjóðhátíðarstemmning nema bara margföld“ Flensan orðin að faraldri Nú má heita Jörvaldi, Aþanasíus, Fjörður, Ai, Kalix og Ríma Flensufaraldur skollinn á og styttist í sólmyrkvann mikla Bein útsending: Aðferðir til að líða sem best í skammdeginu Nýju sánurnar opnaðar á sögulegum degi í Vesturbænum Skipa stýri- og aðgerðahóp vegna almyrkvans en eiga ekki fyrir verkefnastjóra Snjókoma í vændum og kuldinn bítur í kinnar Breytingar á kvöldfréttum Sýnar „Það er enginn að banna konum að vera heima“ Einhleypir líklegri til að leggja sig á daginn Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Handtóku konu sem ekið var um á húddi bifreiðar „Ísland þarf að vakna“ Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Útgjöld Íslands til varnarmála duga til – í bili Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Gefur út lag með látnum vini sínum og heimsókn Rutte Farbannið framlengt Skoða framtíðarnýtingu Vífilsstaða Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Sjá meira
„Aldrei hægt að réttlæta skipulagsbreytingar sem ástæðu hópuppsagna“ Stjórn Húss Fagfélaganna segir aldrei hægt að réttlæta hópuppsagnir með skipulagsbreytingum eða jafnlaunavottum. Hún segir jafnframt ekki hægt að verja gjörðir meirihlutar stjórnar Eflingar um hópuppsögn á skrifstofu félagsins. 3. maí 2022 22:02