Lengi lifir í gömlum glæðum Sindri Sverrisson skrifar 10. maí 2022 07:31 Al Horford hafði ærna ástæðu til að fagna gegn Milwaukee Bucks í gærkvöld. AP/Morry Gash Hinn 35 ára gamli Al Horford hefur á fimmtán ára ferli í NBA-deildinni í körfubolta aldrei skorað eins mörg stig í úrslitakeppni eins og í gærkvöld. Hann átti ríkan þátt í 116-108 sigri Boston Celtics á meisturum Milwaukee Bucks. Boston jafnaði þar með einvígið í 2-2 og getur komist yfir þegar liðin mætast í fimmta leik í Boston annað kvöld, í undanúrslitum austurdeildarinnar. Horford er ekki beinlínis týpan sem lætur tilfinningarnar bera sig ofurliði en hann fagnaði vel eftir að hafa troðið og jafnað leikinn í 80-80, þegar tæpar tíu mínútur voru eftir. Um leið fiskaði hann villu á Giannis Antetokounmpo sem náði ekki að stöðva gamla brýnið. BIG AL BIG SLAM#NBAPlayoffs presented by Google Pixel on TNT pic.twitter.com/HF7Lq6g56d— NBA (@NBA) May 10, 2022 Horford endaði með 30 stig og varð stigahæstur ásamt Jayson Tatum. Það var í fjórða leikhlutanum sem að Boston komst yfir og tryggði sér sigurinn, með því að vinna leikhlutann 43-28. Horford skoraði 16 stig og Tatum 12 í leikhlutanum. Curry fór fyrir Golden State í naumum sigri Memphis Grizzlies voru nálægt því að jafna einvígi sitt gegn Golden State Warriors en Stephen Curry var á öðru máli og tryggði Golden State 101-98 sigur. Curry og félagar eru því 3-1 yfir í einvíginu en fimmti leikurinn er í Memphis annað kvöld. Curry setti niður átta vítaskot á síðustu 46 sekúndum leiksins og endaði með 32 stig. Hann gaf einnig átta stoðsendingar. Heimamenn í Golden State þurftu að spjara sig án þjálfarans Steve Kerr sem greindist með Covid-19 tveimur tímum fyrir leik. Aðstoðarþjálfarinn Mike Brown, sem er búinn að semja um að taka við Sacramento Kings í sumar, stýrði því liðinu eins og hann gerði reyndar einnig um tíma þegar Golden State varð meistari 2017. NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði. NBA Mest lesið Sá besti í heimi opnar sig: Þetta er ekki fullnægjandi líf Golf Norskur ólympíumedalíuhafi látinn eftir að eldingu laust í höfuð honum Sport Dæmdur fyrir að myrða tengdaföður sinn Sport Meistaramót Golfklúbbs Grindavíkur átti að byrja í dag: „Við hinkrum aðeins“ Golf Settur í bann fyrir að hjálpa fátækum krökkum Sport Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Körfubolti Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Handbolti Grænt ljós á golfmótið þrátt fyrir gos Golf Vilja hefja golfmótið á morgun: „Látum þetta ekki á okkur fá“ Golf Stólarnir verða með í Evrópukeppninni í vetur Körfubolti Fleiri fréttir Bradley Beal til Clippers Íslensku strákarnir töpuðu stórt í sextán liða úrslitunum Stólarnir verða með í Evrópukeppninni í vetur „Getum ekki beðið eftir að sjá þig gera kraftaverk“ Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Elvar Már til Póllands Erlendum leikmönnum Ármanns fækkar um einn Oladipo með augastað á endurkomu Enginn Kobe Bryant á topp tíu yfir þá bestu í sögunni Wembanyama fær grænt ljós frá læknateymi Spurs Raggi Nat á Nesið Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Stólarnir semja við spænskan leikstjórnanda Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Strákarnir unnu Slóvena á EM Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Stjarna Cavs trúlofuð Grammy verðlaunahafa Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Skellur í fyrsta leik hjá guttunum okkar Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Áframhaldandi NBA tengingar í Bónus deildinni Taka einn efnilegasta leikmanninn frá Íslandsmeisturum Hauka Julio de Assis og Luka Gasic í Stjörnuna Birkir Hrafn í NBA akademíunni „Þetta gerist rosa hratt“ Sengun í fantaformi í sumarfríinu Hægt að gista í glæsihúsi Michael Jordan Shai Gilgeous-Alexander og Angel Reese framan á 2K26 Sengun í fantaformi í sumarfríinu Sjá meira
Boston jafnaði þar með einvígið í 2-2 og getur komist yfir þegar liðin mætast í fimmta leik í Boston annað kvöld, í undanúrslitum austurdeildarinnar. Horford er ekki beinlínis týpan sem lætur tilfinningarnar bera sig ofurliði en hann fagnaði vel eftir að hafa troðið og jafnað leikinn í 80-80, þegar tæpar tíu mínútur voru eftir. Um leið fiskaði hann villu á Giannis Antetokounmpo sem náði ekki að stöðva gamla brýnið. BIG AL BIG SLAM#NBAPlayoffs presented by Google Pixel on TNT pic.twitter.com/HF7Lq6g56d— NBA (@NBA) May 10, 2022 Horford endaði með 30 stig og varð stigahæstur ásamt Jayson Tatum. Það var í fjórða leikhlutanum sem að Boston komst yfir og tryggði sér sigurinn, með því að vinna leikhlutann 43-28. Horford skoraði 16 stig og Tatum 12 í leikhlutanum. Curry fór fyrir Golden State í naumum sigri Memphis Grizzlies voru nálægt því að jafna einvígi sitt gegn Golden State Warriors en Stephen Curry var á öðru máli og tryggði Golden State 101-98 sigur. Curry og félagar eru því 3-1 yfir í einvíginu en fimmti leikurinn er í Memphis annað kvöld. Curry setti niður átta vítaskot á síðustu 46 sekúndum leiksins og endaði með 32 stig. Hann gaf einnig átta stoðsendingar. Heimamenn í Golden State þurftu að spjara sig án þjálfarans Steve Kerr sem greindist með Covid-19 tveimur tímum fyrir leik. Aðstoðarþjálfarinn Mike Brown, sem er búinn að semja um að taka við Sacramento Kings í sumar, stýrði því liðinu eins og hann gerði reyndar einnig um tíma þegar Golden State varð meistari 2017. NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
NBA Mest lesið Sá besti í heimi opnar sig: Þetta er ekki fullnægjandi líf Golf Norskur ólympíumedalíuhafi látinn eftir að eldingu laust í höfuð honum Sport Dæmdur fyrir að myrða tengdaföður sinn Sport Meistaramót Golfklúbbs Grindavíkur átti að byrja í dag: „Við hinkrum aðeins“ Golf Settur í bann fyrir að hjálpa fátækum krökkum Sport Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Körfubolti Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Handbolti Grænt ljós á golfmótið þrátt fyrir gos Golf Vilja hefja golfmótið á morgun: „Látum þetta ekki á okkur fá“ Golf Stólarnir verða með í Evrópukeppninni í vetur Körfubolti Fleiri fréttir Bradley Beal til Clippers Íslensku strákarnir töpuðu stórt í sextán liða úrslitunum Stólarnir verða með í Evrópukeppninni í vetur „Getum ekki beðið eftir að sjá þig gera kraftaverk“ Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Elvar Már til Póllands Erlendum leikmönnum Ármanns fækkar um einn Oladipo með augastað á endurkomu Enginn Kobe Bryant á topp tíu yfir þá bestu í sögunni Wembanyama fær grænt ljós frá læknateymi Spurs Raggi Nat á Nesið Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Stólarnir semja við spænskan leikstjórnanda Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Strákarnir unnu Slóvena á EM Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Stjarna Cavs trúlofuð Grammy verðlaunahafa Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Skellur í fyrsta leik hjá guttunum okkar Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Áframhaldandi NBA tengingar í Bónus deildinni Taka einn efnilegasta leikmanninn frá Íslandsmeisturum Hauka Julio de Assis og Luka Gasic í Stjörnuna Birkir Hrafn í NBA akademíunni „Þetta gerist rosa hratt“ Sengun í fantaformi í sumarfríinu Hægt að gista í glæsihúsi Michael Jordan Shai Gilgeous-Alexander og Angel Reese framan á 2K26 Sengun í fantaformi í sumarfríinu Sjá meira