Betri almenningssamgöngur fyrir okkur öll í Garðabæ! Sara Dögg Svanhildardóttir skrifar 10. maí 2022 07:16 Lélegar almenningssamgöngur í Garðabæ gera það að verkum að börn og ungmenni komast við illan leik ferða sinna. Þau sem æfa íþróttir og eru búsett utan miðju Garðabæjar lenda í töluverðum vandræðum. Mörg þurfa að stóla á skutl foreldra sinna, sem er ekki til þess fallið að styðja við einfaldara líf barnafjölskyldna. Í Garðabæ er heldur ekki til staðar raunverulegt val um bíllausan lífsstíl til að sporna við loftslagsvánni. Í skipulaginu hefur ekki verið hugað að þeim sem vilja einfalda fjölskyldulífið. Fjármögnum almenningssamgöngur og hækkum þjónustustigið Þessu viljum við í Viðreisn breyta. Við viljum setja fjármagn í öflugar og tíðar almenningssamgöngur, svo að þær verði að raunverulegum valkosti og styðja við umhverfisvænan lífsstíl fólks. Við viljum að Garðabær gangi í takt við höfuðborgarsvæðið allt og setji strætósamgöngur á dagskrá. Við í Viðreisn viljum sjá Garðabæ taka stór skref inn í nútímann. Það er ungt fólk að flytja í bæinn, til að mynda í Urriðaholt. Breytt íbúasamsetning kallar á breytta þjónustu. Auk þess að hækka þjónustustigið fyrir alla íbúa með bættum almenningssamgöngum, viljum við öflugar og öruggar samgöngur hjólandi og gangandi um allan Garðabæ. Við viljum sjá Álftnesinga komast ferða sinna með nútímalegum ferðamáta og tryggja að skólabörn komist á viðburði inn í miðbæ Garðabæjar án mikillar fyrirhafnar vegna stopulla ferða Strætó. Við erum ekki eyland Lélegar almenningssamgöngur eru ekki til þess fallnar að styðja við markmið okkar í loftslagsmálum. Þar fer hljóð og mynd ekki saman. Í vistvænu hverfi Urriðaholti eru almenningssamgöngur með þeim verstu sem íbúum á höfuðborgarsvæðinu er boðið upp á. Þær eru helst sambærilegar við það sem íbúum Álftaness er boðið upp á, þar sem skólabörnum gefast ekki sömu tækifæri til að sækja viðburði í miðbæ Garðabæjar vegna lélegra strætósamgangna. Gerum betur með Viðreisn Þjónustustig almenningssamgangna er í höndum bæjaryfirvalda sem stýra því með áherslum í fjármögnun. Hér höfum við skýrt dæmi um bein áhrif Sjálfstæðismanna á lífsgæði og þjónustustig við íbúa Garðabæjar þveran og endilangan. Friðlýsingar lands hafa átt hug meirihlutanns allan á meðan önnur lífsgæði er tengjast umhverfissjónarmiðum og valfrelsi um umhverfisvænan lífsstíl hafa ekki átt upp á pallborðið. Við í Viðreisn erum umhverfisvænn flokkur og þessu ætlum við að breyta. Við viljum Garðabæ í fremstu röð fyrir íbúa og fyrir umhverfið. Með ferskum vindum Viðreisnar verður slík breyting að veruleika. Höfundur er oddviti Viðreisnar og bæjarfulltrúi í Garðabæ. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sara Dögg Svanhildardóttir Garðabær Strætó Skoðun: Kosningar 2022 Sveitarstjórnarkosningar 2022 Viðreisn Mest lesið Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Er leikskólinn ekki meira virði? Bryndís Björk Eyþórsdóttir Skoðun Halldór 25.01.2025 Halldór Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir Skoðun Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir Skoðun Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson Skoðun Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson Skoðun Hvers virði eru vísindi? Heiða María Sigurðardóttir,Erna Magnúsdóttir Skoðun Opið bréf til undirbúningskjörbréfanefndar Alþingis Jóhann Friðrik Friðriksson, Skoðun Skoðun Skoðun Hagsmunahallinn Breki Karlsson skrifar Skoðun Hvað unga fólkið á Íslandi ætti að vera að læra í vetur – og hlutverk gervigreindar í kennslustofunni Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun 85 milljarðar króna? – segðu okkur meira Elfar Kristinn H. Gunnarsson skrifar Skoðun Takk Vökudeild (nýburagjörgæslan) Guðmunda G Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flóra er ekki fjölbreytni.... Starri Heiðmarsson skrifar Skoðun Rautt kjöt: Goðsagnir og vanþekking Rajan Parrikar skrifar Skoðun Almannafé til stjórnmálasamtaka Haukur Arnþórsson skrifar Skoðun Trump, trans og eitt titrandi smáblóm… Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Aðrar hliðar við að koma í heiminn Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Auðmjúkur forstjóri Isavia tekst á við forðunarhegðun Skúli Gunnar Sigfússon skrifar Skoðun Spörum í starfsmannakostnaði ríkisins Leifur Örn Leifsson skrifar Skoðun Áróður í boði SFS Elvar Friðriksson skrifar Skoðun Styrkir til Flokks fólksins Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Erum við að borða nóg af rauðu kjöti? Aron Skúlason ,Hildur Leonardsdóttir skrifar Skoðun Aukum virðingu Alþingis, hættum þessum sandkassaleik! Þóra Andrésdóttir skrifar Skoðun Tré og flugvélar Jón Hörður Jónsson skrifar Skoðun Fátækt er eins og ryksuga sem sogar upp peninginn þinn, frítíma og sjálfstraust Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Hvers virði eru vísindi? Heiða María Sigurðardóttir,Erna Magnúsdóttir skrifar Skoðun Konungar markaðarins Eiríkur Ingi Magnússon skrifar Skoðun Er leikskólinn ekki meira virði? Bryndís Björk Eyþórsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson skrifar Skoðun Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til undirbúningskjörbréfanefndar Alþingis skrifar Skoðun Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir skrifar Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Viltu koma að kenna? Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir skrifar Skoðun Hugmynd af barnum árið 2005 Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Yfir 3000 íbúðir á næstu árum Bragi Bjarnason skrifar Sjá meira
Lélegar almenningssamgöngur í Garðabæ gera það að verkum að börn og ungmenni komast við illan leik ferða sinna. Þau sem æfa íþróttir og eru búsett utan miðju Garðabæjar lenda í töluverðum vandræðum. Mörg þurfa að stóla á skutl foreldra sinna, sem er ekki til þess fallið að styðja við einfaldara líf barnafjölskyldna. Í Garðabæ er heldur ekki til staðar raunverulegt val um bíllausan lífsstíl til að sporna við loftslagsvánni. Í skipulaginu hefur ekki verið hugað að þeim sem vilja einfalda fjölskyldulífið. Fjármögnum almenningssamgöngur og hækkum þjónustustigið Þessu viljum við í Viðreisn breyta. Við viljum setja fjármagn í öflugar og tíðar almenningssamgöngur, svo að þær verði að raunverulegum valkosti og styðja við umhverfisvænan lífsstíl fólks. Við viljum að Garðabær gangi í takt við höfuðborgarsvæðið allt og setji strætósamgöngur á dagskrá. Við í Viðreisn viljum sjá Garðabæ taka stór skref inn í nútímann. Það er ungt fólk að flytja í bæinn, til að mynda í Urriðaholt. Breytt íbúasamsetning kallar á breytta þjónustu. Auk þess að hækka þjónustustigið fyrir alla íbúa með bættum almenningssamgöngum, viljum við öflugar og öruggar samgöngur hjólandi og gangandi um allan Garðabæ. Við viljum sjá Álftnesinga komast ferða sinna með nútímalegum ferðamáta og tryggja að skólabörn komist á viðburði inn í miðbæ Garðabæjar án mikillar fyrirhafnar vegna stopulla ferða Strætó. Við erum ekki eyland Lélegar almenningssamgöngur eru ekki til þess fallnar að styðja við markmið okkar í loftslagsmálum. Þar fer hljóð og mynd ekki saman. Í vistvænu hverfi Urriðaholti eru almenningssamgöngur með þeim verstu sem íbúum á höfuðborgarsvæðinu er boðið upp á. Þær eru helst sambærilegar við það sem íbúum Álftaness er boðið upp á, þar sem skólabörnum gefast ekki sömu tækifæri til að sækja viðburði í miðbæ Garðabæjar vegna lélegra strætósamgangna. Gerum betur með Viðreisn Þjónustustig almenningssamgangna er í höndum bæjaryfirvalda sem stýra því með áherslum í fjármögnun. Hér höfum við skýrt dæmi um bein áhrif Sjálfstæðismanna á lífsgæði og þjónustustig við íbúa Garðabæjar þveran og endilangan. Friðlýsingar lands hafa átt hug meirihlutanns allan á meðan önnur lífsgæði er tengjast umhverfissjónarmiðum og valfrelsi um umhverfisvænan lífsstíl hafa ekki átt upp á pallborðið. Við í Viðreisn erum umhverfisvænn flokkur og þessu ætlum við að breyta. Við viljum Garðabæ í fremstu röð fyrir íbúa og fyrir umhverfið. Með ferskum vindum Viðreisnar verður slík breyting að veruleika. Höfundur er oddviti Viðreisnar og bæjarfulltrúi í Garðabæ.
Skoðun Hvað unga fólkið á Íslandi ætti að vera að læra í vetur – og hlutverk gervigreindar í kennslustofunni Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Fátækt er eins og ryksuga sem sogar upp peninginn þinn, frítíma og sjálfstraust Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar
Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar