Öll dýrin í Kópavogi eiga að vera vinir Gunnar Jónsson skrifar 10. maí 2022 09:30 Vinir Kópavogs eru grasrótarsamtök sem vilja tryggja að skipulagsákvarðanir séu yfirvegaðar, undirbúningur í samræmi við ferli sem mælt er fyrir um í lögum og hagsmunir heildarinnar hafðir að leiðarljósi. Það er nefnilega að mörgu að hyggja ef vel á að byggja. Vinir Kópavogs eru ekki stjórnmálahreyfing studd af skattfé. Þeir hafa hinsvegar óbilandi trú á málstaðnum og þurfa að finna aðrar leiðir til að koma honum á framfæri en keyptar auglýsingar. Sumir Vinanna hafa brugðið á það ráð að prenta borða til þess að koma skilaboðum á framfæri. Borðana hengja þeir síðan upp á lóðum sínum og eignum. Ýmiskonar skilaboð eru prentuð á borðana, þar sem fólk er hvatt til þess að kjósa Vini Kópavogs. Iðulega er í þeim broddur sem beinist að bæjaryfirvöldum, enda snýst lýðræði beinlínis um að andæfa valdhöfum. Bæjaryfirvöld eru viðkvæmari fyrir gagnrýninni en hægt var að láta sér detta í hug. Sannleikanum verður víst hver sárreiðastur. Yfirvöld hafa sent starfsmenn bæjarins til þess að fjarlægja borðana. Það mun gert með vísan í lögreglusamþykkt, sem varðar auglýsingar á almannafæri. Borðarnir eru hinsvegar alls ekki á almannafæri heldur eignum þeirra sem setja þá upp. Skilaboðin eru stjórnarskrárvarin tjáning þeirra sem fram setja og borðarnir eign þeirra. Bæjaryfirvöld hafa ekki nokkra heimild til þess að fara inn á einkaeignir til að fjarlægja eigur þeirra sem þar búa. Væri slíkri heimild til að dreifa, sem ekki er, væri það lögreglunnar að fjarlægja en ekki saklausra bæjarstarfsmanna gerðra út af hörundssárum yfirvöldum. Aðsend Skömm er að bæjaryfirvöldum sem senda starfsmenn sína í lögleysu inn á lóðir Kópavogsbúa til þess að meina þeim að tjá skoðanir sínar. Enn meiri skömm er að yfirvöldum sem geta ekki tekið gagnrýni. Þetta athæfi bæjaryfirvalda undirstrikar nauðsyn þess að nýtt verklag verði tekið upp í samskiptum bæjaryfirvalda við Kópavogsbúa. Vinir Kópavogs munu taka upp nýtt verklag. Sjálfur lét ég prenta og setja upp borða með aðlögun að fleygum orðum úr Dýrunum í Hálsaskógi „Öll dýrin í Kópavogi eiga að vera vinir". Athæfi bæjaryfirvalda sýnir að ég hefði átt að hafa borðann stærri og skilaboðin skýrari. Refir eiga nefnilega misauðvelt með að læra. Höfundur er Kópavogsbúi og aðdáandi Thorbjörns Egner. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kópavogur Sveitarstjórnarkosningar 2022 Skoðun: Kosningar 2022 Mest lesið Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Munu Ísraelsmenn sprengja bifreið páfa í loft upp? Einar Baldvin Árnason Skoðun Þétting byggðar – nokkur mistök gjaldfella ekki stefnuna Samúel Torfi Pétursson Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson Skoðun Stærð er ekki mæld í sentimetrum Sigmar Guðmundsson Skoðun Íþróttir eru lykilinn Willum Þór Þórsson Skoðun Áður en íslenskan leysist upp Gamithra Marga Skoðun Að eiga sæti við borðið Grímur Grímsson Skoðun Hverjum þjónar nýsköpunin? Halldóra Mogensen Skoðun Skoðun Skoðun Að taka ekki mark á sjálfum sér Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri borg Alexandra Briem skrifar Skoðun Að eiga sæti við borðið Grímur Grímsson skrifar Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Íþróttir eru lykilinn Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Framtíð safna í ferðaþjónustu Guðrún D. Whitehead skrifar Skoðun Munu Ísraelsmenn sprengja bifreið páfa í loft upp? Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Að skapa framtíð úr fortíð Anna Hildur Hildibrandsdóttir skrifar Skoðun Tími til umbóta í byggingareftirliti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Stærð er ekki mæld í sentimetrum Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Áður en íslenskan leysist upp Gamithra Marga skrifar Skoðun Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Þétting byggðar – nokkur mistök gjaldfella ekki stefnuna Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Hverjum þjónar nýsköpunin? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Heilbrigðisráðherra og stjórn VIRK hafa brugðist okkur Eden Frost Kjartansbur skrifar Skoðun Þegar ríkið fer á sjóinn Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Íbúðarhúsnæði sem heimili fólks Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Íslenskumælandi hjúkrunarfræðingar Guðbjörg Pálsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda og varðstaðan um sérhagsmuni Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Þjóðminjasafn án fornleifafræðinga Snædís Sunna Thorlacius,Ingibjörg Áskelsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnmálafólks um málefni Palestínu og Ísraels Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Í lífshættu eftir ofbeldi Jokka G Birnudóttir skrifar Skoðun Verið er að umbreyta borginni en hvað viljum við? Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Gróður, einmanaleiki og samfélagsleg samheldni Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Ljúkum því sem hafið er - ný bálstofa í Gufunesi Ingvar Stefánsson skrifar Skoðun Raddir fanga Helgi Gunnlaugsson skrifar Skoðun Kann Jón Steindór ekki að reikna? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Vinir Kópavogs eru grasrótarsamtök sem vilja tryggja að skipulagsákvarðanir séu yfirvegaðar, undirbúningur í samræmi við ferli sem mælt er fyrir um í lögum og hagsmunir heildarinnar hafðir að leiðarljósi. Það er nefnilega að mörgu að hyggja ef vel á að byggja. Vinir Kópavogs eru ekki stjórnmálahreyfing studd af skattfé. Þeir hafa hinsvegar óbilandi trú á málstaðnum og þurfa að finna aðrar leiðir til að koma honum á framfæri en keyptar auglýsingar. Sumir Vinanna hafa brugðið á það ráð að prenta borða til þess að koma skilaboðum á framfæri. Borðana hengja þeir síðan upp á lóðum sínum og eignum. Ýmiskonar skilaboð eru prentuð á borðana, þar sem fólk er hvatt til þess að kjósa Vini Kópavogs. Iðulega er í þeim broddur sem beinist að bæjaryfirvöldum, enda snýst lýðræði beinlínis um að andæfa valdhöfum. Bæjaryfirvöld eru viðkvæmari fyrir gagnrýninni en hægt var að láta sér detta í hug. Sannleikanum verður víst hver sárreiðastur. Yfirvöld hafa sent starfsmenn bæjarins til þess að fjarlægja borðana. Það mun gert með vísan í lögreglusamþykkt, sem varðar auglýsingar á almannafæri. Borðarnir eru hinsvegar alls ekki á almannafæri heldur eignum þeirra sem setja þá upp. Skilaboðin eru stjórnarskrárvarin tjáning þeirra sem fram setja og borðarnir eign þeirra. Bæjaryfirvöld hafa ekki nokkra heimild til þess að fara inn á einkaeignir til að fjarlægja eigur þeirra sem þar búa. Væri slíkri heimild til að dreifa, sem ekki er, væri það lögreglunnar að fjarlægja en ekki saklausra bæjarstarfsmanna gerðra út af hörundssárum yfirvöldum. Aðsend Skömm er að bæjaryfirvöldum sem senda starfsmenn sína í lögleysu inn á lóðir Kópavogsbúa til þess að meina þeim að tjá skoðanir sínar. Enn meiri skömm er að yfirvöldum sem geta ekki tekið gagnrýni. Þetta athæfi bæjaryfirvalda undirstrikar nauðsyn þess að nýtt verklag verði tekið upp í samskiptum bæjaryfirvalda við Kópavogsbúa. Vinir Kópavogs munu taka upp nýtt verklag. Sjálfur lét ég prenta og setja upp borða með aðlögun að fleygum orðum úr Dýrunum í Hálsaskógi „Öll dýrin í Kópavogi eiga að vera vinir". Athæfi bæjaryfirvalda sýnir að ég hefði átt að hafa borðann stærri og skilaboðin skýrari. Refir eiga nefnilega misauðvelt með að læra. Höfundur er Kópavogsbúi og aðdáandi Thorbjörns Egner.
Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun
Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar
Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar
Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar
Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun