Aldís Ásta: Ég vil taka ábyrgð Árni Gísli Magnússon skrifar 9. maí 2022 20:15 Aldís Ásta átti frábæran leik. Vísir/Hulda Margrét Aldís Ásta Heimisdóttir, leikmaður KA/Þór, skoraði sex mörk og átti flottan leik þegar KA/Þór jafnaði undanúrslitaeinvígi sitt við við Val með 26-23 sigri. Liðin hafa nú bæði unnið einn leik en þrjá þarf til þess að komast í úrslitaeinvígið. Hvernig er tilfinningin eftir leik? „Hún er bara ótrúlega góð, ótrúlega gott að klára þetta. Mér fannst þetta samt svona óþarflega spennandi á lokametrunum en bara geggjað að klára þetta á heimavelli.” KA/Þór komst sjö mörkum yfir í upphafi seinni hálfleiks en Valskonur unnu sig inn í leikinn og minnkuðu muninn í aðeins tvö mörk og ekkert gekk hjá heimakonum að skora. Hvað gerðist í sóknarleiknum á þessu tímabili? „Ég held að við förum bara að sækja alltof mikið inn á miðju, við förum stundum í það, sem við eigum bara ekki að gera, við eigum að keyra á breiddina en ekki fara svona mikið inn á miðju og mér fannst það eiginlega bara vera það, sóknarleikurinn of stirður.” Aldís var áræðin í sóknarleikum og reið á vaðið þegar mest á þurfti. „Ég vil taka ábyrgð og svo finnur maður bara svo ógeðslega mikið extra frá þessum áhorfendum, bara troðfullt KA-heimili og það er bara geggjað.” „Það er bara sturlað, þetta er bara draumur að fá að spila svona fyrir þessa áhorfendur, bara geggjað, og þessir sem eru í trommusveitinni eru bara alltaf tilbúnir, alltaf komnir hérna hálftíma, 40 mínútum fyrir leik, áður en við erum byrjaðar að hita upp og þeir eru bara geggjaðir,” sagði Aldís um stuðningsmenn KA/Þór en mikil læti voru í húsinu löngu fyrir leik og út allan leikinn. Með sigrinum hefur liðið tryggt sér annan leik í KA-heimilinu eftir að liðið fer suður í Origo höllina og Aldís er ekki síður spennt fyrir næsta heimaleik. „Verður miklu meiri geðveiki og ég held að það verði miklu fleiri þannig þetta verður bara geggjað.” Varnarleikur KA/Þór var frábær í fyrri hálfleik þar sem leikmenn Vals komust hvorki lönd né strönd. Var mikið verið að fara yfir varnarfærslur og annað slíkt fyrir leikinn? „Já við vorum alveg að gera það sko og Martha er hérna bara alveg trítilóð í vörninni og það gefur manni alveg extra kraft að hafa hana svona þannig að já við vorum bara alveg ógeðslega þéttar,” sagði Aldís að lokum. Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Handbolti Olís-deild kvenna KA Þór Akureyri Tengdar fréttir Leik lokið: KA/Þór - Valur 26-23 | Allt jafnt í einvíginu Íslandsmeistarar KA/Þórs jöfnuðu metin í undanúrslitaeinvígi liðanna í Olís deild kvenna í handbolta. KA/Þór var mest sjö mörkum yfir en vann á endanum sannfærandi þriggja marka sigur, lokatölur 26-23. Staðan í einvíginu því orðin 1-1. 9. maí 2022 19:30 Mest lesið „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Handbolti Ronaldo missti af leik í Meistaradeildinni til að sleppa við svipuhögg Fótbolti Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Enski boltinn Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Fótbolti Breyttist í Messi þegar það vantaði Messi Fótbolti „Urðum okkur sjálfum til skammar“ Körfubolti Nottingham Forest vann aftur eftir vítakeppni Enski boltinn Dagskráin: Madridarslagur í Meistaradeildinni og Hákon í sviðsljósinu Sport Serena Williams orðin eigandi fyrsta kanadíska WNBA-liðsins Körfubolti Man. United má ekki nota unga framherjann sinn í Evrópudeildinni Enski boltinn Fleiri fréttir „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Erlingur tekur aftur við Eyjaliðinu Hópurinn gegn Grikkjum: Nítján ára nýliði í markinu Svona var blaðamannafundur Snorra Einn sá allra besti á Íslandi samdi við sænsku meistarana Frábær leikur Andra dugði ekki til Myndasyrpa frá fögnuði Fram Tilkynnti að hún væri hætt í hjartnæmu viðtali Myndasyrpa frá fögnuðu Hauka „Hvort við segjum núna titilinn eða tittlinginn, ég veit það ekki“ „Við vorum ógeðslega flottir í þessum tveimur leikjum“ „Þegar menn uppskera er það stórkostlegt“ „Ég er bara klökkur“ „Grimmd og gleði“ skilaði sannfærandi sigri Uppgjörið: Stjarnan - Fram 25-31 | Fram bikarmeistari Uppgjörið: Fram - Haukar 20-25 | Haukar bikarmeistarar í fyrsta sinn í átján ár Hafa tapað ellefu af tólf úrslitaleikjum en eini sigurinn kom gegn Stjörnunni „Fór að hugsa hvað ég væri eiginlega að gera“ „Settum í sjötta gír í seinni hálfleik“ „Getum gengið stoltar frá borði“ Uppgjörið: Grótta - Haukar 21-31 | Haukar munu etja keppi við Fram í úrslitum Aron og Bjarki Már gerðu sitt í París Magnaður Sigvaldi sökkti Magdeburg „Viðurkenni að maður fékk fiðring í magann” Elliði Snær og Andri Már í sigurliðum Uppgjörið: Fram - Valur 22-20 | Fram í bikarúrslit Fyrrverandi þingmaður tekur við formennsku hjá FH Hetja heimsmeistaranna handleggsbrotnaði „Litla höggið í sjálfstraustið“ Hægt að hlusta frítt á Þóri Hergeirs segja frá leyndarmálunum Sjá meira
Hvernig er tilfinningin eftir leik? „Hún er bara ótrúlega góð, ótrúlega gott að klára þetta. Mér fannst þetta samt svona óþarflega spennandi á lokametrunum en bara geggjað að klára þetta á heimavelli.” KA/Þór komst sjö mörkum yfir í upphafi seinni hálfleiks en Valskonur unnu sig inn í leikinn og minnkuðu muninn í aðeins tvö mörk og ekkert gekk hjá heimakonum að skora. Hvað gerðist í sóknarleiknum á þessu tímabili? „Ég held að við förum bara að sækja alltof mikið inn á miðju, við förum stundum í það, sem við eigum bara ekki að gera, við eigum að keyra á breiddina en ekki fara svona mikið inn á miðju og mér fannst það eiginlega bara vera það, sóknarleikurinn of stirður.” Aldís var áræðin í sóknarleikum og reið á vaðið þegar mest á þurfti. „Ég vil taka ábyrgð og svo finnur maður bara svo ógeðslega mikið extra frá þessum áhorfendum, bara troðfullt KA-heimili og það er bara geggjað.” „Það er bara sturlað, þetta er bara draumur að fá að spila svona fyrir þessa áhorfendur, bara geggjað, og þessir sem eru í trommusveitinni eru bara alltaf tilbúnir, alltaf komnir hérna hálftíma, 40 mínútum fyrir leik, áður en við erum byrjaðar að hita upp og þeir eru bara geggjaðir,” sagði Aldís um stuðningsmenn KA/Þór en mikil læti voru í húsinu löngu fyrir leik og út allan leikinn. Með sigrinum hefur liðið tryggt sér annan leik í KA-heimilinu eftir að liðið fer suður í Origo höllina og Aldís er ekki síður spennt fyrir næsta heimaleik. „Verður miklu meiri geðveiki og ég held að það verði miklu fleiri þannig þetta verður bara geggjað.” Varnarleikur KA/Þór var frábær í fyrri hálfleik þar sem leikmenn Vals komust hvorki lönd né strönd. Var mikið verið að fara yfir varnarfærslur og annað slíkt fyrir leikinn? „Já við vorum alveg að gera það sko og Martha er hérna bara alveg trítilóð í vörninni og það gefur manni alveg extra kraft að hafa hana svona þannig að já við vorum bara alveg ógeðslega þéttar,” sagði Aldís að lokum. Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Handbolti Olís-deild kvenna KA Þór Akureyri Tengdar fréttir Leik lokið: KA/Þór - Valur 26-23 | Allt jafnt í einvíginu Íslandsmeistarar KA/Þórs jöfnuðu metin í undanúrslitaeinvígi liðanna í Olís deild kvenna í handbolta. KA/Þór var mest sjö mörkum yfir en vann á endanum sannfærandi þriggja marka sigur, lokatölur 26-23. Staðan í einvíginu því orðin 1-1. 9. maí 2022 19:30 Mest lesið „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Handbolti Ronaldo missti af leik í Meistaradeildinni til að sleppa við svipuhögg Fótbolti Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Enski boltinn Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Fótbolti Breyttist í Messi þegar það vantaði Messi Fótbolti „Urðum okkur sjálfum til skammar“ Körfubolti Nottingham Forest vann aftur eftir vítakeppni Enski boltinn Dagskráin: Madridarslagur í Meistaradeildinni og Hákon í sviðsljósinu Sport Serena Williams orðin eigandi fyrsta kanadíska WNBA-liðsins Körfubolti Man. United má ekki nota unga framherjann sinn í Evrópudeildinni Enski boltinn Fleiri fréttir „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Erlingur tekur aftur við Eyjaliðinu Hópurinn gegn Grikkjum: Nítján ára nýliði í markinu Svona var blaðamannafundur Snorra Einn sá allra besti á Íslandi samdi við sænsku meistarana Frábær leikur Andra dugði ekki til Myndasyrpa frá fögnuði Fram Tilkynnti að hún væri hætt í hjartnæmu viðtali Myndasyrpa frá fögnuðu Hauka „Hvort við segjum núna titilinn eða tittlinginn, ég veit það ekki“ „Við vorum ógeðslega flottir í þessum tveimur leikjum“ „Þegar menn uppskera er það stórkostlegt“ „Ég er bara klökkur“ „Grimmd og gleði“ skilaði sannfærandi sigri Uppgjörið: Stjarnan - Fram 25-31 | Fram bikarmeistari Uppgjörið: Fram - Haukar 20-25 | Haukar bikarmeistarar í fyrsta sinn í átján ár Hafa tapað ellefu af tólf úrslitaleikjum en eini sigurinn kom gegn Stjörnunni „Fór að hugsa hvað ég væri eiginlega að gera“ „Settum í sjötta gír í seinni hálfleik“ „Getum gengið stoltar frá borði“ Uppgjörið: Grótta - Haukar 21-31 | Haukar munu etja keppi við Fram í úrslitum Aron og Bjarki Már gerðu sitt í París Magnaður Sigvaldi sökkti Magdeburg „Viðurkenni að maður fékk fiðring í magann” Elliði Snær og Andri Már í sigurliðum Uppgjörið: Fram - Valur 22-20 | Fram í bikarúrslit Fyrrverandi þingmaður tekur við formennsku hjá FH Hetja heimsmeistaranna handleggsbrotnaði „Litla höggið í sjálfstraustið“ Hægt að hlusta frítt á Þóri Hergeirs segja frá leyndarmálunum Sjá meira
Leik lokið: KA/Þór - Valur 26-23 | Allt jafnt í einvíginu Íslandsmeistarar KA/Þórs jöfnuðu metin í undanúrslitaeinvígi liðanna í Olís deild kvenna í handbolta. KA/Þór var mest sjö mörkum yfir en vann á endanum sannfærandi þriggja marka sigur, lokatölur 26-23. Staðan í einvíginu því orðin 1-1. 9. maí 2022 19:30