Minnst þrjátíu látnir eftir sprenginguna í Havana Eiður Þór Árnason skrifar 8. maí 2022 18:02 Björgunarteymi fjarlægja brak af vettvangi sprengingarinnar sem gjöreyðilagði hið fimm stjörnu Hotel Saratoga. AP/Ramon Espinosa Nú er talið að minnst 30 hafi látist í sprengingu við eitt af lúxushótelum Havana á Kúbu á föstudag. Björgunaraðgerðir standa enn yfir og fann leitarteymi þrjú ný lík í dag með aðstoð hunda. Að sögn yfirvalda verður eftirlifenda áfram leitað í rústunum en heilbrigðisráðuneyti Kúbu segir að 84 hafi slasast. Meðal hinna látnu eru fjögur börn, barnshafandi kona og spænskur ferðamaður. Ráðuneytið birti í nöfn látinna í dag en um 24 eru sagðir vera enn á sjúkrahúsi eftir sprenginguna við Hotel Saratoga. Þetta kemur fram í frétt AP-fréttaveitunnar. Í gær gaf fyrirtækið Grupo de Turismo Gaviota SA, eigandi hótelsins, út að þrettán starfsmanna þeirra væri enn saknað. Þá sagði ríkisstjórinn Reinaldo García Zapata á laugardagskvöld að nítján fjölskyldur hafi tilkynnt um ættingja sem hafi ekki skilað sér heim. Hann bætti við að björgunaraðgerðum yrði haldið áfram. Að sögn yfirvalda er byrjað að jarða suma hinna látnu en að aðrir bíða enn fregna af týndum vinum og ættingjum. Örfáir dagar í opnun hótelsins áður en það gjöreyðilagðist Sprengingin kemur sér illa fyrir stöðu ferðamannaiðnaðarins á Kúbu sem var nýbyrjaður að rétta úr kútnum eftir heimsfaraldur kórónuveiru og hertar efnahagsþvinganir Bandaríkjastjórnar sem komið var á í forsetatíð Donalds Trump. Þær fólu meðal annars í sér takmarkanir á komum bandaríska ferðamanna til Kúbu og peningasendingum frá brottfluttum Kúbverjum heim til fjölskyldna sinna. Hotel Saratoga hefur verið lokað í um tvö ár vegna áhrifa faraldursins en unnið var að því að opna það á ný þegar sprengingin átti sér stað. Talið er að blossi eða eldur hafi komist að eldsneyti sem var um borð í tankbíl sem stóð fyrir utan fimm stjörnu hótelið í Gamla-Havana. Bifreiðin virðist við það hafa sprungið í loft upp og eyðilagt nokkrar hæðir hótelsins. Kúba Tengdar fréttir Að minnsta kosti 25 látnir eftir sprengingu við lúxushótel í Havana Að minnsta kosti 25 eru látnir og fleiri en 60 hafa verið fluttir á sjúkrahús eftir að sprenging varð við eitt af lúxushótelum Havana á Kúbu. 7. maí 2022 22:20 Gasleka kennt um stærðarinnar sprengingu í Havana Gasleki á þekktu hóteli í Havana leiddi til stærðarinnar sprengingar sem minnst níu dóu í. Um þrjátíu voru fluttir á sjúkrahús eftir sprenginguna en stór hluti framhluta byggingarinnar hrundi vegna hennar. 6. maí 2022 23:13 Stærðarinnar sprenging í Havana Fyrr í dag varð stærðarinnar sprenging við Saratoga-hótelið í Havana, höfuðborg Kúbu. 6. maí 2022 16:44 Mest lesið Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Hlaup hafið úr Grímsvötnum Innlent Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Innlent Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Innlent Fleiri fréttir Máluðu gröf Charles Darwin í mótmælaskyni Fundu leifar af fíkniefnum í þinghúsinu eftir jólagleði þingflokka Hnjúkaþeyrinn sem knýr áfram eldana mannskæðu í Los Angeles Stjórnmálamenn fá ekki að tjá sig á 80 ára afmæli frelsunar Auschwitz Svíar séu hvorki í stríði né búi þeir við frið Tala látinna hækkar í LA og veðurspáin er óhagstæð Tugir slasaðir eftir árekstur tveggja sporvagna Alls sextán látin í eldunum Heilbrigðisyfirvöld hafa lýst yfir neyðarástandi Tveir látnir eftir að rúta hafnaði á hliðinni Weidel og Scholz kanslaraefni Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Tveir norður-kóreskir hermenn sagðir í haldi Úkraínuhers Anita Bryant er látin Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Útgöngubann í borginni í nótt Vörpuðu fimmtíu sprengjum á þrjú skotmörk í Jemen Trump ekki dæmdur í fangelsi Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Staðfesta að 2024 var heitasta árið í mælingasögunni Sóttu sér meira en milljón ára gamlan ís á Suðurskautslandinu Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Stóru eldarnir enn hömlulausir Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Sjá meira
Meðal hinna látnu eru fjögur börn, barnshafandi kona og spænskur ferðamaður. Ráðuneytið birti í nöfn látinna í dag en um 24 eru sagðir vera enn á sjúkrahúsi eftir sprenginguna við Hotel Saratoga. Þetta kemur fram í frétt AP-fréttaveitunnar. Í gær gaf fyrirtækið Grupo de Turismo Gaviota SA, eigandi hótelsins, út að þrettán starfsmanna þeirra væri enn saknað. Þá sagði ríkisstjórinn Reinaldo García Zapata á laugardagskvöld að nítján fjölskyldur hafi tilkynnt um ættingja sem hafi ekki skilað sér heim. Hann bætti við að björgunaraðgerðum yrði haldið áfram. Að sögn yfirvalda er byrjað að jarða suma hinna látnu en að aðrir bíða enn fregna af týndum vinum og ættingjum. Örfáir dagar í opnun hótelsins áður en það gjöreyðilagðist Sprengingin kemur sér illa fyrir stöðu ferðamannaiðnaðarins á Kúbu sem var nýbyrjaður að rétta úr kútnum eftir heimsfaraldur kórónuveiru og hertar efnahagsþvinganir Bandaríkjastjórnar sem komið var á í forsetatíð Donalds Trump. Þær fólu meðal annars í sér takmarkanir á komum bandaríska ferðamanna til Kúbu og peningasendingum frá brottfluttum Kúbverjum heim til fjölskyldna sinna. Hotel Saratoga hefur verið lokað í um tvö ár vegna áhrifa faraldursins en unnið var að því að opna það á ný þegar sprengingin átti sér stað. Talið er að blossi eða eldur hafi komist að eldsneyti sem var um borð í tankbíl sem stóð fyrir utan fimm stjörnu hótelið í Gamla-Havana. Bifreiðin virðist við það hafa sprungið í loft upp og eyðilagt nokkrar hæðir hótelsins.
Kúba Tengdar fréttir Að minnsta kosti 25 látnir eftir sprengingu við lúxushótel í Havana Að minnsta kosti 25 eru látnir og fleiri en 60 hafa verið fluttir á sjúkrahús eftir að sprenging varð við eitt af lúxushótelum Havana á Kúbu. 7. maí 2022 22:20 Gasleka kennt um stærðarinnar sprengingu í Havana Gasleki á þekktu hóteli í Havana leiddi til stærðarinnar sprengingar sem minnst níu dóu í. Um þrjátíu voru fluttir á sjúkrahús eftir sprenginguna en stór hluti framhluta byggingarinnar hrundi vegna hennar. 6. maí 2022 23:13 Stærðarinnar sprenging í Havana Fyrr í dag varð stærðarinnar sprenging við Saratoga-hótelið í Havana, höfuðborg Kúbu. 6. maí 2022 16:44 Mest lesið Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Hlaup hafið úr Grímsvötnum Innlent Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Innlent Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Innlent Fleiri fréttir Máluðu gröf Charles Darwin í mótmælaskyni Fundu leifar af fíkniefnum í þinghúsinu eftir jólagleði þingflokka Hnjúkaþeyrinn sem knýr áfram eldana mannskæðu í Los Angeles Stjórnmálamenn fá ekki að tjá sig á 80 ára afmæli frelsunar Auschwitz Svíar séu hvorki í stríði né búi þeir við frið Tala látinna hækkar í LA og veðurspáin er óhagstæð Tugir slasaðir eftir árekstur tveggja sporvagna Alls sextán látin í eldunum Heilbrigðisyfirvöld hafa lýst yfir neyðarástandi Tveir látnir eftir að rúta hafnaði á hliðinni Weidel og Scholz kanslaraefni Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Tveir norður-kóreskir hermenn sagðir í haldi Úkraínuhers Anita Bryant er látin Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Útgöngubann í borginni í nótt Vörpuðu fimmtíu sprengjum á þrjú skotmörk í Jemen Trump ekki dæmdur í fangelsi Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Staðfesta að 2024 var heitasta árið í mælingasögunni Sóttu sér meira en milljón ára gamlan ís á Suðurskautslandinu Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Stóru eldarnir enn hömlulausir Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Sjá meira
Að minnsta kosti 25 látnir eftir sprengingu við lúxushótel í Havana Að minnsta kosti 25 eru látnir og fleiri en 60 hafa verið fluttir á sjúkrahús eftir að sprenging varð við eitt af lúxushótelum Havana á Kúbu. 7. maí 2022 22:20
Gasleka kennt um stærðarinnar sprengingu í Havana Gasleki á þekktu hóteli í Havana leiddi til stærðarinnar sprengingar sem minnst níu dóu í. Um þrjátíu voru fluttir á sjúkrahús eftir sprenginguna en stór hluti framhluta byggingarinnar hrundi vegna hennar. 6. maí 2022 23:13
Stærðarinnar sprenging í Havana Fyrr í dag varð stærðarinnar sprenging við Saratoga-hótelið í Havana, höfuðborg Kúbu. 6. maí 2022 16:44