Fyrir leik var ljóst að með sigri myndi Wolfsburg tryggja sér meistaratitilinn þegar ein umferð væri eftir. Botnliðið reyndist engin fyrirstaða og Wolfsburg tryggði sér titilinn með stæl.
Eftir aðeins sjö mínútur lagði Sveindís Jane upp mark fyrir Ewu Pajor. Sveindís Jane bætti svo sjálf öðru marki liðsins við áður en heimaliðið skoraði þriðja markið sjálft, sjálfsmark.

Staðan orðin 3-0 gestunum í vil eftir aðeins 18 mínútur en Sveindís Jane og stöllur voru hvergi nærri hættar. Felicitas Rauch skoraði fjórða markið og Lena Lattwein það fimmta áur en fyrri hálfleik var lokið, staðan 0-5 í hálfleik.
Jill Roord skoraði á fyrstu mínútu síðari hálfleiks og Alexandra Popp bætti við sjöunda markinu þegar tæp klukkustund var liðin. Skömmu síðar fór Sveindís Jane af velli en mörkun hélt áfram að rigna.
Botnliðinu tókst að minnka muninn tæpar tíu mínútur lifðu leiks. Leikmenn Wolfsburg tóku það ekki í mál og bættu við þremur mörkum áður en leiknum lauk. Tabea Waßmuth, Pauline Bremer og Svenja Huth með mörkin. Staðan þar með orðin 1-10 og reyndust það lokatölur leiksins.
Wolfsburg þar af leiðandi Þýskalandsmeistari árið 2022.
DAS IST DIE EINDEUTIGE ENTSCHEIDUNG!!! DAS IST DIE MEISTERSCHAFT!!! #FCCWOB #VfLWolfsburg pic.twitter.com/kiX7XrH5ww
— VfL Wolfsburg Frauen (@VfL_Frauen) May 8, 2022
