Foreldrar munu áfram funda um upplausnarástand í Flensborg Jakob Bjarnar skrifar 7. maí 2022 14:40 Erla Sigríður er nýskipaður skólameistari Flensborgarskóla en óhætt er að segja að skipan hennar hafi reynst umdeild innan skólans. stjr Upplausnarástand ríkir í fjölbrautaskólanum í Flensborg í Hafnarfirði en mikil gremja meðal nemenda og starfsliðs braust út í vikunni þegar fyrir lá að Ásmundur Einar Daðason mennta- og barnamálaráðherra hafði skipað Erlu Sigríði Ragnarsdóttur skólameistara. Erla Sigríður hafði þá um nokkurt skeið verið starfandi skólameistari og bera forráðamenn nemendafélags skólans henni ekki vel söguna og sendu sérlega harðort erindi þar um til ráðuneytisins. Vísir fjallaði ítarlega um málið í gær. Seinni partinn í gær funduðu svo foreldar þeirra nemenda sem eru í leiklistarhópi skólans. Óánægjan með samskiptin við Erlu Sigríði eru marvísleg, ekki síst í því sem snýr að félagslífi nemenda. Og er fullyrt að ekki fáist leiðbeinendur, þjálfarar og leikstjórar til að starfa með þeim að MORFIS-keppni, Gettu betur-keppni og leiksýningum vegna erfiðra samskipta við skólameistara. Helga Guðrún Ásgeirsdóttir er formaður í foreldraráði Flensborgar. Hún segir, í samtali við Vísi, að fundarboð hafi verið með skömmum fyrirvara og hún hafi ekki komist til þess fundar. Og geti því ekki verið til frásagnar um hvað þar fór fram. Flensborgarskólinn í Hafnarfirði hefur lengi verið eitt helsta stolt bæjarfélagsins. Nú gustar um skólann.Foto: Vilhelm Gunnarsson/Vilhelm Gunnarsson En hún segir að til standi að boða til annars foreldrafundar þar sem til stendur að fleiri foreldrar komi að. Sjálf segir Helga Guðrún að hún hafi ekki, fyrr en í gær, heyrt af hinni megnu óánægju. Hún hafi sjálf ekki átt nema góð samskipti við skólameistara en nú verði að kortleggja stöðuna. Vísir sendi fyrirspurn til Mennta- og barnamálaráðuneytisins í gær vegna erindis nemenda en ekki hafa neinar útskýringar borist enn vegna fyrirspurnar um í hvaða farvegi erindi nemendanna er innan veggja ráðuneytisins. Ekki hefur náðst í Erlu Sigríði skólameistara vegna málsins. Skóla - og menntamál Framhaldsskólar Stjórnsýsla Hafnarfjörður Mest lesið „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Innlent Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Innlent Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Innlent Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Innlent „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Innlent Logandi bíll á hvolfi í Kópavogi Innlent Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Innlent Afhjúpaði eigin njósnara á X Erlent Starfsmaður Héraðssaksóknara með stöðu sakbornings Innlent Fleiri fréttir Logandi bíll á hvolfi í Kópavogi Sýknukrafa, kreppuástand og hótel í fjalli Byrja að dæla heitu aftur fyrir klukkan tíu Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Sjö eldislaxar fundist í fjórum ám Starfsmaður Héraðssaksóknara með stöðu sakbornings Lýsa yfir vantrausti á Sönnu og segja hana ætla að stofna nýjan flokk „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Hefur þekkt soninn lengur en ráðherrann Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Aðeins 22 prósent nemenda Fellaskóla með viðeigandi færni í lestri Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Þurfa að loka Vesturbæjarlaug enn á ný Krafist sýknu af manndrápsákæru og hríðfallandi lestrarfærni Kom farsíma fyrir á baðherbergi og myndaði konur „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Mega gera ráð fyrir heitavatnsleysi fram á kvöld Innan við tuttugu prósent ánægð með borgarstjóra Sundhöllin opnuð á mánudag en lengra í heitu pottana Lögðu hald á snák eftir alvarlega líkamsárás „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Til vandræða á bar og vopnaður hnífi „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Sjá meira
Erla Sigríður hafði þá um nokkurt skeið verið starfandi skólameistari og bera forráðamenn nemendafélags skólans henni ekki vel söguna og sendu sérlega harðort erindi þar um til ráðuneytisins. Vísir fjallaði ítarlega um málið í gær. Seinni partinn í gær funduðu svo foreldar þeirra nemenda sem eru í leiklistarhópi skólans. Óánægjan með samskiptin við Erlu Sigríði eru marvísleg, ekki síst í því sem snýr að félagslífi nemenda. Og er fullyrt að ekki fáist leiðbeinendur, þjálfarar og leikstjórar til að starfa með þeim að MORFIS-keppni, Gettu betur-keppni og leiksýningum vegna erfiðra samskipta við skólameistara. Helga Guðrún Ásgeirsdóttir er formaður í foreldraráði Flensborgar. Hún segir, í samtali við Vísi, að fundarboð hafi verið með skömmum fyrirvara og hún hafi ekki komist til þess fundar. Og geti því ekki verið til frásagnar um hvað þar fór fram. Flensborgarskólinn í Hafnarfirði hefur lengi verið eitt helsta stolt bæjarfélagsins. Nú gustar um skólann.Foto: Vilhelm Gunnarsson/Vilhelm Gunnarsson En hún segir að til standi að boða til annars foreldrafundar þar sem til stendur að fleiri foreldrar komi að. Sjálf segir Helga Guðrún að hún hafi ekki, fyrr en í gær, heyrt af hinni megnu óánægju. Hún hafi sjálf ekki átt nema góð samskipti við skólameistara en nú verði að kortleggja stöðuna. Vísir sendi fyrirspurn til Mennta- og barnamálaráðuneytisins í gær vegna erindis nemenda en ekki hafa neinar útskýringar borist enn vegna fyrirspurnar um í hvaða farvegi erindi nemendanna er innan veggja ráðuneytisins. Ekki hefur náðst í Erlu Sigríði skólameistara vegna málsins.
Skóla - og menntamál Framhaldsskólar Stjórnsýsla Hafnarfjörður Mest lesið „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Innlent Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Innlent Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Innlent Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Innlent „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Innlent Logandi bíll á hvolfi í Kópavogi Innlent Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Innlent Afhjúpaði eigin njósnara á X Erlent Starfsmaður Héraðssaksóknara með stöðu sakbornings Innlent Fleiri fréttir Logandi bíll á hvolfi í Kópavogi Sýknukrafa, kreppuástand og hótel í fjalli Byrja að dæla heitu aftur fyrir klukkan tíu Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Sjö eldislaxar fundist í fjórum ám Starfsmaður Héraðssaksóknara með stöðu sakbornings Lýsa yfir vantrausti á Sönnu og segja hana ætla að stofna nýjan flokk „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Hefur þekkt soninn lengur en ráðherrann Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Aðeins 22 prósent nemenda Fellaskóla með viðeigandi færni í lestri Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Þurfa að loka Vesturbæjarlaug enn á ný Krafist sýknu af manndrápsákæru og hríðfallandi lestrarfærni Kom farsíma fyrir á baðherbergi og myndaði konur „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Mega gera ráð fyrir heitavatnsleysi fram á kvöld Innan við tuttugu prósent ánægð með borgarstjóra Sundhöllin opnuð á mánudag en lengra í heitu pottana Lögðu hald á snák eftir alvarlega líkamsárás „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Til vandræða á bar og vopnaður hnífi „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Sjá meira