Gengur ekki að útgangspunkturinn verði að Rússum líði vel Snorri Másson skrifar 7. maí 2022 12:01 Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands gerði sér lítið fyrir og ávarpaði Selenskí Úkraínuforseta á úkraínsku í gær, þegar Selenskí ávarpaði þingið. Vísir/Vilhelm Forseti Íslands segir að útgangspunktur í friðarviðræðum um Úkraínu geti ekki verið sá að láta valdhöfum í Moskvu líða vel. Rússar studdu fyrstu ályktun Öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna um stríðið, sem gefin var út í gær. Áfram er barist og Úkraínumenn eru sagðir í gagnsókn nærri Kharkív, þar sem þeir eiga að hafa náð aftur stjórn á nokkrum þorpum. Á sama tíma er sagt frá því að ítölsk yfirvöld hafi gert upptæka snekkju í eigu Pútíns við ítalska höfn. Staðan er alvarleg, rétt eins og kemur fram í fyrstu sameiginlegu ályktun öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna, sem var gefin út í gær og studd meðal annars af Rússum. Þar er ekki rætt um stríð eða innrás, en efni ályktunarinnar er í grunninn mikill stuðningur við að aðalritari, Antonio Guterres, leiti friðsamlegrar lausnar í deilunni, sem hafi nú staðið yfir í tíu vikur. Ekki hægt að gefa mikinn afslátt á sjálfstæði Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands sagði í samtali við fréttastofu í gær að niðurstaðan í þessu öllu saman hlyti að verða sú að friður ríki í Úkraínu og að innrásarherinn hverfi á braut. Það sé þó ekki hans að leggja mat á það hvernig í smáatriðum sú niðurstaða fengist. „En ef við gefum einhvern mikinn afslátt á að úkraínsk þjóð fái að lifa í friði innan sinna landamæra, þá er úr vöndu að ráða. Við getum ekki látið sem svo að til þess að friður ríki í þessari álfu þurfi að að hugsa sem svo hvernig við getum látið valdhöfum í Moskvu líða vel. Það getur ekki verið útgangspunkturinn,“ sagði Guðni. Þannig að þú ert ósammála forvera þínum í því að til dæmis útþenslustefna NATO hafi verið meðal valda í þessu stríði? „Ég ætla nú ekki að gera þér til geðs að snúa þessu upp í eitthvað slíkt. Mér finnst staðan vera miklu alvarlegri en svo að við eigum að horfa til þess hvað mér finnst um orð forvera míns. Málið er svo miklu stærra en svo,“ sagði Guðni. Þar var rætt um ummæli Ólafs Ragnars Grímssonar fyrrverandi forseta, þar sem hann sagði að stækkun Atlantshafsbandalagsins til austurs hefði leitt til stærsta stríðs í Vestur-Evrópu frá lokum seinni heimsstyrjaldarinnar, í það minnsta ekki komið í veg fyrir það. Ólafur Ragnar og Vladimír Pútín á fundi Norðurslóða í september 2013.Sasha Mordovets/Getty Images Katrín styður inngöngu Svía og Finna Frekari stækkun NATO stendur fyrir dyrum; Svíar og Finnar færast nær því að sækja um aðild að bandalaginu. Forsætisráðherra leggst ekki gegn þeim áformun, enda þótt Vinstri græn eigi að heita efasemdaflokkur um Atlantshafsbandalagið og útþenslu þess. „Við styðjum þá niðurstöðu sem Finnar og Svíar munu komast að. Það er niðurstaða sem þau munu taka fyrir á vettvangi sinna þinga. Við ræddum það norrænu forsætisráðherrarnir sem áttum fund að það er líka mikilvægt að norrænu ríkin standi saman með þeirri lýðræðislegu niðurstöðu sem þar kemur fram,“ sagði Katrín Jakobsdóttir í samtali við fréttastofu í gær. Forseti Íslands Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Guðni Th. Jóhannesson Tengdar fréttir „Mun aldrei nást friður eða vopnahlé ef við erum bara í einhverjum kór“ Ólafur Ragnar Grímsson, fyrrverandi forseti Íslands, segir mikilvægt að átta sig á því hvernig almenningur í Rússlandi hugsi. Stríðið í Úkraínu muni ekki hafa einfalda skyndilausn og tíst sem hann hafi sent frá sér séu ekki til marks um nokkurskonar stuðning hans við Vladimír Pútín, forseta Rússlands. 6. apríl 2022 20:46 Ólafur Ragnar á hrós skilið Um leið og ég þakka glöggar skýringar Ólafs Ragnars Grímssonar fyrrum forseta Íslands um ástandið milli Rússlands og Úkraínu í Silfri Egils, harma ég þá aðför sem að honum var gerð í kjölfarið fyrir það eitt að segja sannleikann umbúðalaust. 30. mars 2022 09:00 Ólafur Ragnar hafður að háði og spotti á Facebook Fjölmargir hafa stigið fram á Facebook og fordæmt ummæli Ólafs Ragnars Grímssonar fyrrverandi sitjandi forseta Íslands þau sem hann viðhafði um innrás Rússa í Úkraínu í viðtali við Egil Helgason á Ríkissjónvarpinu í gær. Þar talar fólk tæpitungulaust. 21. mars 2022 13:14 Veltir því fyrir sér hvort Ólafur Ragnar afsaki gjörðir Pútíns Prófessor í stjórnmálafræði veltir því fyrir sér hvort að afsökun fyrir gjörðir Pútíns felist í ummælum Ólafs Ragnars Grímssonar, þess efnis að stækkun Atlantshafsbandalagsins hafi leitt til stríðsins í Úkraínu. 21. mars 2022 12:00 Mest lesið Moskítóflugan mætt til Íslands Innlent „Ég hélt ekki að ég ætti eftir að upplifa svona rosalegt bakslag“ Innlent Gaf í skyn gróft kynlíf, gekk í skrokk á konu og dæmdur í fimm ára fangelsi Innlent Tegundin sé líklega komin til að vera Innlent Hafna aftur tillögu Trumps Erlent Alvarlegt umferðarslys austan við Klaustur Innlent Skikkar bændur í meirapróf Innlent Hafði komið sér fyrir í varðskipinu án leyfis Innlent Brennur fyrir borgarhönnun og sárnaði að vera kölluð hræsnari Innlent Götulokanir vegna kvennaverkfalls Innlent Fleiri fréttir Fjórði starfsmaðurinn hættir en reynslubolti kemur inn Fellur frá kröfu um meirapróf bænda Þarf ekki lengur tilvísun til sjúkraþjálfara næsta vor Tegundin sé líklega komin til að vera Ofbeldismál gegn kennurum komi upp á öllum skólastigum Bjartsýnn á lausn í vikunni þótt ekki hafi verið boðað til fundar Moskítóflugan og verkfallsaðgerðir flugumferðarstjóra Götulokanir vegna kvennaverkfalls Kröftug skjálftahrina í Mýrdalsjökli Skikkar bændur í meirapróf Moskítóflugan mætt til Íslands Alvarlegt umferðarslys austan við Klaustur Verulega skert þjónusta vegna kvennaverkfalls Gaf í skyn gróft kynlíf, gekk í skrokk á konu og dæmdur í fimm ára fangelsi „Ég hélt ekki að ég ætti eftir að upplifa svona rosalegt bakslag“ Hafði komið sér fyrir í varðskipinu án leyfis Brennur fyrir borgarhönnun og sárnaði að vera kölluð hræsnari Verkfall flugumferðarstjóra hafið Samkomulag við Þjóðverja eigi að tryggja varnir og öryggi Íslendinga Rödd Íslendinga í hinsegin baráttu hafi aldrei verið mikilvægari 105 ára boccia meistari í vesturbæ Reykjavíkur Nemendur gangi ítrekað í skrokk á kennurum Nemendur ganga í skrokk á kennurum og kjaradeila enn í hnút Lögregla aðstoðaði við að vísa gestum út af hóteli í 105 Þáttur Trumps gífurlega mikilvægur „Barnið mitt dó á ykkar vakt“ „Málið er fast“ Byggja þarf 5.500 íbúðir á Suðurlandi á næstu 10 árum „Stutt síðan að þeir voru í aðgerðum og ollu þar miklu tjóni“ Verkfallið vonbrigði og grímuklæddir glæpamenn í Louvre Sjá meira
Áfram er barist og Úkraínumenn eru sagðir í gagnsókn nærri Kharkív, þar sem þeir eiga að hafa náð aftur stjórn á nokkrum þorpum. Á sama tíma er sagt frá því að ítölsk yfirvöld hafi gert upptæka snekkju í eigu Pútíns við ítalska höfn. Staðan er alvarleg, rétt eins og kemur fram í fyrstu sameiginlegu ályktun öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna, sem var gefin út í gær og studd meðal annars af Rússum. Þar er ekki rætt um stríð eða innrás, en efni ályktunarinnar er í grunninn mikill stuðningur við að aðalritari, Antonio Guterres, leiti friðsamlegrar lausnar í deilunni, sem hafi nú staðið yfir í tíu vikur. Ekki hægt að gefa mikinn afslátt á sjálfstæði Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands sagði í samtali við fréttastofu í gær að niðurstaðan í þessu öllu saman hlyti að verða sú að friður ríki í Úkraínu og að innrásarherinn hverfi á braut. Það sé þó ekki hans að leggja mat á það hvernig í smáatriðum sú niðurstaða fengist. „En ef við gefum einhvern mikinn afslátt á að úkraínsk þjóð fái að lifa í friði innan sinna landamæra, þá er úr vöndu að ráða. Við getum ekki látið sem svo að til þess að friður ríki í þessari álfu þurfi að að hugsa sem svo hvernig við getum látið valdhöfum í Moskvu líða vel. Það getur ekki verið útgangspunkturinn,“ sagði Guðni. Þannig að þú ert ósammála forvera þínum í því að til dæmis útþenslustefna NATO hafi verið meðal valda í þessu stríði? „Ég ætla nú ekki að gera þér til geðs að snúa þessu upp í eitthvað slíkt. Mér finnst staðan vera miklu alvarlegri en svo að við eigum að horfa til þess hvað mér finnst um orð forvera míns. Málið er svo miklu stærra en svo,“ sagði Guðni. Þar var rætt um ummæli Ólafs Ragnars Grímssonar fyrrverandi forseta, þar sem hann sagði að stækkun Atlantshafsbandalagsins til austurs hefði leitt til stærsta stríðs í Vestur-Evrópu frá lokum seinni heimsstyrjaldarinnar, í það minnsta ekki komið í veg fyrir það. Ólafur Ragnar og Vladimír Pútín á fundi Norðurslóða í september 2013.Sasha Mordovets/Getty Images Katrín styður inngöngu Svía og Finna Frekari stækkun NATO stendur fyrir dyrum; Svíar og Finnar færast nær því að sækja um aðild að bandalaginu. Forsætisráðherra leggst ekki gegn þeim áformun, enda þótt Vinstri græn eigi að heita efasemdaflokkur um Atlantshafsbandalagið og útþenslu þess. „Við styðjum þá niðurstöðu sem Finnar og Svíar munu komast að. Það er niðurstaða sem þau munu taka fyrir á vettvangi sinna þinga. Við ræddum það norrænu forsætisráðherrarnir sem áttum fund að það er líka mikilvægt að norrænu ríkin standi saman með þeirri lýðræðislegu niðurstöðu sem þar kemur fram,“ sagði Katrín Jakobsdóttir í samtali við fréttastofu í gær.
Forseti Íslands Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Guðni Th. Jóhannesson Tengdar fréttir „Mun aldrei nást friður eða vopnahlé ef við erum bara í einhverjum kór“ Ólafur Ragnar Grímsson, fyrrverandi forseti Íslands, segir mikilvægt að átta sig á því hvernig almenningur í Rússlandi hugsi. Stríðið í Úkraínu muni ekki hafa einfalda skyndilausn og tíst sem hann hafi sent frá sér séu ekki til marks um nokkurskonar stuðning hans við Vladimír Pútín, forseta Rússlands. 6. apríl 2022 20:46 Ólafur Ragnar á hrós skilið Um leið og ég þakka glöggar skýringar Ólafs Ragnars Grímssonar fyrrum forseta Íslands um ástandið milli Rússlands og Úkraínu í Silfri Egils, harma ég þá aðför sem að honum var gerð í kjölfarið fyrir það eitt að segja sannleikann umbúðalaust. 30. mars 2022 09:00 Ólafur Ragnar hafður að háði og spotti á Facebook Fjölmargir hafa stigið fram á Facebook og fordæmt ummæli Ólafs Ragnars Grímssonar fyrrverandi sitjandi forseta Íslands þau sem hann viðhafði um innrás Rússa í Úkraínu í viðtali við Egil Helgason á Ríkissjónvarpinu í gær. Þar talar fólk tæpitungulaust. 21. mars 2022 13:14 Veltir því fyrir sér hvort Ólafur Ragnar afsaki gjörðir Pútíns Prófessor í stjórnmálafræði veltir því fyrir sér hvort að afsökun fyrir gjörðir Pútíns felist í ummælum Ólafs Ragnars Grímssonar, þess efnis að stækkun Atlantshafsbandalagsins hafi leitt til stríðsins í Úkraínu. 21. mars 2022 12:00 Mest lesið Moskítóflugan mætt til Íslands Innlent „Ég hélt ekki að ég ætti eftir að upplifa svona rosalegt bakslag“ Innlent Gaf í skyn gróft kynlíf, gekk í skrokk á konu og dæmdur í fimm ára fangelsi Innlent Tegundin sé líklega komin til að vera Innlent Hafna aftur tillögu Trumps Erlent Alvarlegt umferðarslys austan við Klaustur Innlent Skikkar bændur í meirapróf Innlent Hafði komið sér fyrir í varðskipinu án leyfis Innlent Brennur fyrir borgarhönnun og sárnaði að vera kölluð hræsnari Innlent Götulokanir vegna kvennaverkfalls Innlent Fleiri fréttir Fjórði starfsmaðurinn hættir en reynslubolti kemur inn Fellur frá kröfu um meirapróf bænda Þarf ekki lengur tilvísun til sjúkraþjálfara næsta vor Tegundin sé líklega komin til að vera Ofbeldismál gegn kennurum komi upp á öllum skólastigum Bjartsýnn á lausn í vikunni þótt ekki hafi verið boðað til fundar Moskítóflugan og verkfallsaðgerðir flugumferðarstjóra Götulokanir vegna kvennaverkfalls Kröftug skjálftahrina í Mýrdalsjökli Skikkar bændur í meirapróf Moskítóflugan mætt til Íslands Alvarlegt umferðarslys austan við Klaustur Verulega skert þjónusta vegna kvennaverkfalls Gaf í skyn gróft kynlíf, gekk í skrokk á konu og dæmdur í fimm ára fangelsi „Ég hélt ekki að ég ætti eftir að upplifa svona rosalegt bakslag“ Hafði komið sér fyrir í varðskipinu án leyfis Brennur fyrir borgarhönnun og sárnaði að vera kölluð hræsnari Verkfall flugumferðarstjóra hafið Samkomulag við Þjóðverja eigi að tryggja varnir og öryggi Íslendinga Rödd Íslendinga í hinsegin baráttu hafi aldrei verið mikilvægari 105 ára boccia meistari í vesturbæ Reykjavíkur Nemendur gangi ítrekað í skrokk á kennurum Nemendur ganga í skrokk á kennurum og kjaradeila enn í hnút Lögregla aðstoðaði við að vísa gestum út af hóteli í 105 Þáttur Trumps gífurlega mikilvægur „Barnið mitt dó á ykkar vakt“ „Málið er fast“ Byggja þarf 5.500 íbúðir á Suðurlandi á næstu 10 árum „Stutt síðan að þeir voru í aðgerðum og ollu þar miklu tjóni“ Verkfallið vonbrigði og grímuklæddir glæpamenn í Louvre Sjá meira
„Mun aldrei nást friður eða vopnahlé ef við erum bara í einhverjum kór“ Ólafur Ragnar Grímsson, fyrrverandi forseti Íslands, segir mikilvægt að átta sig á því hvernig almenningur í Rússlandi hugsi. Stríðið í Úkraínu muni ekki hafa einfalda skyndilausn og tíst sem hann hafi sent frá sér séu ekki til marks um nokkurskonar stuðning hans við Vladimír Pútín, forseta Rússlands. 6. apríl 2022 20:46
Ólafur Ragnar á hrós skilið Um leið og ég þakka glöggar skýringar Ólafs Ragnars Grímssonar fyrrum forseta Íslands um ástandið milli Rússlands og Úkraínu í Silfri Egils, harma ég þá aðför sem að honum var gerð í kjölfarið fyrir það eitt að segja sannleikann umbúðalaust. 30. mars 2022 09:00
Ólafur Ragnar hafður að háði og spotti á Facebook Fjölmargir hafa stigið fram á Facebook og fordæmt ummæli Ólafs Ragnars Grímssonar fyrrverandi sitjandi forseta Íslands þau sem hann viðhafði um innrás Rússa í Úkraínu í viðtali við Egil Helgason á Ríkissjónvarpinu í gær. Þar talar fólk tæpitungulaust. 21. mars 2022 13:14
Veltir því fyrir sér hvort Ólafur Ragnar afsaki gjörðir Pútíns Prófessor í stjórnmálafræði veltir því fyrir sér hvort að afsökun fyrir gjörðir Pútíns felist í ummælum Ólafs Ragnars Grímssonar, þess efnis að stækkun Atlantshafsbandalagsins hafi leitt til stríðsins í Úkraínu. 21. mars 2022 12:00