Píratar vilja stimpla fyrir auð atkvæði í kjörklefann Jakob Bjarnar skrifar 7. maí 2022 10:33 Indriði bendir á að kosningar geti ekki verið neitt „sirka“ og hann hefði haldið að Landskjörstjórn vildi hafa þetta í lagi eftir kosningaklúðrið í Norðvesturkjördæmi í síðustu Alþingiskosningum. vísir/vilhelm/aðsend Kosningaeftirlit Pírata hefur að gefnu tilefni óskað eftir því við Landskjörstjórn að teknir verði í gagnið stimplar fyrir þá sem vilja skila auðu. Að ýmsu er að huga vegna kosninga en uppleggið er að þær séu leynilegar. Eins og Vísir greindi frá á í byrjun viku benti glöggur kjósandi á að hljóðið í stimplunum geti hæglega komið upp um hvernig kjósendur nýta sinn atkvæðarétt. Meira mál en gæti virst í fyrstu Kjósendur stimpla tiltekinn staf á kjörseðil sinn – listabókstaf þess framboðs sem viðkomandi vill styðja. Við það myndast hljóð. Ef hins vegar kjósandi ákveður að skila auðu, þá myndast ekkert hljóð og þá má þeim sem fyrir utan kjörklefann eru ljóst vera hvernig viðkomandi kjósandi nýtti sinn atkvæðisrétt. Til þess þarf engan Sherlock Holmes. Indriði Ingi Stefánsson er verkefnisstjóri kosningaeftirlits Pírata og í kjölfar fréttar Vísis hefur hann óskað eftir því við Landskjörstjórn að við þessum vanda verði brugðist. Og lausnin getur reynst einföld. „Í kjölfar fréttar Vísis óskaði ég eftir því við Landskjörstjórn að settir verði auðir stimplar í kjörklefana,“ segir Indriði í samtali við Vísi. Indriði segir reyndar, miðað við fyrri samskipti sín við Landskjörstjórn, að hann sé ekki bjartsýnn á að við þessu verði brugðist fyrir þessar kosningar, en kannski þær næstu. Í fljótu bragði virðist hér um að ræða tittlingaskít en ef að er gáð gæti þetta hæglega reynst skoðanamyndandi. „Já, kjósandinn gæti fundið sig knúinn til að nota stimpilinn. Og þá ertu kannski farinn að velja eitthvað sem þú vilt ekki velja.“ Indriði segir að kosningar geti ekki verið neitt … sirka. „Ef ekki er farið eftir gefinni forskrift er erfitt að hafa traust á ferlinu.“ Klúður í framsetningu getur reynst skoðanamyndandi Indriði hefur staðið í stappi við Landskjörstjórn um reglugerð sem hann segir kveða á um að framboðslistar hangi uppi við á áberandi stað á kjörstað en á því hefur verið misbrestur. Bæði í framkvæmd og framsetningu. Sem megi þá jafnvel meta sem svo að verið sé að gera upp á milli framboða. Indriði segir að Landskjörstjórn hafi móast við þeim ábendingum og hengt sig í orðalagið „alla jafna“. Þetta þykir Indriða skjóta skökku við því hann hefði talið að menn vildu hafa þetta í lagi eftir kosningaklúðrið í Norðvesturkjördæmi í síðustu Alþingiskosningum. „Já, ég upplifði það þannig að þau væru að skjóta sér undan skyldu sinni. En þetta er skýrt. Landskjörstjórn á að útbúa kjörgögn. Það sem þeir virðast hafa gert er að taka beint frá sveitafélögunum listana eins og þeir voru auglýstir og nánast ekkert gert með þá.“ Framboðslistana hefði að mati Indriða þurft að uppfæra, setja þá fram óbrotna milli blaðsíðna í stafrófsröð og hafa aðgengilega á kjörstað. Sveitarstjórnarkosningar 2022 Stjórnsýsla Píratar Mest lesið Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Erlent Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Erlent „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Erlent Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Innlent Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Innlent Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Erlent Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Innlent „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Innlent Fleiri fréttir „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Áfram auknar líkur á eldgosi Rafmagn komið á að nýju í Garðabæ Berjast við talsverðan sinueld við Selfoss Sjá meira
Að ýmsu er að huga vegna kosninga en uppleggið er að þær séu leynilegar. Eins og Vísir greindi frá á í byrjun viku benti glöggur kjósandi á að hljóðið í stimplunum geti hæglega komið upp um hvernig kjósendur nýta sinn atkvæðarétt. Meira mál en gæti virst í fyrstu Kjósendur stimpla tiltekinn staf á kjörseðil sinn – listabókstaf þess framboðs sem viðkomandi vill styðja. Við það myndast hljóð. Ef hins vegar kjósandi ákveður að skila auðu, þá myndast ekkert hljóð og þá má þeim sem fyrir utan kjörklefann eru ljóst vera hvernig viðkomandi kjósandi nýtti sinn atkvæðisrétt. Til þess þarf engan Sherlock Holmes. Indriði Ingi Stefánsson er verkefnisstjóri kosningaeftirlits Pírata og í kjölfar fréttar Vísis hefur hann óskað eftir því við Landskjörstjórn að við þessum vanda verði brugðist. Og lausnin getur reynst einföld. „Í kjölfar fréttar Vísis óskaði ég eftir því við Landskjörstjórn að settir verði auðir stimplar í kjörklefana,“ segir Indriði í samtali við Vísi. Indriði segir reyndar, miðað við fyrri samskipti sín við Landskjörstjórn, að hann sé ekki bjartsýnn á að við þessu verði brugðist fyrir þessar kosningar, en kannski þær næstu. Í fljótu bragði virðist hér um að ræða tittlingaskít en ef að er gáð gæti þetta hæglega reynst skoðanamyndandi. „Já, kjósandinn gæti fundið sig knúinn til að nota stimpilinn. Og þá ertu kannski farinn að velja eitthvað sem þú vilt ekki velja.“ Indriði segir að kosningar geti ekki verið neitt … sirka. „Ef ekki er farið eftir gefinni forskrift er erfitt að hafa traust á ferlinu.“ Klúður í framsetningu getur reynst skoðanamyndandi Indriði hefur staðið í stappi við Landskjörstjórn um reglugerð sem hann segir kveða á um að framboðslistar hangi uppi við á áberandi stað á kjörstað en á því hefur verið misbrestur. Bæði í framkvæmd og framsetningu. Sem megi þá jafnvel meta sem svo að verið sé að gera upp á milli framboða. Indriði segir að Landskjörstjórn hafi móast við þeim ábendingum og hengt sig í orðalagið „alla jafna“. Þetta þykir Indriða skjóta skökku við því hann hefði talið að menn vildu hafa þetta í lagi eftir kosningaklúðrið í Norðvesturkjördæmi í síðustu Alþingiskosningum. „Já, ég upplifði það þannig að þau væru að skjóta sér undan skyldu sinni. En þetta er skýrt. Landskjörstjórn á að útbúa kjörgögn. Það sem þeir virðast hafa gert er að taka beint frá sveitafélögunum listana eins og þeir voru auglýstir og nánast ekkert gert með þá.“ Framboðslistana hefði að mati Indriða þurft að uppfæra, setja þá fram óbrotna milli blaðsíðna í stafrófsröð og hafa aðgengilega á kjörstað.
Sveitarstjórnarkosningar 2022 Stjórnsýsla Píratar Mest lesið Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Erlent Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Erlent „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Erlent Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Innlent Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Innlent Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Erlent Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Innlent „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Innlent Fleiri fréttir „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Áfram auknar líkur á eldgosi Rafmagn komið á að nýju í Garðabæ Berjast við talsverðan sinueld við Selfoss Sjá meira