Bayern heimsótti Leverkusen í leik sem varð að vinnast ætli liðið sér að eiga möguleika á titlinum. Staðan var markalaus þangað til undir lok fyrri hálfleiks en þrjú mörk á aðeins sex mínútna kafla gerðu út um leikinn.
Staðan 3-0 Bayern í vil í hálfleik og reyndust það lokatölur leiksins. Glódís Perla stóð vaktina allan leikinn í hjarta varnarinnar á meðan Karólína Lea var tekin af velli á 82. mínútu leiksins.
Staðan er þannig að Bayern er í 2. sæti með 52 stig eftir 21 leik. Wolfsburg er á toppnum með 53 stig eftir 20 leiki og má því aðeins ná í eitt stig af þeim sex sem liðið gæti náð í ef Bayern á að landa þeim stóra.
Wolfsburg mætir Jena á útivelli á sunnudaginn kemur og svo Bayer Leverkusen á heimavelli viku síðar þegar lokaumferð deildarinnar fer fram. Á sama tíma mætast Bayern og Potsdam í München.