Þetta vilja Píratar gera fyrir yngstu íbúa Kópavogs Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar 7. maí 2022 08:00 Barn sem fæðist í dag á rétt á 12 mánaða fæðingarorlofi með forsjáraðilum sínum (gefum okkur að þetta ímyndaða barn eigi tvo foreldra sem báðir hafa verið í lágmarksstarfshlutfalli á vinnumarkaði, eða í námi, í tilgreindan tíma fyrir fæðingu þess). Hvað gerist að þessum 12 mánuðum loknum? Jú, ef barnið er fætt á vormánuðum getur það átt von á að fá inngöngu í leikskóla við 15 mánaða aldur. Ef það býr í heppilegu hverfi gæti sá leikskóli verið í göngufjarlægð frá heimili þess, annars gæti hann verið hvar sem er í bænum. Ef barnið er fætt um sumar þarf það að bíða í ár í viðbót eftir að fá inngöngu í leikskóla, þar sem að jafnaði losnar aðeins um pláss á haustin þegar elstu börnin fara í grunnskóla. Leikskólapláss í nærumhverfi og heimgreiðslur fram að því Staðan er því sú að í mörgum tilfellum er annað foreldrið áfram heima með barnið í allt að ár þar til það fær inngöngu í leiksklóla. Þessu fylgir auðvitað mikil tekjuskerðing fyrir heimilið, sumir bregða á það ráð að skrá sig í háskólanám aðeins til þess að geta fengið framfærslulán frá Menntasjóði. Við Píratar viljum stefna að því að öllum börnum í Kópavogi bjóðist leikskólapláss í nærumhverfi sínu frá 12 mánaða aldri, óski forsjáraðilar þess, og við viljum strax bjóða forsjáraðilum heimgreiðslur á meðan beðið er. Upphæð heimgreiðslna ætti að taka mið af kostnaði sveitarfélagsins við að niðurgreiða leikskólapláss, sem nemur hátt í 200.000 krónum á mánuði. Ef kostnaður sveitarfélagsins er lægri fyrir þau börn sem ekki hafa fengið inngöngu í leikskóla er raunverulega innbygður hvati til óbreytts ástands. Sex tíma gjaldfrjáls leikskóli Við viljum líka skapa hvata til styttri dagvistunar með 6 tíma gjaldfrjálsum leikskóla og höfum þegar lagt fram tillögu þess efnis í bæjarstjórn Kópavogs. Þetta er hægt að gera með litlum sem engum tilkostnaði fyrir bæjarsjóð, en í núverandi fyrirkomulagi greiðir Kópavogsbær um 75% kostnaðar við leikskóladvöl barna. Langflest börn dvelja á leikskólum í átta tíma á dag og því eru sex tímar einmitt 75% af vistunartíma flestra barna. Haldist dvalartími barna sá sami eftir breytinguna eykst kostnaður sveitarfélagsins því ekki að neinu ráði. En fleira hangir á spýtunni en aðstæður foreldra og barna þeirra. Nái breytingin fram að ganga mun álag á leikskólakennara og leiðbeinendur minnka og veita aukið svigrúm til að vinna að undirbúningi námsins. Þá mætti færa deildarfundi yfir á dagvinnutíma og þannig spara kostnað við yfirvinnu. Auk þess spilar aðgerðin vel með markmiðum um styttingu vinnuvikunnar. Þar sem sambærilegar tillögur hafa verið rýndar hefur niðurstaðan verið sú að tekjutap bæjarins vegna styttri dvalartíma yrði í öllum tilfellum minna en sparnaður vegna minni þrýstings á kerfið. Stundum er sem betur fer hægt að gera líf almennings betra með litlum tilkostnaði, einföldum aðgerðum og bara smá vilja til að líta hlutina frá nýju sjónarhorni. Höfundur er bæjarfulltrúi og oddviti Pírata í Kópavogi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kópavogur Píratar Skoðun: Kosningar 2022 Sigurbjörg Erla Egilsdóttir Mest lesið Hlíðarendi – hverfið mitt Freyr Snorrason Skoðun Framtíð löggæslu fínpússuð í tilraunastofunni Gaza Kristján Þór Sigurðsson Skoðun Raddir, kyn og kassar Linda Björk Markúsardóttir Skoðun Alþjóðaflugvöllurinn á Akureyri: Hvar er Icelandair? Birgir Orri Ásgrímsson Skoðun Leiðtogi nýrra tíma Auður Kjartansdóttir,Bjarnveig Guðbrandsdóttir,Brynhildur Einarsdóttir,Guðrún Ingadóttir,G. Sirrý Ágústsdóttir,Hafdís Gunnarsdóttir,Jónas Kári Eiríksson,Júlíus Guðni Antonsson,Ragnhildur Eva Jónsdóttir,Róbert Smári Gunnarsson Skoðun Magnús Karl sem næsta rektor Háskóla Íslands Sólveig Ásta Sigurðardóttir,Stefanía Benónísdóttir Skoðun Herleysið er okkar vörn Dr. Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir Skoðun Wybory/Election/Kosningar Mateusz Gabríel K. Róbertsson Skoðun Heilbrigðisyfirvöld með í samtali um hugvíkkandi meðferðir Sara María Júlíudóttir Skoðun Lukka Sjálfstæðisflokksins Inga María Hlíðar Thorsteinson Skoðun Skoðun Skoðun Herleysið er okkar vörn Dr. Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir skrifar Skoðun Raddir, kyn og kassar Linda Björk Markúsardóttir skrifar Skoðun Færni á vinnumarkaði – ný námsleið fyrir fólk með þroskahömlun Helga Gísladóttir skrifar Skoðun Framtíðarfyrirkomulag biðlauna formanns VR Ólafur Reimar Gunnarsson skrifar Skoðun Sannanir í dómsmáli? Rithandarrannsóknir, fyrri grein Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Rödd friðar á móti sterkum her Anna Hildur Hildibrandsdóttir skrifar Skoðun Leiðtogi nýrra tíma Auður Kjartansdóttir,Bjarnveig Guðbrandsdóttir,Brynhildur Einarsdóttir,Guðrún Ingadóttir,G. Sirrý Ágústsdóttir,Hafdís Gunnarsdóttir,Jónas Kári Eiríksson,Júlíus Guðni Antonsson,Ragnhildur Eva Jónsdóttir,Róbert Smári Gunnarsson skrifar Skoðun Alþjóðaflugvöllurinn á Akureyri: Hvar er Icelandair? Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Tollflokkun rifins osts: Rangfærslur og staðreyndir Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Framtíð löggæslu fínpússuð í tilraunastofunni Gaza Kristján Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Wybory/Election/Kosningar Mateusz Gabríel K. Róbertsson skrifar Skoðun Hver er betri sem formaður Sjálfstæðisflokksins? Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Hlíðarendi – hverfið mitt Freyr Snorrason skrifar Skoðun Rétturinn til að hafa réttindi Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Chamberlain eða Churchill leiðin? Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Magnús Karl sem næsta rektor Háskóla Íslands Sólveig Ásta Sigurðardóttir,Stefanía Benónísdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisyfirvöld með í samtali um hugvíkkandi meðferðir Sara María Júlíudóttir skrifar Skoðun Flug er almenningsssamgöngur Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Barátta fyrir mannréttindum aldrei verið mikilvægari Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Löggjafinn brýtur á skólabörnum (grein 1) Valdís Ingibjörg Jónsdóttir skrifar Skoðun Strandveiðar – nýliðun hægri vinstri Steindór Ingi Kjellberg skrifar Skoðun Reykurinn sást löngu fyrir brunann! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Angist og krabbamein Auður E. Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Jens er rétti maðurinn í brúna! Anton Berg Sævarsson skrifar Skoðun Stuðningur fyrir börn í vanda getur verið lífsbjörg Stefán Guðbrandsson skrifar Skoðun Lukka Sjálfstæðisflokksins Inga María Hlíðar Thorsteinson skrifar Skoðun Silja Bára, öruggur og faglegur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Margrét Gíslínudóttir skrifar Skoðun Má skera börn? Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Aðför að menntakerfinu Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Er íslenska þjóðin að eldast? Þorsteinn Þorsteinsson skrifar Sjá meira
Barn sem fæðist í dag á rétt á 12 mánaða fæðingarorlofi með forsjáraðilum sínum (gefum okkur að þetta ímyndaða barn eigi tvo foreldra sem báðir hafa verið í lágmarksstarfshlutfalli á vinnumarkaði, eða í námi, í tilgreindan tíma fyrir fæðingu þess). Hvað gerist að þessum 12 mánuðum loknum? Jú, ef barnið er fætt á vormánuðum getur það átt von á að fá inngöngu í leikskóla við 15 mánaða aldur. Ef það býr í heppilegu hverfi gæti sá leikskóli verið í göngufjarlægð frá heimili þess, annars gæti hann verið hvar sem er í bænum. Ef barnið er fætt um sumar þarf það að bíða í ár í viðbót eftir að fá inngöngu í leikskóla, þar sem að jafnaði losnar aðeins um pláss á haustin þegar elstu börnin fara í grunnskóla. Leikskólapláss í nærumhverfi og heimgreiðslur fram að því Staðan er því sú að í mörgum tilfellum er annað foreldrið áfram heima með barnið í allt að ár þar til það fær inngöngu í leiksklóla. Þessu fylgir auðvitað mikil tekjuskerðing fyrir heimilið, sumir bregða á það ráð að skrá sig í háskólanám aðeins til þess að geta fengið framfærslulán frá Menntasjóði. Við Píratar viljum stefna að því að öllum börnum í Kópavogi bjóðist leikskólapláss í nærumhverfi sínu frá 12 mánaða aldri, óski forsjáraðilar þess, og við viljum strax bjóða forsjáraðilum heimgreiðslur á meðan beðið er. Upphæð heimgreiðslna ætti að taka mið af kostnaði sveitarfélagsins við að niðurgreiða leikskólapláss, sem nemur hátt í 200.000 krónum á mánuði. Ef kostnaður sveitarfélagsins er lægri fyrir þau börn sem ekki hafa fengið inngöngu í leikskóla er raunverulega innbygður hvati til óbreytts ástands. Sex tíma gjaldfrjáls leikskóli Við viljum líka skapa hvata til styttri dagvistunar með 6 tíma gjaldfrjálsum leikskóla og höfum þegar lagt fram tillögu þess efnis í bæjarstjórn Kópavogs. Þetta er hægt að gera með litlum sem engum tilkostnaði fyrir bæjarsjóð, en í núverandi fyrirkomulagi greiðir Kópavogsbær um 75% kostnaðar við leikskóladvöl barna. Langflest börn dvelja á leikskólum í átta tíma á dag og því eru sex tímar einmitt 75% af vistunartíma flestra barna. Haldist dvalartími barna sá sami eftir breytinguna eykst kostnaður sveitarfélagsins því ekki að neinu ráði. En fleira hangir á spýtunni en aðstæður foreldra og barna þeirra. Nái breytingin fram að ganga mun álag á leikskólakennara og leiðbeinendur minnka og veita aukið svigrúm til að vinna að undirbúningi námsins. Þá mætti færa deildarfundi yfir á dagvinnutíma og þannig spara kostnað við yfirvinnu. Auk þess spilar aðgerðin vel með markmiðum um styttingu vinnuvikunnar. Þar sem sambærilegar tillögur hafa verið rýndar hefur niðurstaðan verið sú að tekjutap bæjarins vegna styttri dvalartíma yrði í öllum tilfellum minna en sparnaður vegna minni þrýstings á kerfið. Stundum er sem betur fer hægt að gera líf almennings betra með litlum tilkostnaði, einföldum aðgerðum og bara smá vilja til að líta hlutina frá nýju sjónarhorni. Höfundur er bæjarfulltrúi og oddviti Pírata í Kópavogi.
Leiðtogi nýrra tíma Auður Kjartansdóttir,Bjarnveig Guðbrandsdóttir,Brynhildur Einarsdóttir,Guðrún Ingadóttir,G. Sirrý Ágústsdóttir,Hafdís Gunnarsdóttir,Jónas Kári Eiríksson,Júlíus Guðni Antonsson,Ragnhildur Eva Jónsdóttir,Róbert Smári Gunnarsson Skoðun
Magnús Karl sem næsta rektor Háskóla Íslands Sólveig Ásta Sigurðardóttir,Stefanía Benónísdóttir Skoðun
Skoðun Leiðtogi nýrra tíma Auður Kjartansdóttir,Bjarnveig Guðbrandsdóttir,Brynhildur Einarsdóttir,Guðrún Ingadóttir,G. Sirrý Ágústsdóttir,Hafdís Gunnarsdóttir,Jónas Kári Eiríksson,Júlíus Guðni Antonsson,Ragnhildur Eva Jónsdóttir,Róbert Smári Gunnarsson skrifar
Skoðun Magnús Karl sem næsta rektor Háskóla Íslands Sólveig Ásta Sigurðardóttir,Stefanía Benónísdóttir skrifar
Skoðun Heilbrigðisyfirvöld með í samtali um hugvíkkandi meðferðir Sara María Júlíudóttir skrifar
Skoðun Barátta fyrir mannréttindum aldrei verið mikilvægari Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Silja Bára, öruggur og faglegur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Margrét Gíslínudóttir skrifar
Leiðtogi nýrra tíma Auður Kjartansdóttir,Bjarnveig Guðbrandsdóttir,Brynhildur Einarsdóttir,Guðrún Ingadóttir,G. Sirrý Ágústsdóttir,Hafdís Gunnarsdóttir,Jónas Kári Eiríksson,Júlíus Guðni Antonsson,Ragnhildur Eva Jónsdóttir,Róbert Smári Gunnarsson Skoðun
Magnús Karl sem næsta rektor Háskóla Íslands Sólveig Ásta Sigurðardóttir,Stefanía Benónísdóttir Skoðun