Þetta vilja Píratar gera fyrir yngstu íbúa Kópavogs Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar 7. maí 2022 08:00 Barn sem fæðist í dag á rétt á 12 mánaða fæðingarorlofi með forsjáraðilum sínum (gefum okkur að þetta ímyndaða barn eigi tvo foreldra sem báðir hafa verið í lágmarksstarfshlutfalli á vinnumarkaði, eða í námi, í tilgreindan tíma fyrir fæðingu þess). Hvað gerist að þessum 12 mánuðum loknum? Jú, ef barnið er fætt á vormánuðum getur það átt von á að fá inngöngu í leikskóla við 15 mánaða aldur. Ef það býr í heppilegu hverfi gæti sá leikskóli verið í göngufjarlægð frá heimili þess, annars gæti hann verið hvar sem er í bænum. Ef barnið er fætt um sumar þarf það að bíða í ár í viðbót eftir að fá inngöngu í leikskóla, þar sem að jafnaði losnar aðeins um pláss á haustin þegar elstu börnin fara í grunnskóla. Leikskólapláss í nærumhverfi og heimgreiðslur fram að því Staðan er því sú að í mörgum tilfellum er annað foreldrið áfram heima með barnið í allt að ár þar til það fær inngöngu í leiksklóla. Þessu fylgir auðvitað mikil tekjuskerðing fyrir heimilið, sumir bregða á það ráð að skrá sig í háskólanám aðeins til þess að geta fengið framfærslulán frá Menntasjóði. Við Píratar viljum stefna að því að öllum börnum í Kópavogi bjóðist leikskólapláss í nærumhverfi sínu frá 12 mánaða aldri, óski forsjáraðilar þess, og við viljum strax bjóða forsjáraðilum heimgreiðslur á meðan beðið er. Upphæð heimgreiðslna ætti að taka mið af kostnaði sveitarfélagsins við að niðurgreiða leikskólapláss, sem nemur hátt í 200.000 krónum á mánuði. Ef kostnaður sveitarfélagsins er lægri fyrir þau börn sem ekki hafa fengið inngöngu í leikskóla er raunverulega innbygður hvati til óbreytts ástands. Sex tíma gjaldfrjáls leikskóli Við viljum líka skapa hvata til styttri dagvistunar með 6 tíma gjaldfrjálsum leikskóla og höfum þegar lagt fram tillögu þess efnis í bæjarstjórn Kópavogs. Þetta er hægt að gera með litlum sem engum tilkostnaði fyrir bæjarsjóð, en í núverandi fyrirkomulagi greiðir Kópavogsbær um 75% kostnaðar við leikskóladvöl barna. Langflest börn dvelja á leikskólum í átta tíma á dag og því eru sex tímar einmitt 75% af vistunartíma flestra barna. Haldist dvalartími barna sá sami eftir breytinguna eykst kostnaður sveitarfélagsins því ekki að neinu ráði. En fleira hangir á spýtunni en aðstæður foreldra og barna þeirra. Nái breytingin fram að ganga mun álag á leikskólakennara og leiðbeinendur minnka og veita aukið svigrúm til að vinna að undirbúningi námsins. Þá mætti færa deildarfundi yfir á dagvinnutíma og þannig spara kostnað við yfirvinnu. Auk þess spilar aðgerðin vel með markmiðum um styttingu vinnuvikunnar. Þar sem sambærilegar tillögur hafa verið rýndar hefur niðurstaðan verið sú að tekjutap bæjarins vegna styttri dvalartíma yrði í öllum tilfellum minna en sparnaður vegna minni þrýstings á kerfið. Stundum er sem betur fer hægt að gera líf almennings betra með litlum tilkostnaði, einföldum aðgerðum og bara smá vilja til að líta hlutina frá nýju sjónarhorni. Höfundur er bæjarfulltrúi og oddviti Pírata í Kópavogi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kópavogur Píratar Skoðun: Kosningar 2022 Sigurbjörg Erla Egilsdóttir Mest lesið Gleðibankinn er tómur Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson Skoðun Ísland úr Eurovision 2026 Sædís Ósk Arnbjargardóttir Skoðun Ísland hafnar mótorhjólum Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun Fokk jú Austurland Kristján Ingimarsson Skoðun Hver ber ábyrgð á Karlanetinu? Kjartan Ragnarsson,Védís Drótt Cortez Skoðun Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Ríkisstjórnin svíkur öryrkja sem eru búsettir erlendis Jón Frímann Jónsson Skoðun Þrjú tonn af sandi Guðmunda G. Guðmundsdóttir Skoðun Getur heilbrigðisþjónustu verið á heimsmælikvarða án nýrra krabbameinslyfja? Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Hvað er að marka ríkisstjórn sem segir eitt en gerir annað? Jóhannes Þór Skúlason Skoðun Skoðun Skoðun Skinka og sígarettur Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Skamm! (-sýni) Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Fatlað fólk er miklu meira en tölur í excel skjali Ágústa Arna Sigurdórsdóttir skrifar Skoðun Hvað er að marka ríkisstjórn sem segir eitt en gerir annað? Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Þegar fjárlögin vinna gegn markmiðinu Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin svíkur öryrkja sem eru búsettir erlendis Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Getur heilbrigðisþjónustu verið á heimsmælikvarða án nýrra krabbameinslyfja? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Ísland hafnar mótorhjólum Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Skýrslufargan: mikið skrifað, lítið lesið og lítið gert Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Brýn þörf á heildstæðum lausnum fyrir heilbrigðisþjónustu á Norðurlandi Sunna Hlín Jóhannesdóttir skrifar Skoðun Álafosskvos – verndarsvæði í byggð Regína Ásvaldsdóttir skrifar Skoðun Þrjú tonn af sandi Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland úr Eurovision 2026 Sædís Ósk Arnbjargardóttir skrifar Skoðun Fokk jú Austurland Kristján Ingimarsson skrifar Skoðun Ný þjóðaröryggisstefna Bandaríkjanna Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Gleðibankinn er tómur Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Hver ber ábyrgð á Karlanetinu? Kjartan Ragnarsson,Védís Drótt Cortez skrifar Skoðun Biðsalur dauðans eða aftökustaður á heiði? Davíð Bergmann skrifar Skoðun ,,Friðardúfan“ Pútín Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Nýsköpunarátak fyrir framtíð Íslands Þórarinn Ingi Pétursson skrifar Skoðun Það sem við skuldum hvort öðru Jónas Már Torfason skrifar Skoðun Fjárfestum í mannréttindafræðslu Vala Karen Viðarsdóttir,Pétur Hjörvar Þorkelsson skrifar Skoðun Sakavottorðið og ég Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Stór orð – litlar efndir Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson skrifar Skoðun Netið er ekki öruggt Sunna Elvira Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Meirihluti bæjarstjórnar Hafnarfjarðar á villigötum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Valkvæð tilvitnun í Feneyjanefndina Hjörtur J Guðmundsson skrifar Skoðun Mótorhjólin úti – Fjórhjólin inni Njáll Gunnlaugsson skrifar Sjá meira
Barn sem fæðist í dag á rétt á 12 mánaða fæðingarorlofi með forsjáraðilum sínum (gefum okkur að þetta ímyndaða barn eigi tvo foreldra sem báðir hafa verið í lágmarksstarfshlutfalli á vinnumarkaði, eða í námi, í tilgreindan tíma fyrir fæðingu þess). Hvað gerist að þessum 12 mánuðum loknum? Jú, ef barnið er fætt á vormánuðum getur það átt von á að fá inngöngu í leikskóla við 15 mánaða aldur. Ef það býr í heppilegu hverfi gæti sá leikskóli verið í göngufjarlægð frá heimili þess, annars gæti hann verið hvar sem er í bænum. Ef barnið er fætt um sumar þarf það að bíða í ár í viðbót eftir að fá inngöngu í leikskóla, þar sem að jafnaði losnar aðeins um pláss á haustin þegar elstu börnin fara í grunnskóla. Leikskólapláss í nærumhverfi og heimgreiðslur fram að því Staðan er því sú að í mörgum tilfellum er annað foreldrið áfram heima með barnið í allt að ár þar til það fær inngöngu í leiksklóla. Þessu fylgir auðvitað mikil tekjuskerðing fyrir heimilið, sumir bregða á það ráð að skrá sig í háskólanám aðeins til þess að geta fengið framfærslulán frá Menntasjóði. Við Píratar viljum stefna að því að öllum börnum í Kópavogi bjóðist leikskólapláss í nærumhverfi sínu frá 12 mánaða aldri, óski forsjáraðilar þess, og við viljum strax bjóða forsjáraðilum heimgreiðslur á meðan beðið er. Upphæð heimgreiðslna ætti að taka mið af kostnaði sveitarfélagsins við að niðurgreiða leikskólapláss, sem nemur hátt í 200.000 krónum á mánuði. Ef kostnaður sveitarfélagsins er lægri fyrir þau börn sem ekki hafa fengið inngöngu í leikskóla er raunverulega innbygður hvati til óbreytts ástands. Sex tíma gjaldfrjáls leikskóli Við viljum líka skapa hvata til styttri dagvistunar með 6 tíma gjaldfrjálsum leikskóla og höfum þegar lagt fram tillögu þess efnis í bæjarstjórn Kópavogs. Þetta er hægt að gera með litlum sem engum tilkostnaði fyrir bæjarsjóð, en í núverandi fyrirkomulagi greiðir Kópavogsbær um 75% kostnaðar við leikskóladvöl barna. Langflest börn dvelja á leikskólum í átta tíma á dag og því eru sex tímar einmitt 75% af vistunartíma flestra barna. Haldist dvalartími barna sá sami eftir breytinguna eykst kostnaður sveitarfélagsins því ekki að neinu ráði. En fleira hangir á spýtunni en aðstæður foreldra og barna þeirra. Nái breytingin fram að ganga mun álag á leikskólakennara og leiðbeinendur minnka og veita aukið svigrúm til að vinna að undirbúningi námsins. Þá mætti færa deildarfundi yfir á dagvinnutíma og þannig spara kostnað við yfirvinnu. Auk þess spilar aðgerðin vel með markmiðum um styttingu vinnuvikunnar. Þar sem sambærilegar tillögur hafa verið rýndar hefur niðurstaðan verið sú að tekjutap bæjarins vegna styttri dvalartíma yrði í öllum tilfellum minna en sparnaður vegna minni þrýstings á kerfið. Stundum er sem betur fer hægt að gera líf almennings betra með litlum tilkostnaði, einföldum aðgerðum og bara smá vilja til að líta hlutina frá nýju sjónarhorni. Höfundur er bæjarfulltrúi og oddviti Pírata í Kópavogi.
Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun
Getur heilbrigðisþjónustu verið á heimsmælikvarða án nýrra krabbameinslyfja? Halla Þorvaldsdóttir Skoðun
Skoðun Getur heilbrigðisþjónustu verið á heimsmælikvarða án nýrra krabbameinslyfja? Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Brýn þörf á heildstæðum lausnum fyrir heilbrigðisþjónustu á Norðurlandi Sunna Hlín Jóhannesdóttir skrifar
Skoðun Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson skrifar
Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun
Getur heilbrigðisþjónustu verið á heimsmælikvarða án nýrra krabbameinslyfja? Halla Þorvaldsdóttir Skoðun