Svali býst við fullum Hlíðarenda í kvöld: Stór stund fyrir lítil hjörtu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 6. maí 2022 14:30 Svali Björgvinsson ræðir hér við Guðjón Guðmundsson á Hlíðarenda í dag. S2 Sport Svali Björgvinsson var leikmaður Valsliðsins þegar körfuboltalið félagsins var síðast í úrslitum. Nú er hann formaður Körfuknattleiksdeildar Vals og fram undan er stærsti leikur félagsins í langan tíma. Guðjón Guðmundsson kíkti á Hlíðarenda og kannaði stöðuna á húsinu fyrir fyrsta úrslitaleik Vals og Tindastóls í kvöld. „Úrslitin á Íslandsmótinu í körfubolta hefjast hér á Hlíðarenda í kvöld þegar Valur tekur á móti Tindastól í fyrsta leik liðanna í úrslitum. Það er sannarlega mikið undir og við heyrðum í guðföður körfuboltans á Hlíðarenda, Svala Björgvinssyni,“ sagði Guðjón Guðmundsson. „Þetta er stór stund fyrir lítil hjörtu fyrir okkur Valsmenn. Það er langt síðan við höfum verið hérna og þetta er mjög gaman,“ sagði Svali Björgvinsson. Svali er búinn að berjast fyrir körfuboltann í Val í mjög langan tíma og hvernig er tilfinningin að sjá liðið vera komið alla leið í úrslit. „Hún er bara geggjuð. Það er fullt af fólki, hér í Val og öðrum félögum, að leggja mikið á sig til að komast í úrslit. Það er uppskera. Það er vor. Þetta er ofsalega gaman,“ sagði Svali. Valsmenn hafa ekki orðið Íslandsmeistarar í 39 ár eða síðan 1983. „Það er langur tími í körfubolta en það er stuttur tími í jarðsögulegu samhengi. Það er samt styttra síðan að Valur varð Íslandsmeistari í körfubolta heldur en Tindastóll,“ sagði Svali. „Það eru allir að stefna á það að koma hingað, ná þessum áfanga og fylla húsið. Frábært lið Tindastóls og mikil stemmning með þeim. Þetta verður ekkert skemmtilegra. Þeir sem eru í íþróttum eru í þessu til þess að komast á þennan stall, fá þessa upplifun og þessa spennu sem fylgir þessu. Ef þú færð slíka umbun þá þarf ekki jól, ekki páska og ekki sumardaginn fyrsta. Ef þú upplifir þetta einu sinni á ári þá er lífið ansi nálægt alsælu,“ sagði Svali. Svali býst við því að það verði fullt hús á Hlíðarenda í kvöld. Það seldust sex hundruð miðar þegar miðasalan opnaði á þriðjudaginn. „Það er mikil eftirspurn eftir miðum sem er bara geggjað. Því fleiri því betra,“ sagði Svali. Hér fyrir neðan má sjá viðtal Gaupa við Svala á Hlíðarenda fyrr í dag. Klippa: Gaupi ræðir við Svala fyrir leik kvöldsins Subway-deild karla Valur Tindastóll Mest lesið Ísland - Króatía | Þurfa að skáka Degi í stórleik á EM Handbolti Líkur Íslands á verðlaunum hafa snaraukist Handbolti „Hann er sonur minn“ Fótbolti Botna ekkert í Snorra: „Við erum teknir í bólinu“ Handbolti Svona var EM-Pallborðið: Allt sem þarf að vita fyrir stórleikinn í dag Handbolti Besta sætið um sóknarleikinn: „Að mínu mati dugar þetta ekki til“ Handbolti „Hann gæti gert fullt af sóknum léttari“ Handbolti Mátti ekki hlaupa maraþonhlaup með barnið sitt á sér Sport Elvar vildi ekki stela fjölskyldubílnum Handbolti Hakkar í sig þá sem vildu reka Alfreð Gíslason Handbolti Fleiri fréttir „Of margir sem reyndu að bjarga leiknum“ „Langar að biðja Stólana afsökunar á því sem ég lét út úr mér í síðustu umferð“ Uppgjörið: Keflavík - Ármann 93-102 | Ármenningar unnu í Keflavík Uppgjörið: Álftanes - ÍA 89-83 | Justin James afþiðnaði á réttum tíma Kári: Það koma dalir á hverju tímabili Leik lokið: ÍR - Stjarnan 109-118 | Stjörnumenn áfram á sigurbraut Uppgjörið: Valur - Þór Þ. 80-71 | Valsmenn unnu framlengdan leik Uppgjörið: Njarðvík-Keflavík 88-77 | Danielle og Brittany fóru á kostum Tryggvi og félagar eru áfram með fullt hús í Evrópubikarnum Abby með sigurkörfuna 0,8 sekúndum fyrir leikslok Áfall Njarðvíkur fyrir grannaslag kvöldsins Fyrsta Evróputap Stólanna í Síkinu Fjórði sigur Haukakvenna í röð KR - Valur 66-77 | Valur komst upp fyrir KR eftir sigur í rimmu liðanna Martin stoðsendingahæstur í Evrópusigri Tímabilið búið hjá Butler Aldrei hlegið jafnmikið og við að horfa á Nablann Bað um að fara frá Keflavík Risaleikir í undanúrslitum bikarsins Justin James aftur á Álftanesið Blóðugt tap gegn Börsungum Fá martraðir um Tryggva eftir leik kvöldsins Martin framlagshæstur í sigri Alba Berlin Elvar öflugur í mikilvægum sigri Segir ekkert til í því að Justin James sé á leið á Krókinn Uppgjörið: Njarðvík - ÍA 84-71| Langþráður sigur Njarðvíkur skilur ÍA eftir í slæmum málum Uppgjörið: Grindavík - Álftanes 83-78 | Sigurganga toppliðsins heldur áfram eftir mikla spennu Stjörnuleikmaður fékk borgaðar tugi milljóna fyrir að spila illa „Ég held að þetta verði bara betra héðan í frá“ „Hættum að spila okkar leik“ Sjá meira
Guðjón Guðmundsson kíkti á Hlíðarenda og kannaði stöðuna á húsinu fyrir fyrsta úrslitaleik Vals og Tindastóls í kvöld. „Úrslitin á Íslandsmótinu í körfubolta hefjast hér á Hlíðarenda í kvöld þegar Valur tekur á móti Tindastól í fyrsta leik liðanna í úrslitum. Það er sannarlega mikið undir og við heyrðum í guðföður körfuboltans á Hlíðarenda, Svala Björgvinssyni,“ sagði Guðjón Guðmundsson. „Þetta er stór stund fyrir lítil hjörtu fyrir okkur Valsmenn. Það er langt síðan við höfum verið hérna og þetta er mjög gaman,“ sagði Svali Björgvinsson. Svali er búinn að berjast fyrir körfuboltann í Val í mjög langan tíma og hvernig er tilfinningin að sjá liðið vera komið alla leið í úrslit. „Hún er bara geggjuð. Það er fullt af fólki, hér í Val og öðrum félögum, að leggja mikið á sig til að komast í úrslit. Það er uppskera. Það er vor. Þetta er ofsalega gaman,“ sagði Svali. Valsmenn hafa ekki orðið Íslandsmeistarar í 39 ár eða síðan 1983. „Það er langur tími í körfubolta en það er stuttur tími í jarðsögulegu samhengi. Það er samt styttra síðan að Valur varð Íslandsmeistari í körfubolta heldur en Tindastóll,“ sagði Svali. „Það eru allir að stefna á það að koma hingað, ná þessum áfanga og fylla húsið. Frábært lið Tindastóls og mikil stemmning með þeim. Þetta verður ekkert skemmtilegra. Þeir sem eru í íþróttum eru í þessu til þess að komast á þennan stall, fá þessa upplifun og þessa spennu sem fylgir þessu. Ef þú færð slíka umbun þá þarf ekki jól, ekki páska og ekki sumardaginn fyrsta. Ef þú upplifir þetta einu sinni á ári þá er lífið ansi nálægt alsælu,“ sagði Svali. Svali býst við því að það verði fullt hús á Hlíðarenda í kvöld. Það seldust sex hundruð miðar þegar miðasalan opnaði á þriðjudaginn. „Það er mikil eftirspurn eftir miðum sem er bara geggjað. Því fleiri því betra,“ sagði Svali. Hér fyrir neðan má sjá viðtal Gaupa við Svala á Hlíðarenda fyrr í dag. Klippa: Gaupi ræðir við Svala fyrir leik kvöldsins
Subway-deild karla Valur Tindastóll Mest lesið Ísland - Króatía | Þurfa að skáka Degi í stórleik á EM Handbolti Líkur Íslands á verðlaunum hafa snaraukist Handbolti „Hann er sonur minn“ Fótbolti Botna ekkert í Snorra: „Við erum teknir í bólinu“ Handbolti Svona var EM-Pallborðið: Allt sem þarf að vita fyrir stórleikinn í dag Handbolti Besta sætið um sóknarleikinn: „Að mínu mati dugar þetta ekki til“ Handbolti „Hann gæti gert fullt af sóknum léttari“ Handbolti Mátti ekki hlaupa maraþonhlaup með barnið sitt á sér Sport Elvar vildi ekki stela fjölskyldubílnum Handbolti Hakkar í sig þá sem vildu reka Alfreð Gíslason Handbolti Fleiri fréttir „Of margir sem reyndu að bjarga leiknum“ „Langar að biðja Stólana afsökunar á því sem ég lét út úr mér í síðustu umferð“ Uppgjörið: Keflavík - Ármann 93-102 | Ármenningar unnu í Keflavík Uppgjörið: Álftanes - ÍA 89-83 | Justin James afþiðnaði á réttum tíma Kári: Það koma dalir á hverju tímabili Leik lokið: ÍR - Stjarnan 109-118 | Stjörnumenn áfram á sigurbraut Uppgjörið: Valur - Þór Þ. 80-71 | Valsmenn unnu framlengdan leik Uppgjörið: Njarðvík-Keflavík 88-77 | Danielle og Brittany fóru á kostum Tryggvi og félagar eru áfram með fullt hús í Evrópubikarnum Abby með sigurkörfuna 0,8 sekúndum fyrir leikslok Áfall Njarðvíkur fyrir grannaslag kvöldsins Fyrsta Evróputap Stólanna í Síkinu Fjórði sigur Haukakvenna í röð KR - Valur 66-77 | Valur komst upp fyrir KR eftir sigur í rimmu liðanna Martin stoðsendingahæstur í Evrópusigri Tímabilið búið hjá Butler Aldrei hlegið jafnmikið og við að horfa á Nablann Bað um að fara frá Keflavík Risaleikir í undanúrslitum bikarsins Justin James aftur á Álftanesið Blóðugt tap gegn Börsungum Fá martraðir um Tryggva eftir leik kvöldsins Martin framlagshæstur í sigri Alba Berlin Elvar öflugur í mikilvægum sigri Segir ekkert til í því að Justin James sé á leið á Krókinn Uppgjörið: Njarðvík - ÍA 84-71| Langþráður sigur Njarðvíkur skilur ÍA eftir í slæmum málum Uppgjörið: Grindavík - Álftanes 83-78 | Sigurganga toppliðsins heldur áfram eftir mikla spennu Stjörnuleikmaður fékk borgaðar tugi milljóna fyrir að spila illa „Ég held að þetta verði bara betra héðan í frá“ „Hættum að spila okkar leik“ Sjá meira