Svali býst við fullum Hlíðarenda í kvöld: Stór stund fyrir lítil hjörtu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 6. maí 2022 14:30 Svali Björgvinsson ræðir hér við Guðjón Guðmundsson á Hlíðarenda í dag. S2 Sport Svali Björgvinsson var leikmaður Valsliðsins þegar körfuboltalið félagsins var síðast í úrslitum. Nú er hann formaður Körfuknattleiksdeildar Vals og fram undan er stærsti leikur félagsins í langan tíma. Guðjón Guðmundsson kíkti á Hlíðarenda og kannaði stöðuna á húsinu fyrir fyrsta úrslitaleik Vals og Tindastóls í kvöld. „Úrslitin á Íslandsmótinu í körfubolta hefjast hér á Hlíðarenda í kvöld þegar Valur tekur á móti Tindastól í fyrsta leik liðanna í úrslitum. Það er sannarlega mikið undir og við heyrðum í guðföður körfuboltans á Hlíðarenda, Svala Björgvinssyni,“ sagði Guðjón Guðmundsson. „Þetta er stór stund fyrir lítil hjörtu fyrir okkur Valsmenn. Það er langt síðan við höfum verið hérna og þetta er mjög gaman,“ sagði Svali Björgvinsson. Svali er búinn að berjast fyrir körfuboltann í Val í mjög langan tíma og hvernig er tilfinningin að sjá liðið vera komið alla leið í úrslit. „Hún er bara geggjuð. Það er fullt af fólki, hér í Val og öðrum félögum, að leggja mikið á sig til að komast í úrslit. Það er uppskera. Það er vor. Þetta er ofsalega gaman,“ sagði Svali. Valsmenn hafa ekki orðið Íslandsmeistarar í 39 ár eða síðan 1983. „Það er langur tími í körfubolta en það er stuttur tími í jarðsögulegu samhengi. Það er samt styttra síðan að Valur varð Íslandsmeistari í körfubolta heldur en Tindastóll,“ sagði Svali. „Það eru allir að stefna á það að koma hingað, ná þessum áfanga og fylla húsið. Frábært lið Tindastóls og mikil stemmning með þeim. Þetta verður ekkert skemmtilegra. Þeir sem eru í íþróttum eru í þessu til þess að komast á þennan stall, fá þessa upplifun og þessa spennu sem fylgir þessu. Ef þú færð slíka umbun þá þarf ekki jól, ekki páska og ekki sumardaginn fyrsta. Ef þú upplifir þetta einu sinni á ári þá er lífið ansi nálægt alsælu,“ sagði Svali. Svali býst við því að það verði fullt hús á Hlíðarenda í kvöld. Það seldust sex hundruð miðar þegar miðasalan opnaði á þriðjudaginn. „Það er mikil eftirspurn eftir miðum sem er bara geggjað. Því fleiri því betra,“ sagði Svali. Hér fyrir neðan má sjá viðtal Gaupa við Svala á Hlíðarenda fyrr í dag. Klippa: Gaupi ræðir við Svala fyrir leik kvöldsins Subway-deild karla Valur Tindastóll Mest lesið Uppgjör: Pólland - Ísland 84-75 | Tækifærið á sigrinum hrifsað af Íslandi Körfubolti Glæsimark Szoboszlai tryggði sigurinn Enski boltinn „Hjartað rifið úr okkur“ Körfubolti „Gestrisni Stjörnunnar til háborinnar skammar“ Fótbolti Dómari tekinn af leik Liverpool og Arsenal nokkrum klukkutímum fyrir leik Enski boltinn Feðgarnir slógust eftir leik Sport Uppgjörið: Víkingur - Breiðablik 2-2 | Tíu Blikar nældu í sterkt stig á erfiðum útivelli Íslenski boltinn Veifuðu eftir dómurunum sem flúðu af vettvangi: „Eðlilegt að þeir hlaupi í burtu“ Körfubolti „Stórt stökk að flytja ein til annars lands sextán ára“ Sport Andri Lucas flytur til Englands Enski boltinn Fleiri fréttir „Fannst tækifærið vera tekið af okkur“ „Vont er þeirra ranglæti. Verra er þeirra réttlæti“ „Bíður í átta ár eftir svona móti og þetta eru vinnubrögðin“ Veifuðu eftir dómurunum sem flúðu af vettvangi: „Eðlilegt að þeir hlaupi í burtu“ „Hjartað rifið úr okkur“ „Þetta er bara gullfallegt“ Einkunnir á móti Póllandi: Tryggvi í tröllaham og nóg af töffurum í liðinu Myndasyrpa: Stuðningsmenn Íslands glaðir og ekki búnir að gefast upp Ísraelar lögðu Frakka og lyftu sér á toppinn Uppgjör: Pólland - Ísland 84-75 | Tækifærið á sigrinum hrifsað af Íslandi Íslendingar hita upp í Katowice Belgarnir espuðu upp Doncic og hann svaraði með stórleik EM í dag með Jóni Arnóri: „Við þurfum smá fokk it mode“ „Ein besta manneskja sem ég hef kynnst“ Myndasyrpa: Stúkan blá í svekkjandi tapi Loyd kreisti fram sigur fyrir Pólland EM í dag: Fimm mínútna martröð Doncic og félagar í brasi Skýrsla Vals: Illt í sálinni „Hentar okkur illa að minnka hraðann og verja forskot“ „Langar helst að setjast hér niður og gráta“ „Fannst við eiga meira skilið“ Einkunnir strákanna á móti Belgíu: Tryggvi frábær en okkur vantaði alvöru töffara í lokin „Nokkur krúsjal atriði sem féllu ekki með okkur“ Uppgjörið: Ísland - Belgía 64-71 | Ofboðslega svekkjandi tap hjá íslenska liðinu Fékk 720 þúsund króna sekt og bann fyrir að vera rekinn út úr húsi á EM Berglind stigahæst í Evrópukeppninni og valin í lið mótsins Haukur Helgi mættur eftir aðgerð Myndasyrpa: Íslendingarnir máluðu bæinn bláan „Hljóp stressið fljótt úr mér“ Sjá meira
Guðjón Guðmundsson kíkti á Hlíðarenda og kannaði stöðuna á húsinu fyrir fyrsta úrslitaleik Vals og Tindastóls í kvöld. „Úrslitin á Íslandsmótinu í körfubolta hefjast hér á Hlíðarenda í kvöld þegar Valur tekur á móti Tindastól í fyrsta leik liðanna í úrslitum. Það er sannarlega mikið undir og við heyrðum í guðföður körfuboltans á Hlíðarenda, Svala Björgvinssyni,“ sagði Guðjón Guðmundsson. „Þetta er stór stund fyrir lítil hjörtu fyrir okkur Valsmenn. Það er langt síðan við höfum verið hérna og þetta er mjög gaman,“ sagði Svali Björgvinsson. Svali er búinn að berjast fyrir körfuboltann í Val í mjög langan tíma og hvernig er tilfinningin að sjá liðið vera komið alla leið í úrslit. „Hún er bara geggjuð. Það er fullt af fólki, hér í Val og öðrum félögum, að leggja mikið á sig til að komast í úrslit. Það er uppskera. Það er vor. Þetta er ofsalega gaman,“ sagði Svali. Valsmenn hafa ekki orðið Íslandsmeistarar í 39 ár eða síðan 1983. „Það er langur tími í körfubolta en það er stuttur tími í jarðsögulegu samhengi. Það er samt styttra síðan að Valur varð Íslandsmeistari í körfubolta heldur en Tindastóll,“ sagði Svali. „Það eru allir að stefna á það að koma hingað, ná þessum áfanga og fylla húsið. Frábært lið Tindastóls og mikil stemmning með þeim. Þetta verður ekkert skemmtilegra. Þeir sem eru í íþróttum eru í þessu til þess að komast á þennan stall, fá þessa upplifun og þessa spennu sem fylgir þessu. Ef þú færð slíka umbun þá þarf ekki jól, ekki páska og ekki sumardaginn fyrsta. Ef þú upplifir þetta einu sinni á ári þá er lífið ansi nálægt alsælu,“ sagði Svali. Svali býst við því að það verði fullt hús á Hlíðarenda í kvöld. Það seldust sex hundruð miðar þegar miðasalan opnaði á þriðjudaginn. „Það er mikil eftirspurn eftir miðum sem er bara geggjað. Því fleiri því betra,“ sagði Svali. Hér fyrir neðan má sjá viðtal Gaupa við Svala á Hlíðarenda fyrr í dag. Klippa: Gaupi ræðir við Svala fyrir leik kvöldsins
Subway-deild karla Valur Tindastóll Mest lesið Uppgjör: Pólland - Ísland 84-75 | Tækifærið á sigrinum hrifsað af Íslandi Körfubolti Glæsimark Szoboszlai tryggði sigurinn Enski boltinn „Hjartað rifið úr okkur“ Körfubolti „Gestrisni Stjörnunnar til háborinnar skammar“ Fótbolti Dómari tekinn af leik Liverpool og Arsenal nokkrum klukkutímum fyrir leik Enski boltinn Feðgarnir slógust eftir leik Sport Uppgjörið: Víkingur - Breiðablik 2-2 | Tíu Blikar nældu í sterkt stig á erfiðum útivelli Íslenski boltinn Veifuðu eftir dómurunum sem flúðu af vettvangi: „Eðlilegt að þeir hlaupi í burtu“ Körfubolti „Stórt stökk að flytja ein til annars lands sextán ára“ Sport Andri Lucas flytur til Englands Enski boltinn Fleiri fréttir „Fannst tækifærið vera tekið af okkur“ „Vont er þeirra ranglæti. Verra er þeirra réttlæti“ „Bíður í átta ár eftir svona móti og þetta eru vinnubrögðin“ Veifuðu eftir dómurunum sem flúðu af vettvangi: „Eðlilegt að þeir hlaupi í burtu“ „Hjartað rifið úr okkur“ „Þetta er bara gullfallegt“ Einkunnir á móti Póllandi: Tryggvi í tröllaham og nóg af töffurum í liðinu Myndasyrpa: Stuðningsmenn Íslands glaðir og ekki búnir að gefast upp Ísraelar lögðu Frakka og lyftu sér á toppinn Uppgjör: Pólland - Ísland 84-75 | Tækifærið á sigrinum hrifsað af Íslandi Íslendingar hita upp í Katowice Belgarnir espuðu upp Doncic og hann svaraði með stórleik EM í dag með Jóni Arnóri: „Við þurfum smá fokk it mode“ „Ein besta manneskja sem ég hef kynnst“ Myndasyrpa: Stúkan blá í svekkjandi tapi Loyd kreisti fram sigur fyrir Pólland EM í dag: Fimm mínútna martröð Doncic og félagar í brasi Skýrsla Vals: Illt í sálinni „Hentar okkur illa að minnka hraðann og verja forskot“ „Langar helst að setjast hér niður og gráta“ „Fannst við eiga meira skilið“ Einkunnir strákanna á móti Belgíu: Tryggvi frábær en okkur vantaði alvöru töffara í lokin „Nokkur krúsjal atriði sem féllu ekki með okkur“ Uppgjörið: Ísland - Belgía 64-71 | Ofboðslega svekkjandi tap hjá íslenska liðinu Fékk 720 þúsund króna sekt og bann fyrir að vera rekinn út úr húsi á EM Berglind stigahæst í Evrópukeppninni og valin í lið mótsins Haukur Helgi mættur eftir aðgerð Myndasyrpa: Íslendingarnir máluðu bæinn bláan „Hljóp stressið fljótt úr mér“ Sjá meira
Uppgjörið: Víkingur - Breiðablik 2-2 | Tíu Blikar nældu í sterkt stig á erfiðum útivelli Íslenski boltinn
Uppgjörið: Víkingur - Breiðablik 2-2 | Tíu Blikar nældu í sterkt stig á erfiðum útivelli Íslenski boltinn