Fjandsamlegur kosningatími Árni Pétur Árnason skrifar 6. maí 2022 09:16 Í gær, 5. maí, kláraði ég síðasta lokaprófið mitt á fyrsta ári í háskólanum. Samhliða próflestri og vinnu hef ég varið síðustu vikum í kosningabaráttu Pírata í Kópavogi fyrir sveitarstjórnarkosningarnar sem fara fram næstkomandi 14. maí. Þessar vikur hafa verið strembnar, svo ekki sé meira sagt, enda kosningartíminn fjandsamlegur fólki í námi. Háskólanemar, menntskælingar og fleiri eru læst vikum saman inni á bókasöfnum landsins við próflestur og ritgerðarskrif á sama tíma og sveitarstjórnarkosningarnar nálgast óðfluga. Eftir því sem líður á kosningabaráttuna og nær dregur kosningum, átta ég mig sífellt betur á því hvers vegna ungmenni veigra sér við stjórnmálaþátttöku. Öll umgjörð kosninga er ekki hönnuð með okkur í huga heldur eldra fólk, og þá sérstaklega eldra fólk sem er barnlaust eða með uppkomin börn. Þess vegna taka reglur lýðræðisins ekki nauðsynlegt tillit til okkar, tillit sem ætti að vera sjálfsagt í lýðræðisríki. Þetta tillitsleysi orsakast af samráðsleysi, rétt eins og svo margt annað sem miður hefur farið síðust árin. Við viljum taka þátt en reglurnar halda okkur frá lýðræðinu. Þegar við ættum að vera að kynna okkur stefnur og frambjóðendur sitjum við föst við bækurnar. Fyrir vikið er erfitt fyrir þau fáu okkar sem eru í framboði að koma okkur á framfæri en ekki síður fyrir þau hin að átta sig á því fyrir hvað framboðin standa. Því er ekki undarlegt að ungt fólk, sem flest er í námi, skili sér síður á kjörstað. Hvernig ætli þetta væri ef kosningarnar tækju einnig mið af veruleika námsfólks? Til þess að svara þessari spurningu er nóg að líta til menntastofnananna sjálfra því þar er einnig kosið, og það á hverju ári. Kosningar í Stúdentaráð Háskóla Íslands, og nefndir, ráð og embætti framhaldsskóla fara jafnan fram snemma í apríl til þess einmitt að kjósendur, allt námsfólk, geti tekið þátt. Námsfólk situr þá beggja megin borðs, eru frambjóðendur og kjósendur, og því þurfa kosningarnar að taka mið af þeirra aðstæðum. Með þetta í huga má síðan spyrja sig af hverju almennar kosningar gera þetta ekki líka. Námsfólk hefur jú flest bæði kosningarétt og kjörgengi og því mætti ætla að markmiðið væri að efla þátttöku þeirra sem mest. Samt er kjördagur settur á versta tíma fyrir námsfólk, í miðjum lokaritgerðaskilum, stúdentsprófum og útskriftum. Munurinn liggur í því hver sömdu reglurnar. Annars vegar var það námsfólkið sjálft en hins vegar fólk sem hefur löngu lokið námi, ef það yfir höfuð fetaði menntaveginn. Núverandi gengur út frá því að frambjóðendur séu ekki í námi, heldur eigi námsfólk einungis að skjótast á kjörstað á kjördag. Ef við tökum hins vegar ekki öll þátt í lýðræðinu, er það ekki alvöru lýðræði. Ég vil því skora á viðeigandi stjórnvöld að taka lög um sveitarstjórnarkosningar til endurskoðunar í samráði við kjósendur, námsfólk og aðra. Höfundur er 20 ára sagnfræðinemi og skipar 6. sæti á lista Pírata í Kópavogi fyrir bæjarstjórnarkosningarnar 14. maí. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2022 Kópavogur Píratar Hagsmunir stúdenta Sveitarstjórnarkosningar 2022 Mest lesið Bjarni gleðst yfir tapi mínu í varaformannskjöri Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Hvað vakir fyrir utanríkisráðherra? Snorri Másson Skoðun RÚV: Gefið okkur Eurovision-gleðina aftur! Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir Skoðun Woke-ið lifir! Bjarni Snæbjörnsson Skoðun Staða Íslands og niðurbrot vestrænnar samvinnu Þorsteinn Kristinsson Skoðun Af hverju lýgur Alma? Arnar Sigurðsson Skoðun Ósanngjörn skipting kílómetragjalds Njáll Gunnlaugsson Skoðun Hættum að segja „Flýttu þér“ Einar Sverrisson Skoðun Pólska sjónarhornið Halldór Auðar Svansson Skoðun Rektor sem gerir ómögulegt mögulegt Vilborg Ása Guðjónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Kolbrún Pálsdóttir – Öflugur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Ágúst Arnar Þráinsson,Kolbrún Lára Kjartansdóttir skrifar Skoðun Lokað á lausnir í leikskólamálum Einar Þorsteinsson skrifar Skoðun Ég styð Magnús Karl Jón Gnarr skrifar Skoðun Hlutverk og sjálfsmynd Íslands á alþjóðavettvangi Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Samningamaðurinn Trump & narssisisminn Kristján Reykjalín Vigfússon skrifar Skoðun Hver er hin raunverulega barátta Bandaríkjastjórnar? Elvar Eyvindsson skrifar Skoðun Hættum að segja „Flýttu þér“ Einar Sverrisson skrifar Skoðun Bókasafnið: hjartað í hverjum skóla Stefán Pálsson skrifar Skoðun Áhrif gervigreindar á störf tæknimenntaðra Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Bið eftir talmeinaþjónustu er allt of löng Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Áreiðanleikakannanir á sjálfbærniþáttum fyrirtækja: Hvað sýna nýjustu rannsóknir? Soffía Eydís Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Er ég nægilega gott foreldri? Daðey Albertsdóttir,Ásgerður Arna Sófusdóttir skrifar Skoðun Staða Íslands og niðurbrot vestrænnar samvinnu Þorsteinn Kristinsson skrifar Skoðun Upplýst ákvörðun er sterkasta vopn félagsfólks VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Um náttúrulögmál og aftengingu Sölvi Tryggvason skrifar Skoðun Styðjum barnafjölskyldur Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Ósanngjörn skipting kílómetragjalds Njáll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Kæru háskólastúdentar - framtíðin er ykkar! Magnús Karl Magnússon skrifar Skoðun Pólska sjónarhornið Halldór Auðar Svansson skrifar Skoðun Bjarni gleðst yfir tapi mínu í varaformannskjöri Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun RÚV: Gefið okkur Eurovision-gleðina aftur! Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Rektor sem gerir ómögulegt mögulegt Vilborg Ása Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Léttleiki og lýðræði – kjósum Höllu sem formann VR Björg Gilsdóttir skrifar Skoðun Björn Þorsteinsson er gott rektorsefni Gunnþórunn Guðmundsdóttir,Halldór Guðmundsson skrifar Skoðun Hvað vakir fyrir utanríkisráðherra? Snorri Másson skrifar Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir - Framtíð Háskóla Íslands Áróra Rós Ingadóttir skrifar Skoðun Á krossgötum í Úkraínu Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Þegar grafið er undan sjálfi, lífsgleði og tilgangi mannvera Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun St. Tómas Aquinas Árni Jensson skrifar Skoðun Skólinn okkar, FSH Elmar Ægir Eysteinsson skrifar Sjá meira
Í gær, 5. maí, kláraði ég síðasta lokaprófið mitt á fyrsta ári í háskólanum. Samhliða próflestri og vinnu hef ég varið síðustu vikum í kosningabaráttu Pírata í Kópavogi fyrir sveitarstjórnarkosningarnar sem fara fram næstkomandi 14. maí. Þessar vikur hafa verið strembnar, svo ekki sé meira sagt, enda kosningartíminn fjandsamlegur fólki í námi. Háskólanemar, menntskælingar og fleiri eru læst vikum saman inni á bókasöfnum landsins við próflestur og ritgerðarskrif á sama tíma og sveitarstjórnarkosningarnar nálgast óðfluga. Eftir því sem líður á kosningabaráttuna og nær dregur kosningum, átta ég mig sífellt betur á því hvers vegna ungmenni veigra sér við stjórnmálaþátttöku. Öll umgjörð kosninga er ekki hönnuð með okkur í huga heldur eldra fólk, og þá sérstaklega eldra fólk sem er barnlaust eða með uppkomin börn. Þess vegna taka reglur lýðræðisins ekki nauðsynlegt tillit til okkar, tillit sem ætti að vera sjálfsagt í lýðræðisríki. Þetta tillitsleysi orsakast af samráðsleysi, rétt eins og svo margt annað sem miður hefur farið síðust árin. Við viljum taka þátt en reglurnar halda okkur frá lýðræðinu. Þegar við ættum að vera að kynna okkur stefnur og frambjóðendur sitjum við föst við bækurnar. Fyrir vikið er erfitt fyrir þau fáu okkar sem eru í framboði að koma okkur á framfæri en ekki síður fyrir þau hin að átta sig á því fyrir hvað framboðin standa. Því er ekki undarlegt að ungt fólk, sem flest er í námi, skili sér síður á kjörstað. Hvernig ætli þetta væri ef kosningarnar tækju einnig mið af veruleika námsfólks? Til þess að svara þessari spurningu er nóg að líta til menntastofnananna sjálfra því þar er einnig kosið, og það á hverju ári. Kosningar í Stúdentaráð Háskóla Íslands, og nefndir, ráð og embætti framhaldsskóla fara jafnan fram snemma í apríl til þess einmitt að kjósendur, allt námsfólk, geti tekið þátt. Námsfólk situr þá beggja megin borðs, eru frambjóðendur og kjósendur, og því þurfa kosningarnar að taka mið af þeirra aðstæðum. Með þetta í huga má síðan spyrja sig af hverju almennar kosningar gera þetta ekki líka. Námsfólk hefur jú flest bæði kosningarétt og kjörgengi og því mætti ætla að markmiðið væri að efla þátttöku þeirra sem mest. Samt er kjördagur settur á versta tíma fyrir námsfólk, í miðjum lokaritgerðaskilum, stúdentsprófum og útskriftum. Munurinn liggur í því hver sömdu reglurnar. Annars vegar var það námsfólkið sjálft en hins vegar fólk sem hefur löngu lokið námi, ef það yfir höfuð fetaði menntaveginn. Núverandi gengur út frá því að frambjóðendur séu ekki í námi, heldur eigi námsfólk einungis að skjótast á kjörstað á kjördag. Ef við tökum hins vegar ekki öll þátt í lýðræðinu, er það ekki alvöru lýðræði. Ég vil því skora á viðeigandi stjórnvöld að taka lög um sveitarstjórnarkosningar til endurskoðunar í samráði við kjósendur, námsfólk og aðra. Höfundur er 20 ára sagnfræðinemi og skipar 6. sæti á lista Pírata í Kópavogi fyrir bæjarstjórnarkosningarnar 14. maí.
Skoðun Kolbrún Pálsdóttir – Öflugur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Ágúst Arnar Þráinsson,Kolbrún Lára Kjartansdóttir skrifar
Skoðun Hlutverk og sjálfsmynd Íslands á alþjóðavettvangi Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar
Skoðun Áreiðanleikakannanir á sjálfbærniþáttum fyrirtækja: Hvað sýna nýjustu rannsóknir? Soffía Eydís Björgvinsdóttir skrifar
Skoðun Björn Þorsteinsson er gott rektorsefni Gunnþórunn Guðmundsdóttir,Halldór Guðmundsson skrifar
Skoðun Þegar grafið er undan sjálfi, lífsgleði og tilgangi mannvera Matthildur Björnsdóttir skrifar