Kosið um þrjú vandræðamál í Fjarðabyggð Ingi Steinn Freysteinsson skrifar 5. maí 2022 22:00 Það er líf í pólitíkinni í Fjarðabyggð. Þó umræðan sé ekki alltaf raunveruleikatengd. Fullyrðingar ráðaafla vekja áfram furðu. Fyrir ykkur sem þyrstir í fréttir úr pólitík úr Fjarðabyggð nefni ég þrennt: Fyrst bera að nefna „Stóra tjaldsvæðamálið“ sem hefur tekið tíma og þá litlu orku sem eftir er í meirihlutaflokkunum í Fjarðabyggð. Málið fjallar um krefjandi uppbyggingu tjaldsvæða á Stöðvarfirði og Breiðdalsvík. Í áraraðir hefur meirihlutinn gaufað með málið og tekist að skipa nokkra starfshópa fyrir þetta risavaxna mál. Ræddar hafa verið mismunandi útfærslur en auðvitað engin ákvörðun tekin. Af hverju skyldu menn þurfa að taka ákvarðanir? Uppbygging tjaldsvæðanna er engin og því er málið margrætt nú fyrir kosningar. Svo var einnig fyrir fjórum árum og líka þar áður. Þung fjárhagsstaða sveitarfélagsins er frétt í sjálfu sér. A-hluti sveitasjóðs hefur verið meirihlutanum mikill hausverkur þrátt fyrir hámarksútsvar. Að teknu tilliti til afskrifta og fjármagnsgjalda var tap sjóðsins 437 milljónir í fyrra. Allt samt í fínu segir meirihlutinn. En ekki hvað? Það er von á bata á næsta kjörtímabili, jafnvel árið 2025 – ef allt lukkast. Fjárhagsstaðan er það þung að fjármálastjóri sveitarfélagsins gerði það sem honum bar og samdi sérstaka greinargerð um erfiða stöðu sjóðsins í tengslum við umræðu um ársreikning. Þá greinargerð er auðvitað ekki hægt að birta þrátt fyrir óskir fjölmiðla sem vísað hafa í kröfur um gagnsæi og upplýsingalög. Meirihlutinn hefur formlega hafnað að láta greinargerðina af hendi. Hallann má ekki ræða. Þriðja málið er annar halli. Ekki gríðarlegur halli á A-hluta sveitarsjóðsins heldur hallinn á körfuboltavellinum á Eskifirði. Völlurinn varð hápunktur framboðsfundar á Eskifirði nú fyrir kosningar enda meirihlutinn líka búinn að missa þá framkvæmd út úr höndunum. Á framboðsfundinum áttaði meirihlutinn sig á vandræðaganginum og bauðst til að skoða völlinn að fundi loknum. Þeir tryðu því vart að völlurinn hallaði. Hvernig gat glænýr völlurinn ekki verið í lagi? En auðvitað hallar völlur meirihlutans. Íbúar gagnrýndu á fundinum að völlurinn hafi verið sett beint niður í gamalt bílaplan sem leiddi til þess að hann bæði hallaði og væri holóttur. Fyrrverandi formaður Íbúasamtaka Eskifjarðar, sem setti af stað söfnun fyrir körfuboltavöllinn, lýsti á framboðsfundinum stórfurðulegum samskiptum hans við sveitarfélagið í tvö ár vegna málsins. Svo þungbær voru þau honum að hann ákvað að fara í framboð gegn meirihlutanum. Hver segir að sveitarstjórnamál geti ekki verið skemmtileg! Er ekki kominn tími á breytingar í Fjarðabyggð? Þarf ekki að fara að hvíla Framsókn og villta vinstrið í Fjarðalistanum? Höfundur er stöðvarstjóri hjá Löxum og skipar 11. sæti á framboðslista Sjálfstæðisflokksins í Fjarðabyggð. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2022 Fjarðabyggð Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson Skoðun Evrópusambandið eykur varnir gegn netógnum með öflugu regluverki Þórdís Rafnsdóttir Skoðun Á hvaða ári er Inga Sæland stödd? Snorri Másson Skoðun Stækkun Þjóðleikhússins er löngu tímabær Lilja Björk Haraldsdóttir Skoðun Draugagangur í Alaska Hannes Pétursson Skoðun 76 dagar Erlingur Sigvaldason Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun Háskólaþorpið Bifröst og fólkið sem gleymdist Margrét Jónsdóttir Njarðvík Skoðun Körfubolti á tímum þjóðarmorðs Bjarni Þór Sigurbjörnsson Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Stækkun Þjóðleikhússins er löngu tímabær Lilja Björk Haraldsdóttir skrifar Skoðun Evrópusambandið eykur varnir gegn netógnum með öflugu regluverki Þórdís Rafnsdóttir skrifar Skoðun Von í Vonarskarði Þuríður Helga Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði Finnbjörn A. Hermannsson,Guðrún Margrét Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvað er eiginlega málið með þessa þéttingu?? Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Eitt próf á ári – er það snemmtæk íhlutun? Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Þegar öllu er á botninn hvolft Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Kynbundin áhrif barneigna á atvinnuþátttöku og tekjur Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Viltu finna milljarð? - Frá gráu svæði í gagnsæi Gunnar Pétur Haraldsson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum – tækifæri eða hliðarskref? Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Á hvaða ári er Inga Sæland stödd? Snorri Másson skrifar Skoðun Eru börn innviðir? Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Háskólaþorpið Bifröst og fólkið sem gleymdist Margrét Jónsdóttir Njarðvík skrifar Skoðun Körfubolti á tímum þjóðarmorðs Bjarni Þór Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Draugagangur í Alaska Hannes Pétursson skrifar Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson skrifar Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson skrifar Skoðun 76 dagar Erlingur Sigvaldason skrifar Skoðun Í minningu körfuboltahetja Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er kominn tími til að láta endurmeta brunabótamatið á þínu húsnæði? Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Húsnæðisbæturnar sem hurfu Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir skrifar Skoðun Hjartans mál í kennslu Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hunsuðu menntamálin – en ætla nú að bjarga þeim Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Sporin þín Valtýr Soffía Sigurðardóttir skrifar Skoðun Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptaráðs Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sjallar og lyklaborðið Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Sjá meira
Það er líf í pólitíkinni í Fjarðabyggð. Þó umræðan sé ekki alltaf raunveruleikatengd. Fullyrðingar ráðaafla vekja áfram furðu. Fyrir ykkur sem þyrstir í fréttir úr pólitík úr Fjarðabyggð nefni ég þrennt: Fyrst bera að nefna „Stóra tjaldsvæðamálið“ sem hefur tekið tíma og þá litlu orku sem eftir er í meirihlutaflokkunum í Fjarðabyggð. Málið fjallar um krefjandi uppbyggingu tjaldsvæða á Stöðvarfirði og Breiðdalsvík. Í áraraðir hefur meirihlutinn gaufað með málið og tekist að skipa nokkra starfshópa fyrir þetta risavaxna mál. Ræddar hafa verið mismunandi útfærslur en auðvitað engin ákvörðun tekin. Af hverju skyldu menn þurfa að taka ákvarðanir? Uppbygging tjaldsvæðanna er engin og því er málið margrætt nú fyrir kosningar. Svo var einnig fyrir fjórum árum og líka þar áður. Þung fjárhagsstaða sveitarfélagsins er frétt í sjálfu sér. A-hluti sveitasjóðs hefur verið meirihlutanum mikill hausverkur þrátt fyrir hámarksútsvar. Að teknu tilliti til afskrifta og fjármagnsgjalda var tap sjóðsins 437 milljónir í fyrra. Allt samt í fínu segir meirihlutinn. En ekki hvað? Það er von á bata á næsta kjörtímabili, jafnvel árið 2025 – ef allt lukkast. Fjárhagsstaðan er það þung að fjármálastjóri sveitarfélagsins gerði það sem honum bar og samdi sérstaka greinargerð um erfiða stöðu sjóðsins í tengslum við umræðu um ársreikning. Þá greinargerð er auðvitað ekki hægt að birta þrátt fyrir óskir fjölmiðla sem vísað hafa í kröfur um gagnsæi og upplýsingalög. Meirihlutinn hefur formlega hafnað að láta greinargerðina af hendi. Hallann má ekki ræða. Þriðja málið er annar halli. Ekki gríðarlegur halli á A-hluta sveitarsjóðsins heldur hallinn á körfuboltavellinum á Eskifirði. Völlurinn varð hápunktur framboðsfundar á Eskifirði nú fyrir kosningar enda meirihlutinn líka búinn að missa þá framkvæmd út úr höndunum. Á framboðsfundinum áttaði meirihlutinn sig á vandræðaganginum og bauðst til að skoða völlinn að fundi loknum. Þeir tryðu því vart að völlurinn hallaði. Hvernig gat glænýr völlurinn ekki verið í lagi? En auðvitað hallar völlur meirihlutans. Íbúar gagnrýndu á fundinum að völlurinn hafi verið sett beint niður í gamalt bílaplan sem leiddi til þess að hann bæði hallaði og væri holóttur. Fyrrverandi formaður Íbúasamtaka Eskifjarðar, sem setti af stað söfnun fyrir körfuboltavöllinn, lýsti á framboðsfundinum stórfurðulegum samskiptum hans við sveitarfélagið í tvö ár vegna málsins. Svo þungbær voru þau honum að hann ákvað að fara í framboð gegn meirihlutanum. Hver segir að sveitarstjórnamál geti ekki verið skemmtileg! Er ekki kominn tími á breytingar í Fjarðabyggð? Þarf ekki að fara að hvíla Framsókn og villta vinstrið í Fjarðalistanum? Höfundur er stöðvarstjóri hjá Löxum og skipar 11. sæti á framboðslista Sjálfstæðisflokksins í Fjarðabyggð.
Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson Skoðun
Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun
Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson Skoðun
Skoðun Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson skrifar
Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður harpa Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Kynbundin áhrif barneigna á atvinnuþátttöku og tekjur Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson skrifar
Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson skrifar
Skoðun Er kominn tími til að láta endurmeta brunabótamatið á þínu húsnæði? Heiðrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir skrifar
Skoðun Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptaráðs Birgir Orri Ásgrímsson skrifar
Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar
Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson Skoðun
Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun
Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson Skoðun