Gerð kjarasamninga og misskilningur Peningamála Flosi Eiríksson skrifar 6. maí 2022 07:45 Vinna við gerð kjarasamninga, viðræðurnar og síðan endanleg niðurstaða er trúlega ógagnsæ fyrir þá sem ekki hafa tekið þátt í slíku ferli eða haft möguleika á að fylgjast með úr návígi. Með nokkurri einföldun má segja að þeir feli í sér málamiðlun eða niðurstöðu, þar sem annars vegar eru lagðar til grundvallar kröfur og hugmyndir hreyfingar launafólks og hins vegar mat atvinnurekenda hvað fyrirtækin í landinu geta eða vilja greiða í laun. Endanlegur samningur stendur síðan saman af nokkrum þáttum, fyrst ber náttúrulega að telja upp hækkanir á kauptöxtum sem samið er um að komi til framkvæmda á samningstímanum, síðan má nefna ýmsar aðrar breytingar á kjörum, eins og orlofi, veikindarétti, símenntun og svo framvegis. Aðgerðir eða loforð frá hendi stjórnvalda í tengslum hafa líka áhrif Þegar samninganefndir leggja mat á samninginn reynir fólk að skoða hann í heild sinni, hverjar eru hækkanir, hvenær á samningstímanum koma þær inn, eru önnur stór atriði sem náðust í gegn? Slíkt heildarmat ræður síðan hvort samningur er samþykktur eða felldur í almennri atkvæðagreiðslu félagsmanna. Lífskjarasamningurinn var undirritaður í apríl 2019, eftir langan aðdraganda, erfiðar viðræður og verkföll hjá Eflingu. Í grunninn má segja að samningurinn byggji á þremur meginatriðum; Krónutöluhækkunum fyrir þá lægst launuðu sem eru á taxtalaunum og minni hækkun fyrir tekjuhærri hópa, yfirlýsingu stjórnvalda, meðal annars um vaxtalækkanir og fleira, og síðan hagvaxtaraukanum. Hagvaxtaraukinn byggir á þeirri hugmynd að efnahagslífið gangi með ákveðnum hætti og það sé hagvöxtur í landinu milli ára, þá hækki kauptaxtar meira en ella. Með þessari aðferð er reynt að láta hagvöxt skila sér til þeirra tekjuhópa sem eru á taxtalaunum (en ekki bara til tekjuhárra sem semja persónulega um laun) og líka að vera ekki að reyna að giska á hvaða launahækkanir er hægt að semja um 3 eða 4 ár fram í tímann. Í nýrri útgáfu Peningamála Seðlabankans sem komu út 4. maí síðastliðinn er sett fram sérstakt fráviksdæmi um áhrif kjarasamninga. Þar er semsagt reiknuð út áhrif þess ef ekki hefði verði samið um hagvaxtarauka, og hvað það áhrif hefði haft á verðbólgu og fleiri efnahagsstærðir. Ekki eru færð nein rök fyrir því af hverju þetta eina atriði úr nokkuð flóknum samningi er tekið út úr og metið, kannski er skýringin sú að Seðlabankinn hefur látið hafa það eftir sér að þessi aðferð ,,hafi verið mistök af hálfu SA“ eða kannski bara að því það hentar í þeirri sögu eða sviðsmynd sem er verið að reyna að draga upp nú í aðdraganda samninga. Að lífskjarasamningarnir séu á einhvern hátt ábyrgir fyrir stöðu efnahagslífsins núna, hagstjórnarmistök stjórnvalda eigi þar litla eða enga sök, og ,,þjóðhættulegt“ sé að semja um kauphækkanir og betri kjör núna í haust! Auðvitað er það undarleg aðferðafræði hjá Seðlabankanum að meta sérstaklega eitt atriði úr samningnum. – Ef ekki hefði verið ákvæði um hagvaxtarauka er nokkuð öruggt að samið hefði verið um launahækkanir með öðrum hætti, bæði hvað varðar fjárhæðir og tíma. Líka má hugsa sér að sótt hefði verið frekar fram varðandi einhverja aðra þætti samningsins. Kjarasamninga þarf og á alltaf að meta í heild sinni – auðvitað er hægt að leggja einhvers konar kostnaðarmat á einstaka liði, en það er aðerðafræði sem stenst enga skoðun að taka einn veigamikinn þátt út og halda öðrum þáttum óbreyttum til þess að reikna síðan út hvað allt væri miklu betra ef honum hefði verið sleppt. Þá er ég að sjálfsögðu að tala um betra fyrir þá tekjuhærri, fjármagnseigendur og fyrirtæki, ekki þá sem vinna eftir þeim kjörum sem samningurinn segir til um. Á almenna markaðnum er hagvaxtaraukinn krónutöluhækkun launa. Það kemur þeim lægst launuðustu hlutfallslega best. Félagsmenn sem greiddu atkvæði um samninginn á sínum tíma, skoðuðu kosti hans og galla, horfðu á heildarmyndina og samþykktu hann síðan afar afgerandi í atkvæðagreiðslu. Það þarf að horfa á kaup og kjör í víðu samhengi. Kannski væri áhugavert að sjá mat þeirra sem skrifa í Peningamál hvernig verðbólga hefði þróast ef stjórnvöld hefðu ekki misst stjórn á húsnæðismarkaðnum, nú hvaða áhrif eðlilegt auðlindagjald hefði á þjóðarbúið – nú eða hvernig hefði verið hægt að nota afsláttinn á söluverði Íslandsbanka til að efla hér velferðarkerfið. Verkalýðshreyfingin mun halda áfram að hugsa um heildarhagsmuni launafólks, að sækja sjálfssagðar kjarabætur og reyna að tryggja eðlilega hlutdeild í hagvexti í samfélaginu, sem það vel að merkja skapar að mestu leyti með vinnu sinni. Höfundur er framkvæmdastjóri Starfsgreinasambandsins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Flosi Eiríksson Seðlabankinn Kjaramál Mest lesið „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson Skoðun Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Biðin eftir leigubíl Elín Anna Gísladóttir Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir Skoðun Hvernig reiddi kosningakerfinu af í nýliðnum alþingiskosningum?" Þorkell Helgason,Kristján Jónasson Skoðun Skoðun Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson skrifar Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Er janúar leiðinlegasti mánuður ársins? Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar Skoðun Manni verður kalt ef maður pissar í skóinn sinn Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Skautun eða tvíhyggja? Þóra Pétursdóttir skrifar Skoðun Egóið er í hégómanum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Dæmalaus málflutningur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grýtt eða greið leið? Þröstur Sæmundsson skrifar Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar Sjá meira
Vinna við gerð kjarasamninga, viðræðurnar og síðan endanleg niðurstaða er trúlega ógagnsæ fyrir þá sem ekki hafa tekið þátt í slíku ferli eða haft möguleika á að fylgjast með úr návígi. Með nokkurri einföldun má segja að þeir feli í sér málamiðlun eða niðurstöðu, þar sem annars vegar eru lagðar til grundvallar kröfur og hugmyndir hreyfingar launafólks og hins vegar mat atvinnurekenda hvað fyrirtækin í landinu geta eða vilja greiða í laun. Endanlegur samningur stendur síðan saman af nokkrum þáttum, fyrst ber náttúrulega að telja upp hækkanir á kauptöxtum sem samið er um að komi til framkvæmda á samningstímanum, síðan má nefna ýmsar aðrar breytingar á kjörum, eins og orlofi, veikindarétti, símenntun og svo framvegis. Aðgerðir eða loforð frá hendi stjórnvalda í tengslum hafa líka áhrif Þegar samninganefndir leggja mat á samninginn reynir fólk að skoða hann í heild sinni, hverjar eru hækkanir, hvenær á samningstímanum koma þær inn, eru önnur stór atriði sem náðust í gegn? Slíkt heildarmat ræður síðan hvort samningur er samþykktur eða felldur í almennri atkvæðagreiðslu félagsmanna. Lífskjarasamningurinn var undirritaður í apríl 2019, eftir langan aðdraganda, erfiðar viðræður og verkföll hjá Eflingu. Í grunninn má segja að samningurinn byggji á þremur meginatriðum; Krónutöluhækkunum fyrir þá lægst launuðu sem eru á taxtalaunum og minni hækkun fyrir tekjuhærri hópa, yfirlýsingu stjórnvalda, meðal annars um vaxtalækkanir og fleira, og síðan hagvaxtaraukanum. Hagvaxtaraukinn byggir á þeirri hugmynd að efnahagslífið gangi með ákveðnum hætti og það sé hagvöxtur í landinu milli ára, þá hækki kauptaxtar meira en ella. Með þessari aðferð er reynt að láta hagvöxt skila sér til þeirra tekjuhópa sem eru á taxtalaunum (en ekki bara til tekjuhárra sem semja persónulega um laun) og líka að vera ekki að reyna að giska á hvaða launahækkanir er hægt að semja um 3 eða 4 ár fram í tímann. Í nýrri útgáfu Peningamála Seðlabankans sem komu út 4. maí síðastliðinn er sett fram sérstakt fráviksdæmi um áhrif kjarasamninga. Þar er semsagt reiknuð út áhrif þess ef ekki hefði verði samið um hagvaxtarauka, og hvað það áhrif hefði haft á verðbólgu og fleiri efnahagsstærðir. Ekki eru færð nein rök fyrir því af hverju þetta eina atriði úr nokkuð flóknum samningi er tekið út úr og metið, kannski er skýringin sú að Seðlabankinn hefur látið hafa það eftir sér að þessi aðferð ,,hafi verið mistök af hálfu SA“ eða kannski bara að því það hentar í þeirri sögu eða sviðsmynd sem er verið að reyna að draga upp nú í aðdraganda samninga. Að lífskjarasamningarnir séu á einhvern hátt ábyrgir fyrir stöðu efnahagslífsins núna, hagstjórnarmistök stjórnvalda eigi þar litla eða enga sök, og ,,þjóðhættulegt“ sé að semja um kauphækkanir og betri kjör núna í haust! Auðvitað er það undarleg aðferðafræði hjá Seðlabankanum að meta sérstaklega eitt atriði úr samningnum. – Ef ekki hefði verið ákvæði um hagvaxtarauka er nokkuð öruggt að samið hefði verið um launahækkanir með öðrum hætti, bæði hvað varðar fjárhæðir og tíma. Líka má hugsa sér að sótt hefði verið frekar fram varðandi einhverja aðra þætti samningsins. Kjarasamninga þarf og á alltaf að meta í heild sinni – auðvitað er hægt að leggja einhvers konar kostnaðarmat á einstaka liði, en það er aðerðafræði sem stenst enga skoðun að taka einn veigamikinn þátt út og halda öðrum þáttum óbreyttum til þess að reikna síðan út hvað allt væri miklu betra ef honum hefði verið sleppt. Þá er ég að sjálfsögðu að tala um betra fyrir þá tekjuhærri, fjármagnseigendur og fyrirtæki, ekki þá sem vinna eftir þeim kjörum sem samningurinn segir til um. Á almenna markaðnum er hagvaxtaraukinn krónutöluhækkun launa. Það kemur þeim lægst launuðustu hlutfallslega best. Félagsmenn sem greiddu atkvæði um samninginn á sínum tíma, skoðuðu kosti hans og galla, horfðu á heildarmyndina og samþykktu hann síðan afar afgerandi í atkvæðagreiðslu. Það þarf að horfa á kaup og kjör í víðu samhengi. Kannski væri áhugavert að sjá mat þeirra sem skrifa í Peningamál hvernig verðbólga hefði þróast ef stjórnvöld hefðu ekki misst stjórn á húsnæðismarkaðnum, nú hvaða áhrif eðlilegt auðlindagjald hefði á þjóðarbúið – nú eða hvernig hefði verið hægt að nota afsláttinn á söluverði Íslandsbanka til að efla hér velferðarkerfið. Verkalýðshreyfingin mun halda áfram að hugsa um heildarhagsmuni launafólks, að sækja sjálfssagðar kjarabætur og reyna að tryggja eðlilega hlutdeild í hagvexti í samfélaginu, sem það vel að merkja skapar að mestu leyti með vinnu sinni. Höfundur er framkvæmdastjóri Starfsgreinasambandsins.
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun
Hvernig reiddi kosningakerfinu af í nýliðnum alþingiskosningum?" Þorkell Helgason,Kristján Jónasson Skoðun
Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar
Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun
Hvernig reiddi kosningakerfinu af í nýliðnum alþingiskosningum?" Þorkell Helgason,Kristján Jónasson Skoðun