Með skilaboð til verkalýðshreyfingarinnar fyrir kjaraviðræður Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 5. maí 2022 19:02 Lilja Alfreðsdóttir er menningar- og viðskiptaráðherra. vísir/vilhelm Viðskiptaráðherra biðlar til verslana að ráðast í sem minnstar verðhækkanir til að halda verðbólgunni eins lágri og mögulegt er. Hún vonar að verkalýðshreyfingin sýni ábyrgð í komandi kjarasamningum. Seðlabankinn hækkaði vexti sína í gær um eitt prósentustig til að stemma stigu við verðbólgunni. Þrátt fyrir það sagðist seðlabankastjóri óttast að verðbólgan, sem nú er í 7,2 prósentum, eigi eftir að fara yfir átta prósent á næsta ársfjórðungi. Og því munu fylgja enn meiri vaxtahækkanir. Þrátt fyrir þetta er viðskiptaráðherra bjartsýnn á að hægt verði að koma í veg fyrir að hér á landi skapist kreppuástand. „Það er þannig að efnahagshorfur á Íslandi eru góðar. Við erum að sjá góðan hagvöxt lítið atvinnuleysi og meðal annars þess vegna þarf að hækka vexti. Ég tel að ef við stillum saman strengi okkar og allir taki þátt í þessu þá getum við komist fram hjá slíku ástandi,“ segir Lilja Alfreðsdóttir, menningar- og viðskiptaráðherra. Verkalýðshreyfingin hefur sýnt að hún sé ábyrg Ráðherrann segir að þar verði allir að vera tilbúnir að gera sitt, bæði vinnumarkaður og verkalýðsfélög. Seðlabankastjóri sagði í gær að mikilvægt væri að einblínt yrði á að tryggja kaupmátt en ekki launahækkanir í komandi kjarasamningum. Hver eru skilaboðin frá þér til verkalýðshreyfingarinnar fyrir kjaraviðræður í haust? „Að við séum öll í þessu saman og verkalýðshreyfingin hefur sýnt það að hún er ábyrg. Hún hefur verið það. Og við ætlum að gera allt sem við getum til að aðstoða við það að hér verði ekki sú kjararýrnun sem ella hefði orðið,“ segir Lilja. Ráðherrann hvetur verslanir þá til að ráðast í sem minnstar verðhækkanir. „Ekki spurning. Ég kynnti í ríkisstjórn í þarsíðustu viku okkar áform um það að fylgjast betur með vegna þessa ástands vegna þess að það tapa allir á verðbólgu og sérstaklega tekjulægstu hóparnir,“ segir Lilja. Seðlabankinn Efnahagsmál Stéttarfélög Kjaramál Verslun Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Telur almenning klárari en svo að taka undir kröfu VR Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segist telja að almenningur sé skynsamari en svo að taka undir kröfur formanns VR um miklar launahækkanir í haust í ljósi vaxtahækkana Seðlabankans. Hann segir alla í landinu tapa á aukinni verðbólgu. 5. maí 2022 12:03 Stríðið í Úkraínu kyndir undir verðbólgu Verðbólga á Íslandi hefur ekki verið meiri í tólf ár sem ásamt verðbólgu í helstu viðskiptalöndum knúði Seðlabankann til að hækka meginvexti sína um eitt prósentustig í morgun. Efnahagshorfur fara versnandi þrátt fyrir góða hagvöxt og lítið atvinnuleysi. 4. maí 2022 12:28 Mest lesið „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Innlent Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Erlent Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Innlent „Hafið engar áhyggjur af Kína, það verður allt í góðu lagi“ Erlent Skjálfti upp á 4,0 í Bárðarbungu Innlent Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Innlent Þakklátur og væntir góðs árangurs í kosningum í vor Innlent Ian Watkins myrtur af samföngum Erlent Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Innlent 430 sunnlenskir grunnskólakennarar funduðu á Flúðum Innlent Fleiri fréttir Skjálfti upp á 4,0 í Bárðarbungu „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Þakklátur og væntir góðs árangurs í kosningum í vor 430 sunnlenskir grunnskólakennarar funduðu á Flúðum Flóðgáttir þurfi að opnast í Gasa Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Nýr varaformaður, bílalestir á Gasa og síðasta flugferðin Vinnuslys í bakaríi Íbúar í Laugardal uggandi: Vegagerðin hafi hlaupið á sig vegna Sundabrautar „Ég hef aldrei skorast undan neinu“ Sjö milljarða framlög frá aldamótum: Vill endurskoða rekstur Húsdýragarðsins Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Fornbílar og þjóðbúningar á Eyrarbakka í dag Sigmundur endurkjörinn formaður Viðskiptaþvinganir, vopnahlé og leikskólamál Líkamsárás við skemmtistað Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Barneignir og sauðfjárrækt á sviðinu í Aratungu Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Sjá meira
Seðlabankinn hækkaði vexti sína í gær um eitt prósentustig til að stemma stigu við verðbólgunni. Þrátt fyrir það sagðist seðlabankastjóri óttast að verðbólgan, sem nú er í 7,2 prósentum, eigi eftir að fara yfir átta prósent á næsta ársfjórðungi. Og því munu fylgja enn meiri vaxtahækkanir. Þrátt fyrir þetta er viðskiptaráðherra bjartsýnn á að hægt verði að koma í veg fyrir að hér á landi skapist kreppuástand. „Það er þannig að efnahagshorfur á Íslandi eru góðar. Við erum að sjá góðan hagvöxt lítið atvinnuleysi og meðal annars þess vegna þarf að hækka vexti. Ég tel að ef við stillum saman strengi okkar og allir taki þátt í þessu þá getum við komist fram hjá slíku ástandi,“ segir Lilja Alfreðsdóttir, menningar- og viðskiptaráðherra. Verkalýðshreyfingin hefur sýnt að hún sé ábyrg Ráðherrann segir að þar verði allir að vera tilbúnir að gera sitt, bæði vinnumarkaður og verkalýðsfélög. Seðlabankastjóri sagði í gær að mikilvægt væri að einblínt yrði á að tryggja kaupmátt en ekki launahækkanir í komandi kjarasamningum. Hver eru skilaboðin frá þér til verkalýðshreyfingarinnar fyrir kjaraviðræður í haust? „Að við séum öll í þessu saman og verkalýðshreyfingin hefur sýnt það að hún er ábyrg. Hún hefur verið það. Og við ætlum að gera allt sem við getum til að aðstoða við það að hér verði ekki sú kjararýrnun sem ella hefði orðið,“ segir Lilja. Ráðherrann hvetur verslanir þá til að ráðast í sem minnstar verðhækkanir. „Ekki spurning. Ég kynnti í ríkisstjórn í þarsíðustu viku okkar áform um það að fylgjast betur með vegna þessa ástands vegna þess að það tapa allir á verðbólgu og sérstaklega tekjulægstu hóparnir,“ segir Lilja.
Seðlabankinn Efnahagsmál Stéttarfélög Kjaramál Verslun Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Telur almenning klárari en svo að taka undir kröfu VR Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segist telja að almenningur sé skynsamari en svo að taka undir kröfur formanns VR um miklar launahækkanir í haust í ljósi vaxtahækkana Seðlabankans. Hann segir alla í landinu tapa á aukinni verðbólgu. 5. maí 2022 12:03 Stríðið í Úkraínu kyndir undir verðbólgu Verðbólga á Íslandi hefur ekki verið meiri í tólf ár sem ásamt verðbólgu í helstu viðskiptalöndum knúði Seðlabankann til að hækka meginvexti sína um eitt prósentustig í morgun. Efnahagshorfur fara versnandi þrátt fyrir góða hagvöxt og lítið atvinnuleysi. 4. maí 2022 12:28 Mest lesið „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Innlent Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Erlent Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Innlent „Hafið engar áhyggjur af Kína, það verður allt í góðu lagi“ Erlent Skjálfti upp á 4,0 í Bárðarbungu Innlent Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Innlent Þakklátur og væntir góðs árangurs í kosningum í vor Innlent Ian Watkins myrtur af samföngum Erlent Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Innlent 430 sunnlenskir grunnskólakennarar funduðu á Flúðum Innlent Fleiri fréttir Skjálfti upp á 4,0 í Bárðarbungu „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Þakklátur og væntir góðs árangurs í kosningum í vor 430 sunnlenskir grunnskólakennarar funduðu á Flúðum Flóðgáttir þurfi að opnast í Gasa Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Nýr varaformaður, bílalestir á Gasa og síðasta flugferðin Vinnuslys í bakaríi Íbúar í Laugardal uggandi: Vegagerðin hafi hlaupið á sig vegna Sundabrautar „Ég hef aldrei skorast undan neinu“ Sjö milljarða framlög frá aldamótum: Vill endurskoða rekstur Húsdýragarðsins Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Fornbílar og þjóðbúningar á Eyrarbakka í dag Sigmundur endurkjörinn formaður Viðskiptaþvinganir, vopnahlé og leikskólamál Líkamsárás við skemmtistað Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Barneignir og sauðfjárrækt á sviðinu í Aratungu Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Sjá meira
Telur almenning klárari en svo að taka undir kröfu VR Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segist telja að almenningur sé skynsamari en svo að taka undir kröfur formanns VR um miklar launahækkanir í haust í ljósi vaxtahækkana Seðlabankans. Hann segir alla í landinu tapa á aukinni verðbólgu. 5. maí 2022 12:03
Stríðið í Úkraínu kyndir undir verðbólgu Verðbólga á Íslandi hefur ekki verið meiri í tólf ár sem ásamt verðbólgu í helstu viðskiptalöndum knúði Seðlabankann til að hækka meginvexti sína um eitt prósentustig í morgun. Efnahagshorfur fara versnandi þrátt fyrir góða hagvöxt og lítið atvinnuleysi. 4. maí 2022 12:28