Fær að áfrýja sex ára dómi fyrir tilraun til manndráps Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 5. maí 2022 13:56 Hæstiréttur Íslands Karlmaður sem dæmdur var í sex ára fangelsi í Landsrétti fyrir tilraun til manndráps á Hótel Borg í janúar í fyrra hefur fengið leyfi til að áfrýja málinu til Hæstaréttar. Karlmaðurinn var ákærður fyrir tilraun til manndráps og stórfellt brot í nánu sambandi. Í ákærunni kom fram að hann hefði veist að eiginkonu sinni á hótelinu, ógnað lífi hennar og velferð með því að stappa ítrekað á hægri hlið líkama hennar. Héraðsdómur sakfelldi manninn fyrir stórfellda líkamsárás en sýknaði af ákæru fyrir tilraun til manndráps. Landsréttur var á öðru máli, sakfelldi hann fyrir tilraun til manndráps og þyngdi dóminn í sex ára fangelsi. Í dómi Landsréttar var vísað til þess að hending ein hafi ráðið því að árásin hafi ekki verið lífshættuleg, atlaga hans hafi verið ofsafengin og hún hafi falið í sér síendurtekin högg. Af þeim sökum var lagt til grundvallar að honum hafi ekki getað dulist að bani gæti hlotist af hinni ofsafengnu atlögu sem hann gerði að eiginkonu sinni. Ákæruvaldið lagðist gegn beiðninni Maðurinn óskaði eftir leyfi frá Hæstarétti til að áfrýja dómi Landsréttar. Varð rétturinn við þeirri beiðni í gær. Í málskotsbeiðni mannsins til Hæstaréttar, sem ákæruvaldið lagðist gegn, var vísað í 215. grein laga um meðferð sakamála, þar sem fram kemur meðal annars að hafi ákærði verið sýknaður af ákæruefni í héraðsdómi en sakfelldur fyrir Landsrétti skuli verða við ósk hans eða ákæruvaldsins um áfrýjunarleyfi, nema Hæstiréttur telji ljóst að áfrýjun muni ekki verða til þess að breyta dómi Landsréttar. Þá taldi maðurinn einnig að niðurstaða Landsréttar hafi verið röng, árásin hafi hvorki verið nægilega alvarleg til að heimfærð undir ákvæði laga um tilraun til mánndráps né liggi fyrir sönnun um ásetning hans til manndráps. Í niðurstöðu Hæstaréttar segir að telja verði að úrlausn málsins, meðal annars um heimfærslu mannsins til refsiákvæða, kunni að hafa verulega almenna þýðingu. Jafnframt sé haft í huga að maðurinn var sakfelldur fyrir tilraun til manndráps í Landsrétti en hafði verið sýknaður af því broti í héraði. Beiðnin var því samþykkt. Dómsmál Mest lesið Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Innlent Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Innlent Gefa út lag með látnum syni og félaga Innlent Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Innlent Þingmenn meirihlutans velta fyrir sér vantrausti Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Innlent Ferðamaður fórst í Reynisfjöru Innlent Mueller stýrir rannsókn á meintum afskiptum Rússa Erlent Fleiri fréttir Gefa út lag með látnum syni og félaga Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Útgjöld Íslands til varnarmála duga til – í bili Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Gefur út lag með látnum vini sínum og heimsókn Rutte Farbannið framlengt Skoða framtíðarnýtingu Vífilsstaða Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Lýsti Íslandi sem „augum og eyrum“ Nató Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Bein útsending: Staða fæðuöryggis á Íslandi Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Veginum lokað milli Skaftafells og Jökulsárlóns vegna veðurs Íslandsheimsókn þegar uppi er flókin og erfið staða í NATO Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Milljarðauppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Sjá meira
Karlmaðurinn var ákærður fyrir tilraun til manndráps og stórfellt brot í nánu sambandi. Í ákærunni kom fram að hann hefði veist að eiginkonu sinni á hótelinu, ógnað lífi hennar og velferð með því að stappa ítrekað á hægri hlið líkama hennar. Héraðsdómur sakfelldi manninn fyrir stórfellda líkamsárás en sýknaði af ákæru fyrir tilraun til manndráps. Landsréttur var á öðru máli, sakfelldi hann fyrir tilraun til manndráps og þyngdi dóminn í sex ára fangelsi. Í dómi Landsréttar var vísað til þess að hending ein hafi ráðið því að árásin hafi ekki verið lífshættuleg, atlaga hans hafi verið ofsafengin og hún hafi falið í sér síendurtekin högg. Af þeim sökum var lagt til grundvallar að honum hafi ekki getað dulist að bani gæti hlotist af hinni ofsafengnu atlögu sem hann gerði að eiginkonu sinni. Ákæruvaldið lagðist gegn beiðninni Maðurinn óskaði eftir leyfi frá Hæstarétti til að áfrýja dómi Landsréttar. Varð rétturinn við þeirri beiðni í gær. Í málskotsbeiðni mannsins til Hæstaréttar, sem ákæruvaldið lagðist gegn, var vísað í 215. grein laga um meðferð sakamála, þar sem fram kemur meðal annars að hafi ákærði verið sýknaður af ákæruefni í héraðsdómi en sakfelldur fyrir Landsrétti skuli verða við ósk hans eða ákæruvaldsins um áfrýjunarleyfi, nema Hæstiréttur telji ljóst að áfrýjun muni ekki verða til þess að breyta dómi Landsréttar. Þá taldi maðurinn einnig að niðurstaða Landsréttar hafi verið röng, árásin hafi hvorki verið nægilega alvarleg til að heimfærð undir ákvæði laga um tilraun til mánndráps né liggi fyrir sönnun um ásetning hans til manndráps. Í niðurstöðu Hæstaréttar segir að telja verði að úrlausn málsins, meðal annars um heimfærslu mannsins til refsiákvæða, kunni að hafa verulega almenna þýðingu. Jafnframt sé haft í huga að maðurinn var sakfelldur fyrir tilraun til manndráps í Landsrétti en hafði verið sýknaður af því broti í héraði. Beiðnin var því samþykkt.
Dómsmál Mest lesið Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Innlent Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Innlent Gefa út lag með látnum syni og félaga Innlent Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Innlent Þingmenn meirihlutans velta fyrir sér vantrausti Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Innlent Ferðamaður fórst í Reynisfjöru Innlent Mueller stýrir rannsókn á meintum afskiptum Rússa Erlent Fleiri fréttir Gefa út lag með látnum syni og félaga Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Útgjöld Íslands til varnarmála duga til – í bili Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Gefur út lag með látnum vini sínum og heimsókn Rutte Farbannið framlengt Skoða framtíðarnýtingu Vífilsstaða Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Lýsti Íslandi sem „augum og eyrum“ Nató Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Bein útsending: Staða fæðuöryggis á Íslandi Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Veginum lokað milli Skaftafells og Jökulsárlóns vegna veðurs Íslandsheimsókn þegar uppi er flókin og erfið staða í NATO Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Milljarðauppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Sjá meira