Seðlabankastjóri vonar að ekki þurfi að keyra hagkerfið í kreppu Heimir Már Pétursson skrifar 5. maí 2022 12:01 Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri segir ekki hægt að útiloka að verðbólga komist í tveggja stafa tölu. Hins vegar ættu sameiginlegar aðgerðir bankans, ríkisins, aðila vinnumarkaðarins og verslunar og þjónustu að geta haldið aftur af verðbólgunni. Vísir/Vilhelm Seðlabankastjóri segir íslenskt efnahagslíf ekki komið í kreppuverðbólgu. Mikilvægt sé að allir vinni saman gegn verðbólgunni þannig að Seðlabankinn þurfi ekki að keyra efnahagslífið í kreppu til að ná verðbólgunni niður. Peningastefnunefnd Seðlabankans hækkaði meginvexti sína úr 2,75 prósentum í 3,75 prósent í gær til að vinna gegn aukinni verðbólgu. Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri segir alla þurfa að halda aftur af sér í verðhækkunum, líka smávöruverslunin. „Sá hvati skapast alltaf þegar verðbólga er byrjuð að aðhald minnkar í fyrirtækjarekstri og samkeppni minnkar vegna þess að það verður miklu auðveldara að hækka verðið. Velta út kostnaðarhækkunum og svo framvegis. Þannig að það er eitthvað sem við óttumst. Þess vegna skiptir máli að við getum haldið eins miklu aðhaldi og hægt er í verslun- og þjónustu og atvinnulífinu,“ segir Ásgeir. Seðlabankastjóri segir verslunina líka verða að halda aftur af sér í verðhækkunum. Þegar verðbólga sé komin á skrið sé auðvelt að hleypa ýmsum kostnaðarhækkunum út í verðlagið.Vísir/Vilhelm Seðlabankinn spáir áframhaldandi verðbólgu og hún verði komin úr 7,2 prósentum nú í rúm átta prósent á næsta ársfjórðungi. Ásgeir telur efnahagslífið þó ekki komið í kreppuverðbólgu en þótt ekki sé hægt aðútiloka að verðbólgan nái að fara í tveggja stafa tölu. Ekki liggi fyrir hvernig stríðiðí Evrópu muni þróast og hver áhrifin yrðu á matvælaverð ef uppskera haustsins berist ekki á markað. „Við vitum það ekki. Þetta veltur líka á því hvernig fasteignamarkaðurinn mun bregðast við þessari (vaxta) hækkun. Hvort við náum að hægja á honum. Þannig að ég á ekki von á því en það er ekki hægt að útiloka það,“ segir seðlabankastjóri. Nú geti Seðlabankinn hins vegar haft heimil á verðbólgu með vaxtahækkunum en á tímum óðaverðbólgunnar á níunda og tíunda áratug síðustu aldar hafi bankinn ekki haft slíkar heimildir. Spurningin sé hversu mikið það muni kosta þjóðina. „Af því að það er auðvitað miklu auðveldara ef við náum að vinna með vinnumarkaðnum, ríkinu og atvinnulífinu að ná henni niður. Þannig að við þurfum ekki að keyra hagkerfið í kreppu til að ná verðbólgunni niður,“ segir Ásgeir Jónsson. Seðlabankinn Efnahagsmál Verslun Tengdar fréttir Munu krefjast þess að vaxtahækkanir verði bættar launafólki í kjaraviðræðum Formaður stéttarfélagsins VR segir glórulaust að Seðlabanki Íslands hafi ákveðið að bregðast við hækkandi húsnæðisverði og innfluttri verðbólgu með hækkun stýrivaxta. Hann segir verkalýðshreyfinguna munu gera kröfu um að hækkun stýrivaxta verði bætt upp í gerð komandi kjarasamninga. 4. maí 2022 20:08 Stríðið í Úkraínu kyndir undir verðbólgu Verðbólga á Íslandi hefur ekki verið meiri í tólf ár sem ásamt verðbólgu í helstu viðskiptalöndum knúði Seðlabankann til að hækka meginvexti sína um eitt prósentustig í morgun. Efnahagshorfur fara versnandi þrátt fyrir góða hagvöxt og lítið atvinnuleysi. 4. maí 2022 12:28 Mest lesið Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Innlent Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Erlent Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Erlent Hækka viðbúnaðarstigið í Bretlandi Erlent Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni Innlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Innlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent Fleiri fréttir „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Börn sækist í bækur á ensku Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Bílbelti bjarga mannslífum og stafrænt kynferðisofbeldi færist í aukana Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavík vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Sjá meira
Peningastefnunefnd Seðlabankans hækkaði meginvexti sína úr 2,75 prósentum í 3,75 prósent í gær til að vinna gegn aukinni verðbólgu. Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri segir alla þurfa að halda aftur af sér í verðhækkunum, líka smávöruverslunin. „Sá hvati skapast alltaf þegar verðbólga er byrjuð að aðhald minnkar í fyrirtækjarekstri og samkeppni minnkar vegna þess að það verður miklu auðveldara að hækka verðið. Velta út kostnaðarhækkunum og svo framvegis. Þannig að það er eitthvað sem við óttumst. Þess vegna skiptir máli að við getum haldið eins miklu aðhaldi og hægt er í verslun- og þjónustu og atvinnulífinu,“ segir Ásgeir. Seðlabankastjóri segir verslunina líka verða að halda aftur af sér í verðhækkunum. Þegar verðbólga sé komin á skrið sé auðvelt að hleypa ýmsum kostnaðarhækkunum út í verðlagið.Vísir/Vilhelm Seðlabankinn spáir áframhaldandi verðbólgu og hún verði komin úr 7,2 prósentum nú í rúm átta prósent á næsta ársfjórðungi. Ásgeir telur efnahagslífið þó ekki komið í kreppuverðbólgu en þótt ekki sé hægt aðútiloka að verðbólgan nái að fara í tveggja stafa tölu. Ekki liggi fyrir hvernig stríðiðí Evrópu muni þróast og hver áhrifin yrðu á matvælaverð ef uppskera haustsins berist ekki á markað. „Við vitum það ekki. Þetta veltur líka á því hvernig fasteignamarkaðurinn mun bregðast við þessari (vaxta) hækkun. Hvort við náum að hægja á honum. Þannig að ég á ekki von á því en það er ekki hægt að útiloka það,“ segir seðlabankastjóri. Nú geti Seðlabankinn hins vegar haft heimil á verðbólgu með vaxtahækkunum en á tímum óðaverðbólgunnar á níunda og tíunda áratug síðustu aldar hafi bankinn ekki haft slíkar heimildir. Spurningin sé hversu mikið það muni kosta þjóðina. „Af því að það er auðvitað miklu auðveldara ef við náum að vinna með vinnumarkaðnum, ríkinu og atvinnulífinu að ná henni niður. Þannig að við þurfum ekki að keyra hagkerfið í kreppu til að ná verðbólgunni niður,“ segir Ásgeir Jónsson.
Seðlabankinn Efnahagsmál Verslun Tengdar fréttir Munu krefjast þess að vaxtahækkanir verði bættar launafólki í kjaraviðræðum Formaður stéttarfélagsins VR segir glórulaust að Seðlabanki Íslands hafi ákveðið að bregðast við hækkandi húsnæðisverði og innfluttri verðbólgu með hækkun stýrivaxta. Hann segir verkalýðshreyfinguna munu gera kröfu um að hækkun stýrivaxta verði bætt upp í gerð komandi kjarasamninga. 4. maí 2022 20:08 Stríðið í Úkraínu kyndir undir verðbólgu Verðbólga á Íslandi hefur ekki verið meiri í tólf ár sem ásamt verðbólgu í helstu viðskiptalöndum knúði Seðlabankann til að hækka meginvexti sína um eitt prósentustig í morgun. Efnahagshorfur fara versnandi þrátt fyrir góða hagvöxt og lítið atvinnuleysi. 4. maí 2022 12:28 Mest lesið Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Innlent Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Erlent Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Erlent Hækka viðbúnaðarstigið í Bretlandi Erlent Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni Innlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Innlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent Fleiri fréttir „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Börn sækist í bækur á ensku Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Bílbelti bjarga mannslífum og stafrænt kynferðisofbeldi færist í aukana Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavík vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Sjá meira
Munu krefjast þess að vaxtahækkanir verði bættar launafólki í kjaraviðræðum Formaður stéttarfélagsins VR segir glórulaust að Seðlabanki Íslands hafi ákveðið að bregðast við hækkandi húsnæðisverði og innfluttri verðbólgu með hækkun stýrivaxta. Hann segir verkalýðshreyfinguna munu gera kröfu um að hækkun stýrivaxta verði bætt upp í gerð komandi kjarasamninga. 4. maí 2022 20:08
Stríðið í Úkraínu kyndir undir verðbólgu Verðbólga á Íslandi hefur ekki verið meiri í tólf ár sem ásamt verðbólgu í helstu viðskiptalöndum knúði Seðlabankann til að hækka meginvexti sína um eitt prósentustig í morgun. Efnahagshorfur fara versnandi þrátt fyrir góða hagvöxt og lítið atvinnuleysi. 4. maí 2022 12:28