Þannig stjórnmálafólk ætlum við að vera Brynja Dan Gunnarsdóttir og Valdimar Víðisson skrifa 5. maí 2022 08:02 Kosningabaráttan er komin á fullt. Út um allt land er öflugt fólk sem vill vinna vel fyrir sín bæjarfélög. Við höfum tekist á við það skemmtilega en um leið krefjandi verkefni að leiða lista Framsóknar í Garðabæ og Hafnarfirði. Við erum bæði tiltölulega ný í stjórnmálum, Brynja varaþingmaður frá því í haust og Valdimar varabæjarfulltrúi og formaður fjölskylduráðs á þessum kjörtímabili. Það má því með sanni segja að við höfum stokkið ofan í djúpu laugina þegar við ákváðum að gefa kost á okkur í þessi oddvitasæti. Kosningarnar þann 14. maí næstkomandi snúast að stórum hluta um það hverjum kjósendur treysta til að fara með stjórn bæjarfélagsins. Þessa dagana keppast frambjóðendur við að kynna sig og stefnumál sinna flokka. Okkar leiðarljós í þessari kosningabaráttu er heiðarleiki, fagmennska, samvinna og gleði. Þannig höfum við hagað okkar baráttu og þannig munum við vinna eftir kosningar. Við ætlum ekki að gera lítið úr skoðunum annarra eða tala aðra niður til þess eins að reyna lyfta okkur á einhvern hærri stall. Það eru því miður alltof margir í því að gagnrýna aðra og hvað allt sé ómögulegt án þess að koma með lausnir. Þegar stjórnmálin eru hvað verst þá er hjólað í einstaklinga og þeir talaðir niður. Þannig stjórnmál viljum við ekki. Framsókn er miðjuflokkur. Flokkur samvinnu og sátta. Við getum unnið með öllum. Hlustum á hugmyndir og rök. Leggjum svo mat á bestu mögulegu leiðina í samvinnu allra aðila. Við sem störfum í sveitarstjórnum erum þar í umboði íbúa. Þurfum að gæta þeirra hagsmuna í hvívetna. Við kunnum að tala við fólk og hlusta. Við erum heiðarleg og einlæg. Við gerum mistök eins og aðrir og þá skiptir mestu máli að viðurkenna mistökin, læra af þeim og leiðrétta. Við höfum brennandi áhuga á samfélagsmálum og fólki. Tölum bæjarfélögin okkar upp. Hlustum á ólík sjónarmið og skoðanir. Þannig stjórnmálafólk ætlum við að vera. Framtíðin ræðst á miðjunni. Brynja Dan Gunnarsdóttir, oddviti Framsóknar í Garðabæ.Valdimar Víðisson, oddviti Framsóknar í Hafnarfirði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2022 Framsóknarflokkurinn Brynja Dan Gunnarsdóttir Sveitarstjórnarkosningar 2022 Kópavogur Hafnarfjörður Valdimar Víðisson Mest lesið Bessastaðaboðskortin Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Fyrirsjáanleiki í frístundastarfi Róbert Ragnarsson Skoðun Niðurrif er fljótlegra en uppbygging Gunnþóra Halldórsdóttir Skoðun „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson Skoðun Fræðsluskylda í stað skólaskyldu Eldur Smári Kristinsson Skoðun Íþróttasukk Grímur Atlason Skoðun Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Golfvöllur er heilsuauðlind Steinn Baugur Gunnarsson Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson Skoðun Þegar fagleg auðmýkt víkur fyrir ofurhetjublæti Lára S. Benjnouh Skoðun Skoðun Skoðun Fyrirsjáanleiki í frístundastarfi Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Bessastaðaboðskortin Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Niðurrif er fljótlegra en uppbygging Gunnþóra Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þegar fagleg auðmýkt víkur fyrir ofurhetjublæti Lára S. Benjnouh skrifar Skoðun Hugleiðing um hernað Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Golfvöllur er heilsuauðlind Steinn Baugur Gunnarsson skrifar Skoðun Farsæld barna kemur ekki af sjálfu sér Birgir Örn Guðjónsson skrifar Skoðun Íþróttasukk Grímur Atlason skrifar Skoðun Skipulagt svelti í framhaldsskólum Guðjón Hreinn Hauksson skrifar Skoðun Atvinna handa öllum Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Að breyta borg: Frá sálrænum akkerum til staðleysu Páll Jakob Líndal skrifar Skoðun Þegar samhengi breytist – og orðræðan með Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Íþróttaskuld Kristinn Albertsson skrifar Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Að vera vakandi karlmaður Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Mýtuvaxtarverkin - inngangskúrs í loftslagsafneitun Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Af hverju efast fólk enn – þegar loftslagsvísindin eru skýr? Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Reykjavík má ekki bregðast eldri borgurum Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Að elska nóg til að sleppa takinu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Ný kynslóð Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Bókun 35: Þegar Alþingi missir síðasta orðið Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson skrifar Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran skrifar Skoðun 35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson skrifar Sjá meira
Kosningabaráttan er komin á fullt. Út um allt land er öflugt fólk sem vill vinna vel fyrir sín bæjarfélög. Við höfum tekist á við það skemmtilega en um leið krefjandi verkefni að leiða lista Framsóknar í Garðabæ og Hafnarfirði. Við erum bæði tiltölulega ný í stjórnmálum, Brynja varaþingmaður frá því í haust og Valdimar varabæjarfulltrúi og formaður fjölskylduráðs á þessum kjörtímabili. Það má því með sanni segja að við höfum stokkið ofan í djúpu laugina þegar við ákváðum að gefa kost á okkur í þessi oddvitasæti. Kosningarnar þann 14. maí næstkomandi snúast að stórum hluta um það hverjum kjósendur treysta til að fara með stjórn bæjarfélagsins. Þessa dagana keppast frambjóðendur við að kynna sig og stefnumál sinna flokka. Okkar leiðarljós í þessari kosningabaráttu er heiðarleiki, fagmennska, samvinna og gleði. Þannig höfum við hagað okkar baráttu og þannig munum við vinna eftir kosningar. Við ætlum ekki að gera lítið úr skoðunum annarra eða tala aðra niður til þess eins að reyna lyfta okkur á einhvern hærri stall. Það eru því miður alltof margir í því að gagnrýna aðra og hvað allt sé ómögulegt án þess að koma með lausnir. Þegar stjórnmálin eru hvað verst þá er hjólað í einstaklinga og þeir talaðir niður. Þannig stjórnmál viljum við ekki. Framsókn er miðjuflokkur. Flokkur samvinnu og sátta. Við getum unnið með öllum. Hlustum á hugmyndir og rök. Leggjum svo mat á bestu mögulegu leiðina í samvinnu allra aðila. Við sem störfum í sveitarstjórnum erum þar í umboði íbúa. Þurfum að gæta þeirra hagsmuna í hvívetna. Við kunnum að tala við fólk og hlusta. Við erum heiðarleg og einlæg. Við gerum mistök eins og aðrir og þá skiptir mestu máli að viðurkenna mistökin, læra af þeim og leiðrétta. Við höfum brennandi áhuga á samfélagsmálum og fólki. Tölum bæjarfélögin okkar upp. Hlustum á ólík sjónarmið og skoðanir. Þannig stjórnmálafólk ætlum við að vera. Framtíðin ræðst á miðjunni. Brynja Dan Gunnarsdóttir, oddviti Framsóknar í Garðabæ.Valdimar Víðisson, oddviti Framsóknar í Hafnarfirði.
Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar
Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar