Þétting byggðar hefur áhrif á íþrótta- og tómstundastarf Hákon Sverrisson skrifar 5. maí 2022 07:02 Undanfarin misseri höfum við séð ríka áherslu Kópavogsbæjar í þá átt að þétta byggð. Stórt hverfi er að rísa í kringum Smáralindina og fyrir ofan Bæjarlind er verið að byggja mörg háhýsi auk þess sem mikið hefur fjölgað á Kársnesi síðustu ár og sér ekki fyrir endann á því. Til að auka enn meira á þéttinguna þá eru fyrirhugaðar háhýsabygginar og stóraukinn íbúafjöldi á Hamraborgarsvæðinu og þar í kring í svokölluðum Traðareitum. Þétting kallar á aukna þjónustu og það að innviðir á þéttingasvæðum geti tekið við nýjum íbúum og sinnt þeirra þörfum. Og helstu áhyggjur mínar snúa einmitt að þessu. Þess sér til dæmis hvergi stað að búið sé að hugsa stöðu leikskóla, grunnskóla og tómstunda í næsta nágrenni við þessa þéttingarreiti? Hvergi. Í miðju Smárahverfinu er íþróttamiðstöð fjölgreina íþróttafélags sem er t.d. með fjölmennustu knattspyrnudeild landsins sem er núna þegar þetta er ritað 50-60% stærri en sú næst stærsta. Þó aðstaðan þar sé glæsileg og líti vel út þá blasir það við að hún nær ekki að anna þörfinni og á næstu árum mun börnum fjölga umtalsvert í nærliggjandi hverfum og mörg þeirra munu eflaust leita niður í Smárann. Á bara að sjá til og redda þessu einhvern veginn? Eða hvar eru framtíðaráætlanir um frekari uppbyggingu aðstöðunnar til að mæta þessari stórauknu þörf? Þarf mögulega að dreifa tómstundum meira um bæinn eða þurfa íþróttafélögin í bænum að fara að beita fjöldatakmörkunum til að tryggja gæði starfseminnar. Á Kársnesi er búið að þétta mjög mikið á undanförnum árum en þar hafa innviðirnir algjörlega setið á hakanum og íbúar þar fá engin svör hvenær bætt verði úr. Hvar eru t.d. leiksvæðin? Nú virðist eiga að halda áfram víðar um bæinn á svipuðum nótum eins og rætt var hér að framan og það er full ástæða til að hafa áhyggjur af þessari þróun.Skynsamlegra væri að klára innviðauppbyggingu áður en farið er að hrúga fólki inn í þéttingarreitina? Vinir Kópavogs vilja hugsa þetta upp á nýtt og byrja á réttum enda. Innviðina fyrst og síðan hóflega þéttingu í sátt við íbúa. X-Y fyrir allan Kópavog. Höfundur er kennari og þjálfari. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Íþróttir barna Kópavogur Skoðun: Kosningar 2022 Sveitarstjórnarkosningar 2022 Mest lesið „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason Skoðun Opið bréf vegna langvarandi einangrunar Ragnheiður Svava Þórólfsdóttir Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson Skoðun Að óttast að það verði sem orðið er Helga Þórólfsdóttir Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Verum ekki föst í umferð næsta áratuginn Róbert Ragnarsson Skoðun Að nýta atvinnustefnu til að móta hagvöxt Mariana Mazzucato Skoðun Skoðun Skoðun „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson skrifar Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran skrifar Skoðun 35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson skrifar Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Vernd hvala er þjóðaröryggismál Micah Garen skrifar Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Uppgjöf í barnamálum Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Að óttast að það verði sem orðið er Helga Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Að nýta atvinnustefnu til að móta hagvöxt Mariana Mazzucato skrifar Skoðun Villi er allt sem þarf Birgir Liljar Soltani skrifar Skoðun Börnin borga verðið þegar kerfið bregst Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Mannasættir Teitur Atlason skrifar Skoðun ESB og Kvótahopp Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Meirihluti vill lögfesta rétt til leikskólapláss Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda til rannsóknar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Í lok jólanna og upphafi nýs árs Gestur Valgarðsson skrifar Skoðun Heilsa og veikindadagar - nýtt ár og ný tækifæri Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason skrifar Skoðun Vangaveltur um trú og aukinn áhuga ungs fólks á henni Gunnar Jóhannesson skrifar Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Frá nýlendu til þjóðar: Lærdómur sem Íslendingar þekkja Bernharð S. Bernharðsson skrifar Skoðun Opið bréf vegna langvarandi einangrunar Ragnheiður Svava Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Hinseginfræðsla er forvarnaraðgerð Kári Garðarsson skrifar Skoðun Fjölskyldur í fyrsta sæti í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Verum ekki föst í umferð næsta áratuginn Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Sjá meira
Undanfarin misseri höfum við séð ríka áherslu Kópavogsbæjar í þá átt að þétta byggð. Stórt hverfi er að rísa í kringum Smáralindina og fyrir ofan Bæjarlind er verið að byggja mörg háhýsi auk þess sem mikið hefur fjölgað á Kársnesi síðustu ár og sér ekki fyrir endann á því. Til að auka enn meira á þéttinguna þá eru fyrirhugaðar háhýsabygginar og stóraukinn íbúafjöldi á Hamraborgarsvæðinu og þar í kring í svokölluðum Traðareitum. Þétting kallar á aukna þjónustu og það að innviðir á þéttingasvæðum geti tekið við nýjum íbúum og sinnt þeirra þörfum. Og helstu áhyggjur mínar snúa einmitt að þessu. Þess sér til dæmis hvergi stað að búið sé að hugsa stöðu leikskóla, grunnskóla og tómstunda í næsta nágrenni við þessa þéttingarreiti? Hvergi. Í miðju Smárahverfinu er íþróttamiðstöð fjölgreina íþróttafélags sem er t.d. með fjölmennustu knattspyrnudeild landsins sem er núna þegar þetta er ritað 50-60% stærri en sú næst stærsta. Þó aðstaðan þar sé glæsileg og líti vel út þá blasir það við að hún nær ekki að anna þörfinni og á næstu árum mun börnum fjölga umtalsvert í nærliggjandi hverfum og mörg þeirra munu eflaust leita niður í Smárann. Á bara að sjá til og redda þessu einhvern veginn? Eða hvar eru framtíðaráætlanir um frekari uppbyggingu aðstöðunnar til að mæta þessari stórauknu þörf? Þarf mögulega að dreifa tómstundum meira um bæinn eða þurfa íþróttafélögin í bænum að fara að beita fjöldatakmörkunum til að tryggja gæði starfseminnar. Á Kársnesi er búið að þétta mjög mikið á undanförnum árum en þar hafa innviðirnir algjörlega setið á hakanum og íbúar þar fá engin svör hvenær bætt verði úr. Hvar eru t.d. leiksvæðin? Nú virðist eiga að halda áfram víðar um bæinn á svipuðum nótum eins og rætt var hér að framan og það er full ástæða til að hafa áhyggjur af þessari þróun.Skynsamlegra væri að klára innviðauppbyggingu áður en farið er að hrúga fólki inn í þéttingarreitina? Vinir Kópavogs vilja hugsa þetta upp á nýtt og byrja á réttum enda. Innviðina fyrst og síðan hóflega þéttingu í sátt við íbúa. X-Y fyrir allan Kópavog. Höfundur er kennari og þjálfari.
Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar
Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar
Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar