Oddvitaáskorunin: Festist í handmokaðri gröf Samúel Karl Ólason skrifar 6. maí 2022 12:01 Vísir stendur fyrir Oddvitaáskoruninni 2022 þar sem skorað er á oddvita allra flokka í sveitarfélögum um land allt að taka þátt. Áskorunin felur í sér stutta kynningu og að svara nokkrum léttum spurningum. Hjálmar Bogi Hafliðason leiðir lista Framsóknar í Norðurþingi í komandi sveitarstjórnarkosningum. Ég heiti Hjálmar Bogi Hafliðason og er 42 ára sveitarstjórnarfulltrúi í Norðurþingi. Bý með Guðnýju Þóru Guðmundsdóttur og þremur börnum hennar í einu elsta húsinu á Húsavík. Er menntaður grunnskólakennari og lengst af starfað sem kennari og síðustu ár sem deildarstjóri í Borgarhólsskóla á Húsavík. Syng í kirkjukórnum og karlakórnum, er félagi í björgunarsveitinni Garðar, sit í svæðisstjórn björgunarsveita á svæði 12 og í aðgerðarstjórn almannavarna. Félagi í Leikfélagi Húsavíkur og finnst fátt eins gaman og að fara á svið til að gleðja. Spila golf og var í nokkur ár formaður Golfklúbbs Húsavíkur. Forgjöfin er há enda fyrst og fremst sport til að njóta útiveru og góðrar samveru. Hef unun af því að vera úti í náttúrunni, gangandi, á snjósleða eða gönguskíðum. Hef verið í framboði síðan 1998 þegar ég var í framboði til sveitarstjórnar þá í 13. sæti. Leiði nú lista Framsóknar í annað sinn. Hef hinsvegar oftar verið í framboði þegar það eru kosningar en ekki en sat sem varaþingmaður frá 2013 til 2020. Síðan 2006 hef ég starfað í nefndum og ráðum á vegum ríkis og sveitarfélaga og fór fyrst í sveitarstjórn árið 2010. Það má segja að ég hafi talsverða reynslu af stjórnmálum og þekki söguna ágætlega. Umfram allt finnst mér gaman að láta gott af mér leiða; að gleðja aðra með eigin nærveru og vinnu. Að vera með öðru fólki, deila áhugamálum og rökræða landsins gagn og nauðsynjar. Hver er fallegasti staðurinn á Íslandi? Gönguleiðin frá Dettifossi í Jökulsárgljúfrum sem endar fram á bjargbrún Ásbyrgis er stórbrotin upplifun. Er eitthvað lítilvægt sem fer þó í taugarnar á þér í þínu sveitarfélagi sem þú vilt að sé lagað? Prinsessan svaf reyndar ekki fyrir bauninni en kirkjustiginn milli hafnar og Húsavíkurkirkju skal komast í lag. Hvert er þitt uppáhalds áhugamál sem gæti þótt skrítið? Staddur á kórloftinu milli sálma að telja hversu margar perur virka ekki í Húsavíkurkirkju. Hver eru þín minnistæðustu samskipti við lögregluna? Starfa með henni í aðgerðarstjórn Almannavarna á svæðinu en við aðalvarðastjórinn ræðum gjarnan um hvað við eigum að borða á vaktinni. Hvað færðu þér á pizzu? Yfirleitt aldrei það sama og gjarn á að prófa eitthvað nýtt. Hvaða lag peppar þig mest? Það er með The pointer sisters - I'm so excited, virkar alltaf. Hvað getur þú tekið margar armbeygjur? Geri 25 armbeygjur á hverjum morgni þegar ég vakna. Hef ekki reynt að gera fleiri. Göngutúr eða skokk? Allan tíman í göngu enda hleyp ég eins og górilla. Uppáhalds brandari? Stíllinn í eyranu Gamall maður á níræðisaldri sat í afmælisboði innan um fullt af fólki. Skyndilega finnur hann fyrir sviða í öðru eyranu og þegar hann fer að klóra sér í eyranu finnur hann fyrir einhverju, jú og viti menn hann dregur eitthvað út úr því og þegar hann skoðar hvað þetta er þá sér hann að þetta er stíll. Fólkið í boðinu starir furðu lostið á aðfarirnar. Eftir smá umhugsun snýr sá gamli sér að fólkinu og segir: „andskotinn, jæja …. þá veit ég hvar heyrnatækið er“. Hvað er þitt draumafríi? Óundirbúið á meginlandi Evrópu. Gerist reglulega. Langar hinsvegar hátt upp í Alpana, í trjákofa með kveikt upp í kamínunni og kakóbolla í tunglskini. Hvort fannst þér 2020 eða 2021 vera verra ár? Þessi tími er eitt covid-19 ár. Homeblest, gott báðu megin. Uppáhalds tónlistarmaður? Verð að segja John Willams, kvikmyndatónskáld enda höfundurinn að tónlistinni í Star Wars. En held hinsvegar mikið upp á KK. Hvað er það skrýtnasta sem þú manst eftir að hafa gert? Starfaði lengi við Kirkjugarða Húsavíkur bæði á sumrin og í afleysingum árið um kring. Á þeim tíma þegar grafir voru handmokaðar. Sérstaklega í gamla hlutanum. En að taka gröf að vetrarlagi í mykri með eitt vasaljós á jörðinni, einn ofan í gröfinni og vera langt kominn þegar hún fellur saman og opnast inn í næstu gröf. Standa þar fastur og kalla á hjálp út í tómið. Ef það væri gerð kvikmynd um ævi þína, hver ætti að leika þig? Má vera íslenskur eða útlenskur. Útlit Jason Alexander og atferli Michael Richards í Seinfeld. Hefur þú verið í verbúð? Fæddur 1980, nei, ekki til að upplifa Verbúð nema til skoðunar. Áhrifamesta kvikmyndin? Sem söguunnandi verð ég að segja Schindler's list. Horfi á hana einu sinni á ári. Áttu eftir að sakna Nágranna? Eru þeir að hætta? Ef þú yrðir að flytja úr þínu sveitarfélagi, hvert myndir þú helst vilja fara? Frábær spurning fyrir sveitarstjórnarfulltrúann; að leiða hugann öðru eftirsóknarverðu sveitarfélagi. Nefni Sauðárkrók, fylgist með stöðu mála þar og ber okkur í Norðurþingi gjarnan saman við bæinn. Uppáhalds „guilty pleasure“ lag? (skammast þín smá fyrir að hafa gaman af því – sakbitin sæla) Var píndur á tónleika með Slipknot fyrir nokkru. Fer ekki sjálfviljugur aftur á slíka tónleika en eitt og eitt lag situr eftir. Ekki til spilunar þó, Vermilion sem fjallar um konuna á lestarstöðinni, held ég. Oddvitaáskorunin Norðurþing Sveitarstjórnarkosningar 2022 Framsóknarflokkurinn Mest lesið Fyrrverandi eiginmaður Kelly Clarkson látinn Lífið „Magnað innra ferðalag“ að horfast í augu við saklausa barnið í sér Lífið Nígerskt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju Lífið Hvers vegna fær Innrásin frá Mars núll í einkunn? Lífið Fann lausn við verkjunum sem breytti öllu Lífið samstarf McConaughey glutraði niður tækifærinu í Titanic Lífið Hver dáleiðsla er spennandi og ófyrirsjáanlegt ferðalag Lífið samstarf Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Lífið Þríbætti tíma kærastans í einni stærstu spyrnukeppni Evrópu Lífið Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Lífið Fleiri fréttir Nígerskt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju „Magnað innra ferðalag“ að horfast í augu við saklausa barnið í sér Fyrrverandi eiginmaður Kelly Clarkson látinn Íhuga að skrifa bók um kaffihúsin á þúsund kílómetra hjólarúnti McConaughey glutraði niður tækifærinu í Titanic Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Hvers vegna fær Innrásin frá Mars núll í einkunn? Stutt í að uppselt verði í heilt og hálft Þríbætti tíma kærastans í einni stærstu spyrnukeppni Evrópu Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Ástralskur hommasirkus skemmtir börnum og fullorðnum í Tjarnarbíói Húsgögn úr afgöngum og fiskar í gosbrunninum Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Kveður föður sinn með tilvitnun í Hunter S. Thompson Walking Dead-leikkona látin Tók sterkan kjúklingabita í stað þess að styggja Íslendinga Gekk hringinn í kringum landið fyrir vannærð börn í Afríku Marín Manda og Hannes Frímann trúlofuð Terry Reid látinn Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Samsæri tóbaksframleiðenda í reykfylltum bakherbergjum „Mig langar ekki lengur að deyja“ Loni Anderson er látin „Ég mun lifa á þessum degi út ævina“ Calvin Harris orðinn faðir Rod Stewart sýnir Ozzy taka sjálfur í himnaríki Myndaveisla: Ærandi pollagallastemming í Eyjum Skoðanabræður hætta göngu sinni: „Takk fyrir okkur“ Menningarperlan aftur komin í sitt gamla horf Sjá meira
Hjálmar Bogi Hafliðason leiðir lista Framsóknar í Norðurþingi í komandi sveitarstjórnarkosningum. Ég heiti Hjálmar Bogi Hafliðason og er 42 ára sveitarstjórnarfulltrúi í Norðurþingi. Bý með Guðnýju Þóru Guðmundsdóttur og þremur börnum hennar í einu elsta húsinu á Húsavík. Er menntaður grunnskólakennari og lengst af starfað sem kennari og síðustu ár sem deildarstjóri í Borgarhólsskóla á Húsavík. Syng í kirkjukórnum og karlakórnum, er félagi í björgunarsveitinni Garðar, sit í svæðisstjórn björgunarsveita á svæði 12 og í aðgerðarstjórn almannavarna. Félagi í Leikfélagi Húsavíkur og finnst fátt eins gaman og að fara á svið til að gleðja. Spila golf og var í nokkur ár formaður Golfklúbbs Húsavíkur. Forgjöfin er há enda fyrst og fremst sport til að njóta útiveru og góðrar samveru. Hef unun af því að vera úti í náttúrunni, gangandi, á snjósleða eða gönguskíðum. Hef verið í framboði síðan 1998 þegar ég var í framboði til sveitarstjórnar þá í 13. sæti. Leiði nú lista Framsóknar í annað sinn. Hef hinsvegar oftar verið í framboði þegar það eru kosningar en ekki en sat sem varaþingmaður frá 2013 til 2020. Síðan 2006 hef ég starfað í nefndum og ráðum á vegum ríkis og sveitarfélaga og fór fyrst í sveitarstjórn árið 2010. Það má segja að ég hafi talsverða reynslu af stjórnmálum og þekki söguna ágætlega. Umfram allt finnst mér gaman að láta gott af mér leiða; að gleðja aðra með eigin nærveru og vinnu. Að vera með öðru fólki, deila áhugamálum og rökræða landsins gagn og nauðsynjar. Hver er fallegasti staðurinn á Íslandi? Gönguleiðin frá Dettifossi í Jökulsárgljúfrum sem endar fram á bjargbrún Ásbyrgis er stórbrotin upplifun. Er eitthvað lítilvægt sem fer þó í taugarnar á þér í þínu sveitarfélagi sem þú vilt að sé lagað? Prinsessan svaf reyndar ekki fyrir bauninni en kirkjustiginn milli hafnar og Húsavíkurkirkju skal komast í lag. Hvert er þitt uppáhalds áhugamál sem gæti þótt skrítið? Staddur á kórloftinu milli sálma að telja hversu margar perur virka ekki í Húsavíkurkirkju. Hver eru þín minnistæðustu samskipti við lögregluna? Starfa með henni í aðgerðarstjórn Almannavarna á svæðinu en við aðalvarðastjórinn ræðum gjarnan um hvað við eigum að borða á vaktinni. Hvað færðu þér á pizzu? Yfirleitt aldrei það sama og gjarn á að prófa eitthvað nýtt. Hvaða lag peppar þig mest? Það er með The pointer sisters - I'm so excited, virkar alltaf. Hvað getur þú tekið margar armbeygjur? Geri 25 armbeygjur á hverjum morgni þegar ég vakna. Hef ekki reynt að gera fleiri. Göngutúr eða skokk? Allan tíman í göngu enda hleyp ég eins og górilla. Uppáhalds brandari? Stíllinn í eyranu Gamall maður á níræðisaldri sat í afmælisboði innan um fullt af fólki. Skyndilega finnur hann fyrir sviða í öðru eyranu og þegar hann fer að klóra sér í eyranu finnur hann fyrir einhverju, jú og viti menn hann dregur eitthvað út úr því og þegar hann skoðar hvað þetta er þá sér hann að þetta er stíll. Fólkið í boðinu starir furðu lostið á aðfarirnar. Eftir smá umhugsun snýr sá gamli sér að fólkinu og segir: „andskotinn, jæja …. þá veit ég hvar heyrnatækið er“. Hvað er þitt draumafríi? Óundirbúið á meginlandi Evrópu. Gerist reglulega. Langar hinsvegar hátt upp í Alpana, í trjákofa með kveikt upp í kamínunni og kakóbolla í tunglskini. Hvort fannst þér 2020 eða 2021 vera verra ár? Þessi tími er eitt covid-19 ár. Homeblest, gott báðu megin. Uppáhalds tónlistarmaður? Verð að segja John Willams, kvikmyndatónskáld enda höfundurinn að tónlistinni í Star Wars. En held hinsvegar mikið upp á KK. Hvað er það skrýtnasta sem þú manst eftir að hafa gert? Starfaði lengi við Kirkjugarða Húsavíkur bæði á sumrin og í afleysingum árið um kring. Á þeim tíma þegar grafir voru handmokaðar. Sérstaklega í gamla hlutanum. En að taka gröf að vetrarlagi í mykri með eitt vasaljós á jörðinni, einn ofan í gröfinni og vera langt kominn þegar hún fellur saman og opnast inn í næstu gröf. Standa þar fastur og kalla á hjálp út í tómið. Ef það væri gerð kvikmynd um ævi þína, hver ætti að leika þig? Má vera íslenskur eða útlenskur. Útlit Jason Alexander og atferli Michael Richards í Seinfeld. Hefur þú verið í verbúð? Fæddur 1980, nei, ekki til að upplifa Verbúð nema til skoðunar. Áhrifamesta kvikmyndin? Sem söguunnandi verð ég að segja Schindler's list. Horfi á hana einu sinni á ári. Áttu eftir að sakna Nágranna? Eru þeir að hætta? Ef þú yrðir að flytja úr þínu sveitarfélagi, hvert myndir þú helst vilja fara? Frábær spurning fyrir sveitarstjórnarfulltrúann; að leiða hugann öðru eftirsóknarverðu sveitarfélagi. Nefni Sauðárkrók, fylgist með stöðu mála þar og ber okkur í Norðurþingi gjarnan saman við bæinn. Uppáhalds „guilty pleasure“ lag? (skammast þín smá fyrir að hafa gaman af því – sakbitin sæla) Var píndur á tónleika með Slipknot fyrir nokkru. Fer ekki sjálfviljugur aftur á slíka tónleika en eitt og eitt lag situr eftir. Ekki til spilunar þó, Vermilion sem fjallar um konuna á lestarstöðinni, held ég.
Oddvitaáskorunin Norðurþing Sveitarstjórnarkosningar 2022 Framsóknarflokkurinn Mest lesið Fyrrverandi eiginmaður Kelly Clarkson látinn Lífið „Magnað innra ferðalag“ að horfast í augu við saklausa barnið í sér Lífið Nígerskt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju Lífið Hvers vegna fær Innrásin frá Mars núll í einkunn? Lífið Fann lausn við verkjunum sem breytti öllu Lífið samstarf McConaughey glutraði niður tækifærinu í Titanic Lífið Hver dáleiðsla er spennandi og ófyrirsjáanlegt ferðalag Lífið samstarf Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Lífið Þríbætti tíma kærastans í einni stærstu spyrnukeppni Evrópu Lífið Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Lífið Fleiri fréttir Nígerskt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju „Magnað innra ferðalag“ að horfast í augu við saklausa barnið í sér Fyrrverandi eiginmaður Kelly Clarkson látinn Íhuga að skrifa bók um kaffihúsin á þúsund kílómetra hjólarúnti McConaughey glutraði niður tækifærinu í Titanic Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Hvers vegna fær Innrásin frá Mars núll í einkunn? Stutt í að uppselt verði í heilt og hálft Þríbætti tíma kærastans í einni stærstu spyrnukeppni Evrópu Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Ástralskur hommasirkus skemmtir börnum og fullorðnum í Tjarnarbíói Húsgögn úr afgöngum og fiskar í gosbrunninum Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Kveður föður sinn með tilvitnun í Hunter S. Thompson Walking Dead-leikkona látin Tók sterkan kjúklingabita í stað þess að styggja Íslendinga Gekk hringinn í kringum landið fyrir vannærð börn í Afríku Marín Manda og Hannes Frímann trúlofuð Terry Reid látinn Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Samsæri tóbaksframleiðenda í reykfylltum bakherbergjum „Mig langar ekki lengur að deyja“ Loni Anderson er látin „Ég mun lifa á þessum degi út ævina“ Calvin Harris orðinn faðir Rod Stewart sýnir Ozzy taka sjálfur í himnaríki Myndaveisla: Ærandi pollagallastemming í Eyjum Skoðanabræður hætta göngu sinni: „Takk fyrir okkur“ Menningarperlan aftur komin í sitt gamla horf Sjá meira