Banna bílasölum að auglýsa tilboð á notuðum bílum án fyrra verðs Atli Ísleifsson skrifar 4. maí 2022 13:03 Stofnunin skoðaði 72 vefsíður bílasala og kom þá í ljós að tilefni hafi verið til athugasemda við 53 þeirra. Getty Neytendastofa hefur bannað bílasölunum Bílakaupum ehf. og Netbílum ehf. að auglýsa tilboð á notuðum bílum án þess að tilgreina fyrra verð. Þetta er gert eftir að bílasölurnar brugðust ekki við erindum stofnunarinnar og gerðu ekki úrbætur á vefsíðum sínum. Þetta segir á heimasíðu Neytendastofu. Þar segir að stofnunin hafi skoðað vefsíður bílasala með notaða bíla í júlí 2021. Tilgangur skoðunarinnar hafi verið að athuga hvort þar væru að finna tilboðsauglýsingar á bílum án þess að fram kæmi fyrra verð. Stofnunin skoðaði 72 vefsíður og hafi þá komið í ljós að tilefni hafi verið til athugasemda við 53 þeirra. „Neytendastofa sendi bílasölunum bréf þar sem vakin var athygli á skyldu til að kynna aðeins verðlækkun sem er raunveruleg og að taka fram fyrra verð þegar tilboð er kynnt. Í bréfinu voru jafnframt sett fram tilmæli um að gæta þess að fara að þeim lögum og reglum er gilda um auglýsingar og tilboðsmerkingar. Neytendastofa fylgdi skoðuninni eftir í lok janúar sl. og enn voru tilboðsauglýsingar á vefsíðum 46 bílasala í ólagi. Í kjölfar athugasemda Neytendastofu voru gerðar viðeigandi úrbætur hjá 44 bílasölum Tvær bílasölur brugðust hins vegar ekki við erindum Neytendastofu og gerðu ekki úrbætur á vefsíðum sínum. Því hefur stofnunin nú tekið ákvörðun um að banna Bílakaup ehf. og Netbílum ehf. að auglýsa tilboð á bifreiðum án tilgreinds fyrra verðs,“ segir á heimasíðunni. Verði ekki farið að banninu mega bílasölurnar búast við að tekin verði ákvörðun um sektir á grundvelli laga um eftirlit með viðskiptaháttum og markaðssetningu. Auglýsinga- og markaðsmál Neytendur Bílar Mest lesið „Þetta eru bara krakkar sem eru í þessu fyrir peningana“ Neytendur „Í markaðshagkerfi þurfa menn bara að synda“ Viðskipti innlent Buffet hættir sem forstjóri við lok árs Viðskipti erlent „Var með skipt í miðju og notaði óhóflegt magn af geli“ Atvinnulíf Kaupfélagið hagnaðist um 3,3 milljarða Viðskipti innlent Innkalla kjúkling vegna gruns um salmonellu Neytendur Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Engar viðræður fyrr en Trump fellir niður tolla Viðskipti erlent Fokdýr jólagjöf til dætranna reyndist eintóm blekking Neytendur Sekta TikTok um tæpa áttatíu milljarða Viðskipti erlent Fleiri fréttir „Þetta eru bara krakkar sem eru í þessu fyrir peningana“ Innkalla kjúkling vegna gruns um salmonellu Fokdýr jólagjöf til dætranna reyndist eintóm blekking Bensínverð rjúki upp en fari hægt niður Hvar er opið um páskana? Spotify liggur niðri Ósáttur við aukna gjaldtöku við flugvöllinn fyrir leigubílstjóra Hækka verð á PS5 í Evrópu vegna „krefjandi“ umhverfis Reiknivél sem sýnir áhrif breytingar á samsköttun Danskir seðlar teknir úr umferð og verða ógildir Hafi ógnað öryggi flugsins en fær samt bætur Páskaegg allt að fjórðungi dýrari en í fyrra Tvö apótek sögðu pass við verðlagseftirlitið Kannast ekki við hafa tekið lán að nóttu til en þarf að borga Rangt að plástrarnir geti læknað sjúkleika eða röskun á líffærastarfsemi Hatar sjálfsafgreiðslukassa: „Ég er orðinn gamall karl að gefast upp á nútímanum“ Sjá meira
Þetta segir á heimasíðu Neytendastofu. Þar segir að stofnunin hafi skoðað vefsíður bílasala með notaða bíla í júlí 2021. Tilgangur skoðunarinnar hafi verið að athuga hvort þar væru að finna tilboðsauglýsingar á bílum án þess að fram kæmi fyrra verð. Stofnunin skoðaði 72 vefsíður og hafi þá komið í ljós að tilefni hafi verið til athugasemda við 53 þeirra. „Neytendastofa sendi bílasölunum bréf þar sem vakin var athygli á skyldu til að kynna aðeins verðlækkun sem er raunveruleg og að taka fram fyrra verð þegar tilboð er kynnt. Í bréfinu voru jafnframt sett fram tilmæli um að gæta þess að fara að þeim lögum og reglum er gilda um auglýsingar og tilboðsmerkingar. Neytendastofa fylgdi skoðuninni eftir í lok janúar sl. og enn voru tilboðsauglýsingar á vefsíðum 46 bílasala í ólagi. Í kjölfar athugasemda Neytendastofu voru gerðar viðeigandi úrbætur hjá 44 bílasölum Tvær bílasölur brugðust hins vegar ekki við erindum Neytendastofu og gerðu ekki úrbætur á vefsíðum sínum. Því hefur stofnunin nú tekið ákvörðun um að banna Bílakaup ehf. og Netbílum ehf. að auglýsa tilboð á bifreiðum án tilgreinds fyrra verðs,“ segir á heimasíðunni. Verði ekki farið að banninu mega bílasölurnar búast við að tekin verði ákvörðun um sektir á grundvelli laga um eftirlit með viðskiptaháttum og markaðssetningu.
Auglýsinga- og markaðsmál Neytendur Bílar Mest lesið „Þetta eru bara krakkar sem eru í þessu fyrir peningana“ Neytendur „Í markaðshagkerfi þurfa menn bara að synda“ Viðskipti innlent Buffet hættir sem forstjóri við lok árs Viðskipti erlent „Var með skipt í miðju og notaði óhóflegt magn af geli“ Atvinnulíf Kaupfélagið hagnaðist um 3,3 milljarða Viðskipti innlent Innkalla kjúkling vegna gruns um salmonellu Neytendur Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Engar viðræður fyrr en Trump fellir niður tolla Viðskipti erlent Fokdýr jólagjöf til dætranna reyndist eintóm blekking Neytendur Sekta TikTok um tæpa áttatíu milljarða Viðskipti erlent Fleiri fréttir „Þetta eru bara krakkar sem eru í þessu fyrir peningana“ Innkalla kjúkling vegna gruns um salmonellu Fokdýr jólagjöf til dætranna reyndist eintóm blekking Bensínverð rjúki upp en fari hægt niður Hvar er opið um páskana? Spotify liggur niðri Ósáttur við aukna gjaldtöku við flugvöllinn fyrir leigubílstjóra Hækka verð á PS5 í Evrópu vegna „krefjandi“ umhverfis Reiknivél sem sýnir áhrif breytingar á samsköttun Danskir seðlar teknir úr umferð og verða ógildir Hafi ógnað öryggi flugsins en fær samt bætur Páskaegg allt að fjórðungi dýrari en í fyrra Tvö apótek sögðu pass við verðlagseftirlitið Kannast ekki við hafa tekið lán að nóttu til en þarf að borga Rangt að plástrarnir geti læknað sjúkleika eða röskun á líffærastarfsemi Hatar sjálfsafgreiðslukassa: „Ég er orðinn gamall karl að gefast upp á nútímanum“ Sjá meira