Ísland er land kynþáttafordóma – eins og öll önnur lönd Snorri Sturluson skrifar 4. maí 2022 10:31 Í kjölfar málsins í kringum Gabríel Douane Boama hef ég rekið mig á eftirfarandi fullyrðingu: „Það er ekki rasismi á Íslandi, þið eruð að ímynda ykkur þetta.“ Ég hef heyrt þetta í fyrstu persónu frá fólki í nærumhverfi mínu og lesið það á vefmiðlum. Að baki þessari fulyrðingu býr ekki bara þekkingarleysi heldur líka afneitun og gaslýsing á veruleika hörundsdökks fólks í samfélagi okkar, sem er samt að mörgu leyti svo ágætt. Þegar ég bjó í Bandaríkjunum heyrði ég oftar en einu sinni og oftar en tvisvar svart fólk lýsa því að það sé bara eitt verra en yfirlýstir rasistar en það er fólk sem veit ekki, eða viðurkennir ekki, að það hafi kynþáttafordóma, hegðar sér samt á fordómafullan hátt og neitar svo að viðurkenna það þegar því er bent á það. Fólk sem segir „það er ekki rasismi á Íslandi“ er oft fólk sem veit ekki að það býr yfir kynþáttafordómum, eða neitar að horfast í augu við það og felur sig því bakvið það að halda því fram að kynþáttafordómar þekkist ekki á Íslandi. Þau sem eru með augu og eyru opin vita betur enda þarf ekki annað en að opna kommentakerfin til að sjá að það er fullt af rasistum á Íslandi sem eru ekkert feimnir við að láta þær tilfinningar sínar í ljós. Þegar þolendur rasisma segjast verða fyrir fordómum og viðbrögð samfélagsins eru afneitun, er það gaslýsing á upplifun þolandans og meðvirkni með gerandanum. Samfélagið kýs frekar að afneita upplifun þolandans heldur en að viðurkenna að um kynþáttafordóma sé að ræða því ef við viðurkennum samfélagslegan rasisma erum við í leiðinni að viðurkenna eigin sekt. Sem hvítt fólk ölumst við upp við að vera að meðaltali ríkari, valdameiri, betur menntuð og með lengri lífslíkur en meðbræður okkar og systur sem eru dekkri á hörund. Þetta eru allt staðreyndir sem hægt er að sýna fram á á tölulegan hátt um allan heim. Við sem erum hvít erum alin upp við lúmska yfirburðarhyggju og erum flest haldin henni í einhverju mæli en gerum okkur fæst grein fyrir því. Í hvert skipti sem við gerum lítið úr eða afneitum upplifun hörundsdökks fólks af kynþáttafordómum gaslýsum við þau, brjótum traust þeirra og aukum bilið á milli okkar. Hlustum á og trúum upplifun minnihlutahópa. Það er fyrsta skrefið í átt til jafnara og fordómalausara samfélags. Höfundur er heimspekingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kynþáttafordómar Mest lesið Krafan sem kvennahreyfingin gleymdi Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Við erum ekki eign annarra! Anna Lizzy Wichmann Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun Afglæpavæðing veðmála Gunnar Pétur Haraldsson Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun Gleðilegan kvennafrídag og gleðilegt kvennaár Helena Hafþórsdóttir O’Connor Skoðun Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson Skoðun Enn er verk að vinna – upprætum ofbeldi á vinnustöðum Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir Skoðun Samstaða - afl sem breytir samfélaginu Heiða Björg Hilmarsdóttir Skoðun Skattaæfingar tengdar landbúnaðarstarfsemi Björn Bjarki Þorsteinsson Skoðun Skoðun Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke skrifar Skoðun Skattaæfingar tengdar landbúnaðarstarfsemi Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Konan - Vinnan - Kjörin í 40 ár Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Íslenskur her og íslensk leyniþjónusta Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Er jafnrétti fyrir allar? Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Ættu konur að fara í háskólanám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Skoðun Enn einn dagur í baráttunni Ásta F. Flosadóttir skrifar Skoðun Verðmætasköpunarlaust haust Jón Gunnarsson skrifar Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar Skoðun Krafan sem kvennahreyfingin gleymdi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Einfaldar lausnir á vaxtamálavanda bankanna Guðmundur Ásgeirsson skrifar Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er sköpun í skólastarfi? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Afglæpavæðing veðmála Gunnar Pétur Haraldsson skrifar Skoðun Gleðilegan kvennafrídag og gleðilegt kvennaár Helena Hafþórsdóttir O’Connor skrifar Skoðun Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Konur Íslands og alþjóðakerfið í takt Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er svona merkilegt við það? Hópur starfsfólks Jafnlaunastofu skrifar Skoðun Við erum ekki eign annarra! Anna Lizzy Wichmann skrifar Skoðun Sameinuðu þjóðirnar 80 ára: Framtíðin er okkar Eva Harðardóttir skrifar Skoðun Til hamingju með 24. október Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Enn er verk að vinna – upprætum ofbeldi á vinnustöðum Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir skrifar Skoðun Samstaða - afl sem breytir samfélaginu Heiða Björg Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Einu sinni enn Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Skuggahliðar á þéttingu byggðar Þórarinn Hjaltason skrifar Skoðun Er ofbeldi gagnvart eldri borgurum vandamál á Íslandi? Björn Snæbjörnsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Jöfn skipting skulda og eigna í sambúð Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Samstaða - afl sem breytir samfélaginu Heiða Björg Hilmarsdóttir skrifar Sjá meira
Í kjölfar málsins í kringum Gabríel Douane Boama hef ég rekið mig á eftirfarandi fullyrðingu: „Það er ekki rasismi á Íslandi, þið eruð að ímynda ykkur þetta.“ Ég hef heyrt þetta í fyrstu persónu frá fólki í nærumhverfi mínu og lesið það á vefmiðlum. Að baki þessari fulyrðingu býr ekki bara þekkingarleysi heldur líka afneitun og gaslýsing á veruleika hörundsdökks fólks í samfélagi okkar, sem er samt að mörgu leyti svo ágætt. Þegar ég bjó í Bandaríkjunum heyrði ég oftar en einu sinni og oftar en tvisvar svart fólk lýsa því að það sé bara eitt verra en yfirlýstir rasistar en það er fólk sem veit ekki, eða viðurkennir ekki, að það hafi kynþáttafordóma, hegðar sér samt á fordómafullan hátt og neitar svo að viðurkenna það þegar því er bent á það. Fólk sem segir „það er ekki rasismi á Íslandi“ er oft fólk sem veit ekki að það býr yfir kynþáttafordómum, eða neitar að horfast í augu við það og felur sig því bakvið það að halda því fram að kynþáttafordómar þekkist ekki á Íslandi. Þau sem eru með augu og eyru opin vita betur enda þarf ekki annað en að opna kommentakerfin til að sjá að það er fullt af rasistum á Íslandi sem eru ekkert feimnir við að láta þær tilfinningar sínar í ljós. Þegar þolendur rasisma segjast verða fyrir fordómum og viðbrögð samfélagsins eru afneitun, er það gaslýsing á upplifun þolandans og meðvirkni með gerandanum. Samfélagið kýs frekar að afneita upplifun þolandans heldur en að viðurkenna að um kynþáttafordóma sé að ræða því ef við viðurkennum samfélagslegan rasisma erum við í leiðinni að viðurkenna eigin sekt. Sem hvítt fólk ölumst við upp við að vera að meðaltali ríkari, valdameiri, betur menntuð og með lengri lífslíkur en meðbræður okkar og systur sem eru dekkri á hörund. Þetta eru allt staðreyndir sem hægt er að sýna fram á á tölulegan hátt um allan heim. Við sem erum hvít erum alin upp við lúmska yfirburðarhyggju og erum flest haldin henni í einhverju mæli en gerum okkur fæst grein fyrir því. Í hvert skipti sem við gerum lítið úr eða afneitum upplifun hörundsdökks fólks af kynþáttafordómum gaslýsum við þau, brjótum traust þeirra og aukum bilið á milli okkar. Hlustum á og trúum upplifun minnihlutahópa. Það er fyrsta skrefið í átt til jafnara og fordómalausara samfélags. Höfundur er heimspekingur.
Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun
Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson Skoðun
Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar
Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Skoðun Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar
Skoðun Enn er verk að vinna – upprætum ofbeldi á vinnustöðum Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir skrifar
Skoðun Er ofbeldi gagnvart eldri borgurum vandamál á Íslandi? Björn Snæbjörnsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar
Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun
Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson Skoðun