Jón Dagur kominn úr fyrstikistunni: „Fékk tíma til að spila smá golf“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 1. maí 2022 23:15 Jón Dagur Þorsteinsson hefur verið úti í kuldanum hjá AGF síðan í byrjun mars en var mættur aftur í byrjunarliðið í dag. AGF Jón Dagur Þorsteinsson var mættur í byrjunarlið AGF í danska boltanum í dag eftir langan tíma í frystikistunni hjá félaginu. Hann segir þó að það sé ekki það versta sem geti komið fyrir og grínaðist með að hafa nýtt tímann í að æfa golfsveifluna. Þetta sagði Jón Dagur í stuttu viðtali við danska miðilinn Bold.dk í dag, en leikmaðurinn hafði verið úti í kuldanum hjá félaginu síðan í byrjun mars. Yfirmenn hans hjá AGF höfðu frekar viljað veðja á unga leikmenn liðsins, en eftir slæmt gengi var Jón Dagur kallaður aftur inn í byrjunarliðið. Þrátt fyrir 1-0 tap AGF gegn OB í dag gat Jón dagur þó grínast með stöðuna. „Þetta er ekki það versta sem getur komið fyrir mann,“ sagði Jón Dagur í samtali við Bold.dk. „Ég fékk tíma til að spila smá golf sem var fínt. Mig skortir stundum einbeitingu, en maður getur æft það á golfvellinum.“ „En auðvitað hefur þetta verið erfiður tími á meðan ég hef verið fyrir utan liðið,“ sagði Jón Dagur einnig. Jón Dagur segir að Stig Inge Bjørnebye, yfirmaður íþróttamála hjá AGF, hafi hringt í sig og tilkynnt honum að hann gæti farið að spila aftur fyrir AGF. „Mér var bara sagt að ég ætti að spila daginn eftir að liðið tapaði 2-1 á móti OB. Við áttum stutt samtal þar sem hann sagði mér að ég ætti að spila.“ Þá fer Jón Dagur ekkert í felur með það að hann sé ósáttur við það hvernig félagið fór að í þessum málum, en segir þó að það séu engin leiðindi á milli hans og félagsins. „Auðvitað er ég ekki ánægður með það hvernig farið var að í þessu máli. Þetta kom virkilega aftan að mér.“ „Félagið gerði mistök og þeir eru búnir að biðjast afsökunar. Þannig að nú er bara að halda áfram og það er enginn í fýlu yfir þessu,“ sagði Jón Dagur að lokum. Danski boltinn Mest lesið Eygló verður síðasti Evrópumeistarinn í sögunni Sport Hefði fengið 20 ára bann fyrir samskonar mál og Sinner Sport Max svaraði Marko fullum hálsi Formúla 1 „Hér er allt mögulegt“ Fótbolti Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United Fótbolti „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Sport Van Dijk fær 68 milljónir á viku Enski boltinn Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Fótbolti Dramatík á Hlíðarenda Handbolti Lagði egóið til hliðar fyrir liðið Körfubolti Fleiri fréttir Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United „Hér er allt mögulegt“ Van Dijk fær 68 milljónir á viku Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Solanke skaut Tottenham í undanúrslit Chelsea í undanúrslit þrátt fyrir tap Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Albert og félagar í undanúrslit Slæmur skellur á móti nágrönnunum Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Sönderjyske vann Íslendingaslaginn Neymar fór grátandi af velli Sky Sports: Ancelotti hættir með Real Madrid eftir bikarúrslitaleikinn Tevez vill að Ronaldo og Messi spili saman í kveðjuleiknum hans Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Óvenjuleg taktík Real Madrid á móti Arsenal fær falleinkunn frá Ferdinand Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Sjáðu Arsenal slá út Real Madrid, vítið sem dæmt og vítið sem var dæmt af Veltu fyrir sér hvort það hafi verið rétt að taka Rashford af velli Uppbótartíminn: „Draumar eru til þess að stefna hátt“ Aubameyang syrgir fallinn félaga „Þetta var skrýtinn leikur“ „Höfum afsannað allar spár sem hafa komið og ætlum að halda því áfram“ Newcastle upp í þriðja sætið „Hugur minn er bara hjá henni“ Leik lokið: Valur - FH 0-0 | Markalaust í leik sem litaðist af ljótum meiðslum Tvö mörk á þremur mínútum sendu Inter í undanúrslit Sjá meira
Þetta sagði Jón Dagur í stuttu viðtali við danska miðilinn Bold.dk í dag, en leikmaðurinn hafði verið úti í kuldanum hjá félaginu síðan í byrjun mars. Yfirmenn hans hjá AGF höfðu frekar viljað veðja á unga leikmenn liðsins, en eftir slæmt gengi var Jón Dagur kallaður aftur inn í byrjunarliðið. Þrátt fyrir 1-0 tap AGF gegn OB í dag gat Jón dagur þó grínast með stöðuna. „Þetta er ekki það versta sem getur komið fyrir mann,“ sagði Jón Dagur í samtali við Bold.dk. „Ég fékk tíma til að spila smá golf sem var fínt. Mig skortir stundum einbeitingu, en maður getur æft það á golfvellinum.“ „En auðvitað hefur þetta verið erfiður tími á meðan ég hef verið fyrir utan liðið,“ sagði Jón Dagur einnig. Jón Dagur segir að Stig Inge Bjørnebye, yfirmaður íþróttamála hjá AGF, hafi hringt í sig og tilkynnt honum að hann gæti farið að spila aftur fyrir AGF. „Mér var bara sagt að ég ætti að spila daginn eftir að liðið tapaði 2-1 á móti OB. Við áttum stutt samtal þar sem hann sagði mér að ég ætti að spila.“ Þá fer Jón Dagur ekkert í felur með það að hann sé ósáttur við það hvernig félagið fór að í þessum málum, en segir þó að það séu engin leiðindi á milli hans og félagsins. „Auðvitað er ég ekki ánægður með það hvernig farið var að í þessu máli. Þetta kom virkilega aftan að mér.“ „Félagið gerði mistök og þeir eru búnir að biðjast afsökunar. Þannig að nú er bara að halda áfram og það er enginn í fýlu yfir þessu,“ sagði Jón Dagur að lokum.
Danski boltinn Mest lesið Eygló verður síðasti Evrópumeistarinn í sögunni Sport Hefði fengið 20 ára bann fyrir samskonar mál og Sinner Sport Max svaraði Marko fullum hálsi Formúla 1 „Hér er allt mögulegt“ Fótbolti Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United Fótbolti „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Sport Van Dijk fær 68 milljónir á viku Enski boltinn Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Fótbolti Dramatík á Hlíðarenda Handbolti Lagði egóið til hliðar fyrir liðið Körfubolti Fleiri fréttir Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United „Hér er allt mögulegt“ Van Dijk fær 68 milljónir á viku Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Solanke skaut Tottenham í undanúrslit Chelsea í undanúrslit þrátt fyrir tap Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Albert og félagar í undanúrslit Slæmur skellur á móti nágrönnunum Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Sönderjyske vann Íslendingaslaginn Neymar fór grátandi af velli Sky Sports: Ancelotti hættir með Real Madrid eftir bikarúrslitaleikinn Tevez vill að Ronaldo og Messi spili saman í kveðjuleiknum hans Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Óvenjuleg taktík Real Madrid á móti Arsenal fær falleinkunn frá Ferdinand Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Sjáðu Arsenal slá út Real Madrid, vítið sem dæmt og vítið sem var dæmt af Veltu fyrir sér hvort það hafi verið rétt að taka Rashford af velli Uppbótartíminn: „Draumar eru til þess að stefna hátt“ Aubameyang syrgir fallinn félaga „Þetta var skrýtinn leikur“ „Höfum afsannað allar spár sem hafa komið og ætlum að halda því áfram“ Newcastle upp í þriðja sætið „Hugur minn er bara hjá henni“ Leik lokið: Valur - FH 0-0 | Markalaust í leik sem litaðist af ljótum meiðslum Tvö mörk á þremur mínútum sendu Inter í undanúrslit Sjá meira