Heklar borðtuskur á Selfossi til að komast í Oxford-háskóla Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 1. maí 2022 20:18 Valdís Jóna, 13 ára á Selfossi, sem situr við alla daga og heklar borðtuskur, sem hún selur til að fjármagna skólagjöldin við Oxford háskóla í sumar. Magnús Hlynur Hreiðarsson Þrettán ára stelpa á Selfossi situr við alla daga og heklar borðtuskur af miklum móð. Ástæðan er sú að hún fékk óvænt inngöngu á sumarnámskeið í Oxford háskóla í London í enskum bókmenntum og skapandi skrifum. Hér erum við að tala um Valdísi Jónu Steinþórsdóttur, nemanda í Vallaskóla á Selfossi, sem er aðeins 13 ára gömul. Valdís Jóna er mjög sjálfstæð, ófeimin, ákveðin, hress og skemmtileg og umfram allt mjög dugleg í öllu sem hún tekur sér fyrir hendur. Hún spilar til dæmis listavel á flautu. En mál málanna hjá Valdísi þessa dagana er að hekla borðtuskur og annað til að selja. Af hverju? Jú, hún var að fá tilkynningu um að hún kæmist á sumarnámskeið í Oxford háskóla í Bretlandi í sumar. Hún ákvað að sækja um í vetur í einhverju bríaríi alveg viss um að hún yrði ekki tekin inn, því þúsundir sækja um inngöngu en hún datt í lukkupottinn. Þórdís Guðrún, mamma Valdísar Jónu, sem er að rifna úr stolti af dóttur sinni fyrir dugnaðinn.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Ég öskraði af gleði þegar ég fékk póstinn frá skólanum, enda hélt mamma að ég væri stórslösuð en þá var ég komin inn í skólann. Ég er að fara að læra enskar bókmenntir og skapandi skrif en það verður mögulega kennt eitthvað aðeins meira, Mér hefur alltaf fundist gaman að skrifa og svo líka að kynnast málinu meira og lesa,“ segir Valdís Jóna. Sumarnámskeiðið í Oxford kostar 900.000 krónur og svo eru það flugfarið. Valdís Þóra segir að það gangi mjög vel að hekla og selja en hún hefur fengið góða aðstoð frá ömmu sinni og mömmu. „Ég á mjög gott fólk, sem hjálpar mér mjög mikið og er ég mjög heppin með það.“ Valdís Jóna stefnir á að kenna tónlist í framtíðinni og að vera rithöfundur. Foreldrar hennar eru að rifna úr stolti yfir dóttur sína. Valdís Jóna er mjög góð að spila á flautu en hún er nemandi í Tónlistarskóla Árnesinga.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Þetta er bara ótrúleg stelpa, það sem henni dettur í hug, það gerir hún og hún ætlar sér. Já, eins og með þetta, aldrei hefði mér dottið þetta í hug á hennar aldri að reyna þetta einu sinni. Já, hún er bara 13 ára en hún hefur verið svona frá því að hún var smákrakki, ef hún ætlar sér eitthvað þá gerir hún það, það er bara þannig,“ segir Þórdís Guðrún Þormóðsdóttir mamma Valdísar Jónu Ef einhverjir vilja styrkja Valdísi Jónu með því að kaupa borðtusku eða tuskur af henni þá er best að setja sig í samband við mömmu hennar í einkaskilaboðum í gegnum Facbook til að fá nánari upplýsingar. Facebook síðan Fréttin var uppfærð eftir að þær upplýsingar bárust að a.m.k. einn annar Íslendingur hefði sótt sams konar námskeið við háskólann. Árborg Bretland Krakkar Prjónaskapur Mest lesið Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Innlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Erlent Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Innlent Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Innlent Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Erlent Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Innlent Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Innlent Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Innlent Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Fleiri fréttir Ekið á barn og maður handtekinn eftir berserksgang Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi fólks að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga „Úrræðaleysi“ og „lausatök“ sögð einkenna yfirstjórn heilbrigðismála Sjá meira
Hér erum við að tala um Valdísi Jónu Steinþórsdóttur, nemanda í Vallaskóla á Selfossi, sem er aðeins 13 ára gömul. Valdís Jóna er mjög sjálfstæð, ófeimin, ákveðin, hress og skemmtileg og umfram allt mjög dugleg í öllu sem hún tekur sér fyrir hendur. Hún spilar til dæmis listavel á flautu. En mál málanna hjá Valdísi þessa dagana er að hekla borðtuskur og annað til að selja. Af hverju? Jú, hún var að fá tilkynningu um að hún kæmist á sumarnámskeið í Oxford háskóla í Bretlandi í sumar. Hún ákvað að sækja um í vetur í einhverju bríaríi alveg viss um að hún yrði ekki tekin inn, því þúsundir sækja um inngöngu en hún datt í lukkupottinn. Þórdís Guðrún, mamma Valdísar Jónu, sem er að rifna úr stolti af dóttur sinni fyrir dugnaðinn.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Ég öskraði af gleði þegar ég fékk póstinn frá skólanum, enda hélt mamma að ég væri stórslösuð en þá var ég komin inn í skólann. Ég er að fara að læra enskar bókmenntir og skapandi skrif en það verður mögulega kennt eitthvað aðeins meira, Mér hefur alltaf fundist gaman að skrifa og svo líka að kynnast málinu meira og lesa,“ segir Valdís Jóna. Sumarnámskeiðið í Oxford kostar 900.000 krónur og svo eru það flugfarið. Valdís Þóra segir að það gangi mjög vel að hekla og selja en hún hefur fengið góða aðstoð frá ömmu sinni og mömmu. „Ég á mjög gott fólk, sem hjálpar mér mjög mikið og er ég mjög heppin með það.“ Valdís Jóna stefnir á að kenna tónlist í framtíðinni og að vera rithöfundur. Foreldrar hennar eru að rifna úr stolti yfir dóttur sína. Valdís Jóna er mjög góð að spila á flautu en hún er nemandi í Tónlistarskóla Árnesinga.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Þetta er bara ótrúleg stelpa, það sem henni dettur í hug, það gerir hún og hún ætlar sér. Já, eins og með þetta, aldrei hefði mér dottið þetta í hug á hennar aldri að reyna þetta einu sinni. Já, hún er bara 13 ára en hún hefur verið svona frá því að hún var smákrakki, ef hún ætlar sér eitthvað þá gerir hún það, það er bara þannig,“ segir Þórdís Guðrún Þormóðsdóttir mamma Valdísar Jónu Ef einhverjir vilja styrkja Valdísi Jónu með því að kaupa borðtusku eða tuskur af henni þá er best að setja sig í samband við mömmu hennar í einkaskilaboðum í gegnum Facbook til að fá nánari upplýsingar. Facebook síðan Fréttin var uppfærð eftir að þær upplýsingar bárust að a.m.k. einn annar Íslendingur hefði sótt sams konar námskeið við háskólann.
Árborg Bretland Krakkar Prjónaskapur Mest lesið Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Innlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Erlent Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Innlent Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Innlent Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Erlent Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Innlent Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Innlent Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Innlent Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Fleiri fréttir Ekið á barn og maður handtekinn eftir berserksgang Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi fólks að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga „Úrræðaleysi“ og „lausatök“ sögð einkenna yfirstjórn heilbrigðismála Sjá meira