Stöð 2 Sport
Það styttist í annan endann á Íslandsmótinu í handbolta og í kvöld taka Valsmenn á móti Selfyssingum fyrsta leik liðanna í undanúrslitum Olís-deildar karla. Upphitun fyrir leikinn hefst klukkan 19:00, en bein útsending frá leiknum sjálfum hefst klukkan 19:25. Að leik loknum verður Seinni bylgjan svo á sínum stað og gerir leikinn upp.
Stöð 2 Sport 2
Einn leikur í ensku 1. deildinni er á dagskrá í dag þegar Fulham tekur á móti Luton klukkan 16:10.
Þá er úrslitakeppnin í NBA-deildinni í fullum gangi og klukkan 02:00 eftir miðnætti hefst bein útsending frá leik Phoenix Suns og Dallas Mavericks.
Stöð 2 Sport 3
Ítalski boltinn er á sínum stað á Stöð 2 Sport 3, en Atalanta tekur á móti Salernitana klukkan 18:35.
Stöð 2 Sport 4
Besta-deild karla á heima á Stö- 2 Sport 4 þegar Íslandsmeistarar Víkings taka á móti Stjörnunnu klukkan 19:00. Að leik loknum verður Stúkan á sínum stað þar sem farið verður yfir allt það helsta úr leiknum.
Stöð 2 eSport
Arena-deildin heldur áfram frá klukkan 18:30 og klukkan 20:00 er GameTíví á dagskrá með sinn vikulega þátt.