Byggjum upp atvinnulífskjarna í Reykjanesbæ Sighvatur Jónsson skrifar 30. apríl 2022 18:01 Við fjölskyldan fluttum í Dalshverfi í Innri-Njarðvík sumarið 2018 skömmu eftir síðustu sveitarstjórnarkosningar. Eitt af síðustu verkunum á æskuslóðunum í Vestmannaeyjum þá var einmitt að kjósa. Þegar við komum til Reykjanesbæjar blasti enn við kynningarefni Framsóknar fyrir kosningarnar. Brosmild og einbeitt andlit frambjóðenda horfðu til mín undir slagorðinu: „Við getum gert það!“ Ekki datt mér í hug þá að tæpum fjórum árum síðar yrði mér boðið að taka sæti á lista með þessu sama fólki og fleiri öflugum fulltrúum Framsóknar í Reykjanesbæ. Þegar leitað var til mín fyrr í vetur spurði ég mig að tvennu: Hvað hef ég lært af því að búa í Reykjanesbæ og hvað hef ég fram að færa til starfa fyrir sveitarfélagið? Kröftugt og fjölbreytt atvinnulíf Þegar ég flutti til Reykjanesbæjar vann ég á útvarpsstöðinni K100 og síðar sem fréttamaður á Stöð 2, Vísi og Bylgjunni. Ég fjallaði um málefni Reykjanesbæjar og kynntist öflugu atvinnulífi við Keflavíkurflugvöll sem getur að sama skapi verið viðkvæmt, samanber áhrifin af falli flugfélagsins WOW air og heimsfaraldurs kórónuveirunnar. Í málefnaskrá Framsóknar á nýjum vef okkar www.framsoknrnb.is kemur fram að við viljum styrkja tengslin við sjávarútveginn með landeldi á Reykjanesi og tryggja að Njarðvíkurhöfn verði nýtt enn frekar til viðhalds skipaflota landsins. Þá umræðu þekki ég vel frá Eyjum þar sem skipalyfta er of lítil fyrir stærstu skip flotans. Atvinnulífskjarni í Reykjanesbæ Ég mun leggja áherslu á að atvinnulífskjarni í Reykjanesbæ verði að veruleika. Ég hef verið mjög spenntur fyrir slíkum hugmyndum frá árinu 2008 þegar ég flutti aftur til Vestmannaeyja eftir tölvunarfræðinám í Danmörku. Undanfarin ár hef ég fylgst með umræðu um nýsköpunarsetur, skrifstofuhótel og ýmsa möguleika við tæknistörf á landsbyggðinni. Eftir Covid-faraldurinn eru störf án staðsetningar skyndilega orðin algengari en áður. Atvinnulífskjarni í heimabyggð styður við einstaklinga sem vinna fjarri vinnustaðnum að hluta. Sjálfur vinn ég fyrir hugbúnaðardeild Marel, ýmist í húsnæði fyrirtækisins í Garðabæ eða að heiman. Aftur vísa ég til frambjóðenda Framsóknar á auglýsingaskiltunum í Reykjanesbæ sumarið 2018 og slagorðsins: „Mengandi stóriðju burt!“ Margt hefur áunnist varðandi kísilverið í Helguvík á yfirstandandi kjörtímabili en málinu er ekki lokið. Framsókn í Reykjanesbæ vill enga mengandi stóriðju í Helguvík. Gerum gott samfélag enn betra. Höfundur skipar 6. sæti á B-lista Framsóknar í Reykjanesbæ fyrir sveitarstjórnarkosningar 14. maí næstkomandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sveitarstjórnarkosningar 2022 Framsóknarflokkurinn Skoðun: Kosningar 2022 Reykjanesbær Mest lesið Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson Skoðun Skoðun Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna Alma D. Möller skrifar Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar Skoðun Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun Tilgáta um brjálsemi þjóðarleiðtoga Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Blóðbað í Súdan: Framtíðarannáll? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Á tímamótum: Sameinuðu þjóðirnar í 80 ár Vala Karen Viðarsdóttir,Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Borgar sig að vanmeta menntun? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Samfylkingin hækkar gjöld á háskólanema Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Farsæld barna í fyrirrúmi Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir skrifar Skoðun Viljum við stjórnarandstöðu sem þvælist ekki fyrir? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Skólar hafa stigið skrefið með góðum árangri Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir skrifar Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun „Glæpir“ Íslendinga Árni Davíðsson skrifar Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Fleiri átök = verri útkoma í lestri? Birgir Hrafn Birgisson skrifar Sjá meira
Við fjölskyldan fluttum í Dalshverfi í Innri-Njarðvík sumarið 2018 skömmu eftir síðustu sveitarstjórnarkosningar. Eitt af síðustu verkunum á æskuslóðunum í Vestmannaeyjum þá var einmitt að kjósa. Þegar við komum til Reykjanesbæjar blasti enn við kynningarefni Framsóknar fyrir kosningarnar. Brosmild og einbeitt andlit frambjóðenda horfðu til mín undir slagorðinu: „Við getum gert það!“ Ekki datt mér í hug þá að tæpum fjórum árum síðar yrði mér boðið að taka sæti á lista með þessu sama fólki og fleiri öflugum fulltrúum Framsóknar í Reykjanesbæ. Þegar leitað var til mín fyrr í vetur spurði ég mig að tvennu: Hvað hef ég lært af því að búa í Reykjanesbæ og hvað hef ég fram að færa til starfa fyrir sveitarfélagið? Kröftugt og fjölbreytt atvinnulíf Þegar ég flutti til Reykjanesbæjar vann ég á útvarpsstöðinni K100 og síðar sem fréttamaður á Stöð 2, Vísi og Bylgjunni. Ég fjallaði um málefni Reykjanesbæjar og kynntist öflugu atvinnulífi við Keflavíkurflugvöll sem getur að sama skapi verið viðkvæmt, samanber áhrifin af falli flugfélagsins WOW air og heimsfaraldurs kórónuveirunnar. Í málefnaskrá Framsóknar á nýjum vef okkar www.framsoknrnb.is kemur fram að við viljum styrkja tengslin við sjávarútveginn með landeldi á Reykjanesi og tryggja að Njarðvíkurhöfn verði nýtt enn frekar til viðhalds skipaflota landsins. Þá umræðu þekki ég vel frá Eyjum þar sem skipalyfta er of lítil fyrir stærstu skip flotans. Atvinnulífskjarni í Reykjanesbæ Ég mun leggja áherslu á að atvinnulífskjarni í Reykjanesbæ verði að veruleika. Ég hef verið mjög spenntur fyrir slíkum hugmyndum frá árinu 2008 þegar ég flutti aftur til Vestmannaeyja eftir tölvunarfræðinám í Danmörku. Undanfarin ár hef ég fylgst með umræðu um nýsköpunarsetur, skrifstofuhótel og ýmsa möguleika við tæknistörf á landsbyggðinni. Eftir Covid-faraldurinn eru störf án staðsetningar skyndilega orðin algengari en áður. Atvinnulífskjarni í heimabyggð styður við einstaklinga sem vinna fjarri vinnustaðnum að hluta. Sjálfur vinn ég fyrir hugbúnaðardeild Marel, ýmist í húsnæði fyrirtækisins í Garðabæ eða að heiman. Aftur vísa ég til frambjóðenda Framsóknar á auglýsingaskiltunum í Reykjanesbæ sumarið 2018 og slagorðsins: „Mengandi stóriðju burt!“ Margt hefur áunnist varðandi kísilverið í Helguvík á yfirstandandi kjörtímabili en málinu er ekki lokið. Framsókn í Reykjanesbæ vill enga mengandi stóriðju í Helguvík. Gerum gott samfélag enn betra. Höfundur skipar 6. sæti á B-lista Framsóknar í Reykjanesbæ fyrir sveitarstjórnarkosningar 14. maí næstkomandi.
Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson Skoðun
Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar
Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar
Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar
Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson Skoðun