Sakfelld fyrir að féfletta heilabilaðar systur á tíræðisaldri Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 29. apríl 2022 16:38 Rosio er dæmd í tveggja ára skilorðsbundið fangelsi og til þess að endurgreiða systrunum þá fjárhæð sem hún er sakfelld fyrir að hafa dregið sér frá þeim. Vísir/Vilhelm Rosio Berta Calvi Lozano var í dag sakfelld fyrir að hafa féflett tvær systur með heilabilun á tíræðisaldri. Rosio var dæmd í Héraðsdómi Reykjavíkur í tveggja ára skilorðsbundið fangelsi og hún dæmd til að endurgreiða systrunum tæpar 76 milljónir króna. Systurnar tvær eru fæddar árin 1928 og 1929 í Skagafirði og hafa þær alla tíð verið nánar. Þær áttu til að mynda fimm íbúðir í Reykjavík, þar af tvær þeirra saman, allar á sömu hæð í sömu blokk. Eldri systirin var búsett hér á landi alla tíð en sú yngri bjó lengi vel í Bandaríkjunum þar sem hún starfaði lengi vel. Á þeim árum annaðist sú eldri öll hennar fjármál er vörðuðu fasteignir hennar. Málið var til aðalmeðferðar í héraðsdómi í mars og kom þar fram að þegar yngri systirin flutti aftur heim til Íslands árið 2006 hafi hún glímt við alkóhólisma og stuttu síðar verið lögð inn á hjúkrunarheimili á Sauðárkróki. Eldri systirin hafi þá fengið umboð til að sinna öllum hennar fjármálum. Upp tókst vinátta með eldri systurinni og Rosio einhvern tíma fyrir árið 2010 en þær urðu mjög nánar upp úr 2012. Það ár fékk Rosio umboð frá eldri systurinni til að aðstoða hana við fjármál hennar og með því fékk hún einnig umboðið sem eldri systirin hafði frá þeirri yngri. Rosio var gert að sök að hafa frá 2012 til 2017 dregið sér samtals 23,3 milljónir króna af bankareikningi yngri systurinnar, sem hún átt í litlum samskiptum við, með notkun debetkorta sem voru tend bankareikningi systurinnar. Þá var hún ákærð fyrir að hafa dregið sér samtals 54 milljónir króna af bankareikningi yngri systurinnar með úttektum í reiðufé og gjaldeyriskaupum, sem hún ráðstafaði í eigin þágu og fjölskyldu sinnar. Hún var þar að auki ákærð fyrir að hafa dregið sér 3,7 milljónir króna með notkun á greiðslukortum sem tengd voru bankareikningi eldri systurinnar og að hafa millifært 480 þúsund krónur af bankareikningi eldri systurinnar á eigin reikning. Finnur Vilhjálmsson saksóknari í málinu staðfestir í samtali við fréttastofu, en dómurinn hefur ekki verið birtur, að Rosio hafi verið sakfelld fyrir fjóra af sjö ákæruliðum. Hún hafi verið sakfelld umboðssvik vegna beggja systra en sýknuð af ákæru um peningaþvætti og fjárdrátt. Hún var einnig sýknuð af ákæru um gripdeild og misneytingu til þess að fá eldri systurina til að útbúa sameiginlega erfðaskrá fyrir þær systur þess efnis að Rocio skyldi erfa allar þeirra eignir að þeim látnum. Dómsmál Eldri borgarar Efnahagsbrot Mest lesið „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ Innlent Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Erlent Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Innlent Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Innlent Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð Innlent „Hún er albesti vinur minn“ Innlent Hvað vitum við um Leó páfa? Erlent Stigmögnunin heldur áfram Erlent Skipulögð brotastarfsemi er komin til að vera Innlent Einn rólegur, annar afar ósáttur Innlent Fleiri fréttir „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Skipulögð brotastarfsemi er komin til að vera Skilríkjalaus og með fíkniefni „Hún er albesti vinur minn“ Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Einn rólegur, annar afar ósáttur Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð „Gott að eldast“ í tuttugu og tveimur sveitarfélögum Uppsagnir á Þjóðminjasafninu Lítil Björg dró stóra Hildi í land Nýr páfi, svik við almenning og loðnasti starfsmaður Rimaskóla Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Þungt hugsi og í áfalli Telja Jón Þór hafa tryllst af afbrýðissemi Viðsnúningur eftir krappan dans Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Rúmir níu milljarðar runnið úr ríkissjóði til flokkanna Ólafur Þór undrandi og dómsmálaráðherra talar um svik við þjóðina Heilsa, vellíðan, friður, réttlæti og jöfnuður mikilvægustu markmiðin Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Ein breyting á stjórn sem leggja á niður „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Annar snarpur skjálfti í Ljósufjallakerfi Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum Sjá meira
Systurnar tvær eru fæddar árin 1928 og 1929 í Skagafirði og hafa þær alla tíð verið nánar. Þær áttu til að mynda fimm íbúðir í Reykjavík, þar af tvær þeirra saman, allar á sömu hæð í sömu blokk. Eldri systirin var búsett hér á landi alla tíð en sú yngri bjó lengi vel í Bandaríkjunum þar sem hún starfaði lengi vel. Á þeim árum annaðist sú eldri öll hennar fjármál er vörðuðu fasteignir hennar. Málið var til aðalmeðferðar í héraðsdómi í mars og kom þar fram að þegar yngri systirin flutti aftur heim til Íslands árið 2006 hafi hún glímt við alkóhólisma og stuttu síðar verið lögð inn á hjúkrunarheimili á Sauðárkróki. Eldri systirin hafi þá fengið umboð til að sinna öllum hennar fjármálum. Upp tókst vinátta með eldri systurinni og Rosio einhvern tíma fyrir árið 2010 en þær urðu mjög nánar upp úr 2012. Það ár fékk Rosio umboð frá eldri systurinni til að aðstoða hana við fjármál hennar og með því fékk hún einnig umboðið sem eldri systirin hafði frá þeirri yngri. Rosio var gert að sök að hafa frá 2012 til 2017 dregið sér samtals 23,3 milljónir króna af bankareikningi yngri systurinnar, sem hún átt í litlum samskiptum við, með notkun debetkorta sem voru tend bankareikningi systurinnar. Þá var hún ákærð fyrir að hafa dregið sér samtals 54 milljónir króna af bankareikningi yngri systurinnar með úttektum í reiðufé og gjaldeyriskaupum, sem hún ráðstafaði í eigin þágu og fjölskyldu sinnar. Hún var þar að auki ákærð fyrir að hafa dregið sér 3,7 milljónir króna með notkun á greiðslukortum sem tengd voru bankareikningi eldri systurinnar og að hafa millifært 480 þúsund krónur af bankareikningi eldri systurinnar á eigin reikning. Finnur Vilhjálmsson saksóknari í málinu staðfestir í samtali við fréttastofu, en dómurinn hefur ekki verið birtur, að Rosio hafi verið sakfelld fyrir fjóra af sjö ákæruliðum. Hún hafi verið sakfelld umboðssvik vegna beggja systra en sýknuð af ákæru um peningaþvætti og fjárdrátt. Hún var einnig sýknuð af ákæru um gripdeild og misneytingu til þess að fá eldri systurina til að útbúa sameiginlega erfðaskrá fyrir þær systur þess efnis að Rocio skyldi erfa allar þeirra eignir að þeim látnum.
Dómsmál Eldri borgarar Efnahagsbrot Mest lesið „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ Innlent Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Erlent Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Innlent Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Innlent Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð Innlent „Hún er albesti vinur minn“ Innlent Hvað vitum við um Leó páfa? Erlent Stigmögnunin heldur áfram Erlent Skipulögð brotastarfsemi er komin til að vera Innlent Einn rólegur, annar afar ósáttur Innlent Fleiri fréttir „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Skipulögð brotastarfsemi er komin til að vera Skilríkjalaus og með fíkniefni „Hún er albesti vinur minn“ Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Einn rólegur, annar afar ósáttur Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð „Gott að eldast“ í tuttugu og tveimur sveitarfélögum Uppsagnir á Þjóðminjasafninu Lítil Björg dró stóra Hildi í land Nýr páfi, svik við almenning og loðnasti starfsmaður Rimaskóla Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Þungt hugsi og í áfalli Telja Jón Þór hafa tryllst af afbrýðissemi Viðsnúningur eftir krappan dans Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Rúmir níu milljarðar runnið úr ríkissjóði til flokkanna Ólafur Þór undrandi og dómsmálaráðherra talar um svik við þjóðina Heilsa, vellíðan, friður, réttlæti og jöfnuður mikilvægustu markmiðin Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Ein breyting á stjórn sem leggja á niður „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Annar snarpur skjálfti í Ljósufjallakerfi Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum Sjá meira