Glaumgosar féflettu Madrid í Covid-farsóttinni Jóhann Hlíðar Harðarson skrifar 30. apríl 2022 14:31 Luis Medina, glaumgosi af aðalsættum, sem er sakaður um að hafa svikið milljónir út úr borgaryfirvöldum Madrid, með því að okra á sóttvarnabúnaði í miðri Covid-farsótt. Carlos Garcia Granthon/GettyImages Lystisnekkja, 12 sportbílar og nokkur Rólex úr eru á meðal þess sem tveir meintir svikahrappar keyptu sér fyrir gróðann af því að selja stjórnvöldum í Madrid sóttvarnabúnað á uppsprengdu verði í upphafi Covid19-farsóttarinnar. Spillingardeild lögreglunnar rannsakar málið og mennirnir eiga langa fangelsisvist yfir höfði sér. Luis Medina er glaumgosi af spænskum aðalsættum, þekktari fyrir hið ljúfa líf en viðskiptaumsvif. Félagi hans er Alberto Luceño, kaupsýslumaður með fremur tilþrifalitla fortíð og líklega enn ómerkilegri framtíð. Neyðarlög sett á Spáni Fljótlega eftir að Covid-farsóttin braust út, voru sett neyðarlög sem heimiluðu sjálfsstjórnarhéruðum Spánar að kaupa grímur, spritt og hanska án þess að efna til útboða eða leita tilboða. Svo virðist sem borgaryfirvöld í Madrid hafi hegðað sér í fáti og örvæntingu í því neyðarástandi sem ríkti á Spáni um þetta leyti, þegar þúsundir manna létust daglega af völdum farsóttarinnar. Nú hefur komið í ljós að Madridarborg gerði alls 59 samninga um kaup á sóttvarnavörum á nokkurra mánaða tímabili þegar ástandið var sem verst. Einungis var leitað tilboða í fjögur skipti. Í 93% tilvika var því fjárfest í búnaði í rauninni út í loftið, oftar en nokkurs staðar annars staðar á Spáni, enda hefur komið í ljós að Madridarborg greiddi miklu hærra verð fyrir grímur, PCR-próf, hanska og spritt en allar aðrar borgir Spánar. Lukkuriddararnir Medina og Luceño virðast hafa gripið tækifærið, þeir buðu varning til sölu á uppsprengdu verði og græddu 5 milljónir evra á tiltækinu. Og þeir drógu heldur hvergi af sér við að eyða gróðanum. Fjölmiðlar hafa upplýst að þeir eyddu gróðanum í einum hvínandi grænum, þeir keyptu lystisnekkju fyrir 300 þúsund evrur, 12 rándýra sportbíla, nokkur Rólex úr og svo fór annar þeirra með fjölskylduna á hótel í Marbella í viku, þar sem hver nótt kostaði andvirði einnar og hálfrar milljónar íslenskra króna. Rannsókn spillingardeildarinnar hefur enda leitt í ljós að bankareikningar þeirra félaga eru galtómir. Fleiri svindlarar á kreiki Þetta er ekki eina dæmið um að svo virðist sem borgaryfirvöld í Madrid hafi látið plata sig. Annar angi rannsóknarinnar beinist að dularfullum einstaklingi sem seldi yfirvöldum í Madrid grímur og annan sóttvarnabúnað. Hann var sagður til húsa í Katrínarstræti 8 í New York. Þangað fóru bandarískir lögreglumenn að beiðni spænskra lögregluyfirvalda þann 16. nóvember 2020 og spurðu eftir Philippe Solomon, sem selt hafði spænskum stjórnvöldum grímur fyrir tvær og hálfa milljón evra. Grímur sem síðar kom í ljós að voru meingallaðar og í raun ónothæfar. Borgaryfirvöld vildu því fá peningana sína tilbaka. En Philippe Solomon svaraði ekki tölvupóstum og hann var hvergi að finna á Catherine Street. Svo virðist því sem þessir fjármunir séu horfnir inn í svarthol sem hvergi finnst. Á sama tíma og Madrid spreðaði fjármunum borgarbúa til hægri og vinstri, barði borgarstjóri Madrid sér á brjóst í fjölmiðlum, gagnrýndi forsætisráðherrann fyrir að vaða í villu og svima við stjórn landsins á meðan Madrid fjárfesti með skynsömum hætti í sóttvarnabúnaði fyrir höfuðborgarbúa, óafvitandi þess að það var frændi hans sem komið hafði fjárglæframönnunum Medina og Luceño í samband við borgaryfirvöld og þannig í raun komið þessum vafasömum viðskiptum á. Einnig hefur komið í ljós að Almeida borgarstjóri hefur vitað af þessari lögreglurannsókn í meira en eitt ár og þagað þunnu hljóði. Hann sakar stjórnarandstöðuna í Madrid nú um að stunda nornaveiðar fyrir að krefjast skýringa á því sem gerðist. Spánn Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Arion banki varar við svikaherferð Innlent Innflytjendamálin almenningi efst í huga Innlent Fleiri fréttir Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Segir unnið að því að móta sameiginlega nálgun Bandaríkjanna, Úkraínu og Evrópu Sýknaður af nauðgun eftir að hafa verið skimaður fyrir sjaldgæfri svefnröskun Málið sem Trump getur ekki losað sig við Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Baulað á Albanese á minningarathöfn á Bondi-strönd Kvarta yfir ritskoðun Epstein-skjala: „Við vitum ekki hvað við vitum ekki“ Níu skotnir til bana á krá Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Vilja dauðarefsingu af borðinu vegna hagsmunaáreksturs ráðherra Pútín sagður hafa valið Witkoff Gerðu umfangsmiklar árásir gegn ISIS í Sýrlandi Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Epstein-skjölin birt Sjá meira
Luis Medina er glaumgosi af spænskum aðalsættum, þekktari fyrir hið ljúfa líf en viðskiptaumsvif. Félagi hans er Alberto Luceño, kaupsýslumaður með fremur tilþrifalitla fortíð og líklega enn ómerkilegri framtíð. Neyðarlög sett á Spáni Fljótlega eftir að Covid-farsóttin braust út, voru sett neyðarlög sem heimiluðu sjálfsstjórnarhéruðum Spánar að kaupa grímur, spritt og hanska án þess að efna til útboða eða leita tilboða. Svo virðist sem borgaryfirvöld í Madrid hafi hegðað sér í fáti og örvæntingu í því neyðarástandi sem ríkti á Spáni um þetta leyti, þegar þúsundir manna létust daglega af völdum farsóttarinnar. Nú hefur komið í ljós að Madridarborg gerði alls 59 samninga um kaup á sóttvarnavörum á nokkurra mánaða tímabili þegar ástandið var sem verst. Einungis var leitað tilboða í fjögur skipti. Í 93% tilvika var því fjárfest í búnaði í rauninni út í loftið, oftar en nokkurs staðar annars staðar á Spáni, enda hefur komið í ljós að Madridarborg greiddi miklu hærra verð fyrir grímur, PCR-próf, hanska og spritt en allar aðrar borgir Spánar. Lukkuriddararnir Medina og Luceño virðast hafa gripið tækifærið, þeir buðu varning til sölu á uppsprengdu verði og græddu 5 milljónir evra á tiltækinu. Og þeir drógu heldur hvergi af sér við að eyða gróðanum. Fjölmiðlar hafa upplýst að þeir eyddu gróðanum í einum hvínandi grænum, þeir keyptu lystisnekkju fyrir 300 þúsund evrur, 12 rándýra sportbíla, nokkur Rólex úr og svo fór annar þeirra með fjölskylduna á hótel í Marbella í viku, þar sem hver nótt kostaði andvirði einnar og hálfrar milljónar íslenskra króna. Rannsókn spillingardeildarinnar hefur enda leitt í ljós að bankareikningar þeirra félaga eru galtómir. Fleiri svindlarar á kreiki Þetta er ekki eina dæmið um að svo virðist sem borgaryfirvöld í Madrid hafi látið plata sig. Annar angi rannsóknarinnar beinist að dularfullum einstaklingi sem seldi yfirvöldum í Madrid grímur og annan sóttvarnabúnað. Hann var sagður til húsa í Katrínarstræti 8 í New York. Þangað fóru bandarískir lögreglumenn að beiðni spænskra lögregluyfirvalda þann 16. nóvember 2020 og spurðu eftir Philippe Solomon, sem selt hafði spænskum stjórnvöldum grímur fyrir tvær og hálfa milljón evra. Grímur sem síðar kom í ljós að voru meingallaðar og í raun ónothæfar. Borgaryfirvöld vildu því fá peningana sína tilbaka. En Philippe Solomon svaraði ekki tölvupóstum og hann var hvergi að finna á Catherine Street. Svo virðist því sem þessir fjármunir séu horfnir inn í svarthol sem hvergi finnst. Á sama tíma og Madrid spreðaði fjármunum borgarbúa til hægri og vinstri, barði borgarstjóri Madrid sér á brjóst í fjölmiðlum, gagnrýndi forsætisráðherrann fyrir að vaða í villu og svima við stjórn landsins á meðan Madrid fjárfesti með skynsömum hætti í sóttvarnabúnaði fyrir höfuðborgarbúa, óafvitandi þess að það var frændi hans sem komið hafði fjárglæframönnunum Medina og Luceño í samband við borgaryfirvöld og þannig í raun komið þessum vafasömum viðskiptum á. Einnig hefur komið í ljós að Almeida borgarstjóri hefur vitað af þessari lögreglurannsókn í meira en eitt ár og þagað þunnu hljóði. Hann sakar stjórnarandstöðuna í Madrid nú um að stunda nornaveiðar fyrir að krefjast skýringa á því sem gerðist.
Spánn Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Arion banki varar við svikaherferð Innlent Innflytjendamálin almenningi efst í huga Innlent Fleiri fréttir Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Segir unnið að því að móta sameiginlega nálgun Bandaríkjanna, Úkraínu og Evrópu Sýknaður af nauðgun eftir að hafa verið skimaður fyrir sjaldgæfri svefnröskun Málið sem Trump getur ekki losað sig við Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Baulað á Albanese á minningarathöfn á Bondi-strönd Kvarta yfir ritskoðun Epstein-skjala: „Við vitum ekki hvað við vitum ekki“ Níu skotnir til bana á krá Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Vilja dauðarefsingu af borðinu vegna hagsmunaáreksturs ráðherra Pútín sagður hafa valið Witkoff Gerðu umfangsmiklar árásir gegn ISIS í Sýrlandi Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Epstein-skjölin birt Sjá meira