Oddvitaáskorunin: Fór fjórtján ára í sirkus-skóla í Sviss Samúel Karl Ólason skrifar 1. maí 2022 15:00 Líf og fjölskyldan. Vísir stendur fyrir Oddvitaáskoruninni 2022 þar sem skorað er á oddvita allra flokka í sveitarfélögum um land allt að taka þátt. Áskorunin felur í sér stutta kynningu og að svara nokkrum léttum spurningum. Líf Lárusdóttir leiðir lista Sjálfstæðisflokksins á Akranesi í komandi sveitarstjórnarkosningum. Ég heiti Líf Lárusdóttir og ég er þrítug. Ég flutti á Akranes þegar ég ég var 11 ára gömul og hef búið hér síðan með nokkrum hléum. Í dag er ég að klára fæðingarorlofið mitt en ég starfa sem markaðsstjóri hjá Terra umhverfisþjónustu. Ég er gift Ragnari Þór Gunnarssyni, framkvæmdastjóra Akraborgar og saman eigum við tvær dætur, þær Móeyju og Öglu. Áhugamálin mín eru ferðalög, ekki verra ef þau eiga sér stað utanlands. Þá langar mig líka alveg svakalega til að verða góð í golfi – en það hefur verið verkefni í vinnslu undanfarin ár. Ég spilaði líka badminton á mínum yngri árum og er aðeins farin að taka upp spaðann aftur. En það er ekkert sem toppar þó samverustundir með fjölskyldu og vinum. Ég er lærður viðskiptafræðingur en ég tók samhliða því námi diplóma gráðu í viðburðastjórnun á meðan ég bjó í Bandaríkjunum. Ég er síðan með meistaragráðu í markaðsfræði en þá gráðu tók ég í Barcelona. Eftir að hafa flutt aftur á Akranes eftir námið 2016 hóf ég störf sem verkefnastjóri hjá Gámaþjónustunni, og síðar markaðsstjóri hjá Terra eftir endurmörkun fyrirtækisins. Starfið mitt hjá Terra hefur gefið mér stórt svið til að sérhæfa mig í umhverfismálum, sem hafa átt hug minn allan síðastliðin ár. Það er morgunljóst að þau mál eru einmitt ein stærsta áskorun sem við stöndum frammi fyrir og ég tel að við eigum töluvert inni í umhverfismálum á Akranesi. Ég sit í framkvæmdastjórn ÍA, og hef gert undanfarin tvö ár. Það hefur verið mjög lærdómsríkur tími sem hefur gert mér kleift að kynnast aðildarfélögunum og þeirra áskorunum. Ég er einnig stjórnarmeðlimur í Fenúr, sem eru félagasamtök um faglega umræðu um úrgangsmál hér á landi. Klippa: Oddvitaáskorun - Líf Lárusdóttir Hver er fallegasti staðurinn á Íslandi? Langasandurinn á góðum degi er náttúrulega fegurð sem erfitt verður að toppa. Er eitthvað lítilvægt sem fer þó í taugarnar á þér í þínu sveitarfélagi sem þú vilt að sé lagað? Já ætli ég verði ekki að segja skorturinn á tunnu fyrir lífrænan úrgang. Það er sameiginlegt verkefni fjölskyldunnar í dag að búa til moltu í jarðgerðartunnu en ég er ekki viss um að hjónabandið þoli annað sumar af því að hræra í þessari tunnu með tilheyrandi flugum í verkefni sem maðurinn minn vill meina að hafi verið einstefna frá upphafi. Hvert er þitt uppáhalds áhugamál sem gæti þótt skrítið? Að halda veislur og sortera skúffur og skápa eru sennilega þau áhugamál mín sem teljast öðrum óhefðbundnari. Hver eru þín minnistæðustu samskipti við lögregluna? Ég á mjög eftirminnileg samskipti við lögregluna í Alabama þegar við hjónin áttum heima þar í eitt ár, ég nítján ára og Ragnar maðurinn minn 20 ára. Við áttum glæsilegan Ford Taurus bíl en í honum gátu 3 setið fram í en það var svona eitt og annað sem virkaði ekki í honum. Það var síðan einn góðan veðurdag að ég var á leið minni til vinnu að ég kem að stöðvunarskyldu, hægi vel á og lít til beggja hliða, beygi til hægri og held för minni áfram. Fljótlega verð ég vör við það að það er lögreglubíll á eftir mér með blikkandi ljós og ég keyri út í kant. Útúr lögreglubílnum stígur hávaxinn lögreglumaður með kúrekahatt og biður mig um að stíga úr bílnum sem og ég geri. Ég er beðin um að sýna ökuskirteini mitt sem ég geri ásamt sirka bát 10 blaðsíðna útskýringarbók frá FÍB eða svokölluðu alþjóðlegu ökuskirteini. Lögreglumaðurinn, sem á þessum tíma virðist til alls líklegur, tekur bókina af mér, fussar og sveiar og hendir henni síðan aftur í mig og spyr mig hvort þetta sé grín. Hann útskýrir fyrir mér glæpinn, á stöðvunarskyldu stoppum við öll 4 hjólin og bíðum, því næst tökum við af stað. Þetta átti ég auðvitað að vita og ég leiddi hugann að orðum Viðars Einarssonar, tengdaafa míns og ökukennari en við höfðum auðvitað farið vel yfir þetta nokkrum árum áður. Ég var í raun farin að undirbúa mig fyrir dómstóla í huganum, slík voru viðbrögð lögreglumannsins sem þó að lokum stakk upp á því að ég myndi keyra til baka, hann skyldi koma á eftir mér og ég myndi sýna honum hvar ég ætti heima og svo myndi hann fá að segja nokkur orð við manninn minn. Mér fannst það áhugavert og skjálfandi á beinum settist ég inn í bílinn og við keyrðum aftur í hverfið okkar, þar tók Raggi á móti okkur og lögreglumaðurinn með kúrekahattinn sagði við hann með suðurríkjahreim : „You need to teach your woman how to drive“ og leit ekki svo mikið sem framan í mig eftir það. Hvað færðu þér á pizzu? Hvað sem er í rauninni, en svona go-to hjá mér er pepperoní og sveppir – jafnvel auka ostur. Alls ekki ananas né túnfisk. Þegar ég var yngri pantaði ég stundum litla pizzu og deildi með mömmu minni en eitt sinn fékk hún sér túnfisk og tómata á sinn helming og safinn lak yfir á minn helming og ég fór að grenja. Myndi líklega gera það líka í dag, en ég er mjög matsár. Hvaða lag peppar þig mest? Hvort sem ég er að reyna á mín þolmörk í hlaupum eða til dæmis að koma fram og tala þá er eitt lag sem kemur mér alltaf í gírinn en það er lagið Power með Kanye West. Hvað getur þú tekið margar armbeygjur? Örugglega 20 kvikindi á góðum degi. Göngutúr eða skokk? Fátt sem toppar gott hlaup en göngutúr með fjölskyldunni, manninum eða góðri vinkonu er líka endurnærandi fyrir sálina. Uppáhalds brandari? Eins og maður gerir, þá fór ég á Google og skrifaði: Brandari. Las yfir 30 slíka og hló að einum: Menn frá Öryggiseftirliti ríkisins komu inn á ónefnt verkstæði í höfuðborginni. Þeim fannst einn starfsmannanna fara heldur óvarlega með suðutæki. „Heyrðu vinur,“ sögðu þeir við hann. „Þú verður að fara varlega með þetta verkfæri. Það er ekki langt síðan að stórslys hlaust af rangri meðferð suðutækja. Tólf manns slösuðust.“ „Það gæti ekki átt sér stað hér,“ svaraði sá glannalegi snúðugt. „Nú, því segir þú það?“ „Við erum ekki nema átta á verkstæðinu.“ Þetta er kannski lýsandi fyrir minn húmor.... Hvað er þitt draumafríi? Draumafríið mitt myndi innihalda mitt besta fólk, helst smá sól í bland við temmilegt magn af hreyfingu og mikið af góðan mat. Enginn sérstakur staður svo sem en það er alltaf gaman að prófa og sjá eitthvað nýtt innan, sem og utanlands. Hvort fannst þér 2020 eða 2021 vera verra ár? 2020 var verra ár fyrir mig persónulega og í lok þess ákvað ég að 2021 yrði árið mitt og ég er ekki frá því að svo hafi verið. Uppáhalds tónlistarmaður? Erfitt að gera upp á milli Elton John og Helga Björns. Hvað er það skrýtnasta sem þú manst eftir að hafa gert? Erfitt að velja á milli í rauninni, sumum finnst skrýtið að ég sé útskrifuð úr Sirkus-skóla. En ég skellti mér í einn slíkan þegar ég var 14 ára gömul í Sviss. Ég lærði eitt og annað en ég fæ svo sem alveg frið í dag fyrir því að sýna listir mínar. Mögulega dusta ég rykið af þessu síðar meir. Ef það væri gerð kvikmynd um ævi þína, hver ætti að leika þig? Má vera íslenskur eða útlenskur. Ætli það sé ekki bara Amy Poehler sem lék Leslie Knope í Parks & recreation. Ég hef fengið að heyra það í gegnum tíðina að sá karakter gæti verið byggður á mér, ég veit ekki alveg hvort það er gott eða slæmt. Hefur þú verið í verbúð? Nei ekki svo gott, ég byrjaði hins vegar 13 ára gömul að vinna í sláturhúsi á sumrin og tveimur árum síðar var ég byrjuð að vinna í Hyrnunni í Borgarnesi en okkur var skutlað þangað til vinnu nokkrum stelpum um helgar. Mjög góður skóli og tími. Áhrifamesta kvikmyndin? Ég verð að segja Walk the Line með Johnny Cash, ég er ein af þeim sem get helst ekki horft á sömu kvikmynd oftar en einu sinni en það er eitthvað við þessa mynd, hún er allur tilfinningaskalinn. Ég tala nú ekki um hvað tónlistin er góð. Áttu eftir að sakna Nágranna? Nei, ég get eiginlega ekki sagt það. Allt hefur sinn tíma. Ef þú yrðir að flytja úr þínu sveitarfélagi, hvert myndir þú helst vilja fara? Ætli leiðin myndi ekki bara liggja aftur til Barcelona þar sem ég bjó í 1 ár á meðan ég var í námi. Uppáhalds „guilty pleasure“ lag? (skammast þín smá fyrir að hafa gaman af því – sakbitin sæla) Ég get kannski ekki beint sagt að það sé endilega sakbitin sæla, en mér finnst það mjög góð byrjun á kvöldi að taka nokkur lög með Helga Björns og reiðmönnum vindanna. Vinkonum mínum til mis mikillar ánægju. Staðan er hins vegar sú að það er ekkert að fara klikka á kvöldi sem byrjar á Hesta-Jóa. Vísir skorar á oddvita stjórnmálaflokka út um allt land að taka þátt í Oddvitaáskoruninni til að kynna sig og sín málefni. Nánari upplýsingar er hægt að nálgast með því að senda póst á samuel@stod2.is og anitaga@stod2.is. Fyrri Oddvitaáskoranir má skoða á síðunni visir.is/p/oddvitaaskorun. Oddvitaáskorunin Sveitarstjórnarkosningar 2022 Akranes Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Lífið Valgeir afhenti Ingu textabrot úr laginu Sigurjón digri Lífið Óvæntur glaðningur í veggjunum Lífið Dóttir Hólmfríðar og Jóhanns Bergs komin með nafn Lífið Fréttatía vikunnar: Fuglaflensa, Facebook og fjöldi Lífið Skilnaður eftir tuttugu ára samband Lífið Láttu draumana rætast með Úrval Útsýn Lífið samstarf Með þvottaklemmu á sér í beinni frá eldunum Lífið Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Lífið Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Fleiri fréttir Valgeir afhenti Ingu textabrot úr laginu Sigurjón digri Dóttir Hólmfríðar og Jóhanns Bergs komin með nafn Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Fréttatía vikunnar: Fuglaflensa, Facebook og fjöldi Skilnaður eftir tuttugu ára samband Með þvottaklemmu á sér í beinni frá eldunum Bönnuð innan 12 af ástæðu Óvæntur glaðningur í veggjunum Glæsihús í Kópavogi með stórbrotnu útsýni Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Heimili Hanks rétt slapp Tíu góð andlitskrem í vetrarkuldann Heitustu trendin árið 2025 Tónlistarhátíðin Xjazz snýr aftur í Iðnó um helgina Tóku sögufrægt 340 fermetra einbýli við Bergstaðastræti í gegn Þjóðin mætt að hreyfa sig og mömmurnar eru ekki skildar eftir út undan Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp „Veganismi er hvergi skilgreindur sem fullkomnun eða ekkert“ Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Gott að sakna en verðum að hugsa í núinu Allt búið hjá Austin og Kaiu Hefur grátið óteljandi tárum yfir missinum Aron Can og fjölskylda í draumkenndu fríi Lækaði óvart fimm ára gamla mynd Kynlífsráðgjafi keypti af prófessornum „Fékk mjög mikið í magann og fór næstum því að grenja“ Peter úr Peter, Paul and Mary látinn Byggir snjóhús en ætlar að verða dýralæknir í framtíðinni Júlí og Ágúst keppa í Söngvakeppninni í febrúar Af og frá að Iceguys taki þátt í Söngvakeppninni Sjá meira
Líf Lárusdóttir leiðir lista Sjálfstæðisflokksins á Akranesi í komandi sveitarstjórnarkosningum. Ég heiti Líf Lárusdóttir og ég er þrítug. Ég flutti á Akranes þegar ég ég var 11 ára gömul og hef búið hér síðan með nokkrum hléum. Í dag er ég að klára fæðingarorlofið mitt en ég starfa sem markaðsstjóri hjá Terra umhverfisþjónustu. Ég er gift Ragnari Þór Gunnarssyni, framkvæmdastjóra Akraborgar og saman eigum við tvær dætur, þær Móeyju og Öglu. Áhugamálin mín eru ferðalög, ekki verra ef þau eiga sér stað utanlands. Þá langar mig líka alveg svakalega til að verða góð í golfi – en það hefur verið verkefni í vinnslu undanfarin ár. Ég spilaði líka badminton á mínum yngri árum og er aðeins farin að taka upp spaðann aftur. En það er ekkert sem toppar þó samverustundir með fjölskyldu og vinum. Ég er lærður viðskiptafræðingur en ég tók samhliða því námi diplóma gráðu í viðburðastjórnun á meðan ég bjó í Bandaríkjunum. Ég er síðan með meistaragráðu í markaðsfræði en þá gráðu tók ég í Barcelona. Eftir að hafa flutt aftur á Akranes eftir námið 2016 hóf ég störf sem verkefnastjóri hjá Gámaþjónustunni, og síðar markaðsstjóri hjá Terra eftir endurmörkun fyrirtækisins. Starfið mitt hjá Terra hefur gefið mér stórt svið til að sérhæfa mig í umhverfismálum, sem hafa átt hug minn allan síðastliðin ár. Það er morgunljóst að þau mál eru einmitt ein stærsta áskorun sem við stöndum frammi fyrir og ég tel að við eigum töluvert inni í umhverfismálum á Akranesi. Ég sit í framkvæmdastjórn ÍA, og hef gert undanfarin tvö ár. Það hefur verið mjög lærdómsríkur tími sem hefur gert mér kleift að kynnast aðildarfélögunum og þeirra áskorunum. Ég er einnig stjórnarmeðlimur í Fenúr, sem eru félagasamtök um faglega umræðu um úrgangsmál hér á landi. Klippa: Oddvitaáskorun - Líf Lárusdóttir Hver er fallegasti staðurinn á Íslandi? Langasandurinn á góðum degi er náttúrulega fegurð sem erfitt verður að toppa. Er eitthvað lítilvægt sem fer þó í taugarnar á þér í þínu sveitarfélagi sem þú vilt að sé lagað? Já ætli ég verði ekki að segja skorturinn á tunnu fyrir lífrænan úrgang. Það er sameiginlegt verkefni fjölskyldunnar í dag að búa til moltu í jarðgerðartunnu en ég er ekki viss um að hjónabandið þoli annað sumar af því að hræra í þessari tunnu með tilheyrandi flugum í verkefni sem maðurinn minn vill meina að hafi verið einstefna frá upphafi. Hvert er þitt uppáhalds áhugamál sem gæti þótt skrítið? Að halda veislur og sortera skúffur og skápa eru sennilega þau áhugamál mín sem teljast öðrum óhefðbundnari. Hver eru þín minnistæðustu samskipti við lögregluna? Ég á mjög eftirminnileg samskipti við lögregluna í Alabama þegar við hjónin áttum heima þar í eitt ár, ég nítján ára og Ragnar maðurinn minn 20 ára. Við áttum glæsilegan Ford Taurus bíl en í honum gátu 3 setið fram í en það var svona eitt og annað sem virkaði ekki í honum. Það var síðan einn góðan veðurdag að ég var á leið minni til vinnu að ég kem að stöðvunarskyldu, hægi vel á og lít til beggja hliða, beygi til hægri og held för minni áfram. Fljótlega verð ég vör við það að það er lögreglubíll á eftir mér með blikkandi ljós og ég keyri út í kant. Útúr lögreglubílnum stígur hávaxinn lögreglumaður með kúrekahatt og biður mig um að stíga úr bílnum sem og ég geri. Ég er beðin um að sýna ökuskirteini mitt sem ég geri ásamt sirka bát 10 blaðsíðna útskýringarbók frá FÍB eða svokölluðu alþjóðlegu ökuskirteini. Lögreglumaðurinn, sem á þessum tíma virðist til alls líklegur, tekur bókina af mér, fussar og sveiar og hendir henni síðan aftur í mig og spyr mig hvort þetta sé grín. Hann útskýrir fyrir mér glæpinn, á stöðvunarskyldu stoppum við öll 4 hjólin og bíðum, því næst tökum við af stað. Þetta átti ég auðvitað að vita og ég leiddi hugann að orðum Viðars Einarssonar, tengdaafa míns og ökukennari en við höfðum auðvitað farið vel yfir þetta nokkrum árum áður. Ég var í raun farin að undirbúa mig fyrir dómstóla í huganum, slík voru viðbrögð lögreglumannsins sem þó að lokum stakk upp á því að ég myndi keyra til baka, hann skyldi koma á eftir mér og ég myndi sýna honum hvar ég ætti heima og svo myndi hann fá að segja nokkur orð við manninn minn. Mér fannst það áhugavert og skjálfandi á beinum settist ég inn í bílinn og við keyrðum aftur í hverfið okkar, þar tók Raggi á móti okkur og lögreglumaðurinn með kúrekahattinn sagði við hann með suðurríkjahreim : „You need to teach your woman how to drive“ og leit ekki svo mikið sem framan í mig eftir það. Hvað færðu þér á pizzu? Hvað sem er í rauninni, en svona go-to hjá mér er pepperoní og sveppir – jafnvel auka ostur. Alls ekki ananas né túnfisk. Þegar ég var yngri pantaði ég stundum litla pizzu og deildi með mömmu minni en eitt sinn fékk hún sér túnfisk og tómata á sinn helming og safinn lak yfir á minn helming og ég fór að grenja. Myndi líklega gera það líka í dag, en ég er mjög matsár. Hvaða lag peppar þig mest? Hvort sem ég er að reyna á mín þolmörk í hlaupum eða til dæmis að koma fram og tala þá er eitt lag sem kemur mér alltaf í gírinn en það er lagið Power með Kanye West. Hvað getur þú tekið margar armbeygjur? Örugglega 20 kvikindi á góðum degi. Göngutúr eða skokk? Fátt sem toppar gott hlaup en göngutúr með fjölskyldunni, manninum eða góðri vinkonu er líka endurnærandi fyrir sálina. Uppáhalds brandari? Eins og maður gerir, þá fór ég á Google og skrifaði: Brandari. Las yfir 30 slíka og hló að einum: Menn frá Öryggiseftirliti ríkisins komu inn á ónefnt verkstæði í höfuðborginni. Þeim fannst einn starfsmannanna fara heldur óvarlega með suðutæki. „Heyrðu vinur,“ sögðu þeir við hann. „Þú verður að fara varlega með þetta verkfæri. Það er ekki langt síðan að stórslys hlaust af rangri meðferð suðutækja. Tólf manns slösuðust.“ „Það gæti ekki átt sér stað hér,“ svaraði sá glannalegi snúðugt. „Nú, því segir þú það?“ „Við erum ekki nema átta á verkstæðinu.“ Þetta er kannski lýsandi fyrir minn húmor.... Hvað er þitt draumafríi? Draumafríið mitt myndi innihalda mitt besta fólk, helst smá sól í bland við temmilegt magn af hreyfingu og mikið af góðan mat. Enginn sérstakur staður svo sem en það er alltaf gaman að prófa og sjá eitthvað nýtt innan, sem og utanlands. Hvort fannst þér 2020 eða 2021 vera verra ár? 2020 var verra ár fyrir mig persónulega og í lok þess ákvað ég að 2021 yrði árið mitt og ég er ekki frá því að svo hafi verið. Uppáhalds tónlistarmaður? Erfitt að gera upp á milli Elton John og Helga Björns. Hvað er það skrýtnasta sem þú manst eftir að hafa gert? Erfitt að velja á milli í rauninni, sumum finnst skrýtið að ég sé útskrifuð úr Sirkus-skóla. En ég skellti mér í einn slíkan þegar ég var 14 ára gömul í Sviss. Ég lærði eitt og annað en ég fæ svo sem alveg frið í dag fyrir því að sýna listir mínar. Mögulega dusta ég rykið af þessu síðar meir. Ef það væri gerð kvikmynd um ævi þína, hver ætti að leika þig? Má vera íslenskur eða útlenskur. Ætli það sé ekki bara Amy Poehler sem lék Leslie Knope í Parks & recreation. Ég hef fengið að heyra það í gegnum tíðina að sá karakter gæti verið byggður á mér, ég veit ekki alveg hvort það er gott eða slæmt. Hefur þú verið í verbúð? Nei ekki svo gott, ég byrjaði hins vegar 13 ára gömul að vinna í sláturhúsi á sumrin og tveimur árum síðar var ég byrjuð að vinna í Hyrnunni í Borgarnesi en okkur var skutlað þangað til vinnu nokkrum stelpum um helgar. Mjög góður skóli og tími. Áhrifamesta kvikmyndin? Ég verð að segja Walk the Line með Johnny Cash, ég er ein af þeim sem get helst ekki horft á sömu kvikmynd oftar en einu sinni en það er eitthvað við þessa mynd, hún er allur tilfinningaskalinn. Ég tala nú ekki um hvað tónlistin er góð. Áttu eftir að sakna Nágranna? Nei, ég get eiginlega ekki sagt það. Allt hefur sinn tíma. Ef þú yrðir að flytja úr þínu sveitarfélagi, hvert myndir þú helst vilja fara? Ætli leiðin myndi ekki bara liggja aftur til Barcelona þar sem ég bjó í 1 ár á meðan ég var í námi. Uppáhalds „guilty pleasure“ lag? (skammast þín smá fyrir að hafa gaman af því – sakbitin sæla) Ég get kannski ekki beint sagt að það sé endilega sakbitin sæla, en mér finnst það mjög góð byrjun á kvöldi að taka nokkur lög með Helga Björns og reiðmönnum vindanna. Vinkonum mínum til mis mikillar ánægju. Staðan er hins vegar sú að það er ekkert að fara klikka á kvöldi sem byrjar á Hesta-Jóa. Vísir skorar á oddvita stjórnmálaflokka út um allt land að taka þátt í Oddvitaáskoruninni til að kynna sig og sín málefni. Nánari upplýsingar er hægt að nálgast með því að senda póst á samuel@stod2.is og anitaga@stod2.is. Fyrri Oddvitaáskoranir má skoða á síðunni visir.is/p/oddvitaaskorun.
Vísir skorar á oddvita stjórnmálaflokka út um allt land að taka þátt í Oddvitaáskoruninni til að kynna sig og sín málefni. Nánari upplýsingar er hægt að nálgast með því að senda póst á samuel@stod2.is og anitaga@stod2.is. Fyrri Oddvitaáskoranir má skoða á síðunni visir.is/p/oddvitaaskorun.
Oddvitaáskorunin Sveitarstjórnarkosningar 2022 Akranes Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Lífið Valgeir afhenti Ingu textabrot úr laginu Sigurjón digri Lífið Óvæntur glaðningur í veggjunum Lífið Dóttir Hólmfríðar og Jóhanns Bergs komin með nafn Lífið Fréttatía vikunnar: Fuglaflensa, Facebook og fjöldi Lífið Skilnaður eftir tuttugu ára samband Lífið Láttu draumana rætast með Úrval Útsýn Lífið samstarf Með þvottaklemmu á sér í beinni frá eldunum Lífið Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Lífið Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Fleiri fréttir Valgeir afhenti Ingu textabrot úr laginu Sigurjón digri Dóttir Hólmfríðar og Jóhanns Bergs komin með nafn Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Fréttatía vikunnar: Fuglaflensa, Facebook og fjöldi Skilnaður eftir tuttugu ára samband Með þvottaklemmu á sér í beinni frá eldunum Bönnuð innan 12 af ástæðu Óvæntur glaðningur í veggjunum Glæsihús í Kópavogi með stórbrotnu útsýni Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Heimili Hanks rétt slapp Tíu góð andlitskrem í vetrarkuldann Heitustu trendin árið 2025 Tónlistarhátíðin Xjazz snýr aftur í Iðnó um helgina Tóku sögufrægt 340 fermetra einbýli við Bergstaðastræti í gegn Þjóðin mætt að hreyfa sig og mömmurnar eru ekki skildar eftir út undan Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp „Veganismi er hvergi skilgreindur sem fullkomnun eða ekkert“ Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Gott að sakna en verðum að hugsa í núinu Allt búið hjá Austin og Kaiu Hefur grátið óteljandi tárum yfir missinum Aron Can og fjölskylda í draumkenndu fríi Lækaði óvart fimm ára gamla mynd Kynlífsráðgjafi keypti af prófessornum „Fékk mjög mikið í magann og fór næstum því að grenja“ Peter úr Peter, Paul and Mary látinn Byggir snjóhús en ætlar að verða dýralæknir í framtíðinni Júlí og Ágúst keppa í Söngvakeppninni í febrúar Af og frá að Iceguys taki þátt í Söngvakeppninni Sjá meira