Bæði mörk leiksins voru skoruð í fyrri hálfleik, en Hólmbert var tekinn af velli þegar um tuttugu mínútur voru til leiksloka.
Hólmbert og félagar hafa farið vel af stað í norsku úrvalsdeildinni, en liðið hefur unnið fjóra af fyrstu fimm leikjum tímabilsins. Þá hefur liðið einnig gert eitt jafntefli og er eina liðið í deildinni sem hefur ekki enn tapað leik.
Lilleström situr því á toppi deildarinnar með 13 stig eftir fimm leiki, sex stigum meira en Ålesund.